Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 17
*\ ► MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 17 Listvinafélag Hallgrímskirkju: Fjölbreytt dagskrá í vetur - kirkjulistahátíð í vor MEÐ fyrsta sunnudegi í aðventu hefst sjöunda starfsár Listvina- félags Hallgrímskirkju í Reykjavík og miðvikudaginn 30. nóvember kl. 21 heimsækir Skólakór Garðabæjar kirkjuna og kemur fram í náttsöng. Tón- leikar eru að jafnaði fyrirferðar- mestir í dagskrá Listvinafélags- ins en í maí á næsta ári verður haldin kirkjulistahátíð með Qöl- breyttri dagskrá. Þór Jakobsson er formaður félagsins og hefur stjórn þess undanfarnar vikur unnið að undirbúningi dagskrár- innar á þessu starfsári. Sunnudaginn 4. desember heldur Mótettukór Hallgrímskirkju árlega aðventutónleika sína og flytur þá aðventu- og jólatónlist sem nær yfir tímabilið frá 16. til 20. aldar. Hvem miðvikudag fram að jólum er síðan náttsöngur og koma þá fram ýmsir kórar, Barnakór Kárs- ness, Dómkórinn auk Mótettukórs- ins. Þá mun kórinn flytja ásamt íslenska dansflokknum sérstaka dagskrá 22. desember sem nefnd er bæn fyrir dansara — Hallgríms- vers og Faðir vor. I janúar heldur Hörður Askelsson organisti Hallgrímskirkju tónleika og flytur verk eftir Áskel Másson, Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson og Cesar Franck. Dagskrá með Hannesi Péturssyni skáldi verður 19. febrúar en þar les skáldið eigin verk og Hamrahlíðarkórinn flytur tónlist. Krossferli að fylgja þínum heitir dagskrá í söng og tali sem flutt verður 12. mars en veg og vanda af henni hafa Jóhanna Möller sópransöngkona og sr. Sigurður Pálsson. Eyvindur Erlendsson leikari hef- ur tekið að sér að lesa alla Passíu- sálma Hallgríms Péturssonar á ■ föstudaginn langa eins og hann gerði í fyrra. Les hann þá fimm sálma í senn og leikin er tónlist á milli. Stendur flutningurinn milli kl. 13 og 18. Kirkjulistahátíð verður haldin í annað sinn 5. til 15. maí á næsta ári. Hörður Áskelsson organisti seg- ir að líta megi á þessa hátíð sem eins konar kirkjulegt jafnvægi við Listahátíð og segist hann vona að með árunum megi fá fleiri kirkjur til samstarfs um að gera þessa hátíð sem veglegasta. Daglegir tón- leikar og helgihald verður í Hall- grímskirkju þessa daga. Mótettu- kórinn flytur óratóríuna Elía eftir Mendelssohn 6. maí ásamt Sin- fóníuhljómsveit íslands og ein- söngvurum. Þeir eru þýskir, Ursula Kunz alt, Deon von der Walt tenór, Andreas Schmidt baritón en verið er að ganga frá ráðningu þýskrar sópransöngkonu. Orgelnámskeið og orgeltónleikar verða daglega í há- deginu þessa viku. Kennari er Hans-Dieter Möller og hann mun halda orgeltónleika eitt kvöldið. Þá verður opnuð sýning á vatnslita- myndum eftir Karólínu Lárusdóttur í upphafi hátíðarinnar. Dagana 8., 9. 11. og 13. maí verða sýndir þrír einþáttungar sem heita Sjáið þið manninn og eru eft- ir dr. Jakob Jónsson frá Hrauni. Flytjendur eru Erlingur Gíslason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Anna Kristín Arngrímsdóttir. Leik- stjóri er Jakob S. Jónsson. Hörður Áskelsson segir að hér sé um mjög viðamikla og dýra hátíð að ræða og er um þessar mundir verið að skipuleggja og tryggja fjár- mögnun hennar. Gangi það vel og verði um tekjuafganga að ræða mun hann renna í orgelsjóð kirkj- unnar. í því sambandi má minnas’ á bók sem dr. Jakob Jónsson skrif- aði á ensku til styrktar orgelsjóði. SUZUKI 1989« TS50X SUZUKI UMBOÐIÐ H/F Skútahrauni 15, s 65-17-25 Landsbankinn býr vel um hnútana í verðbréfaviðskiptum í Verðbréfaviðskiptum á Laugavegi 7 og á 43 afgreiðslustöðum um land allt býður Lands- bankinn örugg verðbréf í mörgum verðflokkum og með mismunandi gildistíma. Spari- skírteini ríkissjóðs eru þar á meðal, að ógleymdum bankabréfum Landsbankans. Banka- bréf Landsbankans eru ein traustasta fjárfesting sem nú er völ á. Ástæðan er einföld: Bankabréf eru útgefin og innleyst af bankanum sjálfum. Þau eru verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu, gefa háa ávöxtun og eru auk þess með endursölutryggingu, sem tryggir skjóta innlausn þegar þörf krefur. í Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7, býðst viðskipta- mönnum fjárvarsla, sem felur í sér ráðgjöf og umsjón með fjármunum, s.s. verðbréfum og innláns- ^ 0 reikningum. Þér er óhætt að treysta verðbréfaþjónustu og ráðgjöf Landsbankans. .>./ • ■ /' - Veidu Kópai með gljáa við hæfí. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.