Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 19 Hver ber ábyrgð á börnunum? eftir Ragnhildi Eggertsdóttur Ofbeldi gegn börnum ogunglingum Því sem næst daglega berast okk- ur fréttir í fjölmiðlum af illri meðferð á bömum. Stjómvöld í Suður-Afríku láta fangelsa og pynta þeldökk böm og unglinga. í sama landi eru skóla- böm misnotuð kynferðislega af kennumm. Stjómvöld í ísrael gefa út opinberá fréttatilkynningu þess efnis að það sé yfírlýst stefna þeirra að drepa og særa palestínsk böm og unglinga. í Thailandi eru böm og unglingar seld til kynferðislegrar misnotkunar, þar er þessi bamasala ein af þeim atvinnugreinum sem hinir /fullorðnu stunda. í ótrúlega mörgum löndum heims verða böm og unglingax fóm- arlömb stjómvalda eða öfgahópa vegna mismunandi pólitískra skoð- ana hinna fullorðnu. í öllum löndum heims em böm og unglingar fóm- arlömb kynferðislegs ofbeldis og í þeim efnum er ísland svo sannarlega ekki eftirbátur annarra landa. Dag- lega deyr fjöldi bama og unglinga úr hungri og vosbúð sakir fátæktar um leið og ógrynni fjármuna er eytt til hergagnaframleiðslu. Það er kald- hæðnislegt til að hugsa að þær þjóð- ir sem hvað mestum fjármunum eyða til slíkrar framleiðslu em um leið með miklum erfíðsmunum að reyna að semja um fækkun kjamorku- vopna. Börn eða hvalir? Fyrir ekki svo löngu síðan stóð heimurinn á öndinni af örvæntingu vegna hvala sem fmsu inni einhvers staðar við strendur Kanada. Þá þurfti ekki langa og stranga samn- ingafundi milli stórveldanna tveggja, þau gerðu sér lítið fyrir og sendu annars vegar ísbrjóta til að bijóta hvölunum leið út úr vökinni og hins- vegar þyrlur til að aðstoða ísbrjót- ana. Það er ekki ætlun mín að agnú- ast út í björgun umræddra hvala en það kemur mér óneitanlega undar- lega fyrir sjónir hvað fréttir af illri meðferð á bömum og unglingum em fljótar að falla í gleymsku á meðan fréttir af aðgerðum hvalfriðunarfólks em statt og stöðugt til umfjöllunnar t fjölmiðlum. Það er líka umhugsun- arvert að á meðan samktök hvalfrið- unarfólks virðast verða sterkari og sterkari til vemdar skjólstæðingum sínum, já svo sterk að þau em farin að segja til um af hvaða þjóðum á að kaupa fisk og hvaða ekki fer lítið fyrir samtökum til vemdar bömum og unglingum. Uppeldi til firiðar 9. október sl. var i Morgunblaðinu fjallað um stríðni og einelti bama, í ljós kemur að þetta tvennt er tölu- vert algengt og í sumum skólum landsins vemlegt vandamál. Varpað var fram spumingu til viðmælenda blaðsins þess efnis hvort slík hegðun væri ef til vill fylgifískur mannlegrar hegðunar. Þeir sem spurðir vom álitu að svo væri ekki. En ef við gáum betur að hvað er það þá sem við fullorðið fólk höfum fyrir bömunum? Kennum við þeim að bera virðingu fyrir mannslífum þegar alls staðar í heiminum er verið að myrða fólk í skjóli þessa málstaðar eða hins? Kennum við þeim að bera virðingu fyrir mannslífum með ýmsu því myndefni sem sýnt er á sjónvarp- stöðvum að ég tali nú ekki um mynd- böndin sem standa öllum til boða á hvaða aldri sem þeir em? Kennum við þeim að bera virðingu fyrir skoð- unum og tilfínningum annarra? Kennum við þeim að virða venjur og siði annarra þjóða? Kennum við þeim með hegðun okkar gagnvart þeim sem minna mega sín að sýna ábyrgð og tillits- semi? Ég læt hverjum og einum eft- ir að svara fyrir sig en það læðist að mér sú áleitna spuming hvort við séum ekki búin að missa hæfileikann til að sjá hvað það er sem skiptir mestu máli. Friðarfræðsla í skólum Hvers vegna er friðarfræðsla ekki ein af aðalnámsgreinum í skólum? Ég vil trúa því að lang flestir foreldr- ar vilji að bamið þess geti umgeng- ist aðra með friðsemd. Eða hvaða foreldri vill að bamið þess verði of- beldisvaldur eða fómarlamb ofbeldis? Það er oft talað um fyrirbyggjandi aðgerðir á þessum og hinum sviðum. Er ekki friðarfræðsla fyrirbyggjandi aðgerð gegn ofbeldi? Það að geta umgengist aðra með friðsemd, tekið tillit til tilfinninga annarra, bæði likamlegra og sálarlegra, að geta leyst vandamál sín án ofbeldis hlýtur að vera vöm gegn ofbeldi. Foreldrar eiga kröfu á að fræðsluyfirvöld stuðli að betri heimi fyrir komandi kynslóð- ir með því að taka markvisst upp friðarfræðslu í skólum. Friðarfræðsla er ekki svo flókið mál eða er það svo óyfirstíganlegt og pólitískt að kenna bömum að leysa vandamál sín án ofbeldis? Til er margskonar friðar- fræðsluefni sem hægt væri að þýða 'og nota til kennslu, efní þar sem hvergi kemur fram að sósíalistar séu Ragnhildur Eggertsdóttir KERTIOG SERVIETnjR SEMSETJASVIP ÁBORÐHALDIÐ Landsins mesta úrval af kertum og servíettum. Yfir 200 tegimdir fyrir öll tækifæri. Borðsreytingar- kertahringir- silkiblóm Póstkröfuþjónusta samdægurs. Gefðu borðhaldinu ljós og liti B Kerti og Servíettur [g Sérverslun Hafnarstræti 17 simi 91-15005 vondir en kapítalistar góðir eða öfugt. Það er kominn tími til að við ’ sýnum þann þroska að hefja um- hyggju okkar fyrir bömunum okkar yfír pólitískt þras. Það er kominn tími til að við sýnum að við bemm ábyrgð á velferð barnanna okkar. Höfundur er í samtökunum Frið- arömmurá íslandi. Bladid sem þú vaknar við! Æfingakerfið FLOTT FORM býður upp á þægilega leið til að styrkja og liðka líkamann, án þés's að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. 1 Vegna einstaks samblands af líkamshreyfingum og síendurteknum æfingum, þar sem vöðvarnir eru spenntir án þess að lengd þeirra breytist, geta bekkirnir okkar sjö styrkt og liðkað mismunandi hluta líkamans. Aukn- ar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta niður erfiða appelsínuhúð og losa um vöðva- bólgu, bakverk svo og aðra álagssjúkdóma. GETUR ELDRA FÓLK NOTIÐ GÓDS AF ÞESSUM TÆKJUM? Já, þessi þægilega leið við að hreyfa líkamann er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á sínum hraða. Aukinn sveigjanlpiki og aukið vöðvaþol, sem kemur með þessum tækjum, er kjörið fyrir þá, sem hafa stífa vöðva eða eru með liðagigt. Sigrun Guðmundsdóttir 61 árs 72 cm 5 kg eftir lOtíma Þegar óg hafði reynt Flott Form-æf ingakerf iö í 10 tíma fann ég greinilegan mun é þvi hvaö líkaminn hafði styrkst og étti óg bæöi betra með öndun og alla hreyfingu. Auk þess haföi sentimetrunum fækkaö ótrúlega mikiö og sömuleiðis kílóunum. Ég mæli eindregið meö þessu æfingakerfi fyrir minn aldurs- hóp. «* Garðar Hilmarsson 37ára 36 cm 31/2kgeftirí0tíma Ég hef reynt Flott Form yf ir 10 tíma. Árangurinn hefur ekki lát- ið ó sór standa. Sentimetramir hörfa smétt og smótt, einnig hef óg tekið eftir að verkur i baki lagast viö æfingar é bekkj- unum og sem uppbót er þetta afstressandi. ÓlöfÞórðardóttir 61 árs 40 cm 2 kg eftir lOtíma Ég hef aldrei óöur stundað leik- fimi og finn því mikinrrmun ó mór núna. Mór finnst óg vera mikiö liöugri, hressari og þrekiö hefur aukist til muna auk þess sem allur bjúgur hvarf. Þrátt ♦yrir enga megrun hefur senti- metrunum fækkaö um 40. Ég fer endurnærö og afslöppuö heim til mín eftir hvem tíma. FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM FLOTT FORM Hreyfing sf. Engjateigi 1, Rvík (Dansstúdió Sóleyjar) Síman 15103 og 17860 sími: 680677 Kramhúsið ’ Skólavörðustíg 12, RviV Líkamsræktin Arbæ Nesform Nýttþrek StúdróDísu nfc»msn»»Mp;i<di» Hreyfing sf. Hraunbæ102,Rvik Eiðistorgi.Rvik Bæ)arhrauni4,Hf. Smiðsbúð9,Gbæ Aðalgötu20,Sauðárkróki Geislagötu7,Akureyri Kleifarseli 18. Breiðholti Sími: 612422 Srmi: 51575 Simi: 45399 Sími: 95-5515 Sími: 96-27911 Sími: 670370 Sími: 674170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.