Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 20
20 MÖRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 FERÐAMÁL/Einar Þ. Guðjohnsen: Kvöld við Stykkishólm. Hvalaskoðun Um þessar mundir virðast hvalir vera meðal vinsælustu dýra jarðar- innar, og er margt sem stuðlar að þessu. Meðal hvala eru stærstu dýr jarðarinnar. Sumar tegundir voru næstum útdauðar, enda eru þær tegundir nú alfriðaðar. Þetta eru stórfenglegar skepnur, sem gaman er að horfa á og virða fyrir sér. Það er einnig ánægjulegt að skoða minni hvali, jafnvel hnísuna sem er þeirra minnst. Fréttir af hvölum eru einnig mjög vinsælar, en æsifregnastíls gætir því miður of oft. Skemmst er að minnast gráhvalanna við Point Barrow í Alaska. Þessir hvalir voru samt ekkert einsdæmi. Árlega drepst fjöldi gráhvala í ísnum og sagt er, að Rússar veiði einnig álit- legan fjölda þeirra í refafóður. En þessir þrír gráhvalir urðu vinsælt fréttaefni og sömu myndimar voru sýndar aftur og aftur í sjónvarpi. Hvalir eru sagðir gáfaðir en enginn talaði um sljóleika eða gáfnaskort þessarra hvala, að þeir skyldu ekki hafa haft vit á því að forða sér tímanlega og koma sér til vetrar- heimkynnanna við vesturströnd Mexíkó. Hvölum hefir fjölgað mjög við strendur íslands, og munu nú sjást tegundir sem áður voru horfnar, svo sem hnúfubakur. Það virðist liggja vel við að notfæra sér þennan hvalaáhuga og efna tij hvalaskoð- unarferða héðan frá íslandi. Það þarf að hefjast strax handa við að skipuleggja og auglýsa þessar ferð- ir. Ferðamenn hafa haft áhuga á að skoða Hvalstöðina ( Hvalfirði og voru auglýstar ferðir þangað, en það er engu saman að jafna að skoða hvalskurð eða lifandi hval í heimkynnum sínum í sjónum. I dýragörðum og sjávardýrasöfnum eru höfrungar og háhymingar með- al þess vinsælasta, sem þar er að sjá. Þama er greinilega áhugi, sem hægt er að notfæra sér í ferðaþjón- ustunni og gera sér mat úr. Hugs- anlega gætu Eyjaferðir í Stykkis- hólmi riðið á vaðið í þessum efnum og bætt hvalaskoðun við þær ágætu skoðunarferðir, sem þegar eru skipulagðar. Framansögðu þarf alls ekki að fylgja, að öllum hvalveiðum verði hætt hér við ísland. Það er nú einu sinni svo, að við verðum að lifa á öllum auðlindum okkar, og veitir ekki af. Við verðum að nýta þessa auðlind á skynsamlegan hátt undir eftirliti færustu vísindamanna okk- ar, þannig að auðlindinni verði ekki eytt. Það er út af fyrir sig ekkert ánægjulegt að þurfa að drepa ein- hver dýr sér til matar, beint eða óbeint, en hjá þessu verður ekki komizt. Það er sama hvort hér er um hvali, seli, físka, kindur, naut eða fugla að ræða, eðlismunur er þama enginn. Það er búið að básúna út vonzku okkar, að við skulum drepa hvali. Við nýtum þó afurðimar, sem er gott. Bandaríkjamenn drepa tugi þúsunda höfmnga árlega, og höfr- ungar em líka hvalir, og meira að segja sæmilega greindir. Þetta höfmngadráp er til þess að auð- velda túnfískveiðar og em skrokk- amir látnir eiga sig í sjónum. Há- karlamir fá svo að hakka þá í sig. Þetta er ekki gæfulegt hvaladráp. Armaflex KK BYGGINGAVÖRUVERZLUN Þ. ÞORGRIMSSON & CD Box 242 125 Reykjavík Ármúla 16 Sími 38640 ■ .. ' r Auðvitað á að nýta þá hvali, sem drepnir em. Oft heyrist í fréttum, að hvalir vaði í land hér og þar í heiminum, og tortími þannig sjálfum sér af óþekktum aðstæðum. Þá verður það gjaman aðalatriði fréttanna, að friðunarfólk reynir að bjarga þess- um hvölum og draga og reka þá til hafs á ný. Einnig drepast hvalir í stómm stíl vegna mengunar. í nýlegu hefti af Newsweek er sagt frá miklum fjölda stórhvela, sem drepist hefír við norðausturströnd Bandaríkjanna á undanfömum ámm, og orsökin rakin til mengun- ar. Það er mikið framboð af físki og kjöti í heiminum, og auðvitað reyna allir að selja þeim, sem geta greitt fyrir matinn. Það er lítið gagn í að selja mat til hungraðra í Afríku, ef þeir geta ekki greitt fyrir sig. Vissulega getum við gefíð, en stundum er dýrt að gefa og sjálf höfum við ekki efni á því að gefa allt frá okkur. Eðlilega er því barizt hart um beztu markaði heimsins og stundum með lúalegum ráðum og undarleg- um. Ef einhverjir aðilar í Banda- ríkjunum eða Þýzkalandi vilja skyndilega hætta að kaupa fiskaf- urðir okkar, þá er það vegna þess að annar fískur jafngóður eða betri og á lægra verði hefir boðizt. Það má svo afsaka sig og segja, að þetta sé vegna hvaladráps okkar. Þó að einhverjir smáhópar standi hjá einhverjum verzlunum eða veit- ingastöðum í Bandaríkjunum og hampi mótmælaspjöldum gegn hvaladrápi okkar, þá hefir slíkt engin áhrif. Það er algengt að námsfólk nái sér í „aukavinnu" við að halda á mótmælaspjöldum eða áróðursspjöldum hér og þar. Þama skiptir málefnið engu, en auramir í vasann em mikilvægir. Og hverjir em svo grænfriðungar og hvaðan koma þeim peningamir, sem þeir virðast. hafa nóg af? Em ekki einhverjir keppinautar okkar í matvælaframleiðslu þama að verki? Það þarf að ryðja okkur burt af markaðinum, svo að þeirra vömr komist að og gangi betur. Þeir stinga fjármagni að grænfriðung- um og koma svo hvergi nærri sjálf- ir. Til þess að gefa öllu góðan blæ má svo spila á saklausan og auð- trúa almenning að gefa til góðs málefnis og vemda hvali. Hver má trúa því sem vill, en ég trúi því ekki að stórar fúlgur fáist á þennan hátt, en þetta getur þó skipt vem- legu máli. En hlið grænfriðunga er auðskilin. Um þeirra hendur fara ómældar fjárfúlgur, sem hvergi þarf að gera grein fyrir, og for- sprakkamir geta sjálfír lifað kon- unglegu lífí. Fyrir þetta má leggja mikið á sig. Þama er verðugt rann- sóknarefni. Grænfriðungar höfðu engan áhuga á gráhvölum við Al- aska, enda fóm allir „peningamir" og aðgerðirnar framhjá þeim. Við getum sýnt ferðamönnum, og öllum heiminum með réttum áróðri hvalamergðina við ísland, enda þótt við tökum nokkurn toll af viðkomu hvalanna. Grænfriðung- ar beijast aðallega með fréttaregni í fjölmiðlum. Getum við ekki gert slíkt hið sama og snúið vopnin úr höndum þeirra. Við íslendingar er- um í raun miklu meiri náttúm- vemdarsinnar en nokkm sinni grænfriðungar. Heimurinn þarf bara að fá að vita þetta. Bjóðum heim og sýnum sannleik- ann. Hluti nýkjörinnar stjórnar Hvatar ásamt konum úr trúnaðarráði félagsins. í fremri röð sitja stjórnarkonur; firá vinstri: Áslaug Friðriksdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Guðrún Zoega, Hanna Johannessen, Anna Borg og Margrét S. Einarsdóttir. I aftari röð standa trúnaðarráðskonur, frá vinstri: Ólöf Benediktsdóttir, Svan- hildur Thors, Guðrún Beck, .Helga Jóhannsdóttir, Björg Einars- dóttir, Ragna Rósants, Brynhildur Andersen og Kristín Zoega. Hvöt: Guðrún Zoega kjörin formaður Jólafiindur 5. desember Aðalfúndur Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, var haldinn 15. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var Guðrún Zo- gga, verkfræðingur, einróma kjörin formaður. María Ingvadóttir lét af embætti formanns eftir þriggja ára starf og voru henni þökkuð góð störf á fúndinum. í stjóm vom kjörnar þær Hanna Johannessen varaformað- ur, Anna Kristjánsdóttir ritari, Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri, Áslaug Friðriksdóttir varagjald- keri, Margrét S. Einarsdóttir vararitari, Anna Borg, Ásdís Loftsdóttir og Katrín Gunnars- dóttir, meðstjórnendur. Að venjulegum aðalfundar- störfum loknum ávarpaði Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, fundinn. Hann sagði frá ýmsu sem áunnist hefði á ríkisstjómarárum Sjálfstæðis- flokksins, þar á meðal útvarps- frelsi og auknu frelsi á íjármagns- markaði. Jafnframt hefði flokkur- inn verið í fararbroddi í velferðar- málum og nefndi sem dæmi fæð- ingarorlof og hækkaðar trygg- ingabætur. Jólafundur Hvatar verður hald- inn mánudaginn 5. desember í Átthagasal Hótel Sögu. Á dag- skrá verður meðal annars jólahug- vekja, söngur og tískusýning auk árlegs happdrættis. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.