Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 21 Fljótfærni eða blinda Um niðurskurð borgarstj órnarmeiri- hlutans á styrkjum til dagheimila eftir Kristínu A. Ólafsdóttur Hefur Sjálfstæðisflokkurinn glatað trúnni á framtak einstaklingsins? Eru fulltrúar flokksins í Reykjavík blindir á umhverfí sitt? Þannig spyr fólk eftir að meirihluti borgarstjóm- ar skerti grimmilega rekstrarstyrki til dagheimila, sem rekin eru af öðr- um en opinberum aðilum. Þegar formaður stjómar Dagvist- ar bama, Anna K. Jónsdóttir, lagði fram tillögu um breytingar á styrkja- reglum einkadagvistarheimila í jún- ímánuði hljóðuðu rökin upp á rétt- læti. Að mati meirihluta stjómarinn- ar var það áfangi á leið til réttlætis í Reykjavík að koma í veg fyrir að böm í heils dags vistun dagheimila fengju fleiri krónur úr borgarsjóði en böm í 4-5 tíma vist á leikskólum. Mótrök minnihlutans um skort á dagheimilsrými og ábendingar um að slíkur rekstur væri hátt í fjórum sinnum dýrari en leikskólarekstur máttu sín einskis. Formaður var lagður af stað í krossferð gegn rang- lætinu og keyrði málið í gegnum stjómina með ógnarhraða, þrátt fyr- ir beiðni um frestun á meðan rætt væri við aðstandendur Óss, eina for- eldrarekna dagheimilisins í borginni, sem harðast verður úti við breyting- una. Tillaga minnihlutafuiltrúanna um viðræður var felld og sjálfstæðis- fulltrúamir þrír samþykktu breyt- ingar formannsins. Sá hængur var hins vegar á samþykkt stjórnar- meirihlutans, að ákveðið atriði stönguðust á við landslög. Vörðuðu þau aldurstakmarkanir sem áttu að útiloka frá styrkjum böm jmgri en 2ja ára og þau sem byijuð eru í skóia. Því dróst að afgreiða málið í borgarstjóm þar til í október, og höfðu þá sjálfstæðismenn neyðst til að laga sig að lögunum. Við umræður í borgarstjórn veif- uðu sjálfstæðismenn viðbótarrökum - til þess að útskýra þörfina á niður- skurði til dagheimila. Niðurskurður- inn átti nú ekki einungis að auka réttlætið meðal Reykvíkinga, heldur einnig að gera þá að betri uppalend- um. Bæði Anna K. og Katrín Fjeld- sted virtust sannfærðar um, að með því að hamla gegn möguleikum á heils dags vistun dagheimila væri stuðlað að lengri samveru foreldra og bama! Þannig rugluðu þessir ágætu fulltrúar Reykvíkiriga saman orsök og afleiðingu, svo að út frá rökfærslu þeirra mætti fá þá niður- stöðu, að foreldrar og börn yndu saman á heimili sínu allan sólar- hringinn, ef ekki væm þessi ótætis barnaheimili. Að afiieita veruleika Ekki er það þó svo að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi sig andvíga öllu sem heitir dagvistar- heimili fyrir böm. Leikskólar njóta velvildar og eru æskilegur uppeldis- og menntunarkostur fyrir forskóla- böm. En þegar dvölin er orðin lengri en fimm tímar og kosturinn heitir dagheimili kveður við annan tón hjá meirihlutanum. Óæskilegt neyðarúrræði, sem verður þó að vera til fyrir forgangshópana, böm einstæðra foreldra, námsmanna og starfsmanna heimilanna. Börn giftra eða sambúðarforeldra eiga bara að vera á leikskólum! Sá vem- leiki, að stór hluti beggja foreldra vinnur utan heimilis fullan vinnu- dag, virðist lítið trufla staðfastar skoðanir sjálfstæðisfulltrúanna. Jafnvel þótt þeir sjálfir stundi 100% útivinnu til hliðar við umfangsmikil borgarfulltrúastörf og eigi jafn- framt böm á forskólaaldri. Auðvitað vita allir, sem ekki hafa læst að sér inni í fílabeinstumi, að fjöldi íslenskra forskólabama þarf umönnun og uppeldi utan eigin heimilis 8-9 tíma á dag. Foreldrar vinna fulla útivinnu ýmist vegna þess að afkoman leyfír ekki annað, hlutastörf standa ekki til boða eða fólk einfaldlega kýs að vinna þann- ig- Dagvistarþjónusta Reykjavikur- borgar tekur hins vegar ekki mið af þessum vemleika. Börn fullvinn- andi foreldra eiga ekki kost á dag- heimilisvist ef þau em svo „óhepp- in“ að foreldramir em skráðir í sambúð og stunda hvorki langskóla- nám né starfa á dagvistarheimilum borgarinnar. Kostir þessara bama em dagmamma allan daginn eða leikskóli helming dagsins á móti dagmömmunni. Dagmæðraþjónust- an er ótrygg og misjöfn að gæðum. Því miður em ekki öll böm jafn heppin og dóttir mín var með sitt dagmóðurheimili fyrir nokkram ámm. Daglegur tætingur milli dag- mömmu, leikskóla og eigin heimilis er hvorki hollur fyrir bömin eða foreldrana. Dvöl á vel búnu bama- heimili, þar sem markvisst uppeldi og menntun fer fram undir leiðsögn fóstra er það sem langflestir for- eldrar kjósa bömum sínum þann tíma sem unnið er utan heimilis, hvort sem það em 4,6 eða 8 tímar. Foreldrar grípa til ráða Vegna döngumaleysis borgar- yfírvalda býðst nú aðeins 14 af hverjum 100 forskólabömum pláss á dagheimilum borgarinnar. Böm utan forgangshópanna eiga enga von um aðgang og forgangsbömin bíða mánuðum saman eftir plássi. Foreldrar hafa því ríka ástæðu til þess að grípa til eigin ráða og stofna dagheimili. En það er meira en að segja það, kostar mikla vinnu og tíma, sem ekki allir em aflögufærir um. Þetta hefur þó tekist. Þannig var bamaheimilið Ós stofnað fyrir 15 árum og fleiri svipuð urðu til um líkt leyti. Að undanskildum Ósi hafa þessi foreldrareknu heimili lagst af vegna húsnæðisvanda. Síð- ustu misseri hafa ýmsir foreldra- og starfsmannahópar kannað möguleika á svona rekstri og þá gjarnan leitað í smiðju Óss að sækja reynslu. Og þá kemur samþykkt meiri- hlutans eins og þmma úr heiðskím lofti. Rekstrarstyrkur, sem þetta ár er tæpar 12.000 krónur mánað- arlega með dagheimilisplássi skal næsta ár verða rúmar 4.000 krón- ur. Foreldrar þurfa þá að greiða a.m.k. 24.000 kr. fyrir bamið, þ.e.a.s. ef verðbólgan verður 0, en hvert pláss á Ósi kostar í dag u.þ.b. 28.000 krónur. Stjómarformaður Dagvistar bama, Anna K. Jónsdóttir, hefur reynt að gera rekstrarkostnað Óss tortryggilegan. í útvarpsþætti 7. nóvember sl. sagði hún:...það er rétt að það komi fram hér, að Ós er a.m.k. 6-7 þúsund krónum dýrari heldur en dagheimili svipuð hér í Reykjavík, bæði sem rekin eru á vegum borgarinnar og einnig af öðmm einkaaðilum". Og síðar: „Það er mjög algengt að heimlin séu rek- in fyrir u.þ.b. 21 þúsund á mánuði" — og átti þar við kostnað fyrir hvert bam á dagheimilum borgarinnar. Þar sem formaðurinn tók takmark- að mark á leiðréttingum undirrit- aðrar, sem var einnig þátttakandi í umræddum útvarpsþætti, lagði ég fram fyrirspum um rekstrarkostnað borgarheimilanna á síðasta borgar- stjórnarfundi. í svari borgarstjóra kom fram að meðaltalskostnaður á þessu ári væri 1.271 kr. á dag fyrir hvert pláss. Þ.e.a.s. mánaðar- kostnaðurinn er 27.454 kr. að jafn- aði yfir árið, en að sjálfsögðu hærri nú, þar sem bæði laun og aðrir útgjaldaliðir hafa hækkað talsvert frá því í ársbyijun. Það er því útlit fyrir að rekstur Óss verði hag- kvæmari en hjá borginni þetta árið eins og reyndar síðasta ár. Ómaklega vegið að Ósi Opinberar rangfærslur stjórnar- formannsins eru einkum alvarlegar í ljósi þess að þær áttu að koma höggi á barnaheimilið Ós. Ég spurði Önnu K. hvaða ráð hún ætti handa bömunum á Ósi, ef breyta þyrfti heimilinu í leikskóla, en þau þyrftu áfram á heils dags vistun að halda. Svarið van „Ég ráðlegg forráða- mönnum Óss að breyta sínum rekstri þannig að þeir geti áfram verið með heils dags vistun og rek- ið það heimili á sömu forsendum eins og önnur heils dags vistunar heimili era rekin hér í borg.“ Það er ljóst að rekstrarforsendur kalla á a.m.k. 24 þúsund króna greiðslur foreldra á móti 4 þúsund króna styrk borgarinnar. Hvorki núver- andi foreldrar á Ósi né aðrir sem hyggja á sambærilegan rekstur munu almennt standa undir þeim kostnaði. Bömum þessara foreldra er því vísað af meirihlutanum á tætinginn milli leikskóla og dag- mæðra eða til 'dagmóður allan dag- inn. Fæstir hafa efni á því að ráða heim til sín menntaða fóstru fyrir hærri laun en borgin borgar, þótt þes_s séu dæmi. Akvörðun meirihlutans um niður- skurð á framlagi til dagheimila er óskiljanleg tímaskekkja, tekin af fólki sem ekki virðist þekkja vem- leikann sem það lifír í. I stað þess að fagna þeim foreldrum, sem reyna að bæta vanburða dagvistamppeldi í borginni, er þeim refsað og látið sem þeir hafi engan rétt til sameig- inlegra útsvarssjóða. Rök meirihlut- ans um að réttlætinu sé þjónað með því að veita engu bami, sem ekki hefur fengið inni á heimilum borg- arinnar, meira en rúmar 4.000 krónur em út i hött. Það mætti nota jafn fáránleg „rök“ fyrir því að leggja ætti niður þjónustu borg- arinnar við aldraða, vegna þess að hundmð manna em á biðlista eftir þeirri þjónustu, og munu sumir Kristín Á. Ólafsdóttir „Besta tryggingin fyrir framtíðina eru uppeld- isaðstæður þar sem hlúð er að þroska og styrk hvers einstakl- ings. Að setja ríflega Qármuni til að skapa slíkar aðstæður er sú Qárfesting sem gagn- aðist okkur öilum betur en flestar aðrar.“ ekki lifa það að njóta hennar. Að nota skortinn á dagheimilisplássum sem rök fyrir þvf að böm sambúðar- foreldra eigi ekkert tilkali til heils dags vistunar, niðurgreiddar af al-» mannafé, er ekkert annað en blygð- unarleysi. „Jafnaðarmennska" Sjálfstæðisflokksins verður hvað hlálegust þegar skoðað er hvemig böm námsmanna standa gagnvart hinum nýju styTkjareglum. Nú em á 3ja hundrað böm giftra námsmanna á dagheimilum borgar- innar. Niðurgreiðsla borgarsjóðs er ríflega 20.000 kr. mánaðarlega með hveiju bami, en foreldrar greiða 5.460 kr. Utan dagheimilanna em fjölmörg námsmannaböm sem einnig þurfa vistun umfram leik- skólatíma. Stofni foreldrar þeirra dagheimili, eins og hugmjmdir hafa verið uppi um, munu þeir fá tæpar 4.200 kr. úr borgarsjóði. Sjálfir þyrftu þeir þá að greiða a.m.k. 24.000 kr. mánaðarlega Þetta er réttlæti meirihlutans í borgarstjóm. Mistök má leiðrétta Það alvarlegasta við ákvörðun sjálfstæðismanna í borgarstjóm er andvaraleysið sem út úr henni skín. Fulltrúamir virðast ekki skilja hættuna sem felst í óviðunandi upp- eldisskilyrðum fjölda reykvískra bama. Samfélag sem ekki hlúir að undirstöðu sinni en gleymir sér í jrtra pijáli og glæstri yfírbyggingu er að veikja sjálft sig. Besta trygg- ingin fyrir framtíðina em uppeldis- aðstæður þar sem hlúð er að þroska og styrk hvers einstaklings. Að setja ríflega fjármuni til að skapa slíkar aðstæður er sú flárfesting sem gagnaðist okkur öllum betur en flestar aðrar. Skref í þessa átt væri viðurkenning meirihlutans á því að hafa í fljótfæmi tekið ranga ákvörðun með niðurskurði dag- heimilastjrkjanna. Þau mistök má enn leiðrétta. Af leiðréttingúnni yrðu menn að meiri. Mistök í upp- eldi barna getur reynst erfiðara að bæta úr. Höfimdw er borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagid. GOÐIR ISLENDINGAR Otgáfudagur plötu, kassettu og geisladisks 1. desember VALGEIR GUÐJONSSON Tónleikar í íslensku Óperunni sunnudagskvöld 4. desember kl. 21:00 Forsala aðgöngumiða í íslensku Óperunni og hljómplötuverslunum Steina hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.