Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Fæðast þyngstu börn í heimi í Færeyjum? Asperín betra en lýsi? Harald S. Hansen, lektor, sem starfar við rannsóknir á prosta- glandinum (fitusýruhormónar) við lyfjafræðiháskólann í Dan- mörku. Viðtalið tók Ólafur Sig- urðsson, matvæiafræðingur. Nýlega hefur verið greint frá því að færeyskar konur eigi líklega ein þyngstu böm í heimi. Einnig er meðgöngutími þeirra um viku lengri en annarra og þarf oftar að fram- kalla fæðingu hjá færeyskum kon- um en dönskum. Færeyskir og danskir vísindamenn hafa verið að kanna hvaða orsakir geti legið hér að baki. Fylgst var með konu sem átti fimm böm, sem öll voru vel yfir meðalþyngd. I ljós kom að fisk- meti var oft á borðum fjölskyldunn- ar og hafði umrædd kona borðað sérlega mikið af grindhvalaspiki á meðan hún gekk með bömin. Rannsóknamennimir töldu að þar sem tiltekin „prostaglandin" valdi því að fæðing getur hafist, geti önnur „prostaglandin“ sem myndast úr omega-3-fitusýmm verkað öfugt og tafið fyrir fæðing- unni, sem veldur því að bömin fæð- ast þyngri en ella. Að vísu er þetta aðeins kenning, sem byggir á líkum, en hvort mikil neysla sjávardýrafitu orsaki lengri meðgöngutíma hefur ekki tekist að sýna fram á. Til að forvitnast meira um áhrif fitusýruhormóna og hvort ýmsar kenningar um hollustu lýsis eða óhollustu vegna ofneyslu plöntuolíu eigi við rök að styðjast fór undirrit- aður á fund eins helsta sérfræðings Dana á þessu sviði Haralds S. Han- sens lektors. Hansen starfar við lyfjafræðiháskólann í Kaupmanna- höfn við rannsóknir á fítusýmhorm- ónum. Var hann nýkominn af ráð- stefnu þar sem hann hélt fyrirlestur ásamt landa sínum Jöm Dyerberg, sem er sá sami og uppgötvaði að Grænlendingar fengu ekki hjarta- og æðasjúkdóma vegna mikillar neyslu fiskfitu. Er vart skrifað um fæðufitu í erlendum fræðiritum án þess að vitnað sé í Jöm Dyerberg og samstarfsmenn hans. Hvernig er samspili fiskfitu og plöntuolíu háttað? Minnkar síður áhrif á það hvers konar horm- ónar myndast í lok efnaferlisins. Einnig skiptir magn títunnar miklu máli. I plöntuolíum er um að ræða línólfitusýruna, en aðeins hluti hennar breytist í arakídonfitusým, sem talin er geta valdið neikvæðum áhrifum í miklu magni þó ekki hafi tekist að sýna fram á slíkt svo óyggjandi sé við eðlilegar aðstæð- ur. Ég þekki ekki til rannsókna á Hverjir eru svo þinir helstu lestir ?“ Frá vinstri til hægri: Danskur blaðamaður BT, Harald Hansen, Jöm Dyerberg og blaðamaður Morgunblaðsins. mikil neysla plöntuolíu jákvæð áhrif fiskfitunnar? Kenningar um að svo verið byggjast á því að hægt sé að hafa áhrif á tiltekið efnaferli í líkaman- um þar sem fæðufitan umbreytist í fítusýruhormóna. Breytingar á fæðuvenjum geta haft áhrif á fram- boð mismunandi fitusýra i líkaman- um en ýmsir aðrir þættir hafa ekki ISLENSKU ALMANOKIN 1989 ISLAND JANUAR fólki sem hafa sýnt fram á að þú þurfir að takmarka neyslu plöntu- olíu til að fá fram betri áhrif við neyslu fískfitu. Þær gætu verið til en mér er ekki kunnugt um þær. Byggjast þá kenningar um að neysla þessara ólíku fitutegunda geti hafit andstæð áhrif, ein- göngu á því hvað gerist i ein- hveiju efiiaferli en ekki hvað er að gerast í raun? Því er haldið fram að omega-3- fitusýrur vinni gegn omega-6 úr plöntuolíum en það hefur ekki tek- ist að sýna fram á þetta nema á efnafræðistofunni. Þetta eru tilgát- ur. Það er allt annað mál að fram- kvæma nákvæma rannsókn á fólki. Þó svo að það hafi tekist að ein- angra jákvæða fitusýruhormóna úr fískifítu úr meltingarvegi, á eftir að sýna að þeir mynduðust ekki einungis í meltingarveginum vegna tilraunafæðisins, sem inniheldur mikið af fítusýrum af omega-3- gerð. Ýmsar tilraunir benda einnig til hins gagnstæða. Til dæmis var framkvæmd tilraun þar sem mjög mikið magn línólfitusýru í fæði lækkaði í raun magn arakídonfítu- sýrunnar, sem á að vera forveri fyrir neikvæða fitusýruhormóna. Aðrar tilraunir hafa bent til þess að plöntuolíur með línólfitusýru geti lækkað þromboxan í blóði, sem mundi þá einnig vera í mótsögn við þessar kenningar. Hvað þá með kenningar um að lýsi geti minnkað samloðun blóðflagna og þannig unnið gegn æðakölkun? Norrænu næringarfræðiráðstefhunni sem haldin var í Odense. Har- ald Hansen til vinstri og Jörn Dyerberg til hægri. er alltof lítil fiskfita til að geta haft áhrif. Japanskir fiskimenn hafa t.d. öll einkennin, þ.e. lengri blæð- ingartími, minni samloðun blóð- flagna, minna af þríglyseríðum og lítið minna af kólesteróli en jap- anskir bændur. En þeir fá líka mjög mikið af omega-3-fitusýrum úr alls- kyns fískmeti. Það vantar rannsóknir á fólki og að gera beinar mælinga á ýmsum líffræðilegum þáttum við nákvæm- ar aðstæður. Jörn Dyerberg hefur tjáð mér að Bandaríkjamenn séu að hefja þess háttar rannsóknir á næstunni. Fyrr en niðurstöður slíkra rannsókna liggja fyrir geta læknar eða heilbrigðisyfirvöld vart mælt með því að taka inn lýsi. Þetta er mjög aðlaðandi kenning að lýsi hafi svona góð áhrif en niðurstöður eru einnig til um hið gagnstæða. Til dæmis borða norskir sjómenn við Lofoten um 100 grömm af fiski á dag, mest þorsk, en samt hafa þeir hærri dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma en norskir bænd- Harald Hansen á sóknastofiu sinni í Háskólanum í Kaup- mannahöfn. Þær eru réttar, en það þarf tölu- vert magn af lýsi til þess. Hin þekkta hollenska rannsókn, sem tók tuttugu ár og sýndi að fískneysla minnkaði dánartíðni vegna hjarta- sjúkdóma fellur vart inn í umræð- una um hollustu fiskfítu þar sem aðeins 30 grömm af fiski á dag áttu að hafa marktæk áhrif. Þetta Svo megum við ekki gleyma því að ýmsar tilraunir hafa verið gerðar á fólki með lýsisbelgjum, en fólk á mjög auðvelt með að finna lykt eða bragð af lýsinu sem gæti þá gert niðurstöðurnar ómarktækar að ein- hveiju leyti. Hvert er þitt álit á því sem Jörn Dyerberg hefur sagt um lýsið, að það geti verið hættulegt vegfna of mikils magns A- og D-vítamína og að betra sé að taka belgi með einhverskonar lýsisþykkni í? _Nú þekkist ekki þessi eitrun á Islandi þó að um helmingur landsmanna taki lýsi á hveijum morgni. Það má vera, en heilbrigðisyfír- völd munu ekki koma til með að hvetja til lýsisneyslu. Miklu frekar yrðu lýsisbelgir eða þykkni í belgj- um fyrir valinu þar sem slíkt inni- heldur lítið af fítuleysanlegum vítamínum, sem geta safnast í líkamanum. Það verður erfitt að fá heilbrigðisyfirvöld til að hvetja til lýsisneyslu þó svo að það takist að sýna fram á ótvíræða kosti þess. Og jafnvel þá á eftir að sýna að lýsið geti haft meiri eða svipuð áhrif og asperín í litlum skömmtum. Jafnframt er asperín miklu ódýrara og auðveldara að taka inn. Eftir að hafa lokið myndatöku, skipst á greinum og kveðjum með tilheyrandi kveðjums til kolleganna á íslandi gat ég ekki varist þeirri hugsun á leiðinni út: „Hvað skyldi vera sagt við þessu heima?“ Athugasemd frá Iðju- Góö landkynning til vina og ættingja heima og erlendis. þjálfafélagi Islands Iðjuþjálfafélag íslands vill leið- rétta þann misskilning sem kom fram í grein í Morgunblaðinu 25. nóvember 1988. Þar er starfsemi vinnustofu geðdeildar Borgarspítal- ans lýst sem iðjuþjálfun. Þar er enginn iðjuþjálfí starfandi og þar af leiðandi engin iðjuþjálfun. Starfsheitið iðjuþjálfi (og þar með iðjuþjálfun) er lögvemdað. Iðjuþjálfar hafa stundað nám við erlenda háskóla í 3 til 4 ár. Stéttin er ennþá fámenn og annar engan veginn eftirspum. Þess vegna em mörg dæmi þess að fólk með aðra menntun sé ráðið í stöður iðjuþjálfa. Þar sem starfsheitið iðjuþjálfi er lögvemdað, eins og áður segir, mótmælum við því kröftuglega að um iðjuþjálfun sé að ræða á vinnu- stofu geðdeildar Borgarspítalans. Við efumst ekki um að starfsemi vinnustofunnar hafi meðferðarlegt gildi fyrir skjólstæðinga deildarinn- ar. En við ftrekum enn að hér er ekki um iðjuþjálfun að ræða. Fyrir hönd Iðjuþjálfafélags íslands, Elín Ebba Ásmundsdóttir yfiriðjuþjálfi á geðdeild Landspítalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.