Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 38
38 r~jj MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Skýrari línur í stjórnmálin Deilt um hvalveiðar; Salaáveiði- kvótumístad veiðibanns Iræðu sem Davíð Oddsson borgarstjóri hélt á fundi sjálf- stæðisfólks í Mosfellsbæ fyrir skemmstu lýsti hann viðhorfum sínum til þeirra atburða, sem hæst hefur borið í stjómmálun- um undafarin misseri. Hann vék m.a. að þeirri staðreynd, að nið- urstöður Alþingiskosninga 1987 útilokuðu myndun tveggja flokka stjómar. Það mat borgar- stjóra hlýtur að vekja sérstaka athygli, að með hliðsjón af úrslit- um síðustu kosninga hafi verið óskynsamlegt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að ganga þá til þátttöku í ríkisstjóm. Hann bendir jafn- framt á, að líklega hafi forystu- menn Sjálfstæðisflokksins verið svipaðrar skoðunar og að lokum ekki getað vikist undan þeirri ábyrgð, sem blasti við, enda yrði þeim og þeirra flokki kennt um stjómlaust land.“ Við stjómarmyndunina sum- arið 1987 vom vissulega engir kostir góðir. Það er rétt hjá Davíð Oddssyni að sú skoðun varð ofan á innan Sjálfstæðis- flokksins að hann ætti ekki að skorast undan ábyrgð, hitt var jafnframt ljóst, að þriggja flokka stjómir hafa aldrei orðið langlíf- ar. Sannaðist það enn einu sinni í haust og nú hafa fyrrum sam- starfsflokkar keppst við að fara í allt aðra átt en með Sjálfstæðis- flokknum. Af því tilefni sagði borgarstjóri meðal annars: „Eg tel að sjónvarpsútsending sú á Stöð 2 þegar formenn Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks hrakku út úr ríkisstjóminni í beinni útsendingu, sé einhver dapurlegasta uppákoma, sem menn hafa þurft að upplifa í íslenzkum stjómmálum." Síðan vék Davíð Oddsson að því að í samræmi við myndun ríkisstjómarinnar og þá ein- dregnu vinstri stefnu sem hún fylgir væra vinsti flokkamir teknir til við að ræða um nánara samstarf sín á milli. Hann sagði orðrétt: „Um þessar mundir ræða vinstri flokkarnir mjög um sam- einingu sína. Ég get ekki að því gert, að slíkar umræður gleðja alltaf mitt gamla hjarta. Eg hef reyndar lengi talið eðlilegt og æskilegt að vinstri flokkamir §órir bræddu saman framboðs- lista sína fyrir kosningar í borg- arstjóm, en lékju ekki þann leik, eins og þeir jafnan gera, að segj- ast ganga óbundnir til kosninga, þótt þeir stefni alfarið að því að mynda vinstri bræðing um stjóm borgarmálefna fái þeir tækifæri til. Eg er ekki í vafa um að þess- ar yfírlýsingar um óbundnar hendur einstakra flokka, einkum Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks, hafa orðið til þess að ýmsir þeir, sem ekki geta hugsað sér samstarf fjögurra vinstri flokka, hvort sem er undir merki eins sameiginlegs framboðslista með öllum brotunum innanborðs eða fjögurra flokka meirihluta eftir kosningar, sem lítill munur er á, myndu halla sér í aðra átt, ef slíkur listi kæmi fram.“ Hér er borgarstjóri einfald- lega að tala um að samstarf vinstri flokkanna hefði í för með sér hreinni línur í stjórnmálum, bæði sveitarstjómarmálum og þjóðmálum. Kjósendur hefðu skýrari kosti. Þar sem kjósendur hafa eflt tvær meginhreyfingar til áhrifa í stjómmálum, eins og víða hefur gerzt, eiga þeir um skýrari kosti að velja við kjörborðið, bæði að því er varðar stefnumörkun og stjómarmyndun. Þar er einnig kosningafyrirkomulag með öðr- um hætti en hér. Skyldu vinstri- sinnar hafa breytingar á því í huga með sameiningartalinu? Þar sem línur era skýrar milli tveggja höfuðfylkinga standa menn ekki frammi fyrir jafn slæmum kosti og þeim að þurfa að koma saman samsteypustjóm þriggja flokka. Hjarta- skurðlækn- ingar Merkt framfaraspor var stigð hér á landi þegar hjartaskurðlækningar hófust á Landspítala árið 1986. Um 70 hjartaskurðaðgerðir vóra fram- kvæmdar árið 1987 og nú stefnir í 90 til 100 slíkar á ári. Agerðir til útvíkkunar krans- æða hófust og upp úr miðju ári 1987 og þar stefnir í 30 til 40 aðgerðir á ári. Þessi starfsemi hefur gefíð góða raun. Næsta stóra 6krefið á Land- spítala tengist svokallaðri K- byggingu. Hún verður miðstöð krabbameinslækninga í landinu. Þar verða og til húsa fullkomnar skurðstofur og margháttuð önn- ur starfsemi, auk þess sem K- byggingin leysir úr margs konar húsnæðisvandamálum stoftiun- arinnar. Á miklu veltur að fram- kvæmdum við K-byggingu verði haldið áfram, samkvæmt áætl- un. - segir einn fremsti sjávarlíf- fræðingur heims í OKTÓBER sl. birtist í vikuritinu New Scientist grein eftir dr. John Alan Gulland þar sem hann fjallar um núverandi stöðu hvalveiða í ljósi vísindalegra rannsókna og sögu Alþjóðahvalveiðiráðsins. Dr. Gulland er einn virtasti sjávarlíf- fræðingur heims og stjórnar nú rannsóknum deildar við Imperial College í London sem hefúr með höndum mat á auðlindum hafsins, en var um árabil forstöðumaður sjávarauðlindadeildar FAO, Mat- væla- og landbúnaðarstoftiunar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefúr gefið út flölda bóka og skýrslna um svipuð efiii. Byggist eftirfar- andi grein á þvi sem dr. Gulland segir í New Scentist. Árið 1982 ákvað Alþjóðahvalveið- iráðið að setja bann við hvalveiðum í hagnaðarskyni. Margir urðu til þess að fagna þessari ákvörðun sem endalokum hvalveiða og litu á hana sem sigur fyrir þá sem vilja vernda hvalastofnana. En hún var hvorugt. Bannið gildir aðeins til ársins 1990 og var fyrst og fremst sett til að gefa vísindamönnum svigrúm til að komast að niðurstöðu um veiðiþol hinna ýmsu stofna, fjölda einstakl- inga í þessum stofnum o.s.frv. Nokkrum ríkjum hefur þó tekist að nota sér smáa letrið í lögum ráðsins og halda veiðum áfram í takmörkuð- um mæli. „Ef hvalvernd er það,“ segir dr. Gulland, „að halda veiðum innan skynsamlegra marka og gefa ofnýttum stofnum tækifæri á að jafna sig þá eru mörg ár síðan sigur- inn var unninn. Sé hvalvemd það að halda skynsamlegu jafnvægi milli núverandi veiða og möguleikans á því að nýta stofninn í framtíðinni var hvalveiðibannið varla neinn stór- sigur. Ymsir, þar á meðal ég sjálf- ur, álíta það fremur afturför." Til að skilja betur þetta sjónarmið verðum við að athuga þær breyting- ar sem orðið hafa á hvalveiðum, og stærð stofnanna og líta á það hvem- ig Alþjóðahvalveiðiráðið starfar. Erfítt að meta breytingamar Því miður er erfitt að komast að því hvaða breytingar érú að eiga sér stað varðandi fjölda einstaklinga í mörgfum hvalastofnum. Það er að vísu hægt að komast að stærð sumra stofna án þess að veiðar séu stundað- ar. Þetta gildir til dæmis um grá- hvalinn í Kyrrahafinu og ýmsar aðr- ar tegundir svo sem hnúfubakinn. En þannig getum við ekki farið að þegar um er að ræða stóra stofna sem dreifðir eru um stórt svæði. Þá er í rauninni fátt sem getur komið í stað þeirra upplýsinga sem fengnar eru frá hvalveiðiskipunum sjálfum. Sá fyöldi hvala sem hvalveiðimenn sjá á klukkutíma er í nær beinu hlut- falli við þann fjölda sem á svæðinu er. Stofnstærðin er hins vegar ekki í beinu hlutfalli við þann fjölda sem veiddur er og verkaður, þótt ýmis- legt varðandi stofnstærðina megi þó ráða af honum séu tölurnar notaðar af varkámi. Ef sá fjöldi sem veidaur er sam- svarar muninum á því hve margir hvalir fæðast og hve margir deyja á ákveðnu tímabili er nokkuð víst að stofnstærðin haldist svipuð. Þeg- ar 8tofninn hefúr náð þeim takmörk- um sem umhverfið þolir verður þessi langtímaafrakstur lítill, stundum allt að því enginn. Gróflega áætlað er afraksturinn mestur, þegar stofn- stærð er nálægt 60% af uppruna- legri stærð. Sé hins vegar farið fram yfir afrakstursgetuna þá fækkar í stofninum. Yfírleitt verðum við að reiða okk- ur á óbeinar aðferðir til að reikna út stofnstæðrina og miða þá við áætlanir sem gerðar voru meðan hvalastofnarnir voru nýttir. Það var ekki fyrr en árið 1960 að Alþjóða- hvalveiðiráðið skipaði þriggja manna nefnd til ráðgjafar við slíka útreikn- inga. Fjórða manni (dr. Gulland) var bætt við ári síðar. Í skýrslu sinni veitti Þriggja-manna-nefndin ráðinu leiðbeiningar um hvemig best væri að áætla stofnstærðimar en ráðið hefur síðan í auknum mæli byggt veiðiheimildir á tölum um langtíma- afrakstur. Bylting í hvalvernd Mestu byltingu sem orðið hefur til þessa í hvalvemd má því eflaust rekja aftur til ársins 1960 en þá fór Alþjóðahvalveiðiráðið að tillögum Þriggja-manna-nefndarinnar og setti kvóta á skíðishvalaveiðar í Suð- ur-íshafi sem var mun lægri en sem svaraði tölum um langtímaafrakst- ur. Síðan hefur hvölum líklega fjölg- að í heimshöfunum. Tveir hvala- stofnar, búrhvalir og skíðishvalir í Suður-Ishafi, eru langstærstir. I þessum stofnum eru samtals yfir milljón dýr og þeim þarf því ekki að fjölga mikið til að vega upp fækk- un í öðrum minni stofnum. Ef við samþykkjum að nú sé ekki lengur hætta á útrýmingu hvala- stofnanna, þá má telja víst að hvöl- um í heild fjölgi. Þær veiðar sem nú eru stundaðar ná nær einungis til stofna sem þola þær auðveldlega. „En hvemig stendur á því,“ spyr dr. Gulland, „að hvalveiðar njóta enn svo mikillar athygli sem raun ber vitni? Af hverju hefur aðilum í Al- þjóðahvalveiðiráðinu fjölgað um helming síðan hvalveiðar voru stund- aðar af hvað mestu kappi í Suður- íshafinu?" Hvemig stendur yfírleitt á því, að áhuginn á hvalveiðum er svona mikill nú þegar nær ekkert er veitt samanborið við það sem áður var? Svörin við þessum spurningum felast eflaust í skipulagi Alþjóða- hvalveiðiráðsins og stöðu hvala í umræðunni um umhverfisvemd. Um 1930 fóm menn að gera sér grein fyrir því að stofnamir í Suður- Ishafinu vom í hættu og að nauðsyn- legt væri að skipuleggja veiðamar á einhvem hátt. Árið 1946 var svo Alþjóðahvalveiðiráðið stofnað, en hlutverk þess var að setja kvóta á veiðamar og koma þannig í veg fyr- ir útrýmingu stofnanna. Frá einkaklúbbi til umhverfísverndar Hvalveiðiráðið var einkaklúbbur hvalveiðiþjóða allt til ársins 1972 þegar Sameinuðu þjóðimar héldu ráðstefnu um umhverfi mannsins í Stokkhólmi. Hvalurinn varð eitt af helstu táknum umhverfisvemdar- manna. — Ef við getum ekki bjargað hvalnum, hveiju getum við þá bjarg- að? Þetta er ein aðalástæðan fyrir áherslunni á vemdun hvala hjá þess- um hópum. Hvað sem þörfinni á vemdun líður er haldið áfram að „bjarga hvalnum" fyrst og fremst vegna þess að það er góð fjáröflunar- leið. j , Umhverfisvemdarmenn voru ekki ánægðir með framhaldið hjá hval- veiðráðinu eftir að hið stóra skref var stigið sem fólst í skipun Þriggja- rrianna-nefndarinnar. Þeim þótti ráðið ekki nógu duglegt við að fara að tilmælum vísindamanna. Reglan hjá hvalveiðiráðinu er sú að tillaga telst samþykkt ef þrír fjórðu hlutar félaga greiða henni atkvæði. Til að ná meirihluta í þessum atkvæða- greiðslum gripu umhverfisverndar- menn til þess ráðs að fá ríki sem Yam að þessu höfðu ekkert skipt sér af hvalveiðum til að ganga í ráðið. Kvótar minnkuðu og svar hvalveiðiríkjanna var það að hefja veiðar undir fána ríkja sem ekki voru í ráðinu. Hvalveiðiráðið tók að liðast í tvennt. Þegar komið var fram á níunda áratuginn voru andstæðingar hval- veiða orðnir nógu fjölmennir í ráðinu til að hafa meirihluta í flestum mál- um en eitt af þeim var hvalveiðiban- nið. Hin vísindalegu rök fyrir slíku banni voru þó rýr. Veiðar í „vísindaskyni“ Sum hvalveiðiríkin byijuðu á því að mótmæla banninu en drógu flest mótmælin til baka vegna dipló- matísks þrýstings og fáein þeirra gripu til þess ráðs að hefja veiðar í „vísindaskyni". „Vísindalegt gildi slíkra veiða er yfirleitt mjög tak- markað. Engar af þeim rannsóknum sem hingað til hefur verið stungið upp á eru líklegar til að valda straumhvörfum í vísindunum og þótt þeim yrði sleppt stæði það varla í vegi fyrir athugunum sem skipta miklu fyrir Hfríkið í heild.“ Þó krefjast vissar rannsóknir þess að hvalur sé veiddur. Sérstaklega eru veiðar nauðsynlegar til að kanna aldurssamsetningu og það hver mis- munurinn er á því hvað mörg dýr fæðast og hvað mörg deyja yfir ákveðið tímabil svo hægt sé að reikna út Langtímaafrakstur veiða. Siðferðileg andstaða Þau ríki sem vilja halda áfram að veiða úr stofnum sem ekki eru í útrýmingarhættu ættu ekki að þurfa að bijóta í bága við yfirlýst mark- mið hvalveiðibannsins með slíkum veiðum þótt þær væru einungis stundaðar í hagnaðarskyni. Það yrði erfitt að taka afstöðu gegn slíkri beiðni ef hún kæmi fram en þó er ólíklegt að Hvalveiðiráðið myndi samþykkja hana. Fjölmargir fulltrú- ar í ráðinu eru á móti öllum hvalveið- um og telja þær siðferðilega rangar. Þrátt fyrir að afstaða þeirra sé fyrst og fremst siðferðilegs eðlis hafa t MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 umhverfisverndarmenn gert sig seka um að nota sér rannsóknir vísinda- manna og tölur til að styðja mál sitt og þá ekki alltaf á heiðarlegan hátt. En það má setja fram fleiri rök gegn hvalveiðum. Það má halda því fram að séu veiðar leyfðar muni eft- irspumin eftir afurðunum valda því að hvalveiðiráðið neyðist til þess að auka kvótann í sífellu og að endingu fari hann upp fyrir þau mörk sem stofnamir þoli. Eftirspumin geti einnig valdið því að hvalveiðimenn taki að falsa tölur um afla. Þessu má svara með því að starfsemi hval- veiðiráðsins njóti slíkrar athygli að ólíklegt sé að ráðið komist upp með að gefa út of háar veiðiheimildir. Hvað hitt atriðið varðar, þá hefur reynslan sýnt, að hvalveiðiþjóðir hafa almennt staðið við þá kvóta sem settir hafa verið, einnig áður en náttúruvemdarsamtök s.s. Græn- friðungar hófu að fylgjast með veið- um. En það er ólíklegt að þrír fjórðu lilutar hvalveiðiráðsins fáist til að taka þessum rökum og enn ólíklegra að hvalveiðiþjóðimar fáist til að hætta veiðum af siðferðilegum ástæðum. Það gæti raunar farið svo að þær sjái sig knúnar til að setja á fót nýtt ráð sem aftur skapar hættu á að slakað verði á taumunum hvað varðar eftirlit með veiðum og rannsóknir á stofnunum. Kvótar seldir En það er annar möguleiki fyrir hendi, segir Gulland. Hann er sá að koma á fót alþjóðlegri stofnun sem hefði eignarrétt á hvalastofnunum. Þessi stofnun seldi svo hæstbjóðanda þá kvóta sem hún setti og ef hval- vemdarmönnum er svo mikið í mun að stöðva veiðar sem þeir láta í veðri vaka, gætu þeir einfaldlega keypt upp kvótana. Það kann að vera að við fyrstu sýn virðist þessi lausn óraunhæf en slík lausn er samt það eina sem getur komið í veg fyrir þá óvissu um framhald hvalveiða og hvalvemdar sem'nú ríkir. Baráttan stendur ekki lengurmilli þeirra sem taka það -sem þeir geta og hinna sem vilja hafa á þeim hem- il heldur snýst málið nú fyrst og fremst um það hvorir em sterkari, þeir sem vilja halda veiðunum áfram og jafnfamt hafa á þeim taumhald eða þeir sem krefjast þess að ekkert sé veitt. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Fjörutíu ár liðin frá mannréttindayfírlýsingu SÞ: í ÞRIÐJUNGI RÍKJA HEIMS- INS ERU FANGAR PYNTAÐIR FRAM að seinni heimsstyrjöldinni var samfélagi þjóðanna lítt umhugað um mannréttindi. Alþjóðalög snertu samskipti ríkja og veittu einstaklingum litla sem enga vernd. Meðferð rikisstjórna á þegnum sinum var þeirra eigið mál, utan ramma alþjóðlegrar löggjafar. Fólk í öðrum löndum hafði engan lagalegan rétt til að skipta sér af slíku. Með stofnun Sameinuðu þjóðanna og Mann- réttindayfirlýsingu þeirra gerbreyttist hlutur mannréttinda í al- þjóðalögum. Þá var sú grundvallarregla sett að einstaklingar ættu rétt á vernd samfélags þjóðanna. Nú, þegar þess er minnst að fjörutíu ár eru liðin frá Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna, eru brot á réttindum einstaklingsins af hálfu ríkisvalds- ins enn mjög útbreidd. eru sýndarmennskan ein. í þriðj- ungi ríkja heims a.m.k. eru karl- ar, konur og jafnvel börn pyntuð. í mörgum ríkjum leitast ríkis- stjómir við að ná markmiðum sínum með mannránum og morð- um. { rúmlega 120 ríkjum heims eru lög í gildi er heimila aftöku Elstu dæmi um hugmyndina um réttindi einstaklinga er að finna í heimspeki Stóumanna og rómverskum rétti. í Magna Charta Libertatum frá árinu 1215 gerði enski aðallinn samkomulag við konung þar sem aðalsmenn öðlast þann rétt að verða einung- is dæmdir af jafningjum sínum. í Bill of Rights, sem enska þingið útheimti af Vilhjálmi I árið 1689, náðu réttindin til stærri hluta þjóðarinnar þótt enn væri ekki hægt að tala um almenn mann- réttindi. Þar í landi hafa mann- réttindi í raun unnið sér sess með útbreiðslu forréttinda aðalsmanna til allrar þjóðarinnar. Slík er kald- hæðni sögunnar. í grófum dráttum má skipta hugmyndum manna um mann- réttindi í tvo flokka: í fyrri flokkn- um eru hin klassísku réttindi ein- staklingsins sem fyrst öðluðust lagagildi í frönsku byltingunni og sjálfstæðisyfírlýsingu Banda- ríkjanna seint á 18. öld. Þau kveða á um afskiptaleysi ríkisvaldsins gagnvart einstaklingnum og eru stundum nefnd neikvæð réttindi eða rétturinn til að sæta ekki of- beldi í nokkurri mynd. Dæmi um mannréttindi í hefðbundnum skilningi er ftjáls ráðstöfun eigna, atvinnufrelsi, tjáningarfrelsi, rétt- urinn til að sæta ekki líkamlegu ofbeldi eða pyntingum og svo framvegis. Þessum réttindum liggja til grundvallar hugmyndir um náttúrulegan rétt manna; heimspekingurinn Thomas Hobb- es talaði um að hver einstaklingur hefði frá nátturunnar hendi rétt til lífsins. John Locke gekk lengra og bætti við náttúrulegum rétti manna til frelsis og eigna sinna. Síðan rann mikið vatn til sjávar og í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna eru til við- bótar ákvæði um rétt manna til ákveðinna gæða, stundum nefnd jákvæð réttindi. Sumir heimspek- ingar neita því að þarna sé um eiginleg mannréttindi því það sé mjög háð ytri aðstæðum hvort þau verða uppfyllt. Sem dæmi má nefna tilkall manna til mannsæm- andi lífsviðurværis, til atvinnu, til menntunar og heilbrigðisþjón- ustu. Amnesty International Þau samtök sem þekktust eru fyrir baráttu fyrir mannréttindum eru Amnesty International. Þó er útbreiddur sá misskilningur að samtökin beijist fyrir öllum mann- réttindum. Verksvið þeirra er mun þrengra og áhersla hefur verið lögð á málefni samviskufanga, réttláta málsferð og baráttuna gegn dauðarefsingum og pynd- , ingum. í síðustu ársskýrslu sam- takanna segir almennt um stöðu þeirra mála í heimmum: „í a.m.k. helmingi ríkja heimsins er fólk sett í fangelsi fyrir að segja skoð- un sína, oft eftir réttarhöld sem utíu árum sem liðin eru frá Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í ljósi hinna víðtæku mannréttindabrota víða um heim. Þó má taka dæmi um viðhorfs- breytinguna. Talið er að árið 1934 hafí herinn í E1 Salvador myrt þrjú þúsund bændur. Erlendis veittu fáir þessu athygli fyrir utan nokkra sérfræðinga í málefnum landsins. Núna getur dauði eins manns komið af stað öldu mót- mæla og reiði um allan heim. Pynting og dauði Parks Chong- chols, námsmanns í Suður-Kóreu í fyrra, vakti athygli um allan heim og leiddi til handtöku lög- reglumanna og uppsagnar nokk- urra ráðherra. Nú getur enginn valdhafí verið viss um að komast ist að þeim. í ríkjum eins og Eþíópíu, Kína, Haiti, íran, írak, Líbýu, Suður-Afríku, Sri Lanka og Sýrlandi tíðkast jafnvel ekki að segja fjölskyldum fanga frá handtökunni. Enn ein aðferðin er sú að setja opinbera rannsókn á meintum mannréttindabrotum af stað án þess að hún leiði til nokkurrar niðurstöðu. Dæmi úr nágrannaríki okkar er rannsókn á morðum á i þremur andstæðingum bresku ríkisstjómarinnar á Norður-írl- andi árið 1982. Niðurstaða hennar hefur enn ekki verið birt. Til að forðast alþjóðlega for- dæmingu hafa ríkisstjómir víða gripið til þess að fremja glæpi sína undir huldu höfði, til dæmis Félagar í Frakklandsdeild Amnesty International efija til blysfarar í París. Hvitu grímurnar eiga að tákna naftileysi pólitískra fanga sem árlega hverfa sporlaust um allan heim. fólks sem refsingu við vissum glæpum og í meira en þriðjungi þeirra er fólk tekið af lífi árlega." Amnesty Intemational berst fyrir frelsi manna sem fangelsaðir hafa verið fyrir skoðanir, hörunds- lit, kynferði, þjóðemi, tungu eða trú. Amnesty tekur ekki að sér mál fanga sem beitt hafa ofbeldi eða hvatt til slíks. Þetta er athygl- isvert að því leyti að mannrétt- indabrotin hljóta að vera þau sömu hvort sem viðkomandi fangi hefur hvatt til ofbeldis eður ei. Mannréttindahugsjónin gerir ráð fyrir því að í vissum grundvallar- atriðum sé ekki gert upp á milli manna. Hún byggir á því að hver einstaklingur sé markmið í sjálfu sér og eigi sér sín óskerðanlegu réttindi, jafnt fjöldamorðingi sem örviti. Áf því má leiða að fangels- un manns vegna skoðunar hans sé sama mannréttindabrotið hvort sem viðkomandi hefur hvatt til ofbeldis eður ei. Á hinn bóginn hefur hið þrönga verksvið, sem Amnesty hefur markað sér, aflað samtökunum virðingar sem hlut- lauss aðila. Viðleitni samtakanna til hlutleysis birtist líka í því að hópar sem taka að sér málefni einstakra fanga starfa ekki í við- komandi landi. Auk þess má full- yrða að af nógu sé að taka þótt samtökin eínskorði sig við tiltölu- lega fáar tegundir mannréttinda- brota. Breytt viðhorf Auðvelt er að missa sjónar á því sem áunnist hefur á þeim fjör- upp með glæpi gegn þegnum sínum þökk sé breyttum viðhorf- um almennings og vökulu auga fjölmiðla og mannréttindahópa. Ríkisstjómir bregðast á ýmsan hátt við eftirgrennslan alþjóðlegra samtaka og baráttumanna fyrir mannréttindum. í Kína hafa nokkrir talsmenn lýðréttinda setið í fangelsi í átta ár. í fyrra var formaður óopinberrar mannrétt- indaneftidar í E1 Salvador myrtur. Dauðasveitir ríkisstjórnarinnar em grunaðar um ódæðið. í Tyrkl- andi var forseti samtaka bænda dreginn fyrir rétt vegna þess að hann sagði opinberlega að hann vildi að endi yrði bundinn á pynt- ingar og dauðarefsingar í landinu. Og þannig mætti lengi telja. Annar háttur valdhafa á því að vinna gegn uppljóstrun mann- réttindabrota er að setja hömlur á starfsemi fjölmiðla, neíta blaða- mönnum um upplýsingar og beita þá þvingunum. í Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalandi og Tyrklandi em í gildi lög sem banna flutning upplýsinga sem „skaða" þjóðar- hagsmuni til útlanda. f Singapore og Malaysíu er stjómvöldum heimilt að banna hveija þá útgáfu sem „snýst um innanríkismál" og „hefur neikvæð áhrif á almenn- ingsálit". I mörgum ríkjum em öll sam- skipti við einstaka fanga bönnuð. Þegar þeim gefst ekki kostur á að ná tali af lögfræðingum, lækn- um eða ættingjum minnka líkum- ar á því að athygli heimsins bein- með hjálp svonefndra dauðasveita í mörgum ríkjum Suður-Ameríku eða í afskekktum hémðum eins og gert er í Afganistan. í umræðum um mannréttindi í austri og vestri endurspeglast sú lauslega skipting mannréttinda í tvo fiokka sem minnst var á. í vestri vísa menn til þess að frelsi einstaklingsins, neikvæða frelsið eða rétturinn til að sæta ekki of- beldi sé ekki hátt skrifaður í Sov- étríkjunum. Sovétmenn á hinn bóginn hafa lengi haldið því fram að öfugt við ríki kapítalismans tryggi þeir öllum mönnum at- vinnu, heilbrigðisþjónustu og menntun. ísland hefur aldrei komist á blað í ársskýrslu Amnesty Intem- ational. Hins vegar em kaflar um Noreg og Finnland í nýjustu áfs- skýrslunni. í Noregi bendir margt til þess að lögreglan f Björgvin beiti fanga illri meðferð. í báðum löndum em dæmi þess að menn séu fangelsaðir fyrir að neita að gegna herþjónustu. I Finnlandi tóku lög gildi á árinu sem heimila fólki að neita að bera vopn vegna samvisku sinnar en í Noregi verða slíkir menn að vera „samkvæmir sjálfum sér“ og neita að gegna hvers konar herþjónustu til að sleppa við fangelsun. Einnig hefur Amnesty áhyggjur af fjölda þeirra flóttamanna sem vísað er~frá Finnlandi eftir að hafa sótt um pólitískt hæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.