Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson Hvar er brosið? Yfir ýmsu kvarta menn og líklega aldrei fremur en þegar skammdegið nálgast og ekki bjart af degi nema rétt í kringum há- degi. Ég er búinn að versla við sama fisksalann í tæpan áratug og kem í búðina einu sinni til tvisvar í viku. Yfírleitt á mánu- dögum. Þá er físksalinn í góðu formi, ný vinnuvika hafin og gamlir og nýir viðskiptavinir að kaupa í soðið og físksalinn búinn að setja upp svuntuna og ekkert kemst að annað en að selja sem mest af nýjum físki. Fisksalinn er stoltur af sinni vöru enda hefur hann ástæðu til þess, er í sam- böndum við verstöðvar á Suður- nesjum, Keflavík, Grindvík og þar um slóðir og þar landa sjómenn eingöngu úrvals físki. Eg hef áður minnst á físksalann hér í Svipmyndagreinum. Hann skynjar betur en ýmsir aðrir það sem er að gerast hveiju sinni í þjóðlífínu. Við erum á líkum aldri, miðaldra menn, við ræðum aidrei fortíðina, það er nútíminn sem skiptir okkur máli og er umræðu- efnið í fískbúðinni. Eg fer nokkuð nærri um að físksalinn styður Sjálfstæðisflokkinn. Hann er fíjálslyndur og víðsýnn og enginn öfgamaður, ákaflega gagnrýninn á „Happaþrennuna plús bónus- inn“, rfkisstjóm Steingríms Her- mannssonar. Þó er ekki allt bölvað og ein- hver vonarglæta: — Gunna Helga er bara rök- söm, sagði físksalinn. — Hún vill meina að það sé of mikið um inná- skiptingar á þingi. Og auðvitað er það rétt. Það er gott að hún skuli vera orðin forseti Sameinaðs þings. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður engan slíkan kvenskör- ung. Gunna Helga vill að þeir mæti eins og menn og sinni sínum störfum, eins og ábyrgir þjóð- félagsþegnar. Og lengi býr að fyrstu gerð. Gunna Helga er úr Hafnarfirði, dóttir Helga sjó- manns, og sjómannastéttin hefur hingað til haldið þessu kotríki gangandi, svo lengi sem ég man og miklu lengur, Ólafur, sagði físksalinn. Við vorum einir í búð- inni og klukkan ekki nema rétt rúmlega tíu að morgni dags og þá hringdi síminn í herbergi inn af herbergi þar sem afgreiðsla fer ftam. — Er okkar maður kominn heim frá útlöndum? spurði físksal- inn. — Já, hann er rétt nýkominn, svaraði ég. — Jæja, það er gott. Borgar- stjórinn er minn maður, maður sem fylgir sínum málum eftir og gerir það með sóma, sagði físksal- inn og svo hvarf hann í símann og ég heyrði skömmu síðar er ég yfirgaf fískbúðina með ýsu- og saltfiskflak í umbúðapappír að fisksalinn, sem er sjálfstæður og engum háður, kvartaði jrfír nýjum og stórauknum álögum á þjóðina frá „Happaþrennunni", stórauk- inni skattheimtu og ríkisstjóm sem var að heyra á fisksalanum að hefði fyrst og fremst það hlut- verk að aðstoða Samband íslenskra samvinnufélaga á mikl- um erfíðleikatimum í rekstri Sam- bandsins. Hinn almenni launþegi virðist ekki síður áhyggjufullur yfír gangi mála í þjóðfélaginu í upp- hafi vetrar. Kom um daginn, á laugardagseftirmiðdegi, í hús til manns sem er þekktur fyrir annað en að barma sér. Hann hefur árum saman verið tiltölulega ánægður með það hlutskipti að vinna tólf til íjórtán tíma á sólarhring og hefur hingað til haft húmorinn í góðu lagi. Ég hringdi dyrabjöll- unni í QÖIbýlishúsinu og maðurinn I Morgunblaðið/KGA kom til dyra á svipinn líkt og heimsendir væri klukkan tólf á miðnætti. Þetta var skömmu eftir sjónvarpsfréttir og maðurinn sem er á sextugsaldri má aldrei missa af sjónvarpsfréttatíma síðan hann losaði sig við sígarettureykingar og áfengi. — Jæja. Hvar er brosið? spurði ég þegar við gengum inn í íbúð mannsins. — Hvaða bros? spurði kunningi minn. — Nú, þú ert nú ekki vanur því að koma til dyra eins og þú sért að koma úr jarðarför. — Hér er allavega enginn jóla- trésfagnaður, skal ég segja þér. — Er ekki allt gott að frétta? spurði ég. — Þegar ég kom úr vinnu í gærkvöldi þá hafði höfðinginn frá póstinum komið fyrr um daginn. — Er ekki borinn út daglega póstur hér í hverfinu? — Jú. Komdu ég skal sýna þér það sem höfðinginn frá póstinum kom með, sagði kunningi minn og við gengum yfír að bréfahrúgu í eldhúsinu. — Hvað ertu að sjóða? spurði ég þegar ég sá gufu koma upp úr potti. — Gijón. Það er helst að mað- ur geti leyft sér að borða gijóna- velling með kanil út á nú þegar alþýðustjómin er tekin við. Sjáðu, hér er kreditkortareikningur frá Visa, nokkrir gúmmítékkar síðan fyrir síðustu mánaðamót, hér eru gíróseðlar, félagsgjöld, áskrif- endagjöld, hér er útvarpið með sinn seðil, rafmagnsreikningur- inn, húsgjaldið, afborgunin af verðtryggða láninu með láns- kjaravísitölunni. Og þannig sýndi kunningi minn hvem gíróseðilinn af öðrum hryggur á svip. — Ég er með um níutíu þúsund á mánuði, stundum fer ég yfír eitt hundrað þúsund og kaupið er búið þegar komið er fram í miðjan mánuðinn og þó er ég einn í heimili og aðeins með köttinn hann Brand, sem borðar ekki ann- að en físk. Þetta er nú meira baslið. Nú, svo er það bfllinn. Aldr- ei verið dýrara að reka hann. Eða öll matvara og aldrei vinnur mað- ur í þessu andskotans Lottói eða Happaþrennu eða hvað það nú heitir, ekki einu sinni í Háskóla- happdrættinu og er þó með tíu miða. Og ég sem ætla í Evrópu- reisu næsta sumar, þegar ég verð sextugur. Nei, það er útilokað, skattarnir em hér allt að drepa og okurvextimir, sagði kunningi minn og ég sá hann ekki brosa, ekki einu sinni þegar Eiríkur Fjal- ar skóf af sínum miða í sjón- varpsauglýsingunni. Daginn eftir hringdi hann í heimasíma minn og hafði þá tekið gleði sína að nýju. — Mikið er veðrið annars gott og komið fram í nóvember. Eigum við ekki að fá okkur steik í tilefni dagsins á Esjubergi? spurði hann. Eg sagðist vera að hita upp dósamat. Það þyrfti svo sannar- lega að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Það harðnar á dalnum, kreppir að í þjóðfélaginu, þó ekki víst að það sé nema tíma- bundið. Verið að rifla það upp í sjónvarpinu um daginn að einmitt fyrir tuttugu ámm, 1968, vom erfíðleikar í efnahagsmálum okk- ar íslendinga, atvinnuleysi gerði vart við sig og að nokkmm ámm liðnum vora þeir erfíðleikar horfn- ir. Það er svo sem engin ástæða til að örvænta. Við höfum svo margt sem aðrar þjóðir hafa ekki. Og umfram allt veitir ekki af örlít- illi bjartsýni og ágætt að brosa einstöku sinni til samferðamanna. Lífið er ekki einn táradalur. Það kemur fyrir að maður hittir á fom- um vegi fólk sem með framkomu sinni og vinsemd lífgar upp á dagana. Einmitt nú nýlega hitti ég gamlan og góðan vin sem líður oft nokkuð langt. á milli að ég hitti, Ammund Bachmann, lög- mann. Það er stutt í brosið hjá Am- mundi og við rifjuðum upp foma daga þegar við sáum fyrir okkur framtíðarríkið austur á Volgu- bökkum. Stundin var raunar ekki nema augnablik, allt í einu kom þar systir Ammundar, Edda Heiðrún Bachmann, leikkona, ein af okkar efnilegustu leikkonum og brosti svo undurblítt til okkar að svona eftir á fannst mér það ekkert mál að greiða nokkra gíróseðla í Sparisjóðnum við Skólavörðustíg... „Árás að næturlagi“ Ný spennusaga effcir Duncan Kyle HÖRPUÚTGÁFAN hefúr sent frá sér nýja njósna- og spennu- bók, „Árás að næturþeli" eftir Duncan Kyle, sem skrifaði bók- ina „I gildru á Grænlandsjökli" og fleiri spennubækur sem nú eru ófáanlegar. Á kápusíðu segir m.a.: „SS-for- ingi flýr á síðustu mánuðum stríðsins frá Þýzkalandi til Svíþjóð- ar. Hann hefur undir höndum lista með nöfnum vestrænna Hitlers- sinna og hyggst nota hann sér til framdráttar. Hann tekur að sér að stjóma víkingasveit sem á að ráð- ast á kastala Himmlers í apríl 1945.“ Þá er vitnað í umsagnir erlendra blaða um bókina: „Snilldar frásögn um njósnir og fjárkúgun." (Daily Mail). „Ógnvekjandi spennusaga. Hröð atburðarás, glæfraferð, flótti, eftirfor." (Financial Times). „Árás að næturþeli" er 182 blaðsíður. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Káputeikningu gerði Kristján Jóhannsson. Prentverk Akraness hf. prentaði. Skáldsaga effcir P.D. James ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Heltekinn eftir enska rithöfúndinn P.D. James. í fréttatilkynningu útgefanda segir m.a.: „I bókinni segir frá því er tvö illa útleikin lík fínnast einn góðan veðurdag I kirkju nokkurri í Lundúnum, annað af umrenningi en hitt af fyrrverandi ráðherra. Lögreglumaðurinn góðkunni, Adam Dalgliesh, tekur að sér að rannsaka þetta dularfulla mál, sem reynist snúnasta verkefnið sem hann hefur fengist við til þessa. Leit hans og samstarfskonu hans, Kötu, að morðingjanum leiðir þau á óvæntar slóðir og þau komast í kynni við marga kynlega kvisti." Álfheiður Kjartansdóttir íslensk- aði bókina sem er 441 bls. að stærð. Káputeikningu gerði Guðjón Ketilsson. Prentstofa Guðmundar Benediktssonar prentaði. Skáldsaga eftir Isabel Allende ÚT ER komín hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Ást og skuggar eftir Isabel Allende. í fréttatilkynningu útgefanda segir: „Sögusviðið er sem fyrr Chile, en þessi bók gerist öll undir ógnarstjóm hershöfðingjanna. Við fylgjumst með ungri blaðakonu úr hástétt, Irene Beltrán, og ljós- myndaranum Franeisco Leal sem er sonur spænskra stjómleysingja. LI TIRNM PÍMR Utitvni i fótum og taróa Starf þeirra við blað eitt leiðir þau á slóð fólks, sem hefur horfíð af völdum hersins og jafnframt því kviknar ástin milli þeirra. Öll sag- an er hugvitssamlega fléttuð og uppfull af spaugilegum uppákom- um og persónum, án þess þó að falli í skuggann hinn harmræni þáttur hennar sem í rauninni örlög heillar þjóðar.“ Berglind Gunnarsdóttir þýddi bókina sem er 246 blaðsíður. Kápumynd gerði Robert Guille- mette. Prentstofa Guðmundar Benediktssonar prentaði. Mtftsóluhókio ,Co\rn M*r ö«csiutlful' ........UX'.éil........................ „Litirnir þínir“ Metsölubókin „Color Me Beauti- ful“ eftir Carole Jackson er komin út á íslensku hjá Hörpuútgáfunni. „Hún hefur vérið gefin út víða um heim og selst í yfir fjómm milljónum eintaka," segir í frétt frá útgefanda. Enska útgáfa bókarinnar hefur verið notuð á námskeiðum hér á landi. Um efni bókarinnar segir m.a.: „Bókin fjallar um litgreiningu og geftir hagnýt ráð um litaval í fötum og farða. 011 eigum við okkar sér- stöku liti sem kenndir em við árstíð- imar. Unnt er að spara sér umtals- verðar fjárhæðir í fatakaupum með því að tileinka sér þær leiðir sem kynntar em í bókinni. Einn af mikil- vægum kostum hennar eru þau já- kvæðu lífsviðhorf sem þar em boðuð. Bókin er piýdd §ölda litmynda og sýnir með töflum og teikningum hvemig haga megi klæðnaði og fylgihlutum á ýmsa vegu þannig að litir fari vel saman." Bókin er 153 bls. í stóm broti. Umsjón með íslenskri útgáfu: Unnur Amgrímsdóttir. Þýðing: Ásthildur G. Steinsen. Bókin er unnin í prent- smiðjunni Odda hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.