Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 53 * Til styrktar Guði Límonaðihopp — Egils______ að sjálfsögðu Var komið að uppboði á laugar- dagskvöldið. Seytján tilboð um þjónustu höfðu komið fram og stjómaði Gunnar Sigurðsson þeim af festu — hæfilega óheflaður og frakkur í tilsvörum við framíköllum utan úr sal — en mikilvægt er að hafa góðan uppboðshaldara til þess að hvetja menn að bjóða grimrht í. - Til þess að gefa hugmynd um uppboðsþjónustu, sem menn 'vildii bjóða fram, þá skulu nefnd hér Morgunblaðið/pþ Uppboðshaldarinn Gunnar Sigurðsson með sleifina góðu til þess að lemja í púltið um leið og boðið er slegið viðkomandi. Niðurskrifar'"-— inn, Björg ÞórhaOsdóttir, hefúr heyrt eitthvert hlægilegt tilboð utan úr sal, en uppboðshaldaranum er ekkert sérstaklega um það gefíð, ef marka má svip hans. eftirPétur Þorsteinsson Þær eru margar fjáröflunamefnd- imar í hinum margvíslegustu félög- um, sem eru ráðþrota í ijáröflun sinni. Fara hefðbundnar leiðir með sendingu happdrættismiða, gíró- seðla, söfnun áheita, sölu á margvís- legustu munum til styrktar starfínu, auk basara, hlutaveltna og annars í þá veruna. Þá eru ótaldar ferðimar í fyrirtæki til söfnunar auglýsinga og framlaga frá þeim. Allt þetta er yfirleitt lítt skemmtilegt og að lenda í fjáröflunamefnd reyna flestir að losna undan. Einn hópurinn, sem lítt þekkir til fræða Mammons, eru kristileg félög og mörgum fyrirtækjum þykir lítið til þeirra starfs koma, og því eiga þessi félög yfírleitt á brattan að sækja með að fjármagna starf sitt, og mörg önnur líknar- og mannúðar- félög. Sumir af þessum kristilegu söfnuðum fá sína meðlimi til þess að gefa tíund eins og Biblían hvetur kristna menn til að gera. Þrátt fyrir það, þá gengur stundum erfíðlega að halda utan um starfíð og láta enda ná saman. Ekki einu sinni þar gengur vel að reka starfið. Eitthvað þurfti að gera Upphafið að þessum uppboðum hjá Kristilegu stúdentafélagi var það, að félagið hafði komið yfir sig félagsheimili, og safna þurfti fyrir bollastelli, svo gerlegt væri að hafa samfélagseflingu eftir fundi. Þá datt einum félaganum það snjall- ræði í hug að hafa uppboð á haust- móti Kristilegs stúdentafélags fyrir nokkrum árum. Þar yrðu ekki boðn- ir upp bögglar eins og venja er á uppboðum til þess að styrkja eitt- hvert málefnið. Heldur skyldi bjóða upp margs konar þjónustu og láta ágóðann af henni renna óskertan til félagsins. Menn voru heldur vantrúaðir á að þetta myndi ganga, hvernig gengi að fá fólk fyrir það fyrsta til þess að bjóða fram þjónustu og þá síðan hitt, hvort nokkur myndi vilja bóða í. Þessi félagi var sigldur — hafði verið í Bandaríkjunum — og þar gengur allt. Því þá ekki að reyna þetta og athuga, hvort þetta væri erfiðisins virði. Viðtökur þeirra, sem fram buðu þjónustu og eins þeirra, sem buðu í, voru fram- ar öllum væntingum. Á þessu upp- boði kom inn andvirði bollanna og meira en það. Síðan hefur alltaf verið hefð á Stúdentamótum, að þetta boð sé liður í fastri dagskrá til þess að fjármagna starfíð. Sl. vetur og sumar fóru fram kostnaðarsamar viðgerðir á félags- heimili Kristilegs stúdentafélags á Freyjugötu 27 og þurfti að taka lán, sem greiða þarf af 17 þúsund krónur á mánuði næstu 18 mán- uði. Fyrir fámennt félag, sem hefur sínar einu tekjur af árgjöldum og framlögum, þá virtist þetta vera að reisa sér hurðarás um öxl, og því gæti komið að því, að gengið yrði að þeim, sem skrifuðu upp á eða húsið færi á uppboð, ef ekkert yrði að gert. Fyrir haustmót Kristilegs stúd- entafélags, sem haldið var helgina 7.-9. október sl., þá var sent út hvatningarbréf til þeirra, sem ætl- uðu að koma á mótið að huga í tíma að einhverri þjónustu, sem þeir gætu látið á þetta uppboð. Nú væru svartir tímar framundan, og vel þyrfti að safnast inn á þessu upp- boði til þess að tími stjómar þyrfti ekki að fara allt of mikið í að hugsa um Mammon. þessi atriði uppboðsins: Bandarískt beljukétsboð fyrir 6, klassískur gítarleikur hvar og hvenær sem er, þýskt brauðkvöld með öli, úttekt í verslun, mexíkanskt kvöld fyrir 4, ijóma- og randabrauðsboð fyrir 6, ferð í Hveragerði í sund, gufu, nudd, hverabrauð o.þ.h. fyrir 2, klipping fyrir 3, samsæti yfír ljúf- meti fyrir 7, nudd af sjúkraþjálfara þrisvar sinnum fyrir einn, málun á nögl fyrir 3, norsk rúnstykki með heimatilbúnu sultutaui fyrir 8, límonaðihopp fyrir 10, skautaferð með tónlist og matarlist á eftir fyr- ir 4, Iaugar- og skokkferð og heilsu- fæði á eftir fyrir 4, andlitsbað fyrir 1, innt af snyrtifræðingi, sérstakt handklæði til handa kristniboðs- nema í Npregi. þeir, sem hæst bjóða í, hljóta hnoss- ið. T.a.m. þeir 4, sem hæst buðu í mexíkanska kvöldið fengu það. Gátu menn slegið hver annan út allt fram að því að talið var einn, tveir og þrír, slegið. Síðan þurfa aðstandendur mexíkanska kvölds- ins að leggja sjálfír út fyrir öllum kostnaði og rennur því upphæð þeirra fjögurra efstu óskert til fé- lagsins. Tilefni til þess að bjóða fram ein- hveija þjónustu þarf ekki að vera svo sem neitt sérstakt. T.a.m. get- um við tekið fyrir límonaðihoppið, sem er til þess eins að efla sam- félagið og koma saman. Eitt laugar- dagskvöld er lagt undir það, límon- aði, Egils ... að sjálfsögðu, veitt eins og menn geta í sig hellt, randa- brauð með ijóma og annað þ.h. étið fram undir miðnætti og síðan hoppað í takkt við tónlist, sem send er út það kvöldið af tónlistarstöðv- unum. í þetta boð máttu 10 koma. Endirinn varð hins vegar sá, að 13 voru inni eftir langt og lítið sleifar- lag hjá uppboðshaldara og innkoma fyrir þetta uppboð varð 33.900 kr. sem er meira en nokkum grunaði, að kæmi inn í öndverðu. Mikil samfélagsefling Þegar upp var staðið eftir upp- boðið, höfðu safnast 107 þúsund krónur alls. Er það álíka og árs- gjöld allra. félaga Kristilegs stúd- entafélags. Á þessu laugardags- kvöldi voru þó aðeins 45 manns mættir, og má sjá að sumir hafa boðið vel í margt af þessu. í upphafí var tilgangur upp- boðanna sá, að safna til ákveðins verkefnis hjá félaginu og var vissu- lega svo í þessu tilviki. Hins vegar hefur reynslan verið sú, að menn líta á þetta sem kærkomið tækifæri til samfélagseflingar. í þessum samkvæmum nær fólk að kynnast gerr heldur en á samkomum og fundum. Líta menn orðið á þessi uppboð sem þátt í starfinu, sam- félagið verði betra og tryggara, en það er jú eitt af markmiðum kristi- > legs starfs að fólk sé í samfélagi hvert við annað. Yfirleitt er fólk ekkert allt of ákaft í að leggja fram fjármagn til líknar- og mannúðarmála. En í þessu tilviki greiðir fólk með glöðu geði og telur sig „fá“ eitthvað fyrir sitt framlag i leiðinni. Er þetta ábyggiléga sú aðferð sem vænleg- ust er fyrir fátæk félög og félaga- ^ samtök til þess að hala inn fé með sem minnstri fyrirhöfn og jafnframt gleði fyrir félaga sina. Þessa dagana eru menn að efna loforð sín í uppboðunum og hlakka til þess í sérhvert sinn. Eru menn strax farnir að undirbúa tilboð sín um þjónustu, sem verður boðin upp á næsta stúdentamóti í Ölveri í febr- úar á næsta ári. Höfiindur er guðfræðingur. Fer uppboðið þannig fram, að Morgunblaðið/pþ Eitt af uppboðunum var boð í bandarískt beljukét, matreitt af banda- ríkjamanninum Ray Baker, sem situr við endann á borðinu. Hinir sem voru í þessu beljukétsboði voru' Systa, Hemmi, Jónína, Auður og Lindsey. Brídsmót á Skagaströnd: Siglfirðingar urðu í fyrsta og öðru sæti Norðurlandsmót vestra 1988 í sveitakeppni í brids var haldið á Skagaströnd helgina 19. og 20. nóvember. Níu sveitir mættu til leiks og spiluðu allir við alla. Keppni var jöfn og spennandi fyrri daginn er seinni daginn seig sigursveit- in framúr jafnt og þétt. Urslit á mótinu urðu sem hér segir: 1. Sveit Ásgríms Sigurbjörnsson- ar, Siglufirði, 183 stig 2. Sveit Valtýs Jónassonar, Siglu- firði, 168 stig 3. Sveit Ingibergs Guðmundssonar, Skagaströnd, 159 stig 4. Sveit Aðalbjörns Benediktsson- ar, Hvammstanga, 153 stig 5. Sveit Gunnars Þórðarsonar, Sauðárkróki, 124 stig 6. Sveit Sólveigar Róarsdóttur, Skagaströnd, 120 stig 7. Sveit Einars Gíslasonar, Sauðár- króki, 111 stig 8. Sveit Arnars Guðjónssonar, Hvammstanga, 108 stig 9. Sveit Rangars Ingvarssonar, Hvammstanga, 100 stig Mótsstjóri var Magnús Ólafsson frá Skagaströnd . Ó.B Sigursveitin, talið frá vinstri: Ólafúr, Steinar, Asgrímur, Jón og Anton. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfírðinga 13. og 14. umferðir voru spilaðar í sveitakeppni Breiðfirðinga sl. fimmtudag. Staðan, þegar aðeins eru eftir, er þannig: 3 umferðir Páll Valdimarsson 319 Ramex 275 Guðlaugur Karlsson 265 Ingibjörg Halldórsdóttir 232 Hans Nielsen 232 Albert Þorsteinsson 221 1. sætið virðist vera frátekið en það er mikil barátta um 2. sætið. Bridsfélag Breiðholts Nú stendur yfir keppni í baromet- er með þátttöku 28 para. Að loknum 17 umferðum er staða efstu para þessi: Lilja Guðnadóttir — Magnús Oddsson 209 Óskar Sigurðsson — Róbert Geirsson 112 Andrés Þórarinsson — Halldór Þórhallsson 100 Þórður Jónsson — Gunnar Karl Guðmundsson 98 Leifur Karlsson — Bergur Ingimundarson 91 Murat Serdar — Þorbergur Ólafsson 85 Friðrik Jónsson — Bjöm Svavarsson 68 Keppnin heldur áfram næsta þriðjudag. Undankeppni Rvíkurmóts í tvímenningi Næsta miðvikudag, 30. nóvem- ber, hefst undankeppni Reykjavík- urmótsins í tvímenningi, Michell- fyrirkomulag. Síðan verður haldið áfram þriðjudag 6. desember og fimmtudag 8. desember. 8 efstu pörin hvert kvöld komast beint í úrslit. Mótið er opið fyrir alla spil- ara og verður keppnisgjald kr. 3.000 fyrir parið. Spilað er í húsi Bridssambandsins við Sigtún. Úr- slitin verða spiluð í Sigtúni helgina 10. og 11. desember með barómet- erformi, 24 pör. Vakin er sérstök athygli á því að nóg er að mæta klukkan 19.00 á miðvikudaginn og skrá sig, en spilamennska hefst kl. 19.30. Keppnisstjóri verður Agnar Jörg- enson og reiknimeistari Kristján Hauksson. Reykjavíkurmót í sveitakeppni og um leið undankeppni Islands- móts, verður spilað í janúar sem hér segir: Miðvikudagur 4. jan., fímmtu- dagur 5. jan., miðvikudagur 11. jan., fimmtudagur 12. jan., laugar- dagur 14. jan., sunnudagur 15. jan., miðvikudagur 18. jan. Úrslit Reykjavíkurmótsins fara fram helgina 21. og 22. janúar að öllum líkindum á Hótel Loftleiðum. Skráning er þegar hafin hjá BSÍ í síma 689360/1 ísak og hjá Jakob Kristinssyni í 623326/14487. Skráningu lýkur 30. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.