Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Olympíuskákmótið: íslendingar í finnntánda sæti fyrir síðustu umferðina — cxd4, 11. Rxb5 — axb5 (eða 11. - Rxe5!?) 12. exf6 - Dxf6 með miklum flækjum. 8. - Bb7 Til greina kom 8. — b4!?, en í skákinni Malanjúk-Tsjérnin, Skák- þingi Sovétríkjanna 1987, náði svartur betra tafli eftir 9. Ra4 — Bb7, 10. Bd2 - Be7, 11. Hcl - 0-0, 12. 0-0 - a5, 13. Rel - Re4!? (13. - c5!?) 14. Rd3 - c5, 15. dxc5 - Hc8 16. Hc2 - Rdxc5, 17. Raxc5 — Rxc5, 18. Rxc5 — Bxc5 o.s.frv. Ólympíuskákmótinu í Saloniki lýkur í dag. Sovétmenn hafa þegar tryggt sér sigurinn fyrir síðustu umferð, hafa 37 vinninga, en Eng- lendingar eru í öðru sæti með 33 vinninga. í næstu sætum koma Hollendingar, Ungveijar, Banda- ríkjamenn og Júgóslavar, en staðan er óljós, því margar skákir eru í biðj þegar þetta er ritað. Islendingar hafa 30 vinninga og lakarí biðskák og eru nálægt 15. sæti fyrir síðustu umferð. Islenska sveitin hefur aldrei náð sér á strik á mótinu. íslendingar hafa að vísu aðeins hálfum vinningi minna en í Dubai fyrir tveim árum, en þá höfðu þeir teflt við margar mjög sterkar sveitir, en í þessu móti varla nálg- ast toppinn. Góður sigur á Hollend- ingum í 6. umferð virðist hafa kost- að mikla krafta, því í næstu 5 umferðum fengu okkar menn að- eins 9>/2 vinning af 20 mögulegum, og voru andstæðingamir þó ekki allir meðal sterkustu þátttökuþjóð- anna. í 12. umferð rofaði til, 3-1- sigur gegn Ítalíu, en nú lítur út fyrir l'/2—2>/2-tap gegn Tékkum í þeirri þrettándu. Islendingar hafa á mótinu til þessa aðeins teflt við fímm þjóðir, sem talist geta meðal þeirra sterkustu, Sovétmenn, Hol- lendinga, Kúbumenn, Búlgari og Tékka, og uppskeran er rýr, 8 vinn- ingar af 20 mögulegum. íslensku skákmeistaramir hafa ekki náð upp þeim baráttuanda, sem hefði getað fleytt þeim í efstu sætin og aðeins stórsigur í síðustu umferð, 3*/2 — V2 eða 4—0, getur bjargað þeim upp fyrir 10. sætið. Þetta er mun verri útkoma en bú- ast hefði mátt við, því á síðasta Ólympíuskákmóti náðu íslendingar 5. sætinu og fyrir þetta mót voru þeir sjöttu í röð þátttökuþjóða, ef miðað er við skákstig. Um einstök úrslit okkar manna vísast til með- fylgjandi töflu. Við skulum nú sjá þrjár skákir íslendinga á mótinu. Auðveldan sigur Margeirs í 1. um- ferð, sigur Karls í keppninni við Hollendinga og skák Þrastar í við- ureigninni við ítali. 1. umferð: Hvitt: Margeir Pétursson Svart: L. Santa (Puerto Rico) X Hollensk-vörn 1. d4 - f5, 2. Rf3 - Rf6, 3. g3 -g6. Svartur velur Leningrad-afbrigð- ið, en „hin leiðin" er 3. — e6. 4. Bg2 - Bg7, 5. c4 - 0-0, 6. Rc3 - d6, 7. 0-0 - De8. Nýjasta tískan í þessu afbrigði. í þá gömlu góðu daga var leikið annaðhvort 7. — Rc6 eða 7. — c6 í þessari stöðu. 8. Rd5 - Önnur leið er hér 8. d5 — Ra6, t.d. 9. Hbl - c5, 10. b3 - Rc7, 11. a4 — Bd7 o.s.frv. 8. - Rxd5, 9. cxd5 - Db5. Beljavskíj lék 9. — c6 í skák við Jóhann Hjartarson á millisvæða- mótinu í Szirak í fyrra. Upp kom flókin staða eftir 10. Db3 — cxd5, 11. Dxd5+ - Kh8, 12. Bd2 - Rc6 o.s.frv. 10. Rel - Db6. Svartur hefði getað reynt að leika strax 10. — c6!? 11. dxc6 — Rxc6, 12. d5 - Re5, 13. Rc2 - Bd7, 14. Rd4 - Db6, 15. Bg5 - Rc4!? með flókinni stöðu. 11. Be3 - c6? Svartur varð að leika 11. — Dxb2, en í því tilviki kemur upp flókin staða eftir 12. a4 með hótun- inni 13. Rd3 o.s.frv. 12. dxc6 — bxc6. Svarta peðið á c6 verður aðal- veikleikinn í svörtu herbúðunum í framhaldinu, en svartur tapar manni eftir 12. — Rc6?, 13. d5 — Dxb2, 14. Hbl o.s.frv. 13. Hbl - a5, 14. Dc2 - Bd7. Ekki gengur 14. — Bb7 vegna 15. d5 — c5, 16. Rd3 ásamt R-f4- e6 o.s.frv. 15. Rd3 - Ra6, 16. a3 - Hfc8, 17. b4 - axbl, 18. axb4 - Hab8, 19. Hfcl - Db5. Hvað á svartur að gera við hótun- inni 20. d4 — d5!? 20. Hal - Kh8. Svarta drottningin fellur eftir 20. - Rxb4?, 21. Rxb4 - Dxb4, 22. Hcbl o.s.frv. 21. Hcbl - Be6? „í vondu stöðunum koma afleik- irnir" segir máltækið, og það sann- ast hér enn einu sinni. Svartur hefði átt að reyna 21. — Rc7?, t.d. 22. Ha5 - Db6, 23. d5 - c5, 22. Ha7 - Db6, 23. d5 - c5, 24. Da2 - Be8!? o.s.frv. 22. Ha5 - Dc4, 23. Da4 - Þar með er veika peðið á c6 fall- ið og lokin skammt undan. 23. - Rc7, 24. Hcl - Db3, 25. Dxb3 — Bxb3, 26. Hxc6 — Re6, 27. d5 - Rd4, 28. Bxd4 - Bxd4, 29. h4 - Kg7, 30. Rf4 - Kf6, 31. e3 - Bc3? Enn einn afleikur í vonlausri stöðu. 32. Ha3 og svartur gafst upp, því hann tapar tveim mönnum eftir 32. - Hxc6, 33. dxc6 — Hxb4, 34. Hxb3! Hc4 (34. - Hxb3, 35. c7!) 35. Hxc3 — Hxc3, 36. Rd5+ ásamt 37. Rxc3. 6. umferð: Hvítt: Karl Þorsteins Svart: M. Kuijf (Hollandi) Slavnesk-vörn 1. d4 — d5,2. c4 — c6,3.Rc3- Algengast er hér 3. Rf3 — Rf6, 4. Rc3 - dxc4, 5. a4 - Bf5, 5. e3 — e6 o.s.frv. 3. — Rfl), 4. Bg5 — dxc4, 5. a4 — h6. Nýleg alfræðibók um skákbyij- anir gefur framhaldið 5. — Ra6, 6. e4 - Rb4, 7. Rf3 - Bg4, 8. e5 — Bxf3, 9. gxf3 — Rfd5, 10. Bxc4 — Dd7, 11. 0-0 — e6 með tvísýnni stöðu. 6. Bh4 - Da5, 7. Rf3 - Rbd7. í alfræðibókinni er vitnað í Tsistj- akov-Furman frá 1947: (þ.e.a.s. án 5,- h6, 6. Bh4) 6. - Re4, 7. Bd2 — Rxd2, 8. Rxd2 — g6, 9. e3 — Bg7, 10. Rxc4 - Dc7, 11. Be2 - 0-0, 12. 0-0 - Rd7, 13. a5 með lítið eitt betra tafli fyrir hvít. Á sama stað er stungið upp á 6. Bh4 sem svari við 5. — h6 og líka þeirri hugmynd Suetins, að valda peðið á c4 með Bc8 — e6. 8. e3 — Rb6, 9. Be2 - Be6, 10. 0-0 - g6, 11. e4 - Bg7, 12. Re5 — Rfd7? Taflmennska svarts ber öll merki tilraunar til sjálfsmorðs, sem ekki getur misheppnast. Hann eyðir þrem leikjum í byijun í að valda peðið á c4 og bætir svo gráu ofan á svart með að fresta hrókun enn um sinn. Sjálfsagt var að hróka annað hvort stutt eða langt. 13. Rxd7 - Rxd7, 14. d5! - cxd5, 15. exd5 - Bf5, 16. d6! - g5 9. 0-0 - a6, 10. e4 - c5, 11. e5 - Rd5, 12. a4 - Rxc3, 13. bxc3 — c4, 14. Bg5. Á millisvæðamótinu í Szirák i fyrra lék Christiansen 14. Rg5 í skák við Flear. Framhaldið varð 14. - Be7?! (14. - Bd5, 15. Bh5 - g6, 16. Bf3 - Rb6, 17. Re4 með flókinni stöðu) 15. Bf3 — Bxf3, 16. Dxf3 - 0-0, 17. Dg4 - Rb6, 18. axb5 — axb5, 19. Hxa8 — Rxa8, 20. Re4 með yfirburðastöðu fyrir hvít. 14. - Be7, 15. Bxe7 - Dxe7, 16. Rd2 Athyglisvert er, að Tatai hafði svart í þessari stöðu í Saloniki fyrir fjórum árum í skák við Nogueiras frá Kúbu. Framhaldið varð 16. axb5 — axb5, 17. Hxa8 — Bxa8, 18. Dal - 0-0, 19. Da6 - Hb8, 20. Hbl - Bb7! 21. Dxb5! - Bc8, 22. Dxb8 — Rxb8, 23. Hxb8 — Dc7, 24. Hb4 - Bb7, 25. Hxc4 - Da5, 26. h3 — g6 og skákinni lauk með jafntefli sex leikjum síðar. 16. - 0-0, 17. Bf3 - Rb6, 18. axb5 — axb5, 19. Hbl — Ha5, 20. Bxb7 — Dxb7, 21. Dg4 — De7, 22. Re4 - Rd5, 23. Dg3 - Kh8, 24. Rd6 - Dd7, 25. h3 - f5, 26. exffi?! Vafasöm ákvörðun, sem leiðir til þess að svartur nær að auka þrýst- inginn á veikleikann á c3. Eðlileg- ast var að tvöfalda hrókana á b- línunni með 26. Hb2 ásamt 27. Hfbl o.s.frv. 26. - gxfB, 27. Re4 - Ha3, 28. Hal - b4! Þröstur fær nú frelsingja á a3, sem gefur honum unnið tafl. 29. Hxa3 Svartur hótaði 29. — Rxc3 o.s.frv. 29. - bxa3, 30. Hal - Ha8, 31. Df3 - Db5, 32. Rxf6?? Hvítur leikur af sér manni í tap- aðri stöðu, en með bestu tafl- mennsku gat hann ekki varist frípeðinu á a3 til lengdar. 32. - Hf8, 33. Hxa3 - Dbl+, 34. Kh2 - Db8+, 35. g3 - Hxf6, 36. De2 — Df8 og hvítur gafst upp, þvi hann tapar meira liði eftir 37. Ha2 — Rxc3 o.s.frv. 17. Bxc4! - gxh4, 18. Dh5! Karl hefur með nokkrum kröft- ugum leikjum náð yfirburðastöðu. Hann hótar nú ýmsu, t.d. 19. Dxf7+ og 19. Be6! (svarta drottningin er óvölduð!). 18. - Re5, 19. Bb5+ — Bd7, 20. Rd5! exd6, 21. f4 — 0-0. Loksins hrókar svartur, en nú er það of seint til að bjarga skák- inni. Svartur gat ekki bjargað sér með 21. — Rc6 vegna 22. Bxc6 — bxc6, 23. Rf6+ ásamt 24. Dxa5. 22. fee5 - Be6, 23. Rfi6+ - Kh8, 24. Dxh4 - dxe5, 25. De4 - BxfiS, 26. HxfB - Dd2, 27. Bd3 - Kg7, 28. Hf2 og svartur gafst upp, því hann get- ur ekki bæði varið máthótunina á h7 og drottninguna: 28. — f5, 29. Dxe5+ ásamt 30. Hxd2. 12. umferð: Hvitt: S. Tatai (Ítalíu) Svart: Þröstur Þórhallsson Meran-vöm 1. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rf3 - Rf6, 4. Rc3 - e6, 5. e3 - Rbd7, 6. Bd3 — dxc4, 7. Bxc4 — b5, 8. Be2. Algengt framhald í þessari stöðu er 8. Bd3 - a6, 9. e4 - c5, 10. e5 Dýravinir ræna prinsessu Erlendar baekur Jóhanna Kristjónsdóttir Antonia Fraser: Your Royal Hostage Útg. Mehtuen 1988 Sögusviðið er London. Amy prinsessa af Cumberland ætlar senn að ganga í hjónaband með útlendum prins Ferdinand, sem hefur lífsreynslu á við meðal elliheimili. En það er ókyrrð meðal öryggis- varða og lögreglu, það er óttast að einhveijir ribbaldar eða óeirðasegg- ir hleypi öllu í bál og brand á brúð- kaupsdaginn. Þessa sögudaga koma nokkrir skuggalegir náungar, menn og kon- ur, saman á ýmsum stöðum í Lon- don og skipuleggja aðgerðir. Þau stefna að því að ræna prinsessunni til að vekja athygli á málstað sínum „Elskum dýrin". Höfundi tekst vel að lýsa öfgakenndum skoðunum þessara manna og hálfbrenglaðri lífsskoðun, en gerir það þó með Iétt- leika svo að kaflamir með dýravin- unum verða þeir skemmtilegri í sögunni. Til sögunnar kemur klár sjón- varpskona Jemima Shore, henni hefur nýlega verið sagt upp störfum hjá Megalith sjónvarpinu, en hún fær von bráðar annað verkefhi sem er hvorki meira né minna en eiga einkaviðtal, ásamt samstarfsmanni sínum, við hin væntanlegu brúð- hjón. Dýravinimir hafa samband við Jemimu og útskýra fyrir henni hvað málið sé grafalvarlegt og hún verði að gera prinsessunni skiljan- legt, hvað konungsfjölskyldan sé að vinna mikil hryðjuverk með sportveiðum sínum. Enn dregur svo til tíðinda á blaðamannafundi sem hjónaleysin efna til, einn fréttamað- ur er myrtur í fundarlok og það kemur upp úr kafinu, að hann hafði verið á snærum lögreglunnar og tekist að koma sér með klækjum inn í samtökin. Mér skilst að Jemima hafí komið við sögu í ýmsum bókum Antoniu Fraser og þá jafnan leyst úr hvers kyns vanda, sem ekki er á allra færi. Sú Jemima sem kemur hér fram er ekki beint sannfærandi sem gáfað snöfurkvendi, enda er gátan náttúrlega flókin. Það endar með þvf að dýravinirn- ir sjá ekki annan kost en ræna prinsessunni, þótt þeir líti ekki á hana sem mesta sökudólginn í kon- ungs^ölskyldunni. Jemima fer að kanna málið, ásamt nokkur hundr- uð leynilögreglumönnum, öryggis- vörðum og fleirum og fær heiðurinn af að upplýsa það. Bókin er of langdregin, en inn á milli hressilegir kaflar og það er í frásögninni glettni og húmor, sem gerir að verkum að hún verður vel læsileg sem afþreyingabók. ANTONIA FRASER YOUR ROYAL HOSTAGE I ho wiHlHínt) of fh« VjjHjr, 7 h« crimtt of cnnlory,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.