Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 55 Galdranornir og galdramál Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Wolfgang Behringer (Heraus- geber): Hexen und Hexenproz- esse in Deutschland. Deutscher Taschenbuch Verlag — dtv Doku- mente, Originalausgabe 1988. Hugtakið „nornin" vakti ótta og hrylling á sínum tíma. Óttinn hefur fylgt mannkyninu frá upphafi vega. Ottinn við dulin og ódulin öfl er mikil staðreynd í sögu mannkyns- ins, sívirk á öllum öldum. Á hverjum tíma telja menn ástæðuna til óttans reista á staðreyndum. Dulin öfl voru og eru mönnum staðreynd, engu síður en veraldleg öfl. Óttinn við nomina var mönnum á 15., 16. og 17. öld reist á vissu þeirra tíma um samband nomarinnar við djöful- inn. Svarti galdur var þaðan mnn- inn eins og menn vissu þá, vann djöfullinn að því að brjóta niður samfélög mannanna og þær stofn- anir og .hugmyndir sem mótuðu þessa heimaj samkvæmt vilja Guðs almáttugs. Á þessum öldum þegar galdrafárið geisaði var þetta stað- reynd, af þessu spruttu ákveðin við- brögð til varnar mannheimum, þessi viðbrögð voru mjög mismunandi, oftast bundin vissum hémðum og umdæmum, þar sem áhrifamenn vom veikastir fyrir áhrifum galdra- óttans. Það er fjarri öllu lagi að telja að galdrafárið hafi tröllriðið Vesturlöndum almennt. Þetta var í rauninni takmarkað við viss land- svæði eins og áður segir og þótt djöfullinn og nornimar væm öllum staðreynd var almennara að óttinn við þessi fyrirbrigði yrði ekki það magnaður að hann brytist fram í ofsóknarherferðum gegn galdra- nomum. Fyrr á öldum höfðu ýmsir guðfræðingar og klerkar afneitað tilvem galdranoma og talið galdra- trúna trúvillu, alþýðlega hjátrú og hindurvitni og þessi skoðun mótaði afstöðu Jeúíta til galdra síðar, sem varð m.a. til þess að minna bar á galdraofsóknum í kaþólskum sið en meðal mótmælenda. Ástæðan fyrir auknum afskipt- um ríkisvalds og kirkju á 16. og 17. öld af göldmm var m.a. aukin afskipti ríkisvaldsins af þegnunum, stöðlunarstefna og aukin ríkisaf- skipti, siðaskiptatímamir mögnuðu upp meiri afskipti af trúarlífí þegn- anna og allt, sem telja mátti til frá- vika frá réttri hegðun og mati, var vafasamt. Galdrakukl hafði við- gengist frá alda öðli en nú var þetta alþýðlega kukl blásið upp sem stór- hættulegt frávik frá kennisetning- um kirkjunnar. Djöflafræðin varð áhrifamikil meðal sumra lærðra manna og útmálun djöflafræðinnar á eðli og aðferðum djöfulsins í stíl fræðilegra umfjöllunar jók ekki lítið á hýsteríuna. Þessar útmálanir vom í stíl við rannsóknir og útlistanir þeirrar tíðar vísindahyggju og rann- sókna á ýmsum fyrirbærum náttúr- unnar. Álkemían var alltaf blandin magíunni og eðlismunir þeirra fræða og alþýðlegs kukls var eng- inn. Páll Bjömsson í Selárdal, ein- hver andríkasti klerkur landsins á sinni tíð, stundaði djöflafræði og stóð fyrir galdraofsóknum um leið og hann ritaði lærðar greinar í frönsk og ensk vísindatímarit á 17. öld. Afstaða Brynjólfs biskups Sveinssonar til galdrafársins var skyldari skoðun kirkjunnar á fyrri öldum, að þetta væri alþýðlegt kukl, meinlítið eða meinlaust mgl hjátrú- arfulls almúga. Galdraofsóknir hér á landi vom sérstæðar og skám sig skarpt frá galdraofsóknarmunstri Evrópu- landanna að því leyti að hér var ekki um nornaofsóknir að ræða, svo til öll fómarlömb ofsóknanna vom karlmenn, en slíkt var undantekn- ing annars staðar. í þessu riti er fjallað um afstöðu þýskra þjóða til galdra og þær breytingar sem virðast vera á með- vitund þjóðanna á siðari hluta 16. aldar til fyrirbrigðisins. Það kom margt til, versnandi veðrátta (Litla ísöldin), aukin dýrtíð og allskonar byrðar sem lögðust með ofurþunga á forörmuð landbúnaðarsamfélög. Það var ekki óeðlilegt að kenna ískyggilegum öflum um orsakimar fyrir hallæmm og slysum. Dýrtíðin jókst stómm á 16. öld í Evrópu og fólksfjöldinn hafði aukist undan- farnar aldir svo að landþrengsli urðu víða mikil. Landbúnaðarfram- leiðslan dugði ekki þegar illa áraði, því fylgdi hungur og mannfellir, nema í tveimur ríkjum Evrópu, sem vom Holland og England. I báðum þessum ríkjum var galdrafárið í lágmarki borið saman við þau ríki þar sem hungrið svarf hvað harðast að. Mismunur á kjömm þeirra sem „höfðu“ og þeirra sem „ekki höfðu" jókst á nýöld eins og flakkarahjarð- irnar um Mið-Evrópu og víðar votta. Á þessum öldum fer lénsskipulag miðalda hnignandi, tengsl þeirra sem áttu jarðirnar við leiguliða og hjáleigubændur og sem fóra áður jafnframt með dómsvaldið í hémð- unum, rofna að nokkm og „valdið" verður ópersónulegra, ríkisvald, sem stjórnskipaðir umboðsmenn sinna á hveijum stað. Margvíslegar ástæður ollu þeim breytingum sem urðu á méðvitundinni, ekki síst trú- arlegar. Þótt efnahagslegar orsakir hefðu sitt að segja, þá var heims- myndin í flestra augum mótuð af yfirskilvitlegum forsendum. í þessari bók er dregin upp mynd af galdrafárinu í Þýskalandi á 16. og 17. öld. Öld eftir samtíma skilríkjum og öðmm heimildum. Óttinn við nornirnar virðist hafa verið ekki minni en við Tyrkjann, sem þá var ógnvaldur Evrópu. Bók- in skiptist í sjö kafla. Fyrsti kaflinn fjallar um kristna og magíska heimsmynd, annar um fyrstu galdraofsóknirnar á Þýskalandi og andstöðuna við Rannsóknarréttinn, þriðji um merkjanlegar breytingar á heimsmynd og meðvitund, fjórði um hápunk't ofsóknanna frá 1585- 1630, fimmti um aðferðir sem tíðkaðar vom við réttarhöldin yfir nomunum, sjötti um gagnrýnendur ofsóknanna og dvínandi ótta við djöfulinn og nomimar og loks sá sjöundi um rationalismann einkum á 18. öld. Heimildjmar em prentaðar staf- rétt. Samtíniaheimildir em alls 286. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins: Afstaða utanríkis- ráðherra fordæmd „ÆSKULYÐSFYLKING Alþýðu- bandalagsins fordæmir þá skammarlegu afstöðu utanríkis- ráðherra sem fram kom á Alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna er íslendingar sátu hjá í at- kvæðagreiðslu um vanþóknun á framkomu ísraelska stjórnvalda við Palestínuþjóðina.“ Svo segir í ályktun sem stjórn Æskulýðs- fylkingarinnar samþykkti á fimdi sínum 10. nóvember sl. í ályktuninni segir einnig: „Með þessari afstöðu fylkja íslendingar sér með Bandaríkjamönnum og taglhnýtingum þeirra gegn öllum lýðræðiselskandi ríkjum heims. Æskulýðsfylking Alþýðubanda- lagsins krefst þess að ríkisstjómin breyti tafarlaust afstöðu íslands til þessa máls og af hálfu íslenskra stjómvalda verði þegar þegar í stað viðurkenndur sjálfsákvörðunarrétt- ur Palestínumanna í eigin landi." FERSKT OG TÆRT, SYKURLAUST FRESCA '■ Okkarlandsþekkta víkingaskip er hlaðið gómsætum réttum þannig að allir finna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi fyrir jólin. Þegar þú borðar af víkingaskipinu, þá stjórnar ÞÚ þjónustuhraðanum. Jólahlaðborðið samanstendur af eftirtöldum réttum: Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða marineraðri síld, blönduðu sjávarréttapatéi, sjávar- réttum í hlaupi eða súrsætum rækjum, marineruð- um hörpudisk, ostafylltum silungsflökum, reyksoðn- um laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, hrein- dýrabuffi, heitu og köldu hangikjöti, jafningi og hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávar- rétt í hvítvínssósu, eplaköku, hrísgrjónabúðing, laufabrauði, piparkökum, ostabakka, úrvali af með- læti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxtum o.fl.,o.fl. Og auk þess bjóðum við gómsæta grísasteik af silfurvagni með rauðvínssósu alla daga. Verð pr. mann aðeins kr. @35.» YIKINGABAIURINN Barnahlaðborðið, þar sem börnin velja sér að vild á sunnudögum: Heitir kjúklingar, coctailpylsur, franskar, lambakjöt, meiriháttar ís frá kokknum. Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu. Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500,- Fríttfyriryngstu börnin. Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra sérrétta sem allir sannir sælkerar ættu að bragða. Borðapantanir í síma 2 23 22. ViA hótelid, sem er í alfaraleið, er ávallt fjöldl bílastsaAa. P.S. Og auAvitaA kynnast útlendingar íslenskum mat best af Vfkingaskípinu. „JtöbiimmrútiaÍffáKÍfrsigf* FLUGLEIÐA mrnm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.