Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 33 Mirage sprengjuvélar (1100 km) 18 eldflaugar á jöröu niöri. ,(2600 Km) 'J Av 4 SS-12/SS-22 18 Scud/SS-23 » 20 Frog/SS-21 Allar í höndum sovéska h'ersins SPÁHN Mlanir um 112 »týri«ldf[aufl»r | Christian Roth, forstjóri álversins afhendir Eddu Ragnarsdóttur, formanni FEF styrkinn og til hægri er Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður húsnefndar FEF og lengi formaður félagsins.( Ljósm. Mbl.ÞorkelI) Islenska álfélag- ið styrkir FEF FORSTJÓRI íslenska álfélags- ins, Christian Roth, afhenti fyrir helgina Félagi einstæðra for- eldra styrk að upphæð 300 þús- und. Roth sagði við það tækifæri að það hefði verið venja að senda jólagjafir til nokkurra starfs- manna, viðskiptavina og stofn- ana, innanlands og utan. Nú hefði verið ákveðið að gera breytingu á þessu fyrirkomulagi. Hefði verið samþykkt að verja svipaðri upphæð og áður fóru í gjafir, í styrk til samtaka sem hafa að markmiði að hjálpa fólki sem á í erfiðleikum. Fyrir valinu nú hefði orðið Félag einstæðra foreldra. Edda Ragnarsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra og Jó- hanna Kristjónsdóttir, formaður húsnefndar og formaður FEF um árabil.sátu hádegisverð með for- stjóra og nokkrum framámönnum álversins, en höfðu áður skoðað ál- verið. Undir borðum greindu þær stöllur frá aðdraganda að stofnun FEF og stiklað var á starfí og hver væru helstu markmið og baráttu- mál. Þær fluttu þakkir fyrir mikils- verðan og vel þeginn stuðning sem þessi styrkveiting fæii í sér. ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON „Sambandsrof ftystingarhug- taksins við raunveruleikann“ Samstarfsaðilar deila á utanríkisráðherra Staða kjarnavopna í Evrópu (sem tilteknir aðilar vildu „frysta") áður en gagnkvæmur samningur stórveldanna (und- irritaður í desember 1987) um útrýmingu meðaldrægra kjarnaflauga á landi kom til. Tillaga Mexíkó-Svíþjóðar um „frystingu“ óbreyttrar stöðu í kjarnavopnabúnaði heimsins kom fyrst fram á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna árið 1982 og hefur verið þar viðvar- andi síðan. Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra tók ákvörð- un um það að ísland sæti hjá við atkvæðagreiðslu um þessa tíllögu fyrr í þessum mánuði. Hann hlaut bágt fyrir á Alþingi hjá samstarfsaðilum í rikis- stjóm, talsmönnum Alþýðu- bandalags og Framsóknar- flokks, sem og Samtaka um kvennalista. Þingbréf gluggar lítillega í málsvörn utanríkis- ráðherra í dag. I „Við skulum hafa í huga,“ sagði utanríkisráðherra, „að þegar þessar tillögur komu fyrst fram 1982 og 1983 vóru aðstæður gjö- rólíkar þvi sem nú er. Atlantshafs- bandalagið t.d. stóð þá frammi fyrir því í lok árs að hefja uppsetn- ingu Persing II-stýriflauga til mótvægis við milli 300 og 400 SS-20-flaugar Sovétmanna, sem miðað var á ríki Vestur-Evrópu. Þetta þótti sársaukafull pólitísk ákvörðun fyrir þau ríki bandalags- ins sem í hlut áttu, en fáir sáu þá fyrir þann árangur sem þessi ákvörðun skilaði síðar. Samningur stórveldanna um útrýmingu allra meðaldrægra kjamaflauga á landi, sem undir- ritaður var í Washington í desem- ber sl., hefði að mínu mati og flestra annarra forustumanna lýð- ræðisríkjanna ekki orðið að veru- leika hefðu tillögur um „fryst- ingu“ náð fram að ganga og komizt til framkvæmda árið 1983.“ Hér kemur utanríkisráðherra að kjama málsins. Akveðni Vest- urveldanna 1981 og 1982 var beinlínis forsenda þess, sem á eft- ir fór, eins konar aðgöngumiði að því gagnkvæma samkomulagi sem síðar náðist og flestir fagna. II Utanríkisráðherra segir áfram: „Það vekur mína athygli að þrátt fyrir breytingar á kjam- orkuvígbúnaði beggja stórveld- anna skuli tillögur um frystingu koma fram ár eftir ár. Það virðist ekki skipta flutningsmenn máli, hvemig hlutföll breytast í vígbún- aðarmálum. Höfuðatriðið er að frysta vígbúnað á því stigi sem hann er hveiju sinni. Hugtakið BELGÍA / 5 Lance eldflaugar f (draegni: 100 km) Kunna aö vera í V-Þyskalandi 36 F-104 llugvélar (1000 Km) Allt aö 50 M-109 og M-110 lall- i byssur Áœtlanir um 48 atýrieldflaugar (Endanlegt samþykki ekkl komlö) HOLLAND 6 Lance eldflaugar (drœgni: 100 km) 36 F-104 flugvélar (1000 km) - 13 M-110 fallbyssur (20 km) 136 M-109 fallbyssur (18 km) sumar líklega i V-Þýskalandi Áætlanir um 48 stýrieldflaugar ] (Endanlegt samþykki ekkl komiö) VESTUR-ÞYSKALAND BRETLAND 48 Poseidon kafbátaeldflaugar — bandariskar (drægni: 4300 km). 64 Poiaris kafbátaeldflaugar (4300 km). • Liklega kjarnorkudjúpsprengjur i flug- vélum breska flotans • 48 Vulcan sprengjuvélar (5500 km) v 84 F-111 sprengjuvélar — banda- v riskar (4800 km) 72 F-111 sprengjuvélar — banda- riskar (4800 km) 180 Pershing 1 eldflaugar (drægni: 700 km) 108 bandariskar og 72 v-þýskar Lance eldflaugar (100 km) i eigu Breta, 26 i eigu V-Þjóö- verja og 36 i eigu Bandarikjamanna 32 Pluton eldflaugar — franskar (100 km) 72 Jagúar fiugvélar — (breskar (1600 km) 144 F-4 flugvólar — bandarískar , (1200 km) 60 F-4 flugvelar — v-þýskar (1200 km) / 12 / Í 184 F-10 flugvélar — v-þýzkar og kanadiskar (1000 km) 30 Buccaneer flugvélar — breskar ^ (350 km) 300 M-110 fallbyssur (20 km) i eigu • Bandarik jamanna. V-Þjóöverja, Breta. Ðelga og Hollendinga ■ — 1000 M-109 fallbyssur (18 km) i eigu Bandarikjamanna. V-Þjóö- verja, Breta. Belga. Hollendinga og Kandamanna___________________ Áætlanir um 96 atýrieldnaugar JÍr * SOVÉTRÍKIN Flugvélar Varsjárbandalagsins * 65 Backfire sprengjuvélar (drægni: 2.500 milur) 300 Badger sprengjuvélar (1.650 milur) • 135 Blinder sprengjuvélar (1.750 milur) 480 SU-24 Foncer flugvélar (1.000 milur) 165 SU-7 Fitter A flugvélar (600 milur) 500 Mig-27 Flogger flugvelar (450 milur) 700 SU-17 Fitter C/D flugvélar (375 milur) 750 Mig-21 Fishbed flugvelar (250 milur) 75 SS-20 eldflaugar \ V Eldflaugar í Vestur-Rússlandi nonai pwwv i\ii»| ^TÁætlanir um 160 atýrieMflauflarj 20 SS-12/SS-22 ^ 80 Scud/SS-23 100 Frog/SS-21 Allar i höndum sovéska hersins 175 SS-20 eldflaugar (drægni: 2.700 milur) 40 SS-5 eldflaugar (2,500 milur) 340 SS-4 eldflaugar (1.000 milur) V- Um 40 SS-12 (300—550 milur) og SS-22 eldflaugar (335—625 milur) Um 270 Scud A/B (90—180 mílur) og SS-23 (115—215mður) Um 320 Frog (10—45 miíur) og SS-21 eld- flaugar (65 mihir) SS-21 eru aö koma i staö Frog 203 mm fallbyssur \ MOSKVA PÓLLAND Liklega 150 FRAKKLAND 4SS-12/SS-22 9 Scud/SS-23 • 10 Frog/SS-21 Állar i höndum sovéska hersins TÉKKÓSLÓVAKÍA 80 M-20 kafbataeldflaugar (drægni: 2600 km) MIDJARDARHAF Sjötti floti Bandarikjamanna 48 A-7 tlugvélar (drægnl: 1000 km) 26 A-6 tlugvélar (500 km) Liklega kjarnorkudjúpsprengjur 24 F-4 flugvelar — bandariskar (drægni: 1200 km) / ÍTALÍA 18 Honest John flugskeyti anL-* w - (drægni: 40 km) jm H*nv*d 70 F4-jag«r«|1200 kmj Ukandt ontol M109- og MI KMconensr 6 Lance etdflaugar (drægnl: 100 km) 72 F-104 llugvélar (1000 km) GRIKKLAND 8 Honvtt John rokoftor (Rækkoviddo 40 km) 54 F-4 flugvélar (1200 km) »■60 M-109 fallbyssur (18 km) 20 M-110 fallbyssur (20 km) 205 M109-kononor (18 km) <: :: „frysting" tekur með öðrum orð- um ekkert tillit til aðstæðna sem ríkja á hverjum tíma með tilliti til vígbúnaðar eða hvort þær eru í jafnvægi eða ójafnvægi. Mér virðist því ljóst að frystingin ein sér feli í sér ákaflega takmarkað framlag til umræðu um afvopnun- armál. Þetta sambandsrof fryst- ingarhugtaksins við raunveruleik- ann hefur orðið æ meira áberandi í seinni tíð.“ Sambandsrofið, sem ráðherra talar um, speglast meðal annars í þeim afvopnunarárangri, sem hefúr náðst, og hér að framan var vikið að. Samningurinn um út- rýmingu meðaldrægra kjama- flauga á landi hefur, eins og ut- anríkisráðherra orðaði það rétti- lega, „orðið til þess að treysta í sessi yfirlýsta grundvailarstefnu Atlantshafsbandalagsins sem miðar að því að ná fram raun- hæfum og gagnkvæmum samn- ingum um afvopnun og vopnaeft- irlit í skjóli trúverðugra vama og öryggis. í kjölfar þessa samnings á mannkynið nú e.t.v. að verða vitni að þáttaskilum í samskiptum austurs og vesturs, löngu tíma- bærum þáttaskilum. Pólitísk sam- staða Atlantshafsríkjanna hefur m.a. orðið til þess að ryðja braut fyrir frekari árangri í afvopnunar- málum á öðrúm sviðum". Hér á ráðherra m.a. við vonir um það, að samið verði um fækk- un langdrægra kjamavopna á næsta ári. Hann hélt því hinsveg- ar fram að flutningsþjóðir fryst- ingartillögunnar væru „að gegna þeim gæsum sem flugu í gær og vekur raunar furðu að svo úreltar hugmyndir skuli enn þykja gjald- gengar sem framlag í alvöru umræðum um afvopnunarmál". III Rökstuðningur utanríkisráð- herra fyrir hjásetu_ fslands var raunar tvíþættur. í fyrsta lagi telur hann að hugmyndin um frystingu kjamavopna sé órökvís sem viðleitni til þess að stuðla að jafnvægi og öryggi, þar sem hún taki ekki tillit til aðstæðna hveiju sinni. í annan stað sé hún tíma- skekkja, þar sem raunhæfar til- raunir til afvopnunar hljóti að miða að því að fækka kjamavopn- um en ekki að viðhalda núverandi birgðum. Þar að auki felur sú frystingar- tillaga, sem sérstaklega er um rætt, ekki í sér neins konar eftir- lit um framkvæmd frystingar- samninga, ef til þeirra kæmi, sem verður að telja merg málsins. Þau rök sem tíunduð vóru fyrir hjásetu íslands sýnast traust. Þau falla og að afstöðu íslands til sams konar tillagna fram að þeim tíma er Steingrímur Hermannsson varð utanríkisráðherra. Þessi afstaða er því ekki ný, heldur söm og lengst af hefur verið fylgt af okk- ar hálfu. Það vekur hinsvegar ugg í bijóstum margra landsmanna að stjómarflokkamir eru engan veg- inn samsinna eða samstiga í þessu máli né ýmsum öðrum, er varða utanríkis- og öiyggismál. Þorri fólks vill geta treyst því að stjóm- völd íslands hafi ekki mörg andlit í vamarsamstarfi okkar við aðrar lýðræðisþjóðir heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.