Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 I . 4 Sjálfetæðisfélag Mosfellinga: Lýsir andstöðu við forsjár- stefiiu ríkissljómarinnar Almennur fundur í Sjálfstæðisfélagi Mosfellinga var haldinn í MosfeUsbæ 22. nóvember sl. Svala Árnadóttir formaður félagsins setti fundinn og bauð fund- armenn velkomna og þá sérstaklega Davíð Oddsson borgarstjóra, en þetta var í fyrsta skipti sem borgarstjóri Reykjavíkur kemur á almennan fund f Mosfellsbæ. 25 ára afmælis Reykhólakirkju var minnst á allrasálnamessu. Reykhólakirkja: Tuttugu og fimm ára amiælis minnst Miðhúsum. MESSAÐ var í Reykhólakirkju á allrasálnamessu, 6. nóvember. Séra Flosi Magnússon prófastur >¦ á Patreksfirði ávarpaði söfnuð- inn og visiteraði. Sóknarprest- urinn, séra Bragi Benediktsson, predikaði og þjónaði fyrir altari. / Reykhólakirkja var vígð 8. nóv- ember árið 1963 og var þá séra Þórarinn Þór prestur hér. Við þá athöfn voru mættir á fjórðahundr- áð gestir. / Kirkjan . er helguð minningu 'mæðginanna Þóru Einarsdóttur í Skógum f Þorskafirði og séra Matt- ~ híasar Jochumssonar. Kirkjan er; teiknuð af þýskum manni sem starfaði á vegum húsa- meistara ríkísins, en að innan er hún teiknuð áf Sveini Kjarval arki- tekt, en hann teiknaði predikunar- stól,"' altari og ljós. Bekkir eru teiknaðhH af Jóni Ólafssyni arkitekt og' kehnara við Reykhólaskóla og kvenfélagið Lilj- an hafði forgöngu um smíði þeirra. PredikunarstólLer gefmn af Breið- firðingaféiaginu í Reykjavík og hörpulagið á stólnum á að minna á ljóðahörpu Matthíasar. Ljósakross var gefinn kirkjunni af afkomendum Sesselju Odd- mundsdóttur og Sveins Sæmunds- sonar á Hofsstöðum. Tveir myndskreyttir gluggar voru gefnir kirkju og hafði Hjörtur Hjálmarsson skólastjóri á Flateyri forgöngu þar um. Gluggarnir eru hannaðir og unnir af Leifi Breið- fjörð. Altaristaflan var geíín af móður Jóns Thoroddsen skálds en hún hét Þórey Gunnlaugsdóttir og er keypt fyrir afgangsfé, þegar Jón var leystur frá herþjónustu í Dan- mörku árið 1848, en Jón kom heim . til íslands 1850 og það ár má ætla að altaristaflan hafi komið til Reykhóla. Gunnar Thoroddsen ásamt öðrum ættingjum Jóns beittu sér fyrir að gera upp töfluna og koma henni fyrir í nýju kirkj- unni. Um gripi kirkjunnar mætti skrifa langt mál, en kirkjan á margt góðra gripa sem bera gef- endum sínum fagurt vitni. IOÁRAÁBYRGÐ ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplaiuouni 7, S 651960 Að lokinni messu bauð sóknar- nefnd safnaðarfólki til veislu í fé- lagsheimilinu. - Sveinn Framsöguræðu á fundinum hélt Davíð Oddsson borgarstjóri og fjallaði hann um stjórnmálaástand- ið í dag. í máli Davíðs kom fram að hann hefði ekki verið hlynntur stjórnarmyndun með þátttöku Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu alþingiskosningar, þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn myndi ekki verða nógu öflugur í þriggja flokka sam- starfi, eins og komið hefði á dag- inn. Það ætti aldrei að ganga á móti vilja kjósenda og í síðustu kosningum hefðu kjósendur ekki veitt Sjálfstæðisflokknum brautar- gengi. Davíð taldi að Iffdagar núver- andi stjórnar yrðu ekki langir þar sem þeir myndu ekki ráða við verk- efnin framundan og að búast mætti við kosningum næsta vor. Sérstaklega gerði hann að umtals- efni stöðu Alþýðuflokksins í þessu stjómarsamstarfi, sem ekki væri aðeins kominn inn í Framsóknar- fjósið, heldur kominn á kaf í fjós- hauginn, enda væru ekki allir kratar ánægðir í sambúðinni við framsóknarmaddömuna. Aðspurð- , >ur hvort hann ætlaði að gefa kost á sér i næstu alþingiskosningum svaraði hann að það stæði ekki til, en hins vegar gat hann þess að Bjarni Benediktsson hefði talið að borgarstjóri Reykvíkinga yrði að vera á Alþingi, til að gæta þess að ekki væri gengið þar á hlut Reykvíkinga, en hann tók fram að þó að Bjarni hafi getað gegnt þess- um tveim hlutverkum væri ekki Búðardalur: Rekstrarstöðvun hefiir ófýrirsjáanlegar afleiðingar - segir Ólaftir Sveinsson kaupfélagsstjóri Búðardal. KAUPFÉLAG Hvammsfjarðar í Búðardal hefur átt við töluverðan rekstrarvanda að etja. Ólafur 1 Sveinsson kaupfélagsstjóri scgir að ástæður vandans séu ef til Vill ekki einhUtar, en tvö atriði skýri þó verulegan hluta núverandi vanda. „í fyrsta lagi er það; vaxta- kostnaður og í öðru lagi búvöru- lögin frá 1985. Þessi atriði hafa siðan leítt hvort af öðru tíl stig- vaxandi erfiðleika með því að þær greiðsluskyldur sem hvfla á slátur- leyfishöfum til framleiðenda skv. lögum hafá vegna ónógrar fjár- mögnunar orsakað greiðsluerfið- leika á öllum sviðum hjá slátur- leyfishöfum, sem flestir reka margvíslegan annan rekstur. Svo virðist sem erfiðleikar sláturleyf- ishafa séu mismunandi og fer það m.a. eftir samsetningu rekstrar þeirra. Þeir sem eru með hlut- fallslega stóran afurðarekstur í sauðfé virðast lenda f meiri erfið- leikum en aðrir," segir Ólafur. . „Þegar fyrirtæki eins og Kaup- félag Hvammsfjarðar lendir í erfið- leikum getur það haft mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir byggð eins og Dalasýslu, sem átt hefur undir högg að sækja undanfarin misseri. Fyrir- tækið er burðarás atvinnulífsins í héraðinu og stærsti viðskiptávinur og þjónustuneytandi margra fyrir- tækja í héraðinu, fyrir utan að vera stærsti þjónustuveitandinn. Þegar atvinnuöryggi 50 manns er ógnað á þennan hátt er augljóst, að það hef- ur víða áhrif í svo litlu héraði sem Dalasýsla er. Síðastliðið ár hefur markvisst ver- ið unnið að því að reyna að leysa vandamál Kaupfélags Hvammsfjarð- ar. Má þar nefna að rekstri tré- smiðju var hætt og verið er að selja slátur- og kjötfrystihús félagsins og dregið hefur verið úr rekstri á ýmsum öðrum sviðum. í upphafi gerðu menn sér vonir um að þetta myndi duga til þess að rétta við hag fyrirtækisins og stendur sú von enn. Fyrirtækið á miklar eignir sem undir eðlilegum kringumstæðum hefðu átt að geta leyst vandamál þess, en erfitt er að nota þessar eígnir sem gjaldmiðil, því markaðsverð þeirra er lágt, ef þær þá yfir höfuð eru seljanlegar. Það er von heimamanna að takas.t megi að bjarga fyrirtækinu því af- leiðingar rekstrarstöðvunar geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir Dalabyggð," segir Ólafur. Öllurn sagt upp hjá Tak hf í framhaldi af þessar upplýsingar um stöðu Kaupfélags Hvammsfjarð- ar sækja að hugsanir um hvað taka muni við í atvinnumálum hér um slóðir. Verktakafélagið TAK hf., sem hefur verið með 10 til 15 manns á launaskrá, hefur sagt öllum starfs- mönnum upp störfum frá næstu ára- mótum að telja. Hjá Dalverki hf., bifreiðaverk- stæði staðarins, vinna 5 manns. Þar eru miklir erfiðleikar vegna stórfellds samdráttar síðastliðið ár og rfkir óvissa um reksturinn. En það sem mestum kvíða veldur er að ef engar breytingar verða hér til batnaðar, mun ástandið hér verða mjög bágborið. Ef ekkert verður aðhafst af því opinbera og ekki stutt við þær hugmyndir sem heimamenn eru að vinna að, er fyrirsjáanlegt að fólk heldur áfram að flýja byggðar- lagið vegna minnkandi atvinnu. — Kristjana þar með sagt að hann gæti það. Salóme Þorkelsdóttir alþingis- maður flutti stutt ávarp á fundin- um og gat þess að það væri erfið- ara að stjórna í samvinnu við aðra stjórnmálaflokka heldur en að vera einn í stjórn og yrði pá að gera fleira en gott þætti. Fundurinn var óvenju fjölsóttur og var gerður góður rómur að máli Davíðs. Á fundinum var lögð fram eftir- farandi stjórnmálaályktun frá stjórn Sjálfstæðisfélags Mosfell- inga, sem samþykkt var samhljóða. „Almennur fundur í Sjálfstæðis- félagi Mosfellinga lýsir yfir and- stöðu sinni við forsjárstefnu núver- andi ríkisstjórnar, sem hefur það að yfirlýstu markmiði að hverfa frá almennum vestrænum leikregl- um við stjórn efnahagsmála. Fundurinn leggur áherslu á að framtak og áræði einstaklinganna fái að njóta sín við uppbyggingu atvinnulífs á íslandi, en ekki for- sjárhyggja vinstri manna. Á meðan heimilin í landinu og atvinnufyrirtækin verða að grípa til margs konar aðhaldsaðgerða og sparnaðar vegna lækkandi þjóðar- tekna er það óviðunandi að rfkið skuli ekki á sama hátt draga úr útgjöldum sínum, því ætlun vinstri stjórnarinnar er að auka enn frek- ar á útgjöld heimilanna með auk- inni skattheimtu. Sjálfstæðisflokkurinn er eina stjórnmálaaflið í landinu, sem get- ur komið f veg fyrir að skatta- og skömmtunarstefna vinstri flokk- anna festi rætur. f stjórnmálabar- áttunni framundan er því mjög brýnt að áhersluatriði í stefhu Sjálfstæðisflokksins verði skýrt mörkuð og að flokksforustan standi saman um að framfylgja þeirri stefnu. Sjálfstæðismenn verða nú að sameinast til nýrrar sóknar, til að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem fyrr, órofa fylking frjálshuga fólks, sem trúir á framtíð íslands." (Fréttetilkynning) Landsbókasafii: Safii sænskra blaðagreina um íslenskt efhi að gjöf SENDIHERRA Svía á íslandi, Per Olof Forshell, afhenti Lands- bókasafni nýlega að gjöf frá tryggingafélaginu Skandia í Stokkhólmi safn sænskra blaða- greina um islenzk efhi, er það lét draga saman um sex ára skeið, 1931-1937, en félagið hét þá Thule. Elzt er viðtal í Stockholms Dag- blad 21. febrúar 1930 við Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins, þá staddan í Svíþjóð í kynnisför. En yngst er viðtal við Guðlaug Rósenkranz í Svenska Dagbladet 81. ágúst 1937. Búið er um blaðagreinarnar í fimm vænum heftum. Einna ræki- legasti kaflinn er um „íslenzku vik- una'-* í Stokkhólmi haustið 1932, er félögin Norden og Samfundet Sverige-Island stóðu fyrir til kynn- ingar á íslandi og íslenzkri menn- ingu. Var mjög vandað til þeirrar kynningar og fengnir frá Islandi og víðar að hinir helztu íslenzkir fyrirlesarar, skáld og listamenn, en forystu fyrir hópnum hafði Ásgeir Ásgeirsson, þáverandi forsætisráð- Frá afhendingu blaðagreinasafnsins. F.v. eru Per Olof ForsheU sendi- herra Svía, Finnbogi Guðmundsson Iandsbókavörður og Grimur M. Helgason deildarstjórí. herra. Voru þarna alls viðstaddir um 50 íslendingar. Blaðagreinasafnið verður til sýn- is næstu daga í anddyri Safnahúss- ins við Hverfisgötu. (Frétt frA Landsbókasafiii fslands.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.