Alþýðublaðið - 21.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLÁÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Xngólfsstræti og Hverfisgötu. Bími 988. Auglýsingum sé skilað þangað *ða í Gutenberg í síðasta iagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær ciga að koma í blaðið. Askriftargjald ein r. á œánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 em. cindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Vísir og eigaaréttnrina. Þann 15. þ. m. flutti Alþbl. grein, þar sem skýrður var mis- munurinn á sósíalisma og kom- mónisma. Var þar meðal annars sagt, að kommúnistar (bolsivíkar) gerðu íramieiðslutækin að þjóðareign, án þess að borga þau, ea sósíaiistar borguðu þau með fé, sem fengist með því, að Ieggja skatt á stór- eignir, fastar og lausar. Vísir gerir atriði þetta að um ræðuelni í grein sem nefnd er „Jafnaðarmenskan* og birtist í blaðinu 19 þ. m. Eftir töluvcrðar bollaleggingar kemst Jakob Möller - að þeirri niðurstöðu, að þessar tvær að- ferðir séu í raun og veru eitt og hið sama, og farast honum þannig orð um það: „Annars virðist þetta í raun og veru skifta ósköp iitiu, hvort fram- leiðslutækin eru tekin endurgjalds- laust, eða andvirði þeirra er borg- að með fé, sem náð hefir verið með því leggja skatt á þau. Nið- urstaðan verður sú sama: að menn missa eignir sfnar fyrir ekki neitt." ójá, svo niðurstaðan verður sú samal En æt!i að Jakob Möiler kæm- ist ekki á aðra skoðun ef það ætti að gera húsið hans á Melun- um upptækt. Ætli að honum find- ist það þá vera sama hvort það yrði tekið og hann fengi ekkert íyrir það, eða hann fengi fult verð fyrir það eftir matif Ætli nokkur efist um að Jakob findi þ& mismunina, og ætli að hann yrði ekki feginn að taka við borgun, þó féð til þess að borga húsið með væri fengið með því, að leggja gjald (eignaskatt) á allar stóreignir í landinuf Jfýlr vitar. Svalvogsvitinn var kveiktur S. þ. m. Hann stendur á hæð norð- an við bæinn Svalvog á nesinu milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, 48 m. yfir sjó; br. 65 54' 30", 60, lengd 23 50' 58", 34, Vitinn sýnir hvítan tvíblossa á 20 sek bili, þannig: bl. 1 sek., myrkur 4 sek., bl. 1 s. m. 14 s. Hæð logans yfir sjó 52 m. Ljósmagn og sjónarlengd 18 sm. Vitahúsið er 3 m. háít, hvítt steinhús með 2xji háu rauðu ljóskeri. í haust mun húsið fá lágrétta rauða rönd. Galtarvitinn var kveiktur 7. þ. m. Hann stendur á Keflavíkurhói norðanvert í Geltinum norðanmeg- in við Súgandafjörð, 20 m. yfir sjó; br. 66 09' 46", 30, 1. 23 34' 28", 90. Vitinn sýnir 4 hvíta blossa á hverjum 30 sek., þannig: bl. 1 sek., myrkur 4 sek., bl. 1. s., m., 4 s., bl. 1 sek., m. 4 s., bl. 1 s , m. 14 sek. Hæð logans yfir sjó 25 m. Ljósmagn 18 sm., sjónar- lengd 15 sm. Vítahúsið er 3 m hátt, hvítt steinhús með ióðréttum rauð um röndum og 2V2 m. háu ljós keri. Ekkert rautt horn verður í vitanum, en skip eru laus við Sauðanesboða fyrir sunnan Súg- andafjörð, þegar vitaljósið sést. L'ögb.bl. fú kotaverkjallmn. Khöfn 20. okt. Símað er frá London, að Lloyd George sé fús til þess að ræða uppástungu, ef námumenn óski, annaðhvort um launahækkun á grundvelli aukinnar framieiðslu, eða vísa málinu algerlega til óvil- halls dómstóls. Jón Árnason prentari fór í gær á „Koru“ tíl Isafjarðar í erindum Stórstúkunnar. Vfsuníarnir eru að koma aftur! (Niðurl.). Fyrir 13 árum keypti Kanada- stjórn vísundahjörð af manni ein- um í Moatava (Norður-Bandaríkj- unum) og voru í henni um 700. Lét stjórnin girða af svæði fyrir þá í Wainwrigt í Alberta og ef það svæði viðlíka stórt og Flóí ©g Skeið til samans en sterk og há vírgirðing er f kring um alt svæðið og er samtals eins löng eins og héðan úr Rvfk austur að Vík f Mýrdal. í þessa girðingu var vísunda- hjörðin flutt og kostaði það mikla fyrirhöfn því erfitt var að ná vís- undunum iifandi, þar þeir voru hálfviltir, en ágætlega hafa þeir þrifist þar enda var þetta feng- sæll staður fyrir vísunda veiðimenn áður en vísundunum var eitt á þessum slóðum. Var hjérð þessi fyrir ári síðaff orðin um 4000 og fjölgar óðum. En samtals voru þá taldir vera um 8000 vfsundar í Norður-Am' erfku. Landbúnaðarráðuneytið í Kan- ada álítur að vel geti borðað sig fyrir bændur að halda vísundar sumpart í girðingu, en sumpart sem hvern annan nautpening, eC vísundarnir eru eftir reynslunrfi sem fengin er, langtum duglegfí að krafsa en venjulegur nautpeir ingur, og heldur holdum þar sem honum liggur við falli. Kjötið af vísundunum er ágætt, svo sem fyr var frá skýrt, og skinnið ef afbragðs loðfeldur og fæst gott verð fyrir hann nú á tímum. * * * Sumir hafa látið sér detta f hug að gaman væri að reyn® hvort þeir þrifust ckki hér á land* í útigangssveitum. í Alberta þaf sem þessi hjörð er, sem Kanada- stjórn á, og frá var sagt, er vetr- arkuldi miklu meiri en hér á ís' landi, þar sem þar eru að meðal' tali 10—20 stiga frost á vetruöi; Sumarhiti er þar aftur á meiri en á íslandi, svo meðalár5' hiti er þar mjög svipaður og héf'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.