Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 50
OLYMPIAO 50 RITVÉLIN sem fylgir þér hvert sem er MORGUNBIAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 Ferðaritvél í sérflokki einungis 6,5 kg og með innbyggðum spennubreyti, loki og handfangi. Skólaritvél I sérflokki með lyklaborð aðlagað að fingrunum sem auðveldar hraða og villulausa vélritun. Skrifstofuritvél (sérfiokkl með ásláttarjafnara, síendurtekningu á öllum tökkum, leiðréttingarminni o.m.fl. sem tryggir góðan frágang án fyrirhafnar. OLYMPIA CARRERA er tengjanleg við allar tölvur. Penninn, Hallarmúla2, Austurstræti 10, Kringlunni, Rvk. Tölvuland við Hlemm, Rvk. Tölvuvörur, Skeifunni 17, Rvk. Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki. K.f. Árnesinga, Selfossi. Bókabúðin Edda, Akureyri. K.f. Borgfirðinga, Borgarnesi. Bókhlaðan, Isafirði. Prentverk Austurlands, Egilsstöðum. Bókaskemman, Akranesi. Radíóver, Húsavík. Fyrirtækjaþjónustan, Hvolsvelli. Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði. K.f. A-Skaftfellinga, Höfn. Stapafell, Keflavík. i Áskriftarsíminn er 83033 eftirKötlu Ólafsdóttur Sá kvittur hefur komist á kreik, að ættingjar Ólafs Ketilssonar hygðust setja lögbann á nýútkomna bók um hann. Þar sem fréttir hafa birst í fjölmiðlum, auk ýmissa smá- greina þessu viðkomandi, gefur það tilefni til að skýra örlítið frá gangi þessara mála. Við vinnslu bókarinnar kom fljótt í ljós að tillögur þess sem hún er kennd við voru léttvægar fundnar hvað orðaval og lýsingar varðar, því þar varð varla nokkru haggað. Undirrituð hafði fjölmargt við bókina að athuga og lagði þar meg- ináherslu á heildarmyndina, sem sjálfsagt væri að hafa í öðru formi. í stórum dráttum má segja að at- hugasemdir mínar hafi verið sama eðlís og koma fram í skrifum Ind- nða G. Þorsteinssonar um bókina. Eg taldi nauðsynlegt að skola ofan af og komast að kjama efnis um stórbrotið lífshlaup þessa athafna- manns, en ekki skrá óljósar lýsing- ar og endurtekningar um það sem fjöldi fólks hefur ekki áhuga á. Auk þess fannst mér sjálfsagt að leggja megináherslu á þann hluta ævi Ólafs sem frásagnarverðastur var, þ.e. meðan hann var í blóma lífsins. Af nógu var þar að taka bæði til fróðleiks og skemmtunar. „Því miður fór verr en efiii stóðu til með út- gáfii bókar um hann. Það á víst við um fleira í þjóðlífí okkar, að bet- ur færi að flýta sér hægar.“ Persónuleiki hans fær of einhliða meðhöndlun, þar sem vantar já- kvæðar og gamansamar lýsingar á samskiptum og gagnkvæmri virð- ingu milli hans og samferðamann- anna. í frásögnina mátti gjarnan flétta lýsingar á hjartahlýju og hjálpsemi, sem var ríkur þáttur í þjónustustarfí hans. Ekki er nóg að þeir sem þekkja Ólaf í dag sjái gegnum frásagnir á hijúfu yfír- borði, eins og fram hefur komið í skrifum um bókina, hún þarf sjálf að standa fyrir sínu. Ólafur Hannibalsson kemst vel að orði er hann líkir frágangi bókar við rallakstur, en nafni hans, aðal- sögupersónan, sat þar ekki við stjómvöl, enda hefur það lífsmottó hans — að aka hægt— ekki breyst. ítrekaðar tilraunir voru viðhafðar til að fá ýmsar breytingar á bók- inni, þar sem Ólafur lagði megin- áherslu á mildari Iýsingar, en án árangurs. Þá var einnig farið fram á að fresta útgáfu hennar með það Yfír 20 fyrirtæki sameinast undir einn hatt með glæsilegan jólavarning • Herra-og dömufatnaður • Sportfatnaður • Skór • Radíóvörur • Sægnur-koddar • Sængurfatnaður • Snyrtivörur • Hrekkjavörur • Jólaskraut • Blóm og jólaskreytingar • Hljómplötur • Leikfóng • Gjafavara • og margt fleira. Opið virka daga frá kl. 13-19 Laugardaga frá kl. 10-18. miLwntm Betri markaður, Draghálsi 14-16 Sími 67-42-90 m í huga að vanda betur efni og efnis- meðferð, en ekki var sú beiðni held- ur tekin til greina. Það er með ólík- indum að honum hafí verið sýnt slíkt tillitsleysi á ævikvöldi, að löng- um og ströngum starfsdegi loknum. Það erTkkert launungarmál að hringt var í lögfræðing til að leita ráða og afla upplýsinga um hvaða möguleikar væru á að stöðva út- gáfu bókarinnar að sinni. Þá gæf- ist tóm til að bæta og breyta. Sam- kvæmt upplýsingum var eina ráðið að setja lögbann á bókina, en ekki þótti ástæða til að fara út í svo harkalegar aðgerðir, einkanlega með tilliti til öldungsins sjálfs. Þegar séð varð að engu yrði um þokað krafðist ég þess, að eitt orð yrði íjarlægt, en ekki var hægt að uppfýlla þá ósk mína (gelti bls. 217). Vegna óánægju föður míns með bókina þá fór hann fram á að skrifa eftirmála. Sú heimild fékkst umyrðalaust. Nú skyldi ætla að það hafí gengið á eðlilegan máta, en því fór víðsfjarri. Hann skrifaði nið- ur frá eigin bijósti og sýndi útgef- anda, sem taldi þetta vera í lagi. Að athuguðu máli þótti ástæða til að breyta orðalagi og stytta eftir- málann örlítið. Það var gert, prent- smiðjan setti textann, Olafur ritaði þar nafn sitt og átti eiginhandar- undirskrift hans að birtast sem lokaorð bókar. Ekki tókst betur til en svo að uppkastið var tekið til prentunar og útgáfu í bókinni, en eftirmálinn, sem var yfírfarinn, mun - hafa lent í ruslakörfunni — og þar við situr. Engu er líkara en þar hafí ekki dugað rallakstur, held- ur þurft að beita næsta hraðastigi — kappakstri. Kæru landar! Ég hef víða komið með öldungnum mínum og viðmót ykkar og framkoma við hann hlýjar mér um hjartarætur. Fyrir það færi ég bestu þakkir. Því miður fór verr en efni stóðu til með útgáfu bókar um hann. Það á víst við um fleira í þjóðlífí okkar, að betur færi að flýta sér hægar. Höfúndur er húsmóðir íKópa vogi. Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfi arðar og Eskifjarðar Lokið er 5 kvölda aðaltvímenn- ingi félagsins með þátttöku 14 para, og urðu þessi pör efst. Jóhann Þorsteinsson — Kristján Kristjánsson 1192 Guðmundur Magnússon — JónasJónsson 1161 Sigurður Freysson — Einar Sigurðsson 1152 Aðalbjöm Jónsson — Sölvi Sigurðsson 1104 Ásgeir Metúsalemsson — Friðjón Vigfússon 1094 Sfðustu tvö kvöldin á árinu verð- ur spiluð hraðsveitakeppni. Bridsfélag Selfoss og nágrennis Úrslit í Höskuldarmótinu, sem lauk 1. desember sl. Sigurður Hjaltason — Haraldur Gestsson 1189 Brynjólfur Gestsson — Þráinn Ó. Svansson 1140 Daníel Gunnarsson — Steinberg Ríkarðsson 1133 Kristján Gunnarsson — Vilhjálmur Þ. Pálsson 1112 Kjartan Jóhannsson — ÓskarPálsson 1097 Helgi Grétar Helgason — Anton Hartmannsson 1090 Sveinbjöm Guðjónsson — Runólfur Þ. Jónsson 1068 Eygló Gránz — Valey Guðmundsdóttir 1052 Sigfús Þórðarson — Gunnar Þórðarson 1029 Garðar Garðarson — Guðmundur Sæmundsson 1016 Einmenningskeppni 2 kvöld hefst fímmtudaginn 15. desember og er hún jafnframt firmakeppni félags- ins. Þátttaka tilkynnist til Sigfúsar í sfma 21406 og 21400 og Valdimars sími 21434.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.