Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 53
iflOM MORGUNBizAÐIÐ, POSTUDAGUR 9: DESEMBER 1988 53 Ljóð og lög eftir KristinReyr KRISTINN Reyr hefur gefið út sönglagaheflti sem heitir „16 söngvar“ og eru í því ljóð og lög eftir hann. í heftinu eru söngvarnir Blómsturvellir, Rauðastur penna, Eilífðarblóm, Draumsýn, Hlaupar- inn ungi, Gekk eg í Gljúfrastein, Vitjun, Munnhörpuleikarinn, Lítil stúlka, Próf, Sailorinn, Við hylinn, Hugsað til skálds, Vorstef, Hafald- an hlymur og Borgarljóð. Eftir Kristin Reyr hafa áður komið út Sjö einsöngslög, 1967, Nítján sönglög, 1972, Átján söngvar, 1975, Grindvísk rapsódía, 1979, Fimmtán sönglög, 1984, og Fimm valsar, 1986. Eyþór Þorláksson útsetti söngv- ana í „16 söngvum" og Sveinn Eyþórsson tölvusetti verkið. Prentun og bókband annaðist ísa- fold. Höfundur sá um hönnun og kápu. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Tónleikar í Ytri-Njarð- víkurkirkju KÓR Kennaraháskólans heldur tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 11. desember klukk- an 14. Á efnisskrá eru íslensk jólalög, gömul og ný, jólalög frá ýmsum lönd- um ásamt öðrum andlegum lögum. Aðgangur er ókeypis. Gat fyrir þumalfingur- inn kemur i veg fyrir ab ermarnar dragist upp. Buxurnar eru sérstaklega styrktar á hnjám og sitjanda SKATABUÐIN Afbragös nærfatnaöur sem heldur þér heitum og þurrum! IROTERMO er einstakur nærfatnaöur fyrir vélsleöamenn og aöra sem eru mikið úti við störf og leik. IROTERMO temprar líkamshitann, hleypir út svita og varnar því aö væta komist aö líkamanum. Innra borð IROTERMO nærfatanna er úr riffluöu polypropylen. Rifflurnar hindra aö fötin leggist of þétt aö; þér verður hæfilega heitt og svitnar minna. Ytra lagiö er úr bómull. Þaö dregur í sig svita og heldur raka frá líkamanum sem þannig helst alltaf þurr. Sértu þurr, verður þér ekki kalt. IROTERMO nærfötin hafa reynst vel í hvers konar vetrarveörum. Sænski herinn og lögreglan eru meðal þeirra fjölmörgu sem hafa valiö IROTERMO nærföt. Lambhúshettan skýiir vel fyrir veöri og vindum. Stórt op er fyrir augun og gleraugu. Rúllukragi myndast þegar hettan er dregin niður. Rúllukragi með rennilás nær upp fyrír höku. Renni- lásinn er fóðraður að innan og snertir því aldrei hörundið. Bolurinn nær niður fyrir rass og heldur baki og nýrum heitum. Jöfur sléttunnar Setberg gefur út nýjustu skáld- sögu Singers Bókaútgáfan Setberg hefiir gefið út skáldsöguna Jöfúr slétt- unnar eftir Isaac Bashevis Sing- er. Þetta er nýjasta saga hans og kemur í fyrsta sinn út á ensku og í þýðingum á íslensku og mörg önnur mál nú í haust. Sing- er hefiir eignast fleiri lesendur með ári hveiju, enda kann hann með afbrigðum vel að byggja upp spennu í frásögn og halda þann- ig vakandi athygli og áhuga les- andans, en gæða þó verk sín jafii- framt innra lífi og eigindum sem gera þau að góðum bókmenntum. Jöíúr sléttunnar gerist á löngu liðnum tímum á söguslóðum þar sem fólk er að feta sig út úr myrk- viði hjátrúar, fáfræði og frum- stæðra lifnaðarhátta. í heimi þess togast á lágar hvatir og háleit markmið. í ummælum New York Times segir: „Singer er—höfundur sem skrifar i anda hinnar miklu frásagn- arhefðar. Þar er á ferð mitt á með- al vor ósvikinn listamaður sem á erindi að gegna í bókmenntunum.“ Þessi nýja saga Singers er sjö- unda bók hans sem Hjörtur Pálsson Jólavaka í Mosfellsbæ ÞAÐ hefir tíðkast undanfarin ár að Mosfellingar koma saman í desember og taka nokkurt forskot á sæluna með því að iðka svokallaða Jólavöku fyrri hluta desember. Ekki verður brugðið út af þeirri venju nú því karlakórinn Stefnir og Leikfélagið munu mæta sunnu- dagskvöld og syngja þar og leika af hjartans list. Félagar úr leik- félaginu syngja og lesa upp úr verkum meistara Þórbergs, tvö- faldur kvartett syngur og blandað- ur kór syngur við undirleik á gítar. Karlakórinn syngur nokkur lög en stjómandi hans er nú Lárus Sveinsson trompetleikari. Kórinn og leikfélagið ætla að halda þrett- ándagleði 6. janúar nk. Þátttak- endur í þeirri uppákomu verða auk áðumefndra björgunarsveitin, lúðrasveitin og hestamannafélag- ið. Undirbúningur að þessu er í fullum gangi og vandað til þessa til hins ýtrasta. Isaac Bashevis Singer hefur þýtt og Setberg gefið út. Hinar eru: Töframaðurinn frá Lúblín, í föðurgarði, Sautján sögur, Sjosja, Ást og útlegð og Þrællinn — Attunda bókin, Ovinir — ástar- saga, hefur einnig komið út á íslensku. Isaac Bashevis Singer hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1978. (Úr fréttatilkynningu) Ef þú ert að leita að alveg sérstökum skartgrip, þá líttu við hjá okkur. Við sérsmíðum eftir þínum hugmyndum, þú kemur bara og við ræðum saman um óskir þínar. Adalstræti 7 101 Reykjavík -SKftFAR fRAMMR SNORRABRAUT 60 SÍM112045 Imó Fyrir neðan hné er þynnra og þéttara efni svo auövelt er að komast í skó og stígvél. - J.M.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.