Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 57 CHRISTINA ONASSIS Sorgir hennar voru óbærilegar - segja grískar grátkonur Aþena litla með móður sinni heitinni, Christinu Onassis. Skyndilegt fráfall Christinu On- assis í Buenos Aires hefur vald- ið mörgum heilabrotum. Dauði henn- ar var rannsakaður og þeirri rann- sókn stýrði maður að nafni Juan Cardinali. „Við getum ekki útilokað að hún hafi tekið — eða verið þvin- guð til þess að taka — skaðlegar töflur, til dæmis amfetamín," var haft eftir honum meðan á rannsókn stóð. Christina var borin til grafar á grísku eyjunni Skorpios. Síðustu vikurnar fyrir dauða sinn hafði Christina lést um 20 kíló og hafði ætlað sér að léttast um önnur tuttugu. Slík megrunaraðferð sem gefur svo skjótan árangur getur verið varasöm og haft skaðleg áhrif á hjartað. Læknar telja að raun- verulega orsökin hafí verið sú að hjartað hafí gefíð sig eftir langvar- andi misnotkun á ýmiss konar óæskilegum lyfjum. Sjálfsmorð er talið ólíklegt, ef lit- ið er til þeirrar staðreyndar að hún hafði ákveðið að ganga í hjónaband í fimmta sinni, með viðskiptajöfri að nafni Jorge Tchmodioglou. Vígslan átti að eiga sér stað á af- mælisdegi Christinu, en hún hefði orðið 38 ára þann 11. desember næstkomandi. Hún hafði eytt nótt- inni með Jorge fram til klukkan þijú en hann er bróðir Marinu, einnar bestu vinkonu Christinu. Til eru slúðurdálkahöfundar sem telja að maðkur sé í mysunni þar eð ekki var kallað á lækni fyrr en tveimur tímum eftir að hún fannst látin. Minnast menn nú þess að þau Christina og Thierry Roussel, fjórði eiginmaður hennar, hafí lent í stympingum fyrir hálfum mánuði. Þá hafði hún nýlega verið hjá lög- fræðingi vegna erfðaskrárinnar, og styður sú staðreynd sjálfmorðstil- gátur. En Thierry á að hafa reiðst eftir heimsókn hennar til lögfræð- ingsins vegna þess að ekki gerði hún sérstaklega ráð fyrir honum sem erfíngja. Þó er hann vel tryggður en hann mun fá 70 milljónir árlega það sem hann á eftir ólifað. Thi- erry á tvö böm með sænskri konu, Gaby Landhage, og um tíma bjuggu þau öll hjá Christinu og Athinu í góðu yfírlæti. Henry Pessart, sá sem skrifað hefur bók um föður Christ- inu, fullyrðir að hún hafí borgað Thierry sjö milljónir á mánuði fyrir að yfirgefa sig ekki opinberlega og er jafnframt haft eftir honum að hún og Gaby hafí verið ágætar vinkon- ur, að minnsta kosti á yfírborðinu. Thierry Roussel var eini eigin- maðurinn af flórum sem fylgdi henni til grafar á grísku eyjunni Skorpios. Fjölmiðlar ræddu við eyjarskeggja og báru þeir henni vel sögnna en Thierry sögðu þeir ekki hafa verið hennar verðugur, enda hafí hann sýnt svik sín í verki með því að eiga annað bam sem er jafngamalt og Aþena litla. Grátkonumar grísku sögðu sorgir Christinu í gegnum lífið hafa verið óbærilegar. Sextíu manns, ættingjar og vinir, fylgdu Christinu til grafar, en þús- undir annarra, einkum fólk af eyjun- um í kring, sigldu á bátum til eyjunn- ar og köstuðu blómum í hafíð. Þarna á eyjunni hvílir einnig Alexander, bróðir hennar, er lést af slysförum árið 1973, og Aristoteles, faðir henn- ar, sem andaðist árið 1975. Dóttir Christinu, 3ja ára, kom ásamt bam- fóstmm og lífvörðum og stóð við hinsta hvílustað móður sinnar. Aþena er einkaerfingi að Onass- is-auðnum, sem er talinn vera um 45 milljarðar íslenskra króna. Hún var einasta hamingja móður sinnar og eftirlæti, og fékk allt sem hugur hennar gjmtist. Vinir Christinu segja það leitt hve barnið sé spillt og hafa nú bamasálfræðingar og aðrir sérfræðingar verið fengnir til aðstoðar á þessum erfíðu tímum. Lifvarðasveitin hefur sífellt þurft að mynda þétt net um litla stúlkuna frá því að hún fæddist, enda hafa um 50 bréf að meðaltali borist vikulega með hótunum um að ræna henni. Líklegast þykir að Aþena muni flytja til föður síns, Thierry Rouss- el, sambýliskonu hans og hálfsystk- ina og muni jafnvel búa í Svíþjóð, þar sem Gaby, Thierry og bömin eru búsett. Til þess að forða sér frá fjöl- miðlafárinu eru þau nú, ásamt Aþenu, stödd í ónefndum smábæ í Sviss. fólagjafir starfsfólks Steinar hf. bjóöa fyrir þessi jól fyrirtækjum og starfs- mannafélögum 10 nýjar, íslenskar hljómplötur. Flytjandi: Titill: Bítlavinafélagiö......12 íslensk bítlalög Valgeir Guðjónsson....Góðir íslendingar Valgeir Guðjónsson og Leikfélag Reykjavíkur.Sannar sögur Eyjólfur Kristjánsson.Dagar Safnplata.............Frostlög Ýmsir.................Á frívaktinni (öll gömlu góðu sjómannalögin) Sverrir Stormsker.....Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról Sverrir Stormsker.....Nótnaborðhald Bjartmar Guðlaugsson..Með vottorð í leikfimi Hörður Tgrfason.......Rauði þráðurinn Magnús Ólafsson.......Maggimeðöllu_______ ATHUGID! Lágmarkspöntun er 10 hljómplötur GÓÐUR MAGNAFSLÁTTUR Ef frekari upplýsinga er óskað, þá hafðu samband ísíma 91-46680, 91-46463 ☆ STEINAR HF ☆ AUSTURSTRÆTI - GLÆSIBÆ - RAUÐARÁRSTÍG OG STRANDGÖTU HAFNARFIRÐI. epol FAXAFENI7 - simi 687733 EPAL SÓFINN Hönnuðir: Ole Kortzou og Ole Gormsen EPAL sófinn er fóanlegur með fjölbreytilegu óklæði hönnuðu af Ole Kortzau. A sófann er hægt að fó fætur úr beyki eða lakkaðar í hinum ýmsu litum. Sófinn er til tveggja sæta, þriggja sæta og stóll við. Við sófann fóst borð í tveimur stærðum lökkuð í lit sam- svarandi fótunum. Rimlagluggjatjöld Auðveldí uppsetningu fslenskur leiðarvísir fylgir. Þessi rimlagluggatjöld má mjókka um 3 sm báðum megin. Þau má einnig stytta að vild. Stærðir: verð: 50 x 160 sm kr. 595 60 x 160 sm kr. 690 70 x 160sm kr. 800 80 x 160 sm kr. 915 90 x 160sm kr. 1.030 100 x 160 sm kr. 1.145 110 x 160 sm kr. 1.255 120 x 160 sm kr. 1.370 130 x 160 sm kr. 1.480 140 x 160 sm kr. 1.600 150 x 160 sm kr. 1.715 160 x 160 sm kr. 1.830 170 x 160 sm kr. 2.015 180 x 160 sm kr. 2.155 80 x 220 sm kr. 1.230 Póstsendum um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.