Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 67
orrn rjirt k T/T Tr\Cli MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR POSTODAGUR 9. DESEMBER 1988 67 KNATTSPYRNA / ENGLAND Fyrsti leikur Guðna í beinni útsendingu? „ÞETTA er súperfínn samn- ingur og aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum," sagði Bergur Guðnason, faðir Guðna, í samtali við Morgun- blaðið i gærkvöldi eftir að þeir feðgar höfðu komist að samkomulagi við forsvars- menn Tottenham. Guðni tók í sama streng, en hann mun skrifa undir samninginn ásamt f ulltrúa Vals eftir helgi — væntanlega á þriðjudaginn. Eins og fram kom í Morgvn- blaðinu í gær vildi Terry Venables að Guðni léki með aðal- liði Tottenham gegn Millwall á morgun. Guðni taldi það ekki timabært — vildi bíða í viku. Ákveðiðídag Laugardaginn 17. desember leikur Tottenham gegn West Ham og svo getur farið að íslenskir knattspymuáhugamenn sjái þá Guðna í sínum fyrsta leik með Tottenham, en leiknum verður sennUega sjónvarpað beint til Norðurlandanna. „Við hðfum gert ráð fyrir að fá leik Millwali gegn Sigurði Jóns- syni og félögum t Sheffíeld Wed- nesday þennan dag, en leikur Tottenham hefur einnig komið til tals hér,“ sagði Bjami Felixson, íþróttafréttamaður og umsjónar- maður ensku knattspymunnar hjá Sjónvarpinu, en hann er í London og mun lýsa leik Coventry og Manchester United í beinni út- sendingu á morgun eins og greint hefur verið frá. Bjami sagði að Norðmenn vildu ólmir fá leik Tott- enham enda senniiegt að norski landsliðsmarkvörðurinn Erik Thorsvedt leiki með Spurs. Danir og Svíar eru einnig hrifnari af þeim leik, en þetta verður ákveðið í dag. Guðni kemur til íslands í dag til að ganga frá sínum málum og fer síðan aftur til London eftir helgi. „Ég er með atvinnuleyfí fram í byijun janúar og Venables vill að ég spili sem flesta leiki á meðan, því það auðveldar að fá áframhaldandi atvinnuleyfí,“ sagði Guðni. KORFUKNATTLEIKUR Valur Ingimundar- son hefur mikla yfirburði Hefur gert tæp 30 stig að meðaltali VALUR Ingimundarson, leik- maður Tindastóls, hefur mikla yfirburði hvað varðar stigaskor ■ íslandsmótinu í körf uknatt- leik. Hann hefur gert samtals 424 stig í 15 leikjum eða 28,2 stig að meðaltal í hverjum leik. Þess má geta að félagi hans, Eyjólfur Sverrisson er næstur með 22,8 stig að meðaltali. Samtals hafa þeir gert 789 stig eða 61 % af 1278 stigum Tinda- stóls í vetur. Keflvíkingar eiga reyndar einnig tvo leikmenn á lista yfír 10 stigahæstu. Það em Guðjón Skúla- son með 21,2 stig og Sigurður Ingi- mundarson með 18,6 stig að meðal- tali. ívar Webster hefur tekið flest fráköstin eða 15,8 í leik. Guðmund- ur Bragason er næstur með 12,8 og Helgi Rafnsson með 12,5 að meðaltali. Jón Kr. Gíslason hefur átt lang- flestar stoðsendingamar eða 7,4 að meðaltali. ÍR-ingurinn Karl Guð- laugsson er næstur með 4,1 að meðaltali. Jón Júlíusson hjá'IS er án efa villukóngur deildarinnar með 4,3 villur að meðaltali. Eiríkur Sigurðs- son, Þór, Rúnar Ámason, Grindavík og Jón Om Guðmundsson, ÍR, em næstir með 3,8 villur í leik. Páll Amar hefur bestu nýtingu í þriggja stiga skotum eða 46,27%. Pálmar Sigurðsson hefur hinsvegar gert þær flestar eða 49 í 16 leikj- um; rúmlega þijár að meðaltali í leik. Tómas Holton hefur bestu nýt- ingu úr skotum innan vítateigs (72,22%) en Birgir Mikaelsson bestu nýtingu utan teigs (51,95%). Teitur Orlygsson hefur oftast stolið bolta eða að meðaltali 4,5 sinnum í leik og Valdimar Guð- laugsson hefur oftast tapað bolta eða 6,1 sinnum að meðaltali. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Morgunblaðiö/Einar Falur Valur Inglmundarson GETRAUNIR /1X2 Þorleifur úr leik Þorleifur Ananíasson er úr leik í getraunaleik Morgvnblaðsins. Hann náði aðeins tveimur leikjum réttum en Gunnar Sigurðsson var hinsvegar með sex rétta. Gunnar heldur því áfram en Þorleifí þökkum við þátttökuna. Stefán Haraldsson, nýkjörinn formaður knattspyrnudeildar KR, tekur sæti Þorleifs. Það er vel við hæfi því Gunnar Sigurðsson er formaður knattspyrnudeildar ÍA. Þrefaldur pottur Á morgun er þrefaldur pottur í íslenskum getraunum. Það verða því 2,3 milljónir sem bætast við söluna í þessari viku og því má búast við stórum potti á morgun. Um síðustu helgi komu fram 6 raðir með 11 rétta og það vekur athygli að tveir af þessum seðlum voru með tölvuvali. X 2 1 2 1 2 2 1 2 Gunnar X 1 X Asgelr Slgurvlnsson fékk slæmt spark á vinstri ristina á dögunum og leik- ur sennilega ekki með Stuttgart á morgun. Asgeir tábrotinn? Asgeir Sigurvinsson, » fyrirliði Stuttgart, leikur sennilega ekki með liði sínu gegn Saar- bnicken í bikarkeppninni á morgun. „Ég fékk slæmt spark ofan á vinstri ristina í leiknum gegn Bremen á dögunum. Litla táin bólgnaði upp, en ég fékk deyfísprautu fyrir Evrópuleikinn gegn Groningen á þriðjudag og fann þá ekkert til, en þeim mun meira, þegar deyfingin var hætt að virka,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ásgeir hafAi mikla verki á mið- KNATTSPYRNA / SPANN vikudag, en var aðeins betri í gær. „Ef þetta lagast ekki leik ég ekki bikarleikinn, því ég læt ekki sprauta mig aftur vegna kvalanna, sem fylgja í kjölfarið," sagði hann. Asgeir sagði að þetta ætti að vera auðveldur leikur hjá Stuttgart „og ef að líkum lætur verða allir mjög fegnir að komast í frí. Við höfum fengið einn frídag á síðustu 60 dögum,“ sagði Ásgeir, sem kem- ur í þriggja vikna frí til íslands á þriðjudag. Paolo Futre í þriggja vikna bann LEIKUR spænsku félaganna Real Madrid og Atletico Madrid, um síðustu helgi, er enn megin umræðuefnið á íþróttasíðum dsgblaðanna á Spáni. Skyldi engan undra, því þrír leikmenn voru sendir af leikvelli með rauðu spjaldi og átta til viðbótar fengu áminn- ingar, einkum fyrir háskaleik og Ijót brot. Aganefnd spænska knatt- spymusambandsins hefur nú tekið hvert einstakt mál fyrir og sektað menn í bak og fyrir. Þyngsta dóminn fékk Paolo Futre, portú- Leikir 10. desember Charlton — Q.P.R. Coventry — Man. United Derby — Luton Middlesbro — Aston Villa Newcastle — Wimbledon Norwich — Arsenal Southampton — Nott. For. Tottenham — Millwall Weest Ham — Sheff. Wed. Blackburn — Ipswich Chelsea — Portsmouth Leicester — Sunderland X 1 1 1 1 X X X 1 1 X 1 Stefán Gunnar Sigurðsson, formaður knattspymudeildar ÍA, sigraði Þorleif Ananíasson um síðustu helgi, var með sex leiki rétta, og heldur því áfram. „Þetta er nokkuð erfíður seðill. Á þessum tíma árs eru vellim- ir erfiðir og allt getur gerst. Nú reynir á þau lið sem halda haus og llklega verður komin mynd á deildina um miðjan janúar," sagði Gunnar. Stefán Haraldsson var fyrir skömmu kjörinn for- maður knattspymudeildar KR. Hann hefur lengi fylgst með ensku knattspymunni og á sér að sjálf- sögðu uppáhaldslið: „Það er Derby sem er mitt lið og hefur verið lengi. Það hefur að vlsu ekki gengið of vel, en ég hef ekki áhyggjur af því. Það em liðin 20 ár síðan aðalfélagið mitt vann titil en þetta kemur allt saman," sagði Stefán. galski leikmaðurinn hjá Atletico, sem var dæmdur í þriggja vikna leikbann fyrir að móðga línuvörð sem hann taldi að hefði átt að dæma af sigurmark Real Madrid vegna rangstöðu. Þá komst Paco Buyo, markvörður Real á kaldan klaka er aganefndarmenn skoðuðu myndband af leiknum og einbeittu sér að atviki milli Buyo og Antonio Orejuela hjá Atletico. Orejuela var rekinn af leikvelli fyrir að hafa sleg- ið markvörðinn, en á myndbandinu sást glöggt að það gerði hann aldr- ei. Markvörðurinn hafði hins vegar látið eins og hann ætlaði að dangla í hann, en síðan kastað sér til jarð- ar og spriklað þar eins og hann hefði verið laminn hressilega. Dóm- arinn gekk í vatnið og rak Orejuela af leikvelli. Aganefndin veitti Oreju- ela uppreisn æru, en áminnti mark- vörðinn fyrir óíþróttamannslega framkomu á leikvelli. Jesus Gil, forseti Atletico, var ekki hrifínn af þessum málalokum og sagði að lið hans myndi áfrýja þessari niður- stöðu. ÍHémR FÓLK ■ KARL Schranz, skíðamaður- inn kunni frá Austurríki, var sæmdur sérstökum ólympíuverð- launapeningi í gær í sárabætur vegna þess að honum var meinað að taka þátt í vetrar Ólympíuleikun- um 1972. „Ég tek við þessu þar sem ég lít svo á að þú viðurkennir að ég hafi verið beittur órétti," sagði Schranz við Samaranch, forseta alþjóða ólympíunefndarinnar, sem afhenti honum viðurkenninguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.