Morgunblaðið - 14.12.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.12.1988, Qupperneq 2
1 Y.. J MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Pólarprjón á Blönduósi: Heimamenn kaupa tækjakost þrotabúsins SAMNINGAR hafa náðst um kaup tveggja heimamanna á öllu Iausafé, þ.e. eigrium öðrum en fasteignum, þrotabús Pólar- pijóns á Blönduósi. Kaupverð nemur _ um fimm milljónum króna. Aður auglýstu uppboði á þessum eignum hefur því verið aflýst. Kaupendur lausafjárins eru Zophanías Zophaníasson og Ellert Pálmason og njóta þeir aðstoðar Blönduósbæjar við kaupin enda er ætlun þeirra að endurreisa fyrir- tækið á staðnum. Þrotabú fyrirtæk- isins var upp á rúmar 20 milljónir króna, en fyrir nokkru var fasteign, sem áður var í eigu þess, seld á 3,5 milljónir króna. Skákmótið í Júgóslavíu: Margeir varð í 9. sæti MARGEIR Pétursson varð í 9. sæti með 6V2 vinning á opna skákmótinu í Belgrad, en 8 efstu komust áfram í úrtökumót fyrir næsta heimsbikarmót í skák. Helgi Olafsson varð jafn Mar- geiri að vinningum en lenti I 15. sæti af 260 skákmönnum. Jón L. Arnason fékk 4'/2 vinning. Sex skákmenn, Gúrevftsj, Hulak, Psaksis, Pigusov, Pólugajevskíj og Naumkin urðu efstir með 7 vinninga af 9 mögulegum, en níu skákmenn voru næstir með 6V2 vinning, þar á meðal Margeir, sem gerði jafn- tefli við Svesnikov í síðustu umferð, og Helgi, sem vann Plaskett. Tveir skákmenn, Primosjenko og Baseev, voru þó fyrir ofan Margeir að stig- um og komust því áfram í næstu umferð. Hrapaði með jeppa í fjallgarði: Hafði ekki tíma til að verða hræddur - segir ökumaðurinn sem slapp með skrekkinn o g minniháttar skrámur Rauíarhöfii. „ÉG HAFÐI ekki tíma til að verða hræddur. Þetta gerðist allt svo snöggt að ég áttaði mig ekki á því fyrr en það var yfir- Andvíg- ir skatta- hækkunum FORMENN Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks eru alfarið á móti þeim skattahækkunum sem fel- ast í því tekju- og eignaskatts- frumvarpi sem ríkisstjómin iagði fram á Alþingi í gær. Kvennalist- inn mun íjalla um frumvarpið á fundi í dag, en að sögn Danfríðar Skarphéðinsdóttur formanns þingflokks Kvennalista hefur flokkurinn lagt mikla áherslu á hátekjuþrep frekar en flata pró- sentuhækkun. Sjá nánar um skattafrum- vörpin á miðopnu. staðið,“ segir Kristján Indriða- son sem hrapaði með jeppa-sínum af veginum i fjallgarðinum sunn- an við Raufarhöfn. Jeppinn féll um 200 metra niður Qallshlíðina en Kristján kastaðist úr honum á miðri leið. Jeppinn er gjörónýtur eftir þetta óhapp en Kristján slapp með minni- háttar skrámur. Hann segir að þeg- ar óhappið átti sér stað á mánu- dagskvöld hafi verið komið aftaka- veður á þessum slóðum og mikið rok. Skipti það engum togum að í einni vindkviðunni fauk jeppinn, sem er af Lapplander-gerð, út af veginum. Kristján segir að rokið hafí verið það mikið að ekki var stætt á vegin- um. Hann brá því á það ráð að dveljast í bílflakinu þar til hjálp barst. Kristján var á leið til Þórs- hafnar og er hann kom ekki fram á réttum tíma fór lögreglan að svip- ast um eftir honum. Er lögreglan fann Kristján var hann búinn að dvelja í bflflakinu í tæpa fjóra tíma. Helgi Reuter Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heilsar Wojciech Jaruzelski, leiðtoga Póllands i gærkvöldi. Jón Baldvin Hannibalsson um áætlanir Póllandssljórnar: Ætla að koma á markaðskerfi Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, átti í gærdag við- ræður við Dominik Jastrzsbski, ráðherra utanrikisviðskipta í Póllandi, og í gærkvöldi átti hann síðan klukkustundaríúnd með Wojciech Jaruzelski, leiðtoga landsins. í dag hyggst Jón hitta fulltrúa kaþólsku kirkjunnar að máli en í gærkvöldi var enn óljóst hvort af fúndi hans og Lech Walesa ýrði. í samtali við Morgunblaðið sagði utanríkisráðherra að við- ræður hans og Jaruzelskis hefðu fyrst og fremst snúist um ný við- horf í samskiptum austurs og vestujs, ekki síst þá ákvörðun Míkhafls Gorbatsjovs Sovétleið- toga að fækka, hefðbundnum vopnum og draga úr mannafla sovéska hersins. í framhaldi af því ræddu þeir tillögur Atlants- hafsbandalagsins (NATO), sem samþykktar voru á ráðherrafundi bandalagsins í Brussel, um að ganga mun lengra í afvopnunar- átt hvað varðar hefðbundin vopn og sagði Jaruzelski tillögur NATO áhugaverðar. Jón Baldvin sagði Jastrzbski hafa lýst efnahagsáætlunum svo að m.a. stæði til að gera starfsemi einkafyrirtækja fijálsa, heimila útlendingum allt að 100% eignar- aðild fyrirtækja í landinu, leyfa stofnun einkabanka, gjaldeyris- eign verður gerð heimil og stofn- aður verður verðbréfamarkaður. „í stuttu máli er verið að skapa skilyrði fyrir kapítalisku markaðs- kerfi í Póllandi og reyndar gengið nokkuð lengra í þá átt en menn hafa treyst sér til í Framsóknar- flokknum á íslandi," sagði ut- anríkisráðherra að lokum. Mæðrastyrksnefiidin: Mun meira beðið um aðstoð nú en áður „ÞAÐ ER geysilega mikil eftirspurn eftir aðstoð núna, miklu meira á þessu ári en í fyrra. Það er eins og sé að harðna á dalnum hjá fólki, greinilega farið að bera á atvinnuleysi,“ sagði Unnur Jónas- dóttir hjá Mæðrastyrksnefiidinni. Hún var spurð hvort margir leit- uðu á náðir nefiidarinnar fyrir jólin. Mæðrastyrksnefiidin hóf hefð- bundið jólastarf í byijun desember. Unnur segir að það felist einkum í að reyna að veita fjárhagslegan styrk og i fatagjöfum, auk þess sem lögfræðiaðstoð er veitt eins og aðra mánuði ársins. Undanfarin tvö ár hafa verið heldur rólegri en núna, að sögn Unnar. Hún kvað þó ætíð vera sveiflur í eftirspum eftir aðstoðinni um jólin. „Við erum alltaf með glaðning fyrir jólin og úthlutum eftir því hve mikið berst inn. Til dæmis er fataút- Rangt að fólk njóti ekki öryggis - segir lögreglustjóri um skýrslu Lögreglufélagsins „ÉG LEGG áherslu á að þrátt fyrir að kreppi að lögreglunni í höndlun hennar. Ég hefði viljað að Reykjavík með mannafla og tæki þá stendur hún í stykkinu. Við viljum ekki að fólk sé hrætt um að það njóti ekki öryggis, þvi það er rangt," sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykjavík á blaða- mannafundi í gær. Hann hefur sent dómsmálaráðherra helstu athuga- semdir sem hann gerir við skýrslu Lögreglufélags Reykjavikur um löggæslu í borginni. Lögreglustjóri kv'aðst líta á skýrslu Lögreglufé- lagsins sem umræðugrundvöll og að í henni væru margar athyglis- verðar ábendingar. Fram kom hjá lögreglustjóra að við fjárlagagerð síðastliðinn áratug héfði hann og fyrirrennari hans árlega farið fram á umtalsverða §ölgun fastráðinna lögreglumanna. „Ég geri mér vonir um að nú verði hægt að ná því sem ég kalla vamar- sigur," sagði Böðvar. „Að ná ör- fáum stöðugildum umfram það sem búið var að ákveða og ná töluverð- um fjármunum til þess að bæta bílaflotann." Aðspurður kvaðst Böðvar Bragason vona að þær umræður sem skýrsla Lögreglufé- lagsins hefði vakið mundi auðvelda sér þá viðleitni. „Það sem fór úrskeiðis að mínu mati við þessa skýrslu var með- fyrst hefði verið rætt við mig og ráðuneytið um þær hugmyndir sem þama komá fram sem margar eru góðar og allrar umræðu verðar. Hefði það ekki borið árangur hefði verið sjálfsagt að kynna hana opin- berlega," sagði lögreglustjóri. Lögreglustjóri gerði athuga- semdir við nokkur efnisatriði Lög- regluféiagsskýrslunnar. Fullyrðing- um um að svipaður fjöldi manna væri nú við löggæslu á götunni og árið 1944, svaraði Böðvar með því að í skýrslu lögreglumannanna væri ekki tekið tillit til þess að nú væri jafnan nokkur fjöldi lögreglu- manna á aukavakt. Þannig hefðu 64 Iögreglumenn verið starfandi við embætti lögreglustjórans í Reykjavík í heild árið 1944 og hefðu þeir skipst á þijár vaktir. Gögn sýndu að föstudaginn 10. nóvember 1944 hefðu 20 lögreglumenn verið á vakt og haft tvo bfla til umráða. Föstudaginn 1. nóvember 1985 hefðu 44 lögreglumenn verið á vakt í Reykjavík og haft til umráða sjö bíla ogtvö bifhjól. Föstudaginn 18. nóvember 1988 hefðu hins vegar verið á vakt 60 lögreglumenn í Reykjavík, Seltjamamesi og Mos- fellsbæ. Þeir höfðu til ráðstöfunar 11 bifreiðar. Einnig kom fram hjá lögreglustjóra að aukning hefði orð- ið á fjárveitingum til Fíkniefna- deildar. Þar hefðu starfað 8 menn í júní 1986 en nú væru þeir 14. hlutun í Traðarkotssundi þrisvar í viku. Okkur berst geysimikið af fötum, en það er heldur dræmt með peninga," sagði Unnur. Þeir sem leita til Mæðrastyrks- nefndarinnar eru bæði fjölskyldur og einhleypt fólk. Unnur sagði að svo virtist sem einstæðar ungar mæður væm fjölmennastar, en einnig leituðu til þeirra konur vegna óreglu eiginmanna þeirra. Mæðrastyrksnefndin kannar að- stæður fólks sem til hennar leitar til þess að fullvissa sig um að um raunverulega þörf sé að ræða. Lög- fræðiaðstoð nefndarinnar er rekin allt árið og er mikið notuð, að sögn Unnar. Lögfræðiaðstoðin hefur ver- ið rekin frá upphafi, ásamt hinni sérstöku aðstoð um jól. Borgin kaup- ir eignir SS SAMÞYKKT var á fúndi borgarráðs í gær að borgin kaupi lóð og hús Sláturfélags Suðurlands á Skúlagötu 20. Borgin greiðir 50 milljónir fyrir lóðina og húsin. Húsin verða rifín og ný hús byggð á lóðinni samkvæmt skipulagi. Sláturfélagið mun hins vegar verða við Skúlagötuna þar til fyrirtækið getur flutt alla starf- semi sína í nýtt húsnæði á Laug- amesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.