Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
9
/V FIX
Vinsælu
dönsku
herra- og dömu-
inniskórnir
komniraftur.
Hagstætt verð.
Póstsendum.
GEísiP
Listasafn Einars Jónssonar hefur látið gera
afsteypur af lágmynd Einars Jónssonar,
Morgunroðinn, sem hann gerði árið 1911.
Myndin verður til sölu í Listasafni Einars Jóns-
sonar frá og með fimmtudeginum 15. des. til
og með laugardeginum 17. des. kl. 16-19.
Inngangur frá Freyjugötu.
Nánari upplýsingar í síma 13797.
Listasafn Einars Jónssonar.
Ný sending af
toðskinnshúfum og treflum
4
PEISINN
Kirkiuhvotísímt 20160
Handapat og þjóðargjaldþrot
í Staksteinum i dag’ er annars vegar vitnað til þess sem María E.
Ingvadóttir, fráfarandi formaður Hvatar, segir í síðasta fréttabréfi
félagsins um stjórnmál líðandi stundar. Hins vegar er litið til þess
sem sagt er um spurninguna: Eru íslendingar að verða gjaldþrota?
í desemberfréttum verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans (VIB).
„Handapats
ráðherrar“
Nýlega var Guðrún
Zoega kjörin formaður
Hvatar, félags sjálfetaed-
iskvenna. Tekur hún við
formennskunni af Maríu
E. Ingvadóttur. í síðasta
fréttabréf félagsins ritar
María hugleiðingu um
stjómmál líðandi stund-
ar. Hún ræðir um fyrstu
skref ríkisstjómar
Steingríms Hermanns-
sonar og drepur sérstak-
lega á banka- og pen-
ingamálin. Telur hún að
þar og annars staðar
megi sjá merki þess að
ráðherrar í vinstri stjóra
ræði af kæruleysi um al-
varleg málefni. Siðan
segir María E. Ingvadótt-
in
„Stór orð með bægsla-
gangi og látum um það
sem Þorsteinn Pálsson
gerði í síðustu ríkis-
stjóm, er það sem núver-
andi ráðherrar hafa helst
treyst sér til að gaspra
um í fjölmiðlum. Þessir
handapats ráðherrar
vom að visu flestir einnig
í síðustu rikisstjóm, en
það þarf nú ekki að muna
alla hluti, þetta var allt
Þorsteini að kenna hvort
sem er. Það er eftirtekt-
arvert, að Þorsteinn er
orðinn samnefiiari fyrir
allt sem síðasta ríkis-
stjóm gerði, eða gerði
ekki. Það skiptir ekki
máli hver sat í viðkom-
andi ráðuneyti, það
finnst ekkert nógu breitt
bak, nema á Þorsteini
Pálssyni.
Það er verra með
vandamálin, þau hvorki
koma né fara að sjálfú
sér og öll em þau mann-
anna verk. Það er ekkert
gamanmál þegar fyrir-
tækin loka hvert á fetur
öðm og fólk missir at-
vinnuna. Verkefnin em
mörg og þau þola enga
bið. Eins og við mátti
búast, sýna núverandi
ráðherrar aðeins eðlileg
viðbrögð þeirra sem ekki
ráða við verkefiiin. Því
fyrr sem þeir viðurkenna
það, þvi betra og þar með
minni skaði fyrir þjóðina.
Það er ekki langt í næstu
kosningar. Abyrgð sjálf-
stæðismanna er mikil og
við verðum, með sameig-
inlegu átaki undir for-
ystu formanns flokksins,
Þorsteins Pálssonar, að
vinna að stórum sigri,
sigri sem gefúr sjálf-
stæðismönnum svigrúm
tU að ráða ferðinni í
næstu ríkisstjóm."
„Þjóðargjald-
þrot“
í desemberfréttum
VIB er fjallað um þá yfir-
lýsingu sem Steingrímur
Hermannsson, forsætis-
ráðherra, gaf hinn 16.
nóvember sl. um að
íslenska þjóðin væri nær
gjaldþroti nú en nokkm
sinni fyrr.
I upphafi er bent á það
í greininni að árin 1985
til 1987 jukust þjóðar-
tekjur okkar um 6% að
jafnaði á ári (yfir 19%
samtals) en í ár er spáð
2% minni þjóðartekjum
og sé ekki unnt að tclja
það alvarlega skerðingu.
Sé visitala þjóðartekna
árið 1980 sett á 100 vom
þjóðartekjur 127 árið
1987 en em áætlaðar 125
í ár.
í ár er talið að verð-
mæti sjávarafla dragist
saman um 2% frá síðasta
ári. Ef aflaverðmæti árið
1980 er sett á 100 var
verðmæti sjávarafla árið
1987 jafiit og 113 en er
áætlað 111 í ár. Þá segir
orðrétt: „Þótt afkoma
þjóðarbúsins á árinu
1988 sé óneitanlega lítið
eitt lakari en árið 1987
er yfirstandandi ár það
næsthæsta í sögunni
bæði hvað varðar sjávar-
afla og þjóðartekjur.
Spáð er nokkrum sam-
drætti á árinu 1989 en
þó verður að líta þannig
á að ytri skilyrði séu hag-
stæð og þjóðartekjur há-
ar miðað við fyrri ár og
miðað við aðrar þjóðir.
Löng erlend lán ís-
lendinga um mht ár
námu um 102 inilljörðum
króna og gætu hafa
hækkað í 120 til 130 mil\j-
arða króna í lok þessa
árs. Þjóðarauður Islend-
inga, þ.e. eignir atvinnu-
veganna, byggingar og
mannvirki hins opinbera
og íbúðarhús, er talinn
nema um 700 mil(jörðum
króna um þessar mundir.
Hann er nærri þvi sex-
falt hærri en löng erlend
lán þjóðarinnar. . .
Halli á viðskiptum við
útlönd á þessu ári er
áætlaður um 4,6% af
landsframleiðslu og er-
lendar skuldir munu því
aukast um nálægt 10%
að raunvirði á þessu ári.
Til að hrein eign þjóðar-
innar minnki ekki þarf
þvi þjóðarauðurinn, sem
er um sexfalt hærri en
erlendar skuldir, að auk-
ast um nálægt 1,7% að
raunvirði á árinu. Til
samanburðar má geta
þess að síðustu árin er
þjóðarauðurinn (þ.e.
eignir atvinnuveganna,
byggingar og mannvirki
hins opinbera og íbúðar-
hús) talinn hafa vaxið um
3,5%til 4,5% á ári (minnst
árið 1983 um 2,3%). Á
árinu 1988 virðist þvi lítil
hætta á því að hrein eign
þjóðarinnar minnki. Á
meðan hrein eign fer
ekki minnkandi er ekki
hætta á gjaldþroti. Gjald-
þrot verður þegar hrein
eign einstaklings, fyrir-
tækis eða jafnvel heillar
þjóðar er orðin að engu,
þegar eignir nægja ekki
fyrir skuldum."
Er gamla þvottavélin
að veroa ónýt?
Með því að leggja mánaðarlega fynr nokkra
upphæð (og láta hana ávaxtast með vöxtum og
verðbótum) getur þú eftir nokkra mánuði keypt
nýja þvottavél. Og þú þarft ekki að hafa neinar
áhyggjur af afborgunum sem margfaldast með
vöxtum og verðbótum.
Láttu spariféð vinna fyrir þig - kynntu þér kosti
Söfnunarreiknings VIB.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7,108 Reykjavík. Sími 68 15 30