Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 16

Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Helga Soffia Konráðsdóttir, prestur íslendinga í Svíþjóð, við ferming- arathöfn. Prestur í Upp- sala eður ei eftir Guðrúnu Vignisdóttur Mig langar til að vekja athygli á mikilvægi þess að fá að hafa íslenskan prest í Svíþjóð. í Svíaríki eru rúmlega 4.000 ís- lendingar og eru u.þ.b. helmingur þeirra í Mið-Svíþjóð. Eg veit ekki um marga íslend- inga sem eru í sænskum söfnuði en þeir segja sem hafa farið í sænskar messur að þær séu falleg- ar og hátíðlegar, en það vanti mik- ið þegar ekki er predikað eða sung- ið á íslensku. I Uppsala, þar sem íslenski prest- urinn okkar er, koma ekki bara heimamenn til messu heldur einnig landar frá Stokkhólmi, Vásterás, Eskilstuna og jafnvel Orebro. Við messur eru börnin virk í hátíðleik- anum og muna lengi hvað fram fór. Við hin eldri þurfum að brýna raustina og rifja upp sálmana okk- ar. Gefur þetta góða tilfinningu og minningu um messurnar heima. Samkoman færir okkur einnig tæki- færi að hittast og spjalla saman yfir kökum og kaffi. Börnin leika sér saman og æfast í íslenskunni. Flest þeirra eru á sænskum dag- heimilum eða hjá dagmömmu og öll eiga þau félaga sem eru sænsku- mælandi. Börn á skólaaldri, sem taka þátt í messum, fá þjálfun við að tjá sig á íslensku. Fyrir þá sem Verd.. oggaedi tara saman Sími 291 22. eiga svo stórt barn sem ég, þ.e. komið á fermingaraldur, er íslensk- ur prestur með íslenska biblíu mjög mikilvægur fyrir skilning og þroska barnsins í trú sinni. Sonur minn er byijaður að ganga til prestsins okk- ar, Helgu Soffíu Konráðsdóttur, og er hann þar ásamt íslenskri stúlku frá Stokkhólmi. Hann er afskaplega ánægður með kennsluna og les af athygli bókina „Líf með Jesú“, sem presturinn útvegaði honum. Það sem skyggir á undirbúning ferm- ingarinnar er, að við höfum ekki fengið að vita hvort presturinn verð- ur hér áfram á næsta ári eður ei. Höfundur er húsmóðir og hjúkr- unarfræðingur. Jólamessa á snældu KÓR Langholtskirkju hefur til sölu snældu með messu sem flutt var á aðfangadag jóla. Prestur er séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Einsöngvari er Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sem syngur Ó helga nótt eftir A. Adams. Hátíð- arsöngvar sr. Bjarna Þorsteinsson- ar eru fluttir af Garðari Cortes og Kór Langholtskirkju. Kórinn annast almennan messusöng ásamt Lang- holtskirkju. Kórinn annast almenn- an messusöng, ásamt kirkjugestum. Söngstjóri og organisti er Jón Stef- ánsson. Snældan fæst í Langholtskirkju. (Fréttatilkynning) hjáokkui lierra^ ^húsiö/ Lauqaveai 47 Dýrðleeir dafíar i Glasgow Helgarverð 17.730 frákr. * Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi á Hospitality Inn. Staðgreiðsluverð. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIDIR Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.