Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 18

Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVUOTOAGUR 14. DESEMBER 1988 maconde formen UADE IN RpRTUGAL Glæsiieg herraföt Vörumerkið tryggir gæðiogbestu snið Macondeverksmiðjurnar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- Jakkar kr. 4.995,- Terelynefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- Úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- Terelynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Skyrtur nýkomnar, mikið úrval. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. NÝJAR GERÐIR KOMNAR BETRILÍÐAN í BETRISKÓM Ertu þreytt í vinnunni? Betri skór gætu hjálpað. Við höfum fengið nýja sendingu af amerískum hjjkrunarskóm sem eru sérstaklega lagaðir fyrír þær sem þurfa mikið að ganga eða standa í vinnunnLSkórnír eru níðsterkir, handsaumaðir úr mjúku leðri og fást í mörgum litum. SendtlKI í póslkröfu i Remedía hf. j BORGARTÚNI 20, SÍMI 27511. l■■■■■■■■■■l™■5■■■■■^■“■■■■■■l Símar 641443-41238. Birkigrund 31, Kópavogi. Þekking- gœÖi - reynsla. K.B. PELSADEILD Stórglæsilegt úrval pelsa á verði, sem eng- inn getur neitað sér um. Pelsarog pelsjakkar, minkur, refur, þvottabjörn, húfurogbönd. Verslunarsaga íslands 1774-1807 komin út: Hóf heimildasöfiiun fyrir þrem áratugum — segir Sigfus Haukur Andrésson, sagnfræðingur VERSLUNARSAGA ísiands 1774-1807 er komin út á vegum Fjölsýn- ar forlags og Verslunarráðs íslands. Verk þetta er mikið að vöxtum, 860 síður í tveimur bindum með Qölda mynda. Tile&ii þess að nú er ráðist í að gefa verslunarsöguna út, er 200 ára afmæli fríhöndlun- ar á Islandi. Sigfus Haukur Andrésson, sagnfræðingur og höfundur verksins, hóf að safna heimildum um þetta timabil í íslenskri verslun- arsögu ánð 1959. „Það var upphaflega Þorkell Jó- hannesson prófessor sem dreif mig í þetta verk,“ sagði Sigfús í sam- tali við Morgunblaðið. „Ég hafði lagt stund á sagnfræði í París og Kaupmannahöfn, en kom svo heim og lauk námi hér. Ég starfaði við kennslustörf, en langaði til að halda áfram sagnfræðirannsóknum og Þorkell benti mér á að það væri mikilvægt að kanna verslunarsög- una. Ég hóf svo verkið árið 1959 og fékk þá til þess styrk úr Vísinda- sjóði." Sigfus fór fyrst til Kaupmanna- hafnar að safna dönskum heimild- um um verslunina á íslandi. „Þegar ég kom í danska þjóðskjalasafnið bað ég um að fá að sjá skjöl um konungsverslunina síðari, og það var komið með tvo stóra vagna fulla af skjölum. Mér varð litið út í sólskinið og ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki bara að slá þessu upp í kæruleysi og nota tímann í eitthvað annað.á meðan ég væri ennþá ungur,“ sagði Sigfús. Svo fór þó að hann hélt verkinu áfram, og fékk meðal annars til þess styrk Verslunarráðs. Ætlunin var að koma bókinni út árið 1967, á hálfr- ar aldar afmæli Verslunarráðsins, en af því gat ekki orðið, enda segir Sigfús að úr gífurlega mörgum heimildum hafi verið að vinna og hann hafí ekki tímt að kasta á glæ miklu efni, sem aldrei hafí áður komið fyrir almennings sjónir. Það liðu því 29 ár frá því að hann hóf verkið og fram að útkomu þess. Við samningu verslunarsög- unnar vann Sigfús mikið í hjáverk- um, en hann hefur nú um árabil verið skjalavörður á Þjóðskjalasafn- inu. í verslunarsögunni er rakið upp- haf fríhöndlunar á íslandi, en þá var einokuninni aflétt og verslun gefín frjáls við þegna Danakon- ungs. Fríhöndlunin reyndist hins vegar ekki vel, og þótti mönnum fljótlega, sem hún væri að snúast aftur upp í hina verstu einokun. Því varð það úr að fyrirmenn lands- ins ákváðu að senda Danakonungi bænaskrá, þar sem farið væri fram á algert verslunarfrelsi á íslandi. Hefur hún síðan gengið undir nafn- inu almenna bænaskráin. Áhrifúm frönsku byltingarinnar gerð skil í riti Sigfúsar eru almennu bæna- skránni gerð góð skií. Þar er, í fyrsta sinn að sögn Sigfúsar, gerð ýtarleg grein fyrir áhrifum frönsku byltingarinnar 1789 og mannrétt- indayfirlýsinga Frakka og Banda- rílq'amanna á þróun mála á íslandi. „Menn hafa ævinlega viljað setja dýrkun þjóðveldisins í samband við rómantísku stefnuna, en Almenna bænaskráin hefst einmitt á lofgjörð um þjóðveldið. Þar gætir mikillar þjóðemiskenndar og mannréttindi og þjóðarréttindi eru .notuð sem rök fyrir verslunarfrelsi. Þarna virðist gæta mikilla áhrifa frá mannrétt- indayfírlýsingum Frakka og Banda- ríkjamanna og það er einnig athygl- isvert hvað hin nýstofnuðu Banda- ríki voru ofarlega í huga ýmissa íslendinga á þessum tíma; Stefán Þórarinsson amtmaður veltir því til dæmis fyrir sér hvort hægt væri að stofna til verslunar við Banda- ISLENZKIR STEINAR ________Baekur_______________ Davíð Ólafsson Á mínum skólaárum var okkur kennt það, að land okkar væri fá- tækt af verðmætum jarðefnum svo sem málmum og steinum. Ein markverð undantekning var þó brennisteinn, sem hafði verið unn- inn og fluttur út fyrr á öldum og jafnvel fram á fyrrihluta þessarar aldar. Ekki höfðu verið fram- kvæmdar neinar meiriháttar rann- sóknir á þessu sviði enda tæpast hægt að telja neina möguleika til slíks. Þegar kom fram um miðja öldina voru fengnir erlendir sér- fræðingar til mélmleitar, en ef ég man rétt var niðurstaða þeirra, að enga málma væri hér að fínna í vinnanlegu magni og hefur síðan verið hljótt um það. Á skólaárunum fór maður stund- um á náttúrugripasafnið, sem Bjami Sæmundsson hafði byggt upp af mikilli elju en við lítil fjár- ráð, og þar gat maður m.a. skoðað ýmsa fallega steina. Sérstaklega man ég eftir steinum frá Teigar- homi við Berufjörð og einhvem veginn er svo, að það er sá staður, sem ég man bezt eftir af þeim, sem tengdust fögrum steinum og minnzt var á í jarðfræðitímum og svo skeljalögin í Hallbjamarstaðakambi á Tjömesi. Þetta er mjög einfölduð mynd af þeirri þekkingu í steina- frasði, sem maður fór með út í heim- inn á þeim ámm. Síðan hefur maður lært margt af náttúrunni og fróðum mönnum. Sérstaklega minnist ég í því sam- bandi hversu gaman var að ganga í Hallbjamarstaðakambinn með Áma Kárasyni, bónda á Hallbjam- arstöðum, og láta hann segja sér frá kambinum og umhverfinu og því, sem þar hefur fundizt eða þar er fólgið af steingerðum skeljum og kuðungum og segir betur en nokkur orð fá lýst um tiltekinn tíma í jarðsögunni, þegar sjór stóð miklu hærra en nú. Eða reika með Krist- jáni Jónssyni, bónda á Teigarhomi, um ijöruna undir klettunum og heyra um þær gersemar, sem hafa fundizt þar, geislasteinar margvís- legir og aðrir fagrir steinar. Og svo að sitja í stofunni að Hoffelli í Nesjum með Helga bónda Guðmundssyni og fræðast af hon- um um þá gersemissteina, sem er að fínna í landi hans og heyra hann segja frá sögulegum ferðum til steinaleitar, þar sem ekkert erfíði var sparað til að fínna það allra áhugaverðasta. Hér vantar þó þann í hópinn, sem kenndi mér mest um útbreiðslu fag- urra steina á landinu. Það var vinur minn Birgir Kjaran, hagfræðingur, sem árum saman ferðaðist um landið vítt og breitt og leitaði steina og átti að lokum hið fegursta safn. Þessar ljúfu endurminningar tengdar íslenzkum steinum renna í gegnum huga minn þegar ég nú les og skoða nýútkomna bók, sem ber titilinn íslenzkir steinar, með ljós- myndum eftir Grétar Eiríksson og texta eftir Axel Kaaber, Einar Gunnlaugsson og Kristján Sæ- mundsson. Bókin hefur að geyma ljósmynd- ir af nær eitt hundrað íslenzkum steinum og steingervingum og hef- ur Grétar tekið þær allar. Það kem- ur mér ekki á óvart, að myndimar eru þannig gerðar, að mín leik- mannsaugu hljóta að dást að þeim. Mér hefur verið tjáð af kunnáttu- mönnum,_ að ljósmyndun steina sé mikið vandaverk og fæ ég ekki betur séð en vel hafí hér til tekizt. Finnst mér unun að skoða myndim- ar. Grétar er löngu landskunnur fyrir ljósmyndir sínar, en hann hef- ur um áratuga skeið fengizt við töku Iandslags- og náttúrulífs- mynda, sem m.a. hafa birzt í Árbók- um Ferðafélags íslands og þannig aukið gildi þeirra merku bóka. Hér er um annars konar myndir að ræða og auka þær enn á hróður Grétars. Myndunum fylgja skýring- ar um steinana, heiti, stærð, Ifund- arstað o.fl., sem máli skiptir að vita um. Fundarstaða er þó ekki getið nákvæmlega nema um sé að ræða friðlýsta staði. Er það með ráði gert og af skiljanlegum ástæðum, eða eins og segir í formála: „Engum er láandi þótt hann aulýsi ekki um allar jarðir hvar skemmtilegur safn- gripur hans hefur fundist. Að kynna fundarstað getur leitt til átroðnings og valdið landeigendum óþægindum og ama.“ Nokkur texti, almenns eðlis, er í bókinni, um jarðfræði, greiningu steintegunda, ummjmdun og holu- fyllingu bergs og helztu holufylling- ar, svo það helzta sé nefnt. Fyrir þá, sem gaman hafa af að safna steinum, er kafli um það efni svo og greiningartafla til að auðvelda mönnum að þekkja þá steina, sem þeir fínna í náttúrunni. Textinn er þannig, að reynt er „að forðast langar fræðilegar út- skýringar" en þó fullnægjandi til þess, að áhugamenn og byijendur í steinasöfnun fái fræðslu um þau helztu grundvallaratriði, sem nauð- synleg eru til að fá ánægju af slíku tómstundastarfí. Þetta hefúr textahöfundum tek- ist vél en þeir eru jarðfræðingamir Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson, og Axel Kaaber, sem er kunnur fyrir áhuga á steina- söfnun og á gott safn. Nokkrar teikningar eru í bókinni til skýring- ar og hefur Helga B. Sveinbjöms- dóttir gert þær. I heild er bók þessi mikill fengur þeim, sem áhuga hafa á steinaskoðun og söfnun, en þeir eru ótrúlega margir og fer fjölg- andi eftir því, sem mönnum verður ljós fjölbreytni steinaríkis hér á landi gagnstætt því, sem áður var haldið Málfar á bókinni er með ágætum og prentvillur sá ég engar, enda hafa þar um vélað tveir traust- ir menn, Ámi Böðvarsson cand. mag. og Haraldur Sigurðsson, fyrr- um bókavörður. Frágangur bókar- innar er með prýði og hefur Bókaút- gáfan Bjallan gefíð hana út. Höfundur er fyrrverandi Seðla■ bankastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.