Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 .23 Lýsisneysla: Þrefeldur dagskammt- ur talinn skaðlaus Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Frá kynningu á Sögu Þorlákshafiiar. F.v. Örlygur HáÍfdánarson útgefandi, Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri, Gunnar Markús- son bókavörður, Benedikt Thorarensen forstjóri og höfundurinn Skúli Helgason sem situr fyrir franian þá. Saga Þorlákshafti- ar í þremur bindum l’orlákshöfn. BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefúr að frumkvæði Olfús- hrepps gefið út þriggja binda ritverk, Sögu Þorlákshafhar til loka áraskipaútgerðar. Verkið er 1500 blaðsiður, prýtt fjölda gamalla ljósmynda, teikninga og korta. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Egilsbúð þann 6. desember í tilefni útgáfunnar, kynntu heima- menn, Öm og Örlygur ásamt höf- undinum Skúla Helgasyni verkið. í fréttatilkynningu frá útgefend- um kemur fram að hér sé á ferð- inni viðamikið og margþætt verk — í senn safn þjóðsagna frá Þorláks- höfn, sagnfræðileg úttekt á sögu staðarins, þjóðháttarit um sjósókn fyrri tíma, þar sem útgerðarsagan er rakin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti til loka áraskipaútgerðar 1929 og ævisögurit sögufrægra bænda og sjósóknara í Höfninni. Sunnlensk atvinnu— og menningarsaga. Saga Þorlákshafnar varðar ekki aðeins staðinn Þorlákshöfn, hún er umfangsmikið verk í islenskri at- vinnu- og menningarsögu. Hún lýk- ur upp dyrum að heimi löngu geng- inna kynslóða. Skúli Helgason hefur unnið að söfnun heimilda varðandi Þorláks- hiifn í áratugi. Fyrri bækur hans eru Saga Kolviðarhóls og Sagna- þættir úr Árnessýslu í tveim bind- um. Saga Þorlákshafnar er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktss. en bundin í Arnarfelli hf. Gunnar Markússon forstöðumað- ur Egilsbúðar kynnti aðdraganda þess að ráðist var í þetta mikla verk og sagði hann meðal annars við það tækifæri. „Þeir, sem hér bjuggu er sjaldnast getið á toppi mannfélagspýramídans. ... þeir voru undirstaðan.“ Saga Þorlákshafnar hefur alltaf verið saga hinna vinnandi handa. Saga bændabýlis, sem þrjá fjórð- unga ársins kúrði í hljóðri einsemd hérna niðri á sjávarbakkanum og örfáir tugir manna gengu að sömu störfum og allt annað bændafólk í landinu. En einn ársfjórðunginn var hér iðandi verstöð. Árið 1980 var skipuð minjanefnd til þess að skrá og safna sem flest- um sögu- og náttúruminjum frá Þorlákshöfn. Þessi nefnd var sam- mála um að eitt brýnasta verkefnið væri að fá skráða sögu sveitabæjar- ins og til þess verks kæmi vart til greina annar maður en Skúli Helga- son, fræðimaður úr Reykjavík. - J.H.S. Mistök í viimslu Mynd af Hannesi Péturssyni birt- ist á bls. 69 í blaðinu í gær — í engum tengslum við það efni, sem þar var. Gerðist þetta vegna grófra mistaka við vinnslu blaðsins. Biðst blaðið afsökunar á að svo skyldi til takast, en frétt um ljóðabækur Hannesar er annars staðar í blað- inu. SAMKVÆMT niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar á íslendingum, sem taka lýsi að staðaldri, koma ekki í ljós nein einkenni D-víta- mineitrunar, þó tekinn sé þre- faldur ráðlagður dagskammtur af lýsi. Hins vegar er talin nokk- ur hætta á D-vítamíneitrun fari neyslan yfir fimmfaldan ráðlagð- an dagskammt. Dr. Laufey Steingrímsdóttir vann að rann- sókninni við Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum. Laufey Steingrímsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að tilefni rannsóknarinnar hafi verið að ganga úr skugga um hvort ein matskeið af lýsi á dag væri á ein- hvern hátt skaðlegur skammtur, en í einni matskeið er þrefaldur ráð- lagður dagskammtur af lýsi. „Við reyndum að finna það fólk sem tók hvað mest lýsi, en reyndar fundum við fáa sem tóku meira en eina matskeið á dag. Rannsóknin var gerð á nítján einstaklingum sem höfðu tekið að minnsta kosti mat- skeið af lýsi að staðaldri í fimm ár. Til viðmiðunar voru jafnmargir ein- staklingar, sem ekki höfðu tekið lýsi eða íjölvítamín, sem hafa að geyma D-vítamín, síðastliðin ár. Blóðsýni var tekið úr fólkinu og voru þau rannsökuð við Wiseonsin- háskóla, en þar starfaði ég við D- vítamínrannsóknir á síðasta ári. Ég mældi tvö hvarfefni D-vítamíns í blóðinu og einnig kalkmagn, en það hækkar ef um D-vítamíneitrun er að ræða. Samkvæmt niðurstöðum mælinganna greindust ekki nein merki þess að efni þessi í blóðinu væru nálægt nokkrum eitrunar- mörkum hjá fólkinu. Samkvæmt því virðist vera í stakasta lagi að taka eina matskeið af lýsi á dag. Hins vegar kom fram hjá því fólki, sem tekur hvorki lýsi né fjölvítamín, að hjá sumum þeirra mældust mjög lág gildi þessara efna, og jafnvel jaðr- aði við að um D-vítamínskort væri að ræða hjá nokkrum einstakling- um,“ sagði Laufey. „Almennt er alls ekki nóg magn af D-vítamíni í fæðu fólks, en flest- ar þjóðir fá D-vítamín með því að vera úti í sól, sem er mesti D- vítamíngjafinn. Margar þjóðir á norðlægum slóðum hafa hins vegar gripið til þess ráðs að bæta D- vítamíni í mjólkurvörur, þannig að fólk fái ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni með neyslu mjólkur til dæmis. Þetta er ekki gert hér á landi, og því er fuli ástæða til þess að fólk taki inn D-vítamín á einn eða annan hátt.“ Morgunblaðiö/Stcfán Skaftason Frá æfingu á Amal og næturgestunum. Baldur Kristjánsson, Bald- vin Kr. Baldvinsson, Baldur Baldvinsson, Valur Klemensson, Margr- ét Bóasdóttir og Gunnlaugur Árnason í hlutverkum sínum. Opera flutt að Ydölum Straumnesi, Aðaldal. VERIÐ ER að æfa óperuna Amal og næturgestirnir eftir Giancarlo Menotti í Hafralækjarskóla. Flytj- endur eru nemendur skólans, for- eldrar og kennarar. AIls eru um 60 leikendur í verkinu, sem tekur um eina klukkustund í flutningi. Það eru tónlistarkennarar skólans, þau Juliet og Robert Faulkner, sem hafa búið verkið til flutnings og eru þau jafnframt tónlistarstjórar. Leik- stjórar eru María Kristjánsdóttir og Sigurður Hallmarsson. í aðalhlut- verkum eru Þórarinn Baldursson, Valur Klemensson, Margrét Bóas- dóttir Baldur Kristjánsson, Baldur Baldvinsson og Baldvin Kr. Baldvins- son. Operan verður frumsýnd að Ýdöl- um laugardaginn 17. desember nk. kl. 21.00. Önnur sýning verður svo daginn eftir kl. 15.00. - Stefán HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 LAMPAR ^ m k* tjauþliin FRANCE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.