Morgunblaðið - 14.12.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.12.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 .23 Lýsisneysla: Þrefeldur dagskammt- ur talinn skaðlaus Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Frá kynningu á Sögu Þorlákshafiiar. F.v. Örlygur HáÍfdánarson útgefandi, Guðmundur Hermannsson sveitarstjóri, Gunnar Markús- son bókavörður, Benedikt Thorarensen forstjóri og höfundurinn Skúli Helgason sem situr fyrir franian þá. Saga Þorlákshafti- ar í þremur bindum l’orlákshöfn. BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur hefúr að frumkvæði Olfús- hrepps gefið út þriggja binda ritverk, Sögu Þorlákshafhar til loka áraskipaútgerðar. Verkið er 1500 blaðsiður, prýtt fjölda gamalla ljósmynda, teikninga og korta. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Egilsbúð þann 6. desember í tilefni útgáfunnar, kynntu heima- menn, Öm og Örlygur ásamt höf- undinum Skúla Helgasyni verkið. í fréttatilkynningu frá útgefend- um kemur fram að hér sé á ferð- inni viðamikið og margþætt verk — í senn safn þjóðsagna frá Þorláks- höfn, sagnfræðileg úttekt á sögu staðarins, þjóðháttarit um sjósókn fyrri tíma, þar sem útgerðarsagan er rakin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti til loka áraskipaútgerðar 1929 og ævisögurit sögufrægra bænda og sjósóknara í Höfninni. Sunnlensk atvinnu— og menningarsaga. Saga Þorlákshafnar varðar ekki aðeins staðinn Þorlákshöfn, hún er umfangsmikið verk í islenskri at- vinnu- og menningarsögu. Hún lýk- ur upp dyrum að heimi löngu geng- inna kynslóða. Skúli Helgason hefur unnið að söfnun heimilda varðandi Þorláks- hiifn í áratugi. Fyrri bækur hans eru Saga Kolviðarhóls og Sagna- þættir úr Árnessýslu í tveim bind- um. Saga Þorlákshafnar er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktss. en bundin í Arnarfelli hf. Gunnar Markússon forstöðumað- ur Egilsbúðar kynnti aðdraganda þess að ráðist var í þetta mikla verk og sagði hann meðal annars við það tækifæri. „Þeir, sem hér bjuggu er sjaldnast getið á toppi mannfélagspýramídans. ... þeir voru undirstaðan.“ Saga Þorlákshafnar hefur alltaf verið saga hinna vinnandi handa. Saga bændabýlis, sem þrjá fjórð- unga ársins kúrði í hljóðri einsemd hérna niðri á sjávarbakkanum og örfáir tugir manna gengu að sömu störfum og allt annað bændafólk í landinu. En einn ársfjórðunginn var hér iðandi verstöð. Árið 1980 var skipuð minjanefnd til þess að skrá og safna sem flest- um sögu- og náttúruminjum frá Þorlákshöfn. Þessi nefnd var sam- mála um að eitt brýnasta verkefnið væri að fá skráða sögu sveitabæjar- ins og til þess verks kæmi vart til greina annar maður en Skúli Helga- son, fræðimaður úr Reykjavík. - J.H.S. Mistök í viimslu Mynd af Hannesi Péturssyni birt- ist á bls. 69 í blaðinu í gær — í engum tengslum við það efni, sem þar var. Gerðist þetta vegna grófra mistaka við vinnslu blaðsins. Biðst blaðið afsökunar á að svo skyldi til takast, en frétt um ljóðabækur Hannesar er annars staðar í blað- inu. SAMKVÆMT niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar á íslendingum, sem taka lýsi að staðaldri, koma ekki í ljós nein einkenni D-víta- mineitrunar, þó tekinn sé þre- faldur ráðlagður dagskammtur af lýsi. Hins vegar er talin nokk- ur hætta á D-vítamíneitrun fari neyslan yfir fimmfaldan ráðlagð- an dagskammt. Dr. Laufey Steingrímsdóttir vann að rann- sókninni við Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum. Laufey Steingrímsdóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að tilefni rannsóknarinnar hafi verið að ganga úr skugga um hvort ein matskeið af lýsi á dag væri á ein- hvern hátt skaðlegur skammtur, en í einni matskeið er þrefaldur ráð- lagður dagskammtur af lýsi. „Við reyndum að finna það fólk sem tók hvað mest lýsi, en reyndar fundum við fáa sem tóku meira en eina matskeið á dag. Rannsóknin var gerð á nítján einstaklingum sem höfðu tekið að minnsta kosti mat- skeið af lýsi að staðaldri í fimm ár. Til viðmiðunar voru jafnmargir ein- staklingar, sem ekki höfðu tekið lýsi eða íjölvítamín, sem hafa að geyma D-vítamín, síðastliðin ár. Blóðsýni var tekið úr fólkinu og voru þau rannsökuð við Wiseonsin- háskóla, en þar starfaði ég við D- vítamínrannsóknir á síðasta ári. Ég mældi tvö hvarfefni D-vítamíns í blóðinu og einnig kalkmagn, en það hækkar ef um D-vítamíneitrun er að ræða. Samkvæmt niðurstöðum mælinganna greindust ekki nein merki þess að efni þessi í blóðinu væru nálægt nokkrum eitrunar- mörkum hjá fólkinu. Samkvæmt því virðist vera í stakasta lagi að taka eina matskeið af lýsi á dag. Hins vegar kom fram hjá því fólki, sem tekur hvorki lýsi né fjölvítamín, að hjá sumum þeirra mældust mjög lág gildi þessara efna, og jafnvel jaðr- aði við að um D-vítamínskort væri að ræða hjá nokkrum einstakling- um,“ sagði Laufey. „Almennt er alls ekki nóg magn af D-vítamíni í fæðu fólks, en flest- ar þjóðir fá D-vítamín með því að vera úti í sól, sem er mesti D- vítamíngjafinn. Margar þjóðir á norðlægum slóðum hafa hins vegar gripið til þess ráðs að bæta D- vítamíni í mjólkurvörur, þannig að fólk fái ráðlagðan dagskammt af D-vítamíni með neyslu mjólkur til dæmis. Þetta er ekki gert hér á landi, og því er fuli ástæða til þess að fólk taki inn D-vítamín á einn eða annan hátt.“ Morgunblaðiö/Stcfán Skaftason Frá æfingu á Amal og næturgestunum. Baldur Kristjánsson, Bald- vin Kr. Baldvinsson, Baldur Baldvinsson, Valur Klemensson, Margr- ét Bóasdóttir og Gunnlaugur Árnason í hlutverkum sínum. Opera flutt að Ydölum Straumnesi, Aðaldal. VERIÐ ER að æfa óperuna Amal og næturgestirnir eftir Giancarlo Menotti í Hafralækjarskóla. Flytj- endur eru nemendur skólans, for- eldrar og kennarar. AIls eru um 60 leikendur í verkinu, sem tekur um eina klukkustund í flutningi. Það eru tónlistarkennarar skólans, þau Juliet og Robert Faulkner, sem hafa búið verkið til flutnings og eru þau jafnframt tónlistarstjórar. Leik- stjórar eru María Kristjánsdóttir og Sigurður Hallmarsson. í aðalhlut- verkum eru Þórarinn Baldursson, Valur Klemensson, Margrét Bóas- dóttir Baldur Kristjánsson, Baldur Baldvinsson og Baldvin Kr. Baldvins- son. Operan verður frumsýnd að Ýdöl- um laugardaginn 17. desember nk. kl. 21.00. Önnur sýning verður svo daginn eftir kl. 15.00. - Stefán HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 LAMPAR ^ m k* tjauþliin FRANCE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.