Morgunblaðið - 14.12.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 14.12.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Fundur sjávarútvegsráðherra Evrópubandalagsins: Miklar takmarkanir á fiskveiðiheimildum Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÁKVEÐIÐ hefiir verið að takmarka verulega heimildir til fiskveiða í lögsögu aðildarríkja Evrópubandalagsins á næsta ári og á fiskislóð skipa bandalagsins. Var þetta niðurstaða erfiðs fiindar sjávarútvegsráð- herra ríkjanna, sem lauk um helgina. Talið er að þessar takmarkanir leiði til aukinnar eftirspurnar eftir innfluttum fiski. Klukkan hálf átta á sunnudags- morguninn lauk árlegum maraþon- fundi sjávarútvegsráðherra Evrópu- bandalagsins um skiptingu veiði- heimilda næsta árs. Þegar fundinum lauk höfðu ráðherrarnir verið meira og minna að frá því klukkan fimm á föstudag. Fyrir fundinum lágu til- lögur frá framkvæmdastjóminni um umtalsverðan niðurskurð á aflaheim- ildum á nánast öllum fiskislóðum EB-flotans. Tillögumar voru lagðar fyrir fund- inn sem heild og eftir árangurslausar tilraunir til að ná samhljóða niður- stöðu vom þær bomar undir atkvæði og samþykktar með atkvæðum allra nema Spánveija, Dana og íra. Spán- veijar mótmæltu almennt niður- skurði á veiðiheimildum en þó sér- Sakharov heim á ný París. Reuter. ANDREI Sakharov, kjarneðlis- fræðingur og mannréttindabar- áttumaður, flaug heim til Moskvu í gær úr fyrstu for sinni til Vest- urlanda. Sakharov dvaldist i næstum mánuð í Bandaríkjunum. Þá dvaldi hann í fjóra daga í París ásamt eiginkonu sinni, Je- lenu Bonner. í förinni lýsti Sakharov yfir stuðningi við umbótatilraunir Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga en hvatti jafnframt til þess að mannréttindi yrðu virt í löndum Austur-Evrópu. Skömmu eftir að Gorbatsjov tók við völdum í Sovétríkjunum sagði hann að Sakharov yrði ekki leyft að ferðast út fyrir landsteinana því að hann byggi yfir ríkisleyndarmál- um. En síðan hefur Sakharov hald- ið opinberar ræður í Moskvu og átt persónulegan fund með Sovétleið- toganum. I París hitti Sakharov Lech Wa- lesa, leiðtoga hinna bönnuðu pólsku verkalýðssamtaka Samstöðu. HVERVANN? 5.301 .823 kr. Vinningsröðin 10. desember: X12-X1X-X1X- 1X1 12 réttir = 4.413.379 kr. Enn var enginn með 12 rétta-og því erfjórfaldur pottur núna! 11 réttir = 888.444 kr. 33 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 26.913,- Tilhamingju! -ekkibaraheppni staklega við Svalbarða. Danir eru andvígir aðgerðum framkvæmda- stjómarinnar vegna flökkustofna makríls við Bretland. Ráðherramir staðfestu á fundinum nýgerða samn- inga við Norðmenn og Færeyinga og úthlutuðu þessum þjóðum afla- heimildum í samræmi við samning- ana, Færeyingum m.a. við Grænland. Á fundinum samþykktu ráðherrarnir einhliða veiðiheimildir fyrir EB-flot- ann við Svalbarða, 11.500 tonn, sem er helmingsniðurskurður frá þeim heimildum, sem EB ákvað einhliða fyrir þetta ár. Samkvæmt heimildum í Bmssel er talið líklegt að þessi mikli niður- skurður á afla muni leiða til aukins innflutnings og verði til að afla því viðhorfi fylgi í ráðherranefndinni, að fyrir aðgang að mörkuðum EB komi aðgangur að fiskimiðum. Þessi af- staða hefur lengi verið helsti þrösk- uldurinn í samskiptum íslands og EB. Það er ljóst, að sjávarútvegsráð- herrar Portúgals og Frakklands styðja þessa afstöðu en Spánveijar eru sagðir tvístígandi. Fiskkaupa- þjóðirnar í Norður-Evrópu hafa látið sig þetta litlu skipta. Winnie Mandela Mandela líður illa í nýja fangelsinu Höfðaborg. Reuter. WINNIE Mandela heimsótti eig- inmann sinn, Nelson Mandela, leiðtoga blökkumanna í Suður- Afríku, sem setið hefur í fang- elsi í 26 ár, í fyrsta sinn í gær í nýtt stofiifangelsi, skammt frá Höfðaborg. Frú Mandela ásamt dóttur þeirra hjóna, Zindzi, og þremur barna- bömum þeirra, var hjá eiginmanni sínum í tvo og hálfan tíma í fangels- inu sem er einbýlishús í Paarl. Lögfræðingur Mandela, Ismail Ayob, sagði í gær á blaðamanna- fundi að líðan Mandela væri nú verri en áður en hann var fluttur í stofufangelsið. „Það er grimmdar- legt að hafa hann í algerri einangr- un,“ sagði Ayob. Ayob sagði að Mandela fyndist hann einangraður vegna þess að honum væri meinað að hafa samband við félaga sína sem hann hefur átt samleið með í meira en aldarfjórðung í fangaklef- um í suður-afrískum fangelsum. „Það hefur engin breyting orðið á högum Mandela, hann er ennþá fangi,“ sagði Ayob. Sovét-Armenía: Hveijar verða afleið- ingar hamfaranna? Daily Telegraph. VIÐ veginn frá flugvellinum og inn í Jerevan, höfuðborg Armeniu, er nýreist en ákaf- lega ljótt borgarhverfi. Heitir það einhveiju nafni, sem flestir útlendingar eiga erfitt með að bera fram, en í Jerevan er það jafnan kallað „Bangladesh" vegna þess hve það er fram- andi og langt frá miðborginni. Þessi nafngift hefur öðlast al- veg nýja merkingu á síðustu dög- um. Ármenar minna nú á, að ein af afleiðingum fellibylsins á Beng- al-flóa 1970 hafi verið að svipta hulunni af spillingu og skeyting- arleysi yfirvaldanna, sem þá voru í vesturhluta landsins, núverandi Pakistan, og hrinda af stað stytj- öld, sem leiddi til stofnunar Bangladesh. Það fer heldur ekki á milli mála, að sumir þjóðemis- sinnaðir Armenar vonast til, að Rússar klúðri björgunarstarfinu á jarðskjálftasvæðunum í þeirri von, að það verði til að auka sjálfstæð- iskröfur þjóðarinnar. Vaxandi hatur milli Armena og Azera Á því virðist heldur enginn vafi þótt ótrúlegt sé, að deilumar við Azera eru mörgum Armenum of- arlegar í huga en hörmungamar á jarðskjálftasvæðunum. Sumir virðast beinlínis telja landskjálf- tann vera samsæri Rússa, Azera og guðs almáttugs, sem sé haldinn þeim óviðráðanlega kæk að gera píslarvotta úr Armenum. Til að bæta gráu ofan á svart og grafa enn frekar undan tiltrú manna á kommúnistaflokknum hafa sovéskir fjölmiðlar skýrt frá því, að flokksbroddamir í Arm- eníu hafi ekki tekið neitt mark á þeim viðvörunum, sem þó mátti lesa af jarðskjálftamælum, og ennfremur, að slíkir mælar hafi víðast hvar ekki verið fyrir hendi. Raunar hefur komið fram, að jarð- skjálftamælar em alls ekki fram- leiddir í Sovétríkjunum. Þá hefur verið sagt frá því, sem allir vissu, Reuter Björgunarmenn með hunda leita að fólki, sem kann að vera lif- andi í rústum Lenínakan-borgar. að hinar dæmigerðu sovésku blokkir em hrákasmíð, bæði að hönnun og gerð. Flokkurinn trausti rúinn Það sýnir vel taugaóstyrkinn, sem einkennir ráðamennina í Kreml, að um síðustu helgi létu þeir handtaka helming Karabak- h-nefndarinnar, sem barist hefur fyrir sameiningu héraðsins Nag- omo-Karabakhs og Armeníu. Höfðu þeir unnið sér það til saka að hafa skipulagt hjálparstarf án samráðs við kommúnistaflokkinn. Það gerðist líka fyrir nokkmm mánuðum þegar efnt var til auka- kosningar um sæti í armenska Æðsta ráðinu, að einn nefndar- manna, Ashot Manucharian, skor- aði á fólk að skrifa sitt nafn á kjörseðilinn. Hann fékk rússneska kosningu gegn armenskum ráð- herra. Armenski kommúnistaflokkur- inn lýsti því fyrst yfir, að kosning- in væri ólögmæt en neyddist síðan til þess í nafni „glasnosts" að við- urkenna hana. Þessi niðurstaða er þó ráðamönnunum í Kreml vafalaust mikið áhyggjuefni því að þeir ætla að efna til kosninga á vori komanda þar sem fleiri en einn frambjóðandi verður um hvert sæti. Ef Karabakh-nefndin fengi að bjóða fram í Armeníu myndi hún mola kommúnista- flokkinn undir sér. Hættan sem fylgir opnum landamærum Það fylgir því viss áhætta fyrir sovéska ráðamenn að opna landa- mærin fyrir vestrænni hjálp. Opn- um iandamærum fylgir opinn hugur. Hvað gerðist ef landamær- in yrðu alveg opnuð, ef ótruflað- ar, erlendar útvarpsstöðvar yrðu of vinsælar, ef alihenningur, sem fyrirlítur kommúnistaflokkinn, setti sig gegn herþjónustunni og tæki að fjandskapast við valda- stofnanirnar? Hörmungamar í Armeníu geta haft alvarlegar, pólitískar afleið- ingar fyrir Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtoga. Armenía er ekki Bangladesh en sjálfstæðisþrá þjóðarinnar mun líklega láta æ meira til sín taka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.