Morgunblaðið - 14.12.1988, Page 26
' e t
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
Bretland:
Flest egg sýkt
af salmonellu?
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FYRIR rúmri viku staðhæfði Edwina Currie aðstoðarheilbrigðisráð-
herra, að flest egg, sem seld eru í Bretlandi, væru sýkt af salmonellu.
Miklar deilur hafa staðið um þessa fúllyrðingu. Eggjasala hefúr dreg-
ist verulega saman.
Heilbrigðisyfirvöld hafa nú um
nokkurt skeið varað almenning við
að borða hrá egg vegna fjölgunar
salmonellusýkinga af völdum eggja-
neyslu. Stjórnvöld hafa tálið hættuna
á sýkingu hverfandi miðað við að á
hveijum degi eru borðaðar 30 millj-
ónir eggja á Bretlandi. Viðvaranir
hafa engin áhrif haft. Yfírlýsing
Ekiwinu Curry um að flest egg væru
sýkt vakti hins vegar þjóðarathygli
þegar í stað.
I þinginu urðu nokkrar umræður
um þessa yfirlýsingar í síðustu viku.
Afdrifaríkasta afleiðing hennar virð-
ist ætla að verða samdráttur í neyslu
eggja. Eggjaframleiðendur telja, að
dregið hafi að jafnaði um 25% úr
neyslu og í sumum héruðum um
60%. Ef ekki rætist fjótlega úr, er
fyrirsjáanlegt, að slátra verður hæn-
um svo milljónum skiptir fyrir ára-
mót og margir eggjaframleiðendur
fara á hausinn. Samtök
Konuefiii í
Túrkmenistan:
Skóla-
gengnar á
spottprís
ÞRÁTT fyrir bönn yflrvalda
er ennþá hægt að kaupa sér
brúði í Sovétlýðveldinu
Túrkmenistan, segir vestur-
þýska dagblaðið Bild og hefúr
það eftir sovéska vikuritinu
Ogonjok.
Furðulegra er þó að ómennt-
aðar stúlkur kosta allt að 40.000
rúblur (tæpar þrjár milljónir
íslenskra króna) en hríðfalla í
verði eigi þær skólagöngu að
baki. Til dæmis seljast stúlkur
með stúdentspróf oft ekki fyrir
meira en 300 rúblur (rúmlega
20 þúsund) því að þær þykja
ekki nógu undirgefnar.
Norður-Kórea:
Nýr forsæt-
isráðherra
skipaður
Tókíó. Reuter.
NYR forsætisráðherra tók við
embætti i Norður-Kóreu á mánu-
dag Hann heitir Yon Hyong-muk
og á sæti í stjórnmálaráði komm-
únistaflokks landsins. Að sögn
fréttaskýranda í Seoul í gær
gæti bágur efnahagur landsins
undanfarin ár verið ástæðan fyr-
ir mannaskipt.unum. Opinber
fréttastofa Norður-Kóreu skýrði
frá því að forsætisráðherra
landsins, Li Gun-mo, hefði sagt
af sér vegna heilsubrests. Hann
hafði verið tvö ár í embætti.
Stjómmálaskýrendur búast ekki
við stefnubreytingum í Norður-
Kóreu í kjölfar mannaskiptanna og
Masao Okonogi, prófessor í stjórn-
málafræði við Keio-háskólann í
Tókíó, sagði að útnefning Yon Hy-
ong-muks vissi ekki á frjálsari hag-
stjóm í landinu því að Yon Hyong-
muk væri jafnvel enn kreddufastari
en fyrirrennarinn Li.
Yon Hyong-muk var aðstoðarfor-
sætisráðherra í nokkra mánuði á
ámnum 1985-86.
eggjaframleiðenda hafa krafist þess,
að ráðherrann segi af sér. Land-
búnaðarráðuneytið undirbýr nú aug-
lýsingaherferð til að auka neyslu
eggja og draga úr ótta almennings
við salmonellusýkingu í eggjum.
Samtök kjúklingabænda segjast
munu fara fram á verulegar skaða-
bætur frá stjómvpldum vegna þessa
máls.
Der Spiegel
Kirkjugarðar víkja fyrir skipulagi Ceausescu
Það em ekki einungis lifendur sem víkja verða fyrir sjúklegum skipulagsáætlunum Nikolais Ceausescus,
einræðisherra í Rúmeníu, segir í frétt þýska vikuritsins Der Spiegel. Skurðgröfur og jarðýtur jafna nú
kirkjugarða í Búkarest við jörðu til þess að þar geti risið glæstar byggingar, og rækta megi almennings-
garða. Líkamsleifunum í kirkjugörðunum er safnað saman í kistur og ættingjar mega sækja beinin og
„gera það sem þeir vilja við þær“ eins og það heitir í opinberri tilkynningu.
Þúsundir krefjast frelsis og
mannréttinda í Tékkóslóvakíu
Dubcek í stofufangelsi meðan á heimsókn Mitterrands stóð
Prag. Reuter.
ÞÚSUNDIR manna söfnuðust saman í Prag á laugardag til að krefj-
ast þess, að mannréttindi yrðu virt í landinu. Var til fundarins boðað
í tilefni af því, að 40 ár eru Iiðin frá undirritun mannréttindasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin Mannréttindi '77 og fern önnur
óháð samtök stóðu að honum, fyrsta slíka fúndinum, sem stjórnvöld
leyfa. Alexander Dubcek, fyrrum forsætisráðherra, sem var rekinn
frá í innrásinni 1968, sagði, að honum hefði verið haldið í stofufang-
elsi meðan Francois Mitterrand Frakklandsforseti var í Tékkósló-
vakíu í síðustu viku.
Þátttakendur í mannréttinda-
fundinum réttu upp hönd til sam-
þykkis þegar borin var upp ályktun
þar sem skorað var á kommúnista-
stjómina að standa við alþjóðlegar
skuldbindingar sínar og tryggja
þegnunum rétt og frelsi til að stofna
félög, ferðast til annarra landa og
leita sér upplýsinga. Auk þess var
krafist trúfrelsis og þess, að
pólitískir fangar yrðu leystir úr
haldi.
„Þjóðin er að vakna af þyrni-
rósarsvefninum," sagði leikskáldið
Vaclav Havel í ræðu, sem hann
hélt á fundinum en talið er, að
stjómin hafi skirrst við að banna
hann vegna heimsóknar Mitter-
rands. Fáir einkennisklæddir lög-
reglumenn voru á ferli en óeinkenn-
isklæddir menn með upptökuvélar
tóku myndir af fundarmönnum.
Dubcek, sem Mitterrand hafði
viljað hitta að máli, var hafður í
stofufangelsi meðan á heimsókninni
stóð. „Ég kemst ekki út úr húsi.
Vel heppnað geimskot
GEIMSKOT evrópsku geimfeijunnar Ariane-4 á laugardag heppnaðist
vel og kom hún tveimur fjarskiptahnöttum fyrir í geimnum daginn
eftir. Annar gervihnattanna nefnist Skynet og er fyrsti könnunar-
hnötturinn af þremur sem bæta eiga fjarskipti breskra herstöðva við
skip, kafbáta og flugvélar breska hersins. Hinn heitir Astra og er
fyrsti evrópski gervihnötturinn sem einkaaðilar kosta og getur hann
sent út á sextán rásum til lítilla móttökudiska í Evrópu. Gervihnettim-
ir verða báðir teknir í notkun eftir mánuð.
hér eru lögreglumenn á hveiju
strái," sagði Dubcek á föstudags-
kvöldið.
„Paranoia querulans“
Á sunnudag héldu um 1.000
manns bænavöku í þorpinu Olomo-
uc til að krefjast þess, að Augustin
Navratil yrði látinn laus af geð-
veikrahæli en honum var komið þar
fyrir eftir að hann hafði gengist
fyrir undirskriftasöfnun til stuðn-
ings trúfrelsi. 600.000 manns skrif-
uðu nafn sitt undir áskomnina. í
viðtali, sem fréttamaður Reuters
fékk að eiga við hann í heimsókn-
artíma á sjúkrahúsinu, sagði Navr-
atil, að hann hefði verið fluttur
þangað 28. október sl. í handjárn-
um. Þá höfðu tékkneskir geðlæknar
úrskurðað, að hann þjáðist af „par-
anoia querulans" eða sjúklegri
kvörtunarsemi.
„Ég er trúaður maður og ég hefði
getað Iátið allt mitt líf snúast um
fjölskylduna í stað þess að ráðast
í þetta verk," sagði Navratil, „en
ég vildi ekki koma fram fyrir drott-
in minn og segja: „Gjöfina, sem þú
gafst mér, hef ég ekki notað.““
Reuter
Kaþólskur maður heldur á loft
róðukrossi og gerir jafnframt
sigurmerki með fingrunum.
Myndin var tekin í bænum
Olomouc í Tékksóslóvakíu þegar
fólk safnaðist þar saman til að
krefjast þess, að Augustin Navr-
atil yrði látinn laus af geðveikra-
hæli. Hann gekkst fyrir undir-
skriftasöfnun og urðu 600.000
manns til þess að krefjast trú-
frelsis í Tékkóslóvakíu.
Pakistan:
Ishaq Khan sver
embættiseið sinn
Þingið lýsir yfir stuðningi við Bhutto
Islamabad. Reuter.
GHULAM Ishaq Khan, sem tók við sem forseti Pakistans þegar Zia-
uI-Haq féll frá í sumar, var kjörinn forseti Iandsins með yfirgnæf-
andi meirihluta á mánudag og í gær sór hann embættiseið í forseta-
höllinni í Islamabad og var Benazir Bhutto, forsætisráðherra lands-
ins, viðstödd athöfiiina. Ishaq Khan hlaut 78% atkvæða kjörmanna
eða 348 atkvæði en helsti keppinautur hans, Nawabzada Nasrullah
Khan, hlaut 91 atkvæði.
Kosningasigur Khans sigldi í
kjölfar stuðningsyfirlýsingar
Benazirs Bhutto, forsætisráðherra
landsins, og stjómarandstöðunnar.
Þingmenn beggja deilda, 237
þingmenn þjóðþingsins og 87 öld-
ungardeildarþingmenn, greiddu at-
kvæði í forsetakosningunum svo og
180 þingmenn frá fjórum héruðum
landsins. Honum hefur verið hælt
bæði heima fyrir og erlendis fyrir
að leiða Pakistana í gegnum fyrstu
fijálsu kosningarnar þar í landi í
11 ár.
Við athöfnina í forsetahöllinni í
gær lýsti Khan yfir trausti á Benaz-
ir Bhutto og sagðist hafa mikla trú
á stjórnunarhæfileikum hennar.
„Við höfum þjóðkjörna ríkisstjórn
með mikið fylgi á bak við sig,“ sagði
forsetinn. Khan er þriðji forseti
landsins frá stofnun Pakistan-ríkis
árið 1947.
Zia-ul-Haq, fyrrum forseti lands-
ins sem lést í flugslysi í ágúst síðast-
liðnum, gerði breytingar á stjómar-
skrá landsins sem juku mjög völd
forsetans. Forsetinn útnefnir nú
forsætisráðherra og foringja innan
hersins og getur leyst upp þjóð-
þingið. Bhutto hefur látið svo um-
mælt að hún muni reyna að afnema
þessi lög.
Bhutto vann sinn fyrsta sigur á
pakistanska þinginu á mánudag
þegar þingið lýsti yfir stuðningi
sínum við hana. 148 þingmenn þjóð-
þingsins lýstu yfir stuðningi sínum
við Bhutto en 55 voru á móti.