Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 27

Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 Bretland: Bilun í merkjakerfi orsök lestarslyssins? London. Reuter. TALSMAÐUR brezku járnbrautanna sagði í gær að frumrannsókn á orsökum lestarslyssins skammt frá Clapham-brautarstöðinni í London í fyrradag benti til þess að skýringarinnar væri að leita i bilun í merkjakerfí. Að sögn Gordons Pettitts, tals- manns brezku járnbrautanna, hefur verið unnið að endurbótum á merkjakerfinu við Clapham-stöð- inna, sem orðið var hálfrar aldar gamalt. Innan skamms verður þar tekið í notkun nýtt merkjakerfi, sem með meðfylgjandi tölvubúnaði kost- ar 20 milljónir sterlingspunda. Stöð- in er sú fjölfamasta í Bretlandi en Róstur í Tíbet: Hollenskri konu neit- að um brottfararleyfi Særðist þeffar " "íða" ha(st Avið' N/ju Del*fá r ° Indlandi. Oeirðir hafa venð 1 löffresfla skaut a landinu öðru hveiju undanfama 14 - ® .. mánuði en fréttir þaðan eru af kroruffonffu skomum skammti vegna þeirra tak- markana sem fjölmiðlum em settar. daglega aka 2.000 lestar þar um. I brezkum blöðum var gefið til kynna að lestarstjóri einnar lestar, sem var á leið frá Basingstoke til Waterloo-stöðvarinnar í London, hefði numið staðar skammt frá Clapham-stöðinni til þess að láta vita af biluðu merkjaljósi, sem skipti ótt og títt um lit þar eð vír var laus í því. Hugsanlega hefði lestarstjóri næstu lestar, sem var á leið frá Poole til Waterloo, aðeins séð græn ljós eða gul og því haldið ferðinni áfram, með þeim afleiðingum að lest hans ók á fullri ferð aftan á Basingstoke-lestina. Rétt eftir árekstur lestanna tveggja kom sú þriðja úr gagn- stæðri átt og skall á hinum tveim- ur. Stjómanda flórðu lestarinnar tókst með snarræði að koma í veg fyrir að hans lest æki einnig inn í kösina. Að sögn manna, sem komust lífs af úr slysinu, biðu margir bana er þriðja lestin ók á hinar tvær fyrstu. Peking. Reuter. KÍNVERSK lögregla í Tíbet hef- ur komið í veg fyrir að hollensk kona, sem varð fyrir skoti lög- reglumanna, geti farið úr landi til að leita sér lækninga. Konan særðist þegar munkar i landinu fóru i kröfugöngu á laugardag til að minnast þess að fjörutíu ár voru liðin frá því að Mannrétt- indayfírlýsing Sameinuðu þjóð- anna var samþykkt. Lögregla hóf fyrirvaralaust skothrið á göngumenn, að sögn sjónarvotta, og þykir það kasta rýrð á fögur fyrirheit kínverskra yfírvalda um aukin mannréttindi en Mann- réttindadagsins var minnst í fyrsta skipti i Kína á laugardag- inn. Christina Meindersma, 26 ára gömul, er nú á hóteli í höfuðborg Tíbet, Lhasa, en hún hafði komið sem ferðamaður til landsins. Starfs- maður hollenska sendiráðsins í Pek- ing segir að stúlkan sé ekki alvar- lega særð en hafí æskt þess að fá að fara til Hong Kong til að leita sér læknishjálpar. Hann segir að lögregla í Lhasa hafí fyrirskipað eina flugfélagi landsins að selja Christinu ekki farseðil. Sendiráðið í Peking hefur þrýst á yfírvöld að veita henni fararleyfí en engin svör hafa borist. Fréttamenn hafa ekki fengið leyfí til að koma til Tíbet um nokk- urt skeið en fréttamaður bresku útvarpsstöðvarinnar BBC náði símasambandi við Christinu í gær. Hún staðfesti orð sendiráðsstarfs- mannsins í Peking og bætti því við að vegabréf sitt hefði verið gert upptækt. Hún sagðist hafa verið stödd á aðaltorginu í Lhasa á laug- ardagsmorgun þegar 30 munkar gengu hjá og kröfðust mannrétt- inda. Hún og fleiri ferðamenn eitu gönguna og þá hófst skyndilega skothríð lögreglu. Christina varð fyrir skoti í öxlina. Hin opinbera fréttastofa Nýja Kína sagði frá mótmælunum og nefndi að einn munkur hefði fallið og 13 særst. Vestrænir heimilda- menn telja að a.m.k. tveir hafi látist. í gær gaf skrifstofa Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, út tilkynn- ingu þar sem skotárás lögreglu var fordæmd. Þar segir einnig að vald- beitingin spilli sáttaumleitunum milli kínverskra stjómvalda og Dalai Lama. Samningaviðræður um framtíð Tíbets áttu að hefjast í Genf í næsta mánuði. Her kommúnista réðst inn í Tíbet árið 1950 og halda kínversk stjóm- völd því fram að Kínveijar hafi ráð- ið landinu svo öldum skiptir. Dalai Lama flýði Tíbet árið 1959 eftir misheppnaða uppreisnartilraun gegn kínverskum yfírráðum og hef- Reuter Björgunarmenn að störfíim á slysstað skammt frá Clapham-brautar- stöðinni i London í fyrradag. Var það fyrst og fremst fólk er tekist hafði að skríða út á brautar- teinana úr braki lestanna tveggja. í gær hafði verið staðfest að 36 manns hefðu beðið bana en tals- maður lögreglu sagði að talan ætti líklega eftir að hækka, m.a. vegna þess að sum líkanna hefðu verið svo illa leikin að ekki hefði tekizt að bera kennsl á þau. I gær var enn 31 maður í líshættu á sjúkrahúsi, en alls slösuðust um 150 farþegar af rúmlega eitt þúsund. Lestarslysið er hið mannskæð- asta frá því í nóvember 1967. Þá biðu 49 manns bana og 78 slösuð- ust er lest frá Hastings í Suður- Englandi ók á aðra í Hither Green- brautarstöðinni í London. Arið 1975 biðu 43 bana er neðanjarðarlest ók á 'vegg í Moorgate-stöðinni í Lon- don. Mannskæðasta lestarslys í Bretlandi varð árið 1915 er 227 manns biðu bana í árekstri farþega- og hermannalestar í bænum Gretna í Skotlandi. KurnakonA VIÐ BYGGÐUM NÝJAN BÆ. »iiUNOSSOM Hulda Jakobsdóttir er ein af kjarna- konum þessarar aldar. Hún lét verkin tala. Huldu má, ásamt eiginmanni sínum Finnboga Rút Valdemarssyni, telja einn af höfundum Kópavogs. Bæði gegndu þau bæjarstjórastarfi í Kópavogi um árabil. Saga Huldu er einnig saga jafnréttisbaráttu og sem slík á hún erindi til allra kvenna í dag — enda geta þær tekið Huldu til fyrirmyndar. Gylfi Gröndal er löngu lands- þekktur fyrir verk sín og þessi bók er enn ein skrautfjöðrin i hatt hans. fig5?^, r~|lilKp i'P ~i a . > Endurminningar Huldu Jakobsdóttur skráðar af Gylfa Gröndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.