Morgunblaðið - 14.12.1988, Qupperneq 31
8861 ÍE*8M383a HU0A0U3IVGIM .aiOAJaMUOÍíOM ____________________
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVlKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 31
Æfíng slökkviliðsins á Reykjalundi:
Imyndaður eldur slökktur
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
kallað að Reykjalundi í Mosfells-
bæ í gærmorgun, þar sem til-
kynnt hafði verið um eld á 2.
hæð. Enginn var þó eldurinn,
enda var um æfingu slökkviliðs,
starfsmanna og sjúklinga að
ræða.
Samkvæmt skýrslu slökkviliðsins
barst tilkynning frá Reykjalundi um
eld á C-gangi 2. hæðar og mikinn
reyk í ganginum. „Þegar við kom-
um á staðinn var mikill straumur
fólks niður á fyrstu hæð,“ segil- í
skýrslunni. „Var starfsfólk önnum
kafið við að rýma 2. og 3. hæð
sjúkrahússins. Fyrsti sjúkrabíll -á
staðinn var bíll frá Arbæjarstöð.
Tveir reykkafarar voru sendir inn
á 2. hæð, C-gang, en í millitíðinni
var gengið úr skugga um að 3.
hæðin væri orðin mannlaus og langt
komið með að rýma aðrar deildir á
2. hæð. Vegna reyks var C-gangur
ófær öðrum en reykköfurum til að
byija með. Síðan var bætt við fleiri
reykköfurum og hjálpast til við að
rýma deildirnar. Eldurinn fannst í
stofu 225, var slökktur strax og
reyklosað með reykblásurum.
Þremur sjúklingum var bjargað af
slökkviliðinu, en öðrum af starfs-
fólki sjúkrahússins. Skömmu síðar
kom tilkynning um að eldur væri
laus í efnislager og að maður væri
inni. Sendir voru þrír reykkafarar
inn og björguðu þeir manninum."
Hjá slökkviliðinu í Reykjavík
fengust þær upplýsingar, að æfing
þessi hefði verið tekin sem um fulla
alvöru hefði verið að ræða. Allir
sjúklingar og starfsfólk fóru út úr
LÖGMAÐUR Kaupfélags Skaft-
fellinga í Vík í Mýrdal hefúr
auglýst eftir kauptilboðum í allar
eigur kaupfélagsins í Vík og á
Kirkjubæjarklaustri vegna til-
rauna félagsins til nauðasamn-
inga. Kaupfélagið hætti rekstri
fyrr á árinu og leigði Kaupfélagi
Arnesinga á Selfossi verslunar-
húsnæði og vörugeymslur. Meðal
auglýstra eigna eru hús þau sem
KA er með starfsemi í.
I Vík á félagið verslunarhús,
vöruskemmur, gistihús, skrifstofu-
hús og gamalt sláturhús við Víkur-
braut, íbúðarhús við Austurveg og
smiðjur og vöruskemmu við Sunnu-
braut. Félagið á verslunarhús og
geymsluhús á Kirkjubæjarklaustri.
Auglýstir eru tveir vöruflutninga-
bílar og þrír tengivagnar, auk
ýmissa áhalda svo sem trésmíðavél-
húsinu á meðan slökkviliðið leitaði
að eldinum, sem enginn var. Æfing-
in var tekin upp á myndband og
það verður kynnt starfsfólki ann-
arra sjúkrastofnana.
ar, lyftarar og skrifstofubúnaður.
Guðmundur Pétur Guðgeirsson
starfsmaður Kaupfélags Skaftfell-
inga sagði í gær að mest væri spurt
um bílana.
Ekið á konu
og dreng
EKIÐ VAR á konu um sextugt á
Grensásvegi kl. 8.43 í gærmorg-
un. Konan slasaðist nokkuð og er
m.a. fótbrotin. Þá var ekið á tólf
ára dreng í Breiðholti kl. 12.45,
en ökumaðurinn stöðvaði ekki,
heldur ók á brott.
Konan var að ganga vestur yfir
Grensásveg, þegar hún varð fyrir
bifreið, sem ekið var norður götuna.
Hún var flutt á slysadeild, þar sem
kom í ljós að hún var fótbrotin og
rifbeinsbrotin, auk þess sem hún
hafði hlotið höfuðáverka.
Drengurinn varð fyrir bifreið, sem
ekið var austur Norðurfell, þegar
hann var á gangi suður yfir götuna.
Hann meiddist á fæti. Ökumaðurinn,
sem drengurinn lýsir sem dökk-
hærðum og á að giska 20 ára göml-
um, hægði ferðina, en ók svo á
brott. Drengurinn telur bifreið hans
hafa verið af japanskri gerð, dökk-
gráa. Ökumaðurinn er beðinn um
að gefa sig fram við slysarannsókna-
deild lögreglunnar í Reykjavík, sem
og þeir sem kynnu að geta gefið
upplýsingar um málið.
Rangt ríkisfang
í frétt Morgunblaðsins um heim-
sókn dr. Wolfgangs Edelsteins
hingað til lands var ranglega sagt
að hann væri þýskur. Hið rétta er
að Wolfgang er íslenskur ríkis-
borgari. Morgunblaðið biður Wolf-
gang og lesendur afsökunar á þess-
um mistökum.
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 13. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
i dag verða meöal annars seld 8,5 tonn af þorski, 3 tonn af ýsu
og 2 tonn af blönduöum afla úr Hauki Böövarssyni ÍS, 2,5 tonn
af þorski, 1,5 tonn af ýsu, 1 tonn af keilu og 0,3 tonn af lúðu
úr Ljósfara.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(óst) 43,00 43,00 43,00 0,100 4.300
Ýsa(óst) 102,00 102,00 102,00 0,167 17.034
Sild 8,55 5,69 6,57 96,230 632.507
Samtals 6,78 96,497 653.841
j dag veröa meöal annars seld 5 tonn af þorski, 5 tonn af ýsu og 4 tonn af kola úr Þrymi BA og óákveöið magn úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Ýsa 97,50 95,00 96,50 1,870 167.981
Karfi 30,50 30,50 30,50 0,900 27.450
Síld 8,30 8,30 8,30 4,170 34.611
Samtals 33,74 6,818 230.042
Selt var aöallega úr Hauki GK og Sandvik GK. i dag veröur
meöal annars selt úr Gnúpi GK og Hrafni Sveinbjarnarsyni GK.
Næstkomandi mánudag verður selt óákveðiö magn, aðallega
af þorski, úr Bergvik KE.
Vík í Mýrdal:
Allar eigiiir kaupfélags-
ins auglýstar til sölu
Hönnunarkostn-
aður ráðhúss 104
milljónir 1988
Hönnunarkostnaður við ráðliús Reykjavíkur fyrir árið 1988 nem-
ur rúmum 104 milljónum króna. Þegar hefur verið bókfærð tæp
81 milljón og til ársloka er reiknað með að við bætist rúmar 23
milljónir.
Þetta kom fram á fundi borgar-
ráðs í gær, í greinargerð Þórðar
Þ. Þorbjarnarsonar, borgarverk-
fræðings, vegna fyrirspumar Sig-
urjóns Péturssonar. Sigurjón
spurði hve mikið hefði verið greitt
af hönnunarkostnaði og hve áætlað
væri að mikill hönnunarkostnaður
væri eftir. Borgarverkfræðingur
svaraði fyrir hönd verkefnisstjóm-
ar ráðhúss Reykjavíkur og í grein-
argerð hans kemur fram að bók-
færðar greiðslur þann 7. desember
til arkitekta, Studio Granda, nema
tæpri 21 milljón. Til sama tíma
hefur Almenna verkfræðistofan hf
fengið greiddar tæpar 40 milljónir,
Rafhönnun hf rúmar 9 milljónir,
Línuhönnun hf um 2V2 milljón,
Verkfræðistofan Önn sf rúmar 860
þúsund krónur og J.R. Preston &
Partners rúmar 7 milljónir, að
meðtöldum útlögðum kostnaði
vegna flugmiða.
Ferðakostnaður skiptist þannig,
að greiddar hafa verið til Hótel
Sögu, vegna J.R. Preston & Partn-
ers, rúmar 184 þúsund krónur, til
Flugleiða hf rúmar 65 þúsund
krónur, ferðakostnaður Ríkharðs
Kristjánssonar nemur tæpum 50
þúsund krónum og ferðaskrifstof-
unni Samvinnuferðum-Landsýn
hefur verið greiddar tæpar 160
þúsund krónur.
Þá er nefndur sérstakur ráð-
gjafi, Friðrik Gíslason, og hefur
hann fengið greiddar 98 þúsund
krónur. Alls er bókfærður hönnun-
arkostnaður frá ársbytjun til 7.
desember 80 milljónir, 815 þúsund,
467 krónur.
Aætlun til ársloka og eftirstöðv-
ar nóvember og desember nemur
23 milljónum, 284 þúsundum og
533 krónum. Alls nemur því hönn-
unarkostnaður á þessu ári 104
milljónum og 100 þúsund krónum.
í greinargerð borgarverkfræð-
ings kemur enn fremur fram, að
unnið er að áætlun um heildar-
kostnað vegna hönnunar og að
áætlun um framkvæmdakostnað í
heild, en þar sem þær tölur sem
nú liggi fyrir séu bráðabirgðatölur
þyki ekki rétt að láta þær koma
fram á þessu stigi.
Gospel-
tónleikar á
Hótel ís-
landi í kvöld
UNGT fólk með hlutverk stendur
fyrir tónleikum á Hótel Islandi í
kvöld, miðvikudag, kl. 21.00 til
að styrkja uppbyggingu Bibliu-
skólans á Eyjólfsstöðum.
Ýmislegt verður á dagskrá tón-
leikanna, allt kristilegt efni. T.d.
verða sungnir söngvar af plötu sem
er að koma út á vegum Ungs fólks
með hlutverk sem ber heitið „Þú
ert hjá mér“, kórsöngur, „No ex-
cuse“ syngur og leikur, Þorvaldur
Halldórsson syngur negrasálma og
margt fleira. Flytjendurnir verða
fjölmargir og koma flestir úr kristi-
legum samfélögum.
(Fréttatilkynning)
Atriði úr kvikmyndinni „Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu?“
sem sýnd er í Bíóhöllinni.
Bíóhöllin:
Hver skellti skuld-
inni á Kalla kanínu?
BÍÓHÖLLIN hefur tekid til sýninga kvikmyndina Hver skellti
skuldinni á Kalla kanínu? („Who Framed Roger Rabbit?“) með
Bob Hoskins, Chnstopher Lloyd
í aðalhlutverkum. Leikstjóri er
í kynningu kvikmyndahússins
segir m.a. að einhver sé staðráð-
inn í því að koma morðsök á Kalla
kanínu, ýmsum gögnum er komið
fyrir og allt látið líta svo út að
enginn annar en Kalli hafi getað
unnið ódæðið. Eddi Valiant er þá
fenginn til aðstoðar og kemst
, Joanna Cassidy og Stubby Kaye
Robert Zemeckis.
hann fljótt að því að Kalli er sak-
laus. Tekur hann á það ráð að
hjálpa Kalla til að hverfa og fara
huldu höfði. Um síðir kemur
erfðaskrá nokkur fram sem sann-
ar sakleysi Kalla og sekt nokk-
urra auðmanna og braskara.