Morgunblaðið - 14.12.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
35
Nunnur og skæru-
liðar saman á flótta
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Sidney Sheldon:
The Sands of Time
Útg. Collins 1988
Þessi bók er splúnkuný og líkleg
til vinsælda eins og margar ef ekki
flestar sem þessi höfundur sendir
frá sér. Sögusviðið er Spánn.
Skæruliðar — eða hryðjuverkamenn
— Baska hafa verið beittir taum-
lausum órétti, svikist aftan að þeim,
loforðum rift og það bullar allt og
sýður. Frelsishetjan Jaime Miro er
dýrlingur í Baskalandi vegna
dæmafárrar dirfsku og klókinda.
Með honum eru á ferð nokkrir aðr-
ir fylgismenn hans, Jaime hefur
rétt nýlega unnið það afrek að ná
tveimur skæruliðum úr fangelsi
með því að fara inn í klefa þeirra
dulbúinn sem prestur.
Acoca hershöfðingi hefur verið
settur í að hafa upp á Jaime Miro.
Acoca er grimmlyndur maður, en
kannski má rekja það til hörmulegs
atburðar í lífí hans fyrrum, þegar
eiginkona hans varð saklaus fyrir
árásum Baska. Acoca gerir atlögu
á nunnuklaustur eitt, þar sem hann
hefur njósn af því að þar sé Jaime
Miro í felum. Fjórum nunnum tekst
að flýja í ofboði og það vill svo
sérkennilega til að þær rekast á
Miro og fylgdarmenn hans, þótt
Acoca herforingja hafí ekki tekist
að finna þá.
Nunnumar flórar hafa gengið í
klaustur af ýmsum ástæðum. Syst-
ir Teresa þeirra elst ruglast á geðs-
munum og telur að hún verði að
segja til Miros en það endar með
ósköpum, enginn leggur trúnað á
orð hennar og loks þegar það renn-
ur upp fyrir henni skýtur hún
nokkra hermenn frekar en ekkert.
Nunnan Graciela hefur í bernsku
orðið fyrir kynferðislegri áreitni
stjúpa síns og ekki beðið þess bæt-
ur og leitaði á náðir guðs síns vegna
vantrúar á manneskjunni. Hún
verður ástfangin af einum liðs-
manna Jaime Miro, en það eru áhöld
um hvort hún getur snúið baki við
klausturlífinu þegar allt kemur til
alls. Lucia hefur leitað í klaustrið
vegna þess að hún er á flótta, eftir-
lýst fyrir morð. Hún ætlar að nota
flóttann úr klaustrinu til að komast
í burtu, en það fer á annan veg.
Megan er munaðarleysingi, sem
enginn kann nein deili á. Hún verð-
ur hrifín af foringjanum sjálfum,
en þar sem hann hefur með sér
undurfagra konu og byltingarfé-
laga á hún sennilega litla von. Þó
er aldrei að vita.
Fjölmiðlar slá því upp, þegar það
spyrst nú fljótlega út, að hryðju-
verkamennimir hafa tekið nunn-
umar sem gísla. Að vísu er það
ekki alveg sannleikanum sam-
kvæmt því að Jaime er guðhræddur
Sidney Sheldon
maður og stefnir að því að koma
systrunum til nýs klausturs. Acoca
herforingi er á hælum þeirra og
verður einatt að beita brögðum til
að komast undan honum. Það lítur
út fyrir að svikari sé í hópnum, því
að herforinginn virðist vita um allar
þeirra ferðir.
Sidney Sheldon lætur söguna
enda hæfílega vel og það á við í
sögu þessarar gerðar. Frásögnin er
hröð og spennandi, auðlesin bók og
skemmtileg, þótt mér hafí að vísu
fundist ívið meiri fljótaskrift á henni
en Vindmyllum guðanna.
Statistar
á leiksviði
leiðans
Bókmenntir
Friðrika Benónýs
Ólafur Jóhann Ólafsson:
Markaðstorg guðanna
Vaka-Helgafell 1988
Ólafur Jóhann Ólafsson sendir
nú frá sér sína fyrstu skáldsögu,
en áður hefur komið frá honum
smásagnasafnið „Níu lyklar". Fyrir
þá bók hlaut hann mikið lof gagn-
rýnenda, eins og óspart hefur verið
hamrað á í auglýsingum um þessa
nýju skáldsögu.
„Markaðstorg guðanna" segir
sögu Friðriks Jónsonar, guðfræð-
ings og heimspekings af ’68 kyn-
slóðinni, sem giftist auðmannsdótt-
ur í Ameríku og hefst til virðingar
innan íjölþjóðlegs japansks fyrir-
tækis. FViðrik þessi er óttalegt rolu-
bein, lætur berast fyrir straumi
samtímans, án þess að staldra við
og íhuga hvert stefnir nema til
málamynda. Rótlaus og slitinn úr
tengslum við uppruna sinn og ætt-
jörð þvælist hann um í tilgangs-
leysi og þykist maður að meiri ef
honum tekst að ljúga nógu sann-
færandi og skjóta stóru körlunum
skelk í bringu. Sá heimur sem hann
hrærist í er rotinn til grunna og
eina leiðin til að lifa af er að rotna
sjálfur, og helst bijóta öll boðorð
guðs og manna.
Sá heimur sem lýst er í „Mark-
aðstorgi guðanna" er íslenskum les-
endum lítt kunnur nema þá helst
úr bókum Harold Robbins og Sid-
ney Sheldons og skýtur nokkuð
skökku við að sjá þeim heimi lýst
á ákaflega bókmálslegrí gullaldar
Ólafiir Jóhann Ólafsson
íslensku. En vissulega skrifar Ólaf-
ur Jóhann vel. Og kannski er það
allt sem þarf, en ég hefði þó gjam-
an viljað sjá hann fást við dýpri
viðfangsefni. Allar persónur sög-
unnar eru hálfgerðar klisjur og sál-
arstríð Friðriks Jónssonar er svo
óverulegt að það hrærir ekki upp í
neinum ósvöruðum spumingum í
sálarfylgsninu. Vondu mennimir
eru afskaplega líkir þeim sem Bog-
art átti í baráttu við á sínum tíma
og eiginkonan nær aldrei máli, þrátt
fyrir greinilega samúð höfundar
með henni. Eftir stendur fallegur
texti og vel dregnar myndir, en
mér er spum hvar em íslenskar
bókmenntir staddar ef það nægir
til þess að gera útgáfu bókar að
bókmenntaviðburði?
Fródleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
ptíúrgamhWiíh
Kjarvalsstaðir:
Uthlutun á sýningarrými
1990 lýkur um áramótin
Að gefiiu tilefiii vill Menning-
armálanefnd Reykjavíkurborgar
koma því á framfæri, að sýning-
arrými á Kjarvalsstöðum hefur
þegar verið úthlutað fyrir árið
1989.
Umsóknir um sýningaraðstöðu á
árinu 1990 verða að hafa borist
Kjarvalsstöðum í síðasta lagi fyrir
lok ársins 1988.
Umsóknir ásamt fylgigögnum
sendist Listráðunaut Reykjavíkur-
borgar, Kjarvalsstöðum við FÍóka-
götu, 105 Reykjavík.
(Frcttatilkynning frá Kjarvalsstöðum)
MULINEX HRÆRIVÉLASAMST ÆÐAN KR.
7.990,- stgr.
HITACHI TÖLVUSTÝRÐUR ÖRBYLGJUOFN
MEÐ SNÚNINGSDISKI KR. 20.805,- stgr.
RYKSUGUR FRÁ KR. 4.900,- stgr.
HANDRYKSUGUR KR. 1.980,- stgr.
BÍLARYKSUGA KR. 1.490,- stgr.
EF ÞU VILT EKKI
GEFA
FJÖLSKYLDUNNI
ÁFENGISMÆLI,
ÞÁ ER ÝMISLEGT
FLEIRA
NYTSAMLEGT
TIL HJÁ RÖNNING
í KRINGLUNNI!
KRUPS EXPRESSO KAFFIVÉL KR. 4.953,- stgr.
KRUPS SAMBYGGÐ EXPRESSO OG VENJU-
LEG KAFFIVÉL KR. 8.948,- stgr.
HITACHI SJÓNVARPSTÆKI MEÐ FJARSTÝR-
INGU KR. 32.110,- stgr.
HITACHI VIDEOTÆKI MEÐ FJARSTÝRINGU KR.
47.405,- stgr.
ÚTVARPSKLUKKUR FRÁ KR. 1.990,- stgr.
ÁFENGISMÆLIR KR. 2.990,- stgr.
/»/*RÖNNING
wfí' heimilistæki
KRINGLUNNI 8-12/103 REYKJAVÍK/SÍMI (91)685868
HITACHI SAMBYGGÐ ÚTVARPS- OG SEGUL-
BANDSTÆKI FRÁ KR. 6.500,- stgr.
HITACHI GEISLASPILARI KR. 13.775,- stgr.