Morgunblaðið - 14.12.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
39
Arnold Schwarzenegger og James Belushi í hlutverkum sínum i
kvikmyndinni I eidlínunni sem sýnd er í Regnboganum.
„I eldlínunni“ sýnd
í Regnboganum
REGNBOGINN hefur hafíd sýningar á nýjustu mynd Arnolds
Schwarzeneggers, í eldlínunni (Red Heat). I aðalhlutverkum auk
Schwarzeneggers eru James Beiushi, Peter Boyle og Larry Fish-
burne. Leikstjón er Walter Hill.
í kynningu kvikmyndahússins
segir um söguþráðinn: „Schwarzen-
egger leikur Sovétmanninn Ivan
Danko, yfirmann í Rauða hemum
í Moskvu. Danko á í höggi við eitur-
lyfjasala nokkum, Viktor Rostavili.
Eftir að Rostavili sleppur úr greip
Danko flýr hann til Bandaríkjanna,
uppsprettu tekna sinna. Rostavili
verður fyrir því óláni að verða hand-
tekinn fyrir umferðarlagabrot og
Danko kemur til Chicago að sækja-
hann. Þar mætir honum á flugvell-
inum lögreglumaðurinn Art Ritzik
(James Belushi), sem á að hafa
auga með Danko rneðan á stuttri
dvöl hans stendur. Aður en Danko
tekst að koma Rostavili úr landi er
hann frelsaður af óaldaflokki hlið-
hollum honum. Fara þá Danko og
Ritzik saman að leita að Rostaviii
þó sambandið sé stirt í fyrstu, enda
sýnist hvorum sitt um þjóðfélag
hins. Olíkar starfsaðferðir þeirra
bæta hvor aðra upp og ekki líður
á löngu þar til þeir komast á sporz.
ið.“
Teiknimyndabók
eftir Bretcher
LI'l'LA gula hænan iiefur gefið
út teiknimyndabókina „Beðið
eftir kaflínu" eftir franska
tciknimyndahöíúndinn Claire
Bretcher.
í kynningu útgefanda segir að
„Beðið eftir kaffinu" sé aðallega
ætluð fullorðnum. „Bretcher beitir
einföldum grófum skopteikningum
í túlkun sinni á persónum sem eru
oft á tíðum stressaðar og ráðvilltar
en afskaplega fyndnar. Hún gerir
líka grín að „hlutverkum" kynj-
anna, smávandamálum hjóna og
hjónaleysa milli þrítugs og fertugs.
Auk þess gerir hún grín að yfír-
borðskenndu fólki, sem á það til
að segja eitt en framkvæma eitt-
hvað alit annað," segir í kynning-
unni.
Athugasemd végna fréttar
eftir Guðmund
Magnússon
Tvær villur eru í frétt Morgun-
blaðsins í gær (þriðjudag 13. des-
ember) af niðurstöðum Fósturskóla-
nefndar. Langar mig að biðja blað-
ið fyrir eftirfarandi leiðréttingu af
því tilefni.
Tillögur nefndarinnar eru
tvíþættar. Annars vegar að Fóstur-
skóli íslands verði sameinaður
Kennaraháskóla Islands innan
fímm ára og fóstrumenntun þar
með gerð sambærileg kennara-
menntun. Fjórir af sex nefndar-
mönnum voru þessu sammála, einn
andvígur og skilaði séráliti og einn
sat hjá og lagði fram bókun.
Hin tillaga nefndarinnar var að
stofnað yrði formlega til nýrrar
starfsstéttar á dagvistarheimilum,
fóstruliða, og hlytu þær starfs-
menntun á þriggja ára námsbraut-
um við framhaldsskóla. Þessari til-
lögu voru fimm af sex nefndar-
mönnum sammála, en einn andvíg-
ur og skilaði séráliti.
Hugmynd nefndarinnar er sú að
settar verði ákveðnar reglur um
skiptingu starfa milli fóstra annarð
vegar og fóstruliða hins vegar.
Báðar þessar stéttir eiga að annast
uppeldi og umönnun bama, en
áskilið er að fóstrur einar, menntun-
ar sinnar vegna, gegni störfum for-
stöðumanna dagvista og hafí með
höndum stjómunar- og/eða skipu-
lagsstörf. Fóstruliðum er ætlað að
vinna að afmörkuðum uppeldis- og
kennsluverkefnum undir hand-
leiðslu fóstra. Þetta skipulag felur
í sér viðurkenningu á íjölbreytni
starfa á dagvistum og ætti m.a. að
tryggja að fóstrar geti betur en
áður sinnt einstaklingsbundnum
þörfum bama.
Þess má að lokum geta að álits-
gerð Fósturskólanefndar er nú í
höndum menntamálaráðherra og
hyggst hann taka afstöðu til til-
lagna nefndarinnar fyrir áramót.
Höfundur var formaður Fóstur-
skólanefhdar.
í nýju ítölsku
línunni
Hver hlutureröðrum
fallegri í ítölsku
stálvörunnifrá
SambonetogGuido
Bergna. Pottarúr
eöalstáli (18/10), skálar,
bakkar, föt, kaffistell,
hnífapör, katlar...
Þaö er þess viröi aö líta
inn.
Velkomin