Morgunblaðið - 14.12.1988, Page 48

Morgunblaðið - 14.12.1988, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988 f fclk í fréttum Meðal gesta á kynningu Álafoss hf. voru talið frá vinstri: Víglundur Þorsteinsson formað- ur Félags íslenskra iðnrekenda, Gerður Hjörleifsdóttir lyá ís- lenskum heimilisiðnaði, Ólafur Daviðsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda og Jón Ogmundur Þormóðsson deildarstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Greipur Guðbjartsson og Guðfínna Hinriksdóttir. FLATEYRI Leikfélaginu gefíð hús Aaðalfundi Leikfélags Flateyrar sem haldinn var fyrir skömmu var félaginu afhent húseignin við Túngötu 4, sem er tveggja hæða einbýlishús. Guðfínna Hinriksdóttir og Greipur Guðbjartsson gáfu þessa höfðinglegu gjöf sem metin er á rúmlega 3,5 milljónir skv. bruna- bótamati. Eftir áramótin verður fært upp íslenskt fjölskylduleikrit í léttum dúr á vegum félagsins. Oktavía Stefánsdóttir leikstýrir verkinu og er það fjórða árið í röð sem hún setur upp leikrit fyrir Leikfélag Flateyrar. ULLARVÖRUR Alafoss kynnir nýjungar Alafoss hf. kynnti nýlega ýmsar nýjungar í fatnaði, værðarvoð- um og handptjónabandi, sem settar verða á markað á næstu mánuðum bæði hér á landi og erlendis. Um þessar mundir er að ljúka fyrsta starfsári fyrirtækisins eftir samein- ingu gamla Álafoss og ullariðnaðar Sambandsins, og er sú vara sem nú kemur á markað alfarið hönnuð og þróuð eftir að nýja fyrirtækið tók til starfa. í byijun næsta árs er væntanleg á markað ný fatalína frá Álafossi, en með henni er farið nær framleiðslu hefðbundins tísku- fatnaðar en verið hefur hjá fyrir- tækinu til þessa. _ Frá fatadeild Álafoss hf. er nú kynnt ný lfna í Icewool, sem er hinn hefðbundni íslenski ullarfatnaður, og er einkum framleiddur fyrir rót- gróna markaði í Evrópu og Banda- ríkjunum, auk Japans. Þar er um að ræða vörur í íslenskum sauðalit- um og pastellitum, en til viðbótar kemur ný litalína, sem fellur nær þeim tískustraumum sem ríkjandi eru um þessar mundir. Hönnuðir eru þær Hulda Kristín Magnús- dóttir og Gunnhildur Ásgeirsdóttir, sem nutu ráðgjafar bæði í Banda- ríkjunum og Evrópu. Nú þegar er komin á markað framleiðsla banddeildarinnar í Mos- fellsbæ, en þar er um að ræða nýja liti í lopa og flosi, en einnig er vand- að til uppskriftagerðar. Það var breski hönnuðurinn Christian de Falbe sem hafði veg og vanda af hönnun og uppskriftagerð að þessu sinni, ásamt tveimur íslenskum hönnuðum. Byijað er að dreifa upp- skriftunum, sem eru 55 talsins, í Bretlandi og Kanada, þar sem þær hafa fengið góðar viðtökur. í undir- búningi er að dreifa þeim einnig á viðkomandi tungumálum á Norður- löndunum og í Þýskalandi. Hluti þeirra var gefínn út á íslensku. Værðarvoðirnar, sem nú eru kynntar, eru hannaðar af Guðrúnu Gunnarsdóttur, textílhönnuði. Þar er að fínna ýmsar nýjungar, til dæmis svokallaða lundalínu; einlit teppi í fjölmörgum litum sem bera nýtískulegt yfírbragð, og er fyrst og fremst ætlað að höfða til yngra fólks. Helga Möller sýningarstúlka klædd peysu frá fatadeild Ála- foss hf. Morgunblaðið/Sverrir Jólagleði og íþróttir Isíðustu viku lauk í Garðabæ íþróttanámskeiði fyrir yngstu bömin. Voru það fjörutíu 5-7 ára böm sem í allt haust hafa notið þjálfunar hjá íþróttafélaginu Stjömunni og Iþrótta- og tómstund- aráði Garðabæjar. íþróttakennarar við Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafa stýrt kennslunni en til aðstoð- ar vom nemendur þeirra á íþrótta- sviði. Er skólanum var slitið var haldin hátíð í Ásbúð í Garðabæ. Kátt var á hjalla og jólasveininum var að vonum vel fagnað er hann birtist þar með epli og trópídrykk. Öll fengu bömin viðurkenningar- skjal fyrir þátttöku í skólanum, eins og sjá má á myndinni, sem tekin var stuttu eftir að jólasveinninn brá sér af bæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.