Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
49
Kortið sem
Björgvin
Frederiksen
hefur gefið út í
tilefni leiðtoga-
fúndarins í
Reykjavík.
Hann smíðaði
einnig fána-
borgina.
LEIÐTOGAFUNDURINN
Fánaborg í
minningarskyni
Þeir Ronald Reagan, Bandarilq'a-
forseti, og Míkhaíl Gorbatsjov,
Sovétleiðtogi, hittust í fimmta og
líklega síðasta sinn í New York á
dögunum. Sagan á eftir að segja
síðasta orðið um það, hver þessara
funda hafi verið merkastur. í hug-
um íslendinga hlýtur Reykjavíkur-
fundinn haustið 1986 að bera hæst.
Minnast menn hans enn með ýms-
um hætti og nú hefur Björgvin
Frederiksen smíðað fánaborg þar
sem fána Reyiq'avíkur ber hæst en
til hliðar við hann eru fánar Sov-
étríkjanna og Bandaríkjanna. Jafn-
framt hefur Björgvin látið prenta
litkort af fánaborginni með mynd
af Höfða í baksýn.
Björgvin Frederiksen sagði að
með leyfi réttra yfirvalda hefði hann
ráðist í að gera þennan minningar-
grip um Reykjavíkurfundinn. Það
væri aldrei of seint að minnast jafn
merkilegs atburðar, þar sem mikil-
vægt skref hefði verið stigið í friðar-
átt. Aftan á kortinu er leiðtogafund-
arins getið í texta sem birtur er á
íslensku, dönsku, ensku, þýsku og
rússnesku.
Björgvin sagði, að kortið hefði
verið gert í takmörkuðu upplagi og
væri aðeins til sölu í versluninni
Bristol í Bankastræti.
I rúmlega hálfa öld hefur gullsmíðastofa Kjartans Ásmundssonar haft mikið
úrval gull og demantsskartgripa á boðstólum.
Aldrei fyrr hefur úrvalið verið meira og allt eru það gæðademantar sem
fluttir eru inn frá Antwerpen, miðstöð demantsviðskipta í heiminum.
Ef þú leitar að fallegri gjöf sem gleður ástvin, - þá líttu við hjá okkur.
'em/wfar
JARTAN ASMUNDSSON GULLSMIÐUR
Aðalstræti 7 101 Reykjavík
PÉTUR
ZOPMONÍASSON
VKINGS
LEKJARÆTT !V
FANGINN OG DÓMARINN
Þáttur af Siguröi skurdi
og Skúla sýslumanni
Ásgeir Jakobsson
Svonefnd Skurðsmál hófust
með því, að 22. des. 1891
fannst lík manns á skafli á
Klofningsdal í Önundarfirði.
Mönnum þótti ekki einleikið
um dauða mannsins og féll
grunur á Sigurð Jóhannsson,
sem kallaður var skurdur, en
hann hafði verið á ferð með
þeim látna daginn áður á
Klofningsheiði. Skúla sýslu-
manni fórst rannsókn málsins
með þeim hætti, að af hlauzt
5 ára rimma, svo nefnd Skúla-
mál, og Sigurður skurður, sak-
laus, hefur verið talinn morð-
ingi í nær 100 ár. Skurðsmál
hafa aldrei verið rannsökuð
sérstaklega eftir frumgögnum
og aðstæðum á vettvangi fyrr
en hér.
VIKINGSLÆKJARÆTTIV
Pétur Zophoníasson
Þetta er fjórða bindið af niðja-
tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og
Bjarna Halldórssonar hrepp-
stjóra á Víkingslæk. Pétur
Zophoníasson tók niðjatalið
saman, en aðeins hluti þess
kom út á sínum tíma. í þessu
bindi eru i-, k: og 1-liðir ættar-
innar, niðjar Ólafs og Gizurar
Bjarnasona og Kristínar Bjarna-
dóttur. í þessari nýju útgáfu
Víkingslækjarættar hefur tals-
verðu verið bætt við þau drög
Péturs, sem til voru í vélriti, og
auk þess er mikill fengur að
hinum mörgu myndum, sem
fylgja niðjatalinu. í næsta bindi
kemur svo h-liður, niðjar Stefáns
Bjarnasonar.
ÞÓRÐUR KAKALI
Ásgeir Jakobsson
Þórður kakali Sighvatsson var
stórbrotin persóna, vitur
maður, viljafastur og mikill
hermaður, en um leið
mannlegur og vinsæll. Ásgeir
Jakobsson hefur hér ritað
sögu Þórðar kakala, eins
mesta foringja Sturlunga á
Sturlungaöld. Ásgeir rekur
söguna eftir þeim
sögubrotum, sem til eru
bókfest af honum hér og þar í
Sturlungusafninu, í Þórðar
sögu, í Islendinga sögu, í
Arons sögu Hjörleifssonar og
Þorgils sögu skarða og einnig í
Hákonar sögu. Gísli
Sigurðsson myndskreytti
bókina.
ANDSTÆÐUR
Sveinn frá Elivogum
Ándstæður hefur að geyma
safn ljóða og vísna Sveins frá
Elivogum (1889-1945). Þessi
ljóð og vísur gefa glögga
mynd af Sveini og viðhorfum
hans til lífs, listar og sam-
ferðamanna. Sveinn var bjarg-
álna bóndi í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta
þessarar aldar. Hann var eitt
minnisstæðasta alþýðuskáld
þessa lands og þótti mjög
minna á Bólu-Hjálmar í kveð-
skap sínum. Báðir bjuggu þeir
við óblíð ævikjör og fóru síst
varhluta af misskilningi sam-
tíðarmanna sinna.
SKVGGSJA - BOKABÚÐ OIIVERS STEDfS SE