Morgunblaðið - 14.12.1988, Side 52
tr*
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1988
gUSLrfcW 1
©»9B7 Univefsal Pfess SyndicalB
,Eréu aftur hsettur a.h r-e.ykja.?"
TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved
° 1988Los AngelesTimes Syndicate
!01)T> — ~
— -
HÖGNI HREKKVÍSI
z, HL-eOU AB> 8RÖNPORONU/U HANS BF Pi)
VILT EKKI /VtlSSA 1_ÍF|E>.“
Að læra að drekka ekki
Til Velvakanda.
Mikil ölvun í Reykjavík í nótt,
6 rúður brotnar í miðborginni,
maður stunginn með hnífi í vestur-
bænum, kveikt í skóla í Kópavogi,
mikið drukkinn ökumaður keyrir
utan í 3 bíla og eyðileggur þá,
skotið á konu í Breiðholtinu. Eitt-
hvað á þessa leið hljóða útvarps-
fréttimar hvem laugardags- og
sunnudagsmorgun, allan ársins
hring.
Þeim, sem stjóma brennivíns-
sölunni, er samt greinilega ekki
nóg boðið. Aldrei hefur í manna
minnum verið gert eins mikið að
því að íjalla um áfengi í fjölmiðl-
um. Það er verið að opna nýja
brennivínsbúð einhvers staðar ut-
anbæjar eða innan. Áfengisútsölur
em haldnar með pomp og prakt
að ógleymdum bjómum sem á að
hella yfir landslýðinn á vordögum.
Forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins
virðist telja það sitt hlutverk að
ota áfengi að almenningi eins og
hann væri að selja þorskalýsi eða
hunang.
Um daginn var kölluð hingað
fjölskylda alla leið frá London til
að taka þátt í skímarathöfn á
brennivínstegund. Ég hélt satt að
segja að það væri bannað að aug-
lýsa áfengi en ekki veit ég hvað
em auglýsingar, ef ekki þessi
endalausa umijöllun um brennivín
eins og ekkert sé sjálfsagðara en
hafa það á hvers manns borði, við
öll tækifæri. Bjarki Elíasson, lög-
reglumaður, sagði í útvarpi um
daginn að 90% meiri háttar af-
brota tengdust áfengisneyslu,
samt er haldið áfram endalausum
brennivínsáróðri og hvart sem fólk
kemur saman, birtast myndir af
því haldandi á brennivínsglösum.
Nú fer jólaglöggstíðin í hönd, fólk
kemur saman eftir vinnu, sötrar
glöggið og ekur svo heim. Er von
á góðu? Svo skilst mér að komin
sé lausn á því máli, hvað eigi að
gera við gamla miðbæinn, eftir að
verzlunin fluttist mikið til upp í
Kringlu. Það á sem sé að opna
bjórstofu á öðm hveiju götuhomi.
Aumingja íbúamir þeir kjósa
líklega þá sem kölluðu þetta yfír
þá, næst þegar færi gefst] Að lok-
um þetta til þeirra, sem enn þá
hafa áhyggjur af velferð Islend-
inga: Það er alltaf verið að tala
um að fólk eigi að læra að drekka.
Ég vil aftur á móti taka undir
með vitmm manni sem sagði:
„Fólk á ekki að læra að drekka,
það á að læra að drekka ekki.“
Þorbjörg Björnsdóttir
Slysalaus
j ólaundirbúningur
Er jólaserían í lagi?
Það tekur sinn tíma að láta yfirfara og gera við útiseríur og því ástæða
til að huga að slíku núna. Takið ekki þá áhættu að nota lélegar og illa
varðar ljósaseríur. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum.
Víkveiji skrifar
Sífellt er verið að þrengja að
reykingarmönnum. Innan dyra
á Morgunblaðinu hafa til dæmis
verið gerðar ráðstafanir til að fram-
fylgja með skipulegum hætti regl-
unum sem losa þá sem ekki reykja
á vinnustað undan þeirri áþján að
vera sífellt í reykjarmekki þvert
ofan í vilja þeirra. Á nýlegri ferð
til Bandaríkjanna fagnaði Víkveiji
því sérstaklega að vera laus undan
reykingum. Þar í landi fer það ekki
fram hjá neinum að réttur þeirra
sem ekki reykja er í heiðri hafður.
Meðal þeirra aðgerða sem gripið
hefur verið til er að banna alfarið
reykingar í flugvélum þegar ferðin
tekur innan við tvo klukkutíma.
Minna flugfreyjur farþega á að við
því séu háar sektir að virða ekki
þetta bann alls staðar í flugvélinni.
Á fundi sem Víkverji sat með um
80 mönnum var bannað að reykja
í fundarsal. Ekki nóg með það. I
kaffihléi urðu reykingarmenn að
fara út úr byggingunni eða fram í
anddyri hennar ef þeir vildu stunda
ávana sinn. Fór ekki fram hjá nein-
um að þeir litu á sig sem illa settan
minnihlutahóp en tóku harðræðinu
af karlmennsku.
Víkveiji minnist þess þegar
hann fór til Bandaríkjanna
fyrir nokkrum árum og var enn á
því stigi að totta danska vindla af
og til að hann lenti stundum í dálitl-
um vandræðum vegna þess. Lét
fólk ekki hjá líða að láta í ljós
óánægju yfir stybbunni. Kom þetta
einkum fram í svipbrigðum eða lát-
æði. Lá stundum við að fólk færi
frá næstu borðum við Víkvetja þeg-
ar hann kveikti sér í vindli á veit-
ingastöðum. Eða gestir kvörtuðu
við þjóna undan þeirri áþján er því
fylgdi að nýta sér þjónustu þeirra
í návist þessa illþeijandi reykháfs.
Með hliðsjón af þeim skrefum
sem síðan hafa verið stigin í barátt-
unni gegn reykingum í Banda-
ríkjunum hefði líklega mátt hand-
taka Víkveija eða stórsekta nú ef
hann hefði kveikt sér í dönskum
smávindli á almannafæri. Verða
Bandaríkjamenn þó ekki almennt
sakaðir um að vera með of mikil
afskipti af öðrum; þeir vilja hins
vegar fá að hafa rétt til að gæta
eigin heilsu og vernda hana fyrir
ágangi annarra.
A
IBandaríkjunum hafa talsmenn
heilbrigðs lífernis sett fram áætl-
un í 21 lið, sem menn eiga að fylgja
í daglegu lífi og neyslu til að halda
sem bestri heilsu. Nýlega var birt
niðurstaða í árlegri könnun, þar
sem leitað er svara við spurningum
er miða að því að fá hugmynd um,
hve mikið mark almennir borgarar
taka á slíkum ábendingum.
Könnunin leiðir m.a. í ljós, að
92% aðspurðra forðast að reykja í
rúminu. 88% neyta áfengis í hófi.
84% láta mæla blóðþrýstingin ár-
lega. 83% taka reglulega þátt í fé
lagslífi. 82% hafa reykskynjara á
heimilum sínum. 77% forðast að aka
eftir neyslu áfengis. 75% fara ár-
lega til tannlæknis. 72% reykja
ekki. 68% reyna að takmarka
stress. 61% sofa 7 til 8 tíma á
nóttu. 60% borða trefjar. 59% huga
að vítamín- og steinefnaneyslu. 57%
nota öryggisbelti við akstur. 55%
virða ákvæði um hámarkshraða.
35% reyna oft á sig við líkamsrækt
en aðeins 24% tekst að halda kjör
þyngd.