Morgunblaðið - 16.12.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1988
<23
FUGL í BÚRI
Békmenntir
Sigurður-Haukur Guðjónsson
Höfundur: Kristin Loftsdóttir.
Kápumyndir: Bpi Kristjánsson.
Prentverk: Prentstofa G. Bene-
diktssonar.
Útgefandi: Vaka-Helgafell.
Þetta er þriðja bókin sem Verð-
launasjóður íslenskra bamabóka
sendir frá sér. Og hvílík saga! Meist-
aratökin á efni eru slík, að ég trúi
því vart enn að höfundur sé aðeins
19 ára. Þyl þó hvað eftir annað
vísuna gömlu, hans Jónasar Hali-
grímssonar, um að ár segi ekki allt
um þroska manna. Já, mest kom
mér á óvart dýpt hugsunarinnar og
skilningurinn sem að baki frásögn-
inni liggur. Sá undirtónn er hugljúf-
ur og heillandi, engu líkar en hann
haldi á setningunum eins og bami
í faðmi lífsreyndrar móður, gefur
lokkandi fyrirheit um að hér sé stig-
inn fram höfundur sem eigi eftír
að skipa sér í röð góðskálda, ekki
aðeins íslenskra, heldur í heimi bók-
mennta almennt.
Sagt er frá tveimur bömum,
Kittu og Elíasi. Þau em ung, 11
ára. Vinátta þeirra, og hvemig þau
vinna úr gleði og sorg daganna er
aðalþráður vefsins. Ljós og skuggar
vega hér salt og með óvenjulegum
stflþrifum tekst höfundi að halda
því á róli, þar til lesandinn hefur á
tilfinningunni að hann þekki í böm-
unum sjálfan sig, sín eigin böm,
lífið sjálft. Þau eru jú böm, enn
saklaus, laus undan tískugrómi
tíðarandans, en takast á við verk-
efni sín, eins og fullorðnir speking-
ar. Meistaralega gert af ungum
höfundi, og mér finnst ég, og við
hin, í þakkarskuld við Áma Víking,
Kristín Loftsdóttir
er hvatti Kristínu til þess að rétta
handritið fram.
Ég rek ekki þráð sögunnar, vil
ekki ræna lesandann þeirri ánægju
að kynnast honum sjálfur. Það er
þess virði. Sá sem vill rétta ungl-
ingi góða bók, snjalla bók, hefír
hana hér.
Vaka-Helgafell fer ekki alltaf
troðnar slóðir, sendir líka frá sér
bækur á vorin. Víst er þessi bók
vorboði um snjallan höfund. Prent-
verk allt til fyrirmyndar, í engu
sparað um frágang. Hafi þeir er
að unnu þökk fyrir, og Kristín,
mættum við fá meira að sjá og
heyra.
Við hjá Gullsmíðastofu Kjartans Ásmundssonar höfum á boðstólum mikið
úrval perluskartgripa, með bæði sjávar og ferskvatnsperlum.
Ef þú leitar að fallegri gjöf sem gleður ástvin - þá líttu við hjá okkur.
C/kjartan asmundsson gullsmiour
Þrautgóðir á raunastund
Steinar J. Lúðviksson
Björgunar- og sjóslysasaga íslands, 19.
bindi
Bókin fjallar um árin 1972—1974.
Þá gerðust margir stórviðburðir. Togarinn Hamranes sökk
út af Jökli 1972. Hörmuleg sjóslys urðu í skaðaveðrum
1973 þegar vélbátarnir María og Sjöstjarnan fórust. Einn-
ig segir frá strandi Port Vale við ósa Lagarfljóts.
GULLVÆGAR BÆKUR
í SAFNIÐ
Minningar Huldu Á Steffánsdóttur
Skólastarf og offri ár
Hulda segir frá Kvennaskólanum á Blönduósi þar sem hún
var skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem hún
veitti forstöðu.
,,Mér finnst békin meS hinunt bextu, sem ég hef
lesið þessarar tegundar" Þór Magnússon, þjóðminja-
vörður um fyrstu minningabók Huldu t brófi til bennor 10. jan. 1986.
Þjóðhættir og þjóðtrú
Skráð aff Þórði saffnstjóra i Skágvm
Þessi bók er árangur af samstarfi Þórðar Tómassonar safn-
stjóra í Skógum og Sigurðar Þórðarsonar hins fróða af
Mýrum í Hornafirði. Hér greinir frá lífi og storfi, þjóð-
siðum og þjóðtrú.
ÖRLYGUR
SÍÐUMÚIA 11,
SÍMI 8 48 66