Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 7
. ^ORGUfJfllAftlP pyUGA^DAgUfi 31. DgSEMBER. 1988 fi 7 Mikki mús átti stórafmæli á árinu. 19. ikki mús átti stórafmæli á árinu og var afmælisbaminu haldin dýrleg veisla í Disneylandi. Hversu aldurhnigið er nagdýrið ráð- snjalla?: a. 50 ára. c. 100 ára. b. 70 ára. d. 60 ára. 21. Ný lög um hjarta- flutninga ganga í gildi í Svíþjóð nú um áramótin. Samkvæmt iögunum: a. verða hjörtu sem grædd eru i sænska ríkisborgara að vera sænsk. b. er óheimilt að græða hjörtu i sænska rikisborgara sem gerst hafe sekir um skattsvik. c. verða hjartaþe- garnir að sækja sex vikna námskeið um félagsleg réttindi inn- flytjenda. d. er leyfilegt að græða norsk og dönsk hjörtu í sænska rikis- borgara. Þurfa sænskir hjarta- þegar framvegls aö sækja nám- skeiö um réttindi innflytjenda? 20. Menn urðu að vonum harmi slegnir er það fréttist að for- seti Nígeríu hefði skotið vamar- málaráðherra landsins til bana. Þetta reyndist ekki eiga við rök að styðjast eins og í ljós kom er: a. varnarmálaráðherrann Iagði á það ríka áherslu i blaðaviðtali að hann væri á lifi. b. skýrt var frá því að embætti varnarmálaráðherra hefði aldrei verið til. c. skýrt var frá þvi að forsetinn hefði skotið húsvörð forsetahall- arinnar í misgripum. d. forsetinn lýsti yfir því að hann hefði ekki byssuleyfi. Aform lækna sem starfa við sjúkrahús eitt í Lundúnum ollu miklum deilum þar í landi í ágúst- mánuði og vom það einkum for- svarsmenn dýravemdunarfélaga sem þótti að skjólstæðingum sínum vegið. Læknamir hyggjast freista þess að: a. græða fuglsgogga á flækings- hunda. b. græða líffæri úr svinum i menn. c. græða lifiæri úr mönnum í kóalabirni. d. græða líffæri úr apadýrum i menn. 23. Kastró Kúbuleiðtogi boðaði til neyðarfundar í ágústmánuði og kvað ástandið í fyrirmyndarrík- inu alvarlegt. Sagði hann vörus- kortinn öldungis hróplegan og nefndi sem dæmi að: a. ein tannkremstúpa þyrfti að nægja þriggja manna fjölskyldu í þrjá mánuði. b. gripa þyrfti til skömmtunar á hundamat, rakvélablöðum og svitalyktareyði strax eftir ára- mót. c. Havanavindlar og sykur væru á þrotum í höfuðborginni. d. ellilífeyrisþegar þyrftu að bíða i fimm ár eftir inniskóm sem i ofanálag væru tékkneskir og úr plasti. 24. Norskur skipstjóri hyggst nú eftir áramótin leggja í nokkuð sérkennilega siglingu yfir Atlants- haf. Skipstjórinn vonast eftir því að komast í Heimsmetabók Guin- ness enda ætlar hann að sigla yfir hafíð í: a. öskutunnu. b. suður-kóreönsku plastlikani af seglskipinu Vasa. c. plasttunnu. d. bleikmálaðri kerlaug úr fis- léttum gerviefnum. að vakti nokkra athygli er syst- ir Leonóra Wilson, nunna í reglu Páls postula, hóf rekstur þjón- ustufyrirtækis í Dússeldorf í Vest- ur-Þýskalandi. Nunnan framtaks- ama rekur: a. hreingerningarþjónustuna „Gabríel". b. sólbaðsstofu. c. skyndibitastað. d. myndbandaleigu. 26. Míkhaíl S. Gorbatsjov ávarpaði allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna í desember. í ræðunni vakti mesta athygli vakti sú ákvörð- un hans: a. að fjölga leigubílum í Moskvu um 420 á næstu 12 árum og heim- ila greiðslukortaviðskipti í stór- versluninni Gúm við Rauða torg- ið. b. að draga til baka úr Evrópu 2.600 torséðar skammflaugar með fjölodda stýrihleðslum. c. að fækka í herafla Sovétmanna um 500.000 manns á næstu tveim- ur árum. d. að kalla heim sovéskar her- sveitir í Rúmeníu á næstu sex mánuðum. 27. Bréf hertogahjónanna af Winds- or voru gefin út í ár en bresk dagblöð fullyrtu að hjónin hefðu viljað að bréf þeirra yrðu eyðilögð vegna þess að: a. í þeim kom fram að hertoginn íhugaði að gerast skólastjóri í lieimavistarskóla á vesturströnd- inni skömmu áður en hann gekk í hjónaband. b. í þeim var farið óvirðulegum orðum um Elísabetu drottningu og móður hennar. c. í þeim kom fram að hertoginn var slyngur Qárhættuspilari og hafði verðmæta gimsteina og fílabein af afrískum ættbálka- höfðingjum. d. í þeim kom fram að hertogan- um þótti Karl Bretaprins fýldur og illa upp alinn. 28. Bandaríska vikuritið Time veitt- ist að frú Nancy Reagan með furðu ósvífnum hætti og vændi hana um að hafa vitandi vits svikið loforð frá árinu 1982. í hvetju voru meint svik forsetafrúarinnar fólgin? a. Hún hafði heitið því að gera ekki upp á milli framleiðenda við kaup á rafhlöðum í heyrnartæki eiginmannsins. b. Hún hafði lofað samtökum uppgjafarhermanna að stjórna námskeiði í steppdansi þeim að kostnaðarlausu. c. Hún hafði heitið því að stíga aldrei fæti sinum á sovéska grund. d. Hún hafði heitið því að hætta að fá lánuð föt og skartgripi hjá þekktum tískuhönnuðum. 29. Almenningur í Qatar ærðist af fögnuði er yfirvöld skýrðu frá því að sala á vinsælum drykk, sem þykir svalandi í eyðimerkurhitum, hefði verið heimiluð eftir 20 ára bann. Drykkurinn vinsæli heitir: a. Póló. b. Kóka kóla. c. Pepsí kóla. d. Tequila Sunrise. 30. Fjölmiðlar víða um heim hafa fylgst grannt með ástarsam- bandi Andreas Papandreous, for- sætisráðherra Grikklands, og Dímítru Líani. Hún þykir með af- brigðum fönguleg en við hvað star- far hún? a. Hún kennir handavinnu í hús- mæðraskólanum í Aþenu en starfar sem baðvörður þijú kvöld í viku. b. Hún er blaðamaður við vikurit- ið sívinsæla „Afródíta". c. Hún er flugfreyja. d. Hún stjórnar lottó-þættinum í gríska rikissjónvarpinu. 31. Skýrt var frá því í október að egypskur rithöfundur hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels í ár og er þetta í fyrsta skipti sem þau eru veitt arabískum rithöfundi. Hann heitir: a. Naguib Mahfouz. b. Yavuz Karaoezbeck c. Faisal Akhef el Fayez. d. Levent Sinirlioglu. 32. George Herbert Walker Bush fór með sigur af hólmi í forr setakosningunum í Bandaríkjunum og eitt fyrsta verk hans var að skipa næsta utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Sá ágæti maður heitir: a. John Sununu. b. Tucker Quayle. c. James Baker. d. Joe Zuzu. 33. Glasnost-stefna Míkhaíls S. Gorbatsjovs setti mark sitt á sovéska fjölmiðla á árinu og voru flestar helgar kýr öreigastéttarinn- ar leiddar fram til slátrunar. Þann- ig hélt þekktur sovéskur ritstjóri því fram að Jósef heitinn Stalín hefði: a. brotið gleraugu aldraðrar móður sinnar í æðiskasti er Adolf Hitler rauf griðasáttmálann við Sovétmenn. b. einfaldlega þjáðst af bijálsemi alla sína valdatíð. c. dæmt hetjuverkamanninn Stakhanov til vinnubúðarvistar fyrir að hafa farið fram úr gild- andi framleiðsluáætlunum. d. þjáðst af svefhleysi en neitað að nota róandi lyf með alkunnum afleiðingum. 34. Finnskur þingmaður lagði til að komið yrði fyrir sérstökum mælitækjum við allar dyr þingsala í þinghúsinu í Helsinki. Hann taldi brýnt að mæla: a. áfengisneyslu þingmanna. b. sannsögli þingmanna. c. kólesteról í blóði þingmanna. d. greindarvísitölu þingmanna. 35. Deila Azera og Armena um yfirráð yfir héraði einu í Sovét- lýðveldinu Azerbajdzhan var mikið í fréttum á árinu. Héraðið umdeilda heitir: a. Ganorno-Dneprebakh. b. Krasnaíj-plotsjad. c. Nagorno-Karabakh. d. Kanorno-Nagrobakh. 36. Christina Onassis, dóttir gríska auðkýfingsins, Aristolesar On- assis, safnaðist til feðra sinna í nóvember. Dóttir hennar, þriggja ára gömul, kemur til með að erfa Onassis-auðinn sem talinn er vera um 45 milljarðar íslenskra króna. Erfmginn ungi heitir: a. Aþena. b. Olga. c. Katarína. d. Kristrún. Sjá svör á bls. 23B. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti lýsti yfir því að rífa þyrfti hið nýbyggða sendiráð Bandaríkjamanna i Moskvu til grunna og byggja nýtt með æmum tilkostnaði. Forsetinn kvað þetta nauðsyn- legt vegna þess að: a. gleymst hefði að gera ráð fyrir íbúð fyrir húsvörðinn og bílageymslan í kjallaran- um væri miðuð við Lada- bifreiðar. b. byggingin gæti ekki stað- ist minniháttar kjarnorku- Huers vegna vill Ronald Re- árás. agan Bandaríkjaforseti láta c. komið hefði verið fyrir rífa þessa byggingu? hlustunartækjum í húsinu og við þau væri ekki hægt að losna. d. ruglunartækjum hefði verið komið fyrir í veggjunum og að- eins væri unnt að taka við útsendingum Moskvu-útvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.