Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 26
36 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988
... ekki hægt að kaupa.
TM Reg. U.S. Pat Off. — all nghts reserved
c 1988 Los Angeles Times Syndicate
Getið þið ekki hjálpað mér
um bolla af hrísgrjónum?
HÖGNI HREKKVISI
, pETTA ER SKEíVI/vn>\NAlE?N AÉ>UR / "
Þessir hringdu . .
Réttum úr kútnum með
hækkandi sól
Bjartsýnn hringdi:
„Ósköp er það þreytandi þetta
sífelda krepputal sem stöðugt
hljómar í fjölmiðlum okkar.
Greinilegt er að stjómmálamenn-
imir, sérstaklega þeir sem styðja
stjómina, vilja endilega fá okkur
til að trúa því að kreppa sé skoll-
in á hér á Islandi. Nú fer sólin
hækkandi og í tilefni þess legg
ég til að bæði stjómmálamenn og
aðrir hætti þessum barlómi. Þjóð-
artekjur hafa aðeins dregist lítil-
lega saman og það er í rauninni
bjart framundan. „Kreppan" sem
svo mikið er búið að tala um er
í alfarið heimatilbúin. En athug-
um að heimatilbúin kreppa getur
líka verið hættuleg. Vegan þessa
eilífa krepputals geta menn misst
móðinn og atvinnulífíð orðið fyrir
skaða. Þessa sjást þegar merki.
Stjómmálamennimir ættu líka að
gera sér ljóst að þessi blekking
er þjóðinni ekkí til góðs. Hættum
nú þessum barlómi og réttum úr
kútnum með hækkandi sól.“
Óréttmætt kjör
Birna Lárusdóttir hringdi:
„Ég er ekki sátt við kjör
íþróttamanns ársins að þessu
sinni. Það munu vera 19 íþróttaf-
réttamenn sem að kjörinu standa
en að þessu sinni finnst mér
spuming hvort þeir em að kjósa
fýrir sjálfa sig eða þjóðina. Mér
finnst þeir líta framhjá öllum af-
rekum sem ekki eru unnin í frjáls-
um íþróttum eða fótbolta. Afrek
Einars Vilhjálmssonar em meira
metin, þó hann kæmist ekki í úr-
slit á ólympíuleikunum, en afrek
Bjama Ás. Friðríkssonar sem
komst á verðlaunapall í sinni
grein. Er það vegna þess að hann
keppir ekki í réttri grein, ekki í
fótbolta eða fijálsum íþróttum?
Mér finnst að á þessu ári hafi
Haukur Gunnarsson, Lilja María
Snorradóttir og Jóhann Hjartar-
son staðið nær því að hljóta titil-
inn „íþróttamaður ársins 1988“.
Sú spuming gerist áleitin hvort
þessir 19 menn eiga að hafa vald
til að velja íþróttamann ársins eða
hvort réttara væri að bera það
undir þjóðina. Ég hef ekki hitt
neinn sem er sammála þessu
kjöri."
Kvenhúfa
Kvenhúfa úr svörtu minka-
skinni tapaðist á Grandavegi 25.
desember. Finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma
15539. Fundarlaun.
Veski
Veski tapaðist við Laugaveg
fyrir nokkm. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
27481.
Sleði
Bamasleði af tegundinni Stiga
var tekinn við bókabúðina Emblu
í Fellagörðum fyrir nokkm og er
hans sárt saknað. Ef einhver hef-
ur orðið var við sleðann er sá hin
sami vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 71949.
Úr
Kvenúr tapaðist í Miðbænum
eða við Laugaveg á Þorláks-
messukvöld. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
74714.
Dömuveski, hanskar, teppi
Lítil svört hliðartaska með pen-
ingum og ýmsum smáhlutum
fannst við Lindargötu á fimmtu-
dagsmorgun. Svartir skinnhan-
skar fundust á homi Laugavegs
og Klapparstígs fyrir nokkm.
Rúmteppi, sem sennilega hefur
fokið af snúm, fannst á Njálsgötu
fyrir nokkm. Upplýsingar í síma
22496.
Rússnesk teppi
Hjónin sem keyptu rússnesku
teppin í versluninni Ossu í Kirkju-
stræti hinn 19. desember em vin-
samlegast beðin að hafa samband
við verslunina.
Frakki
Frakki var tekinn í misgripum
í Broadway sl. miðvikudagskvöld.
Svartir hanska vom í vösum
frakkans og honum fylgdi grænn
trefill. Sá sem frakkann tók er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 76230 eða skila honum í
afgreiðsluna hjá Broadway.
Víkverji skrifar
á er á enda mnnið enn eitt
árið, árið 1988 er „liðið í ald-
anna skaut" eins og segir í kvæð-
inu. Þetta ár verður kannski ekki
mjög sérstætt, er sagnfræðingar
framtíðarinnar dæma það með
mörgum öðmm. Þó hefur það ein-
kennst af friðarvilja og viðræður
stórveldanna hafa verið ánægjuleg-
ar og eflaust þóknanlegar þorra
fólks. Miklar breytingar em að
verða t.d. í Sovétríkjunum og það
fínna menn dags daglega t.d. í frét-
taflutningi þaðan. Hins vegar óttast
menn að þolinmæði almennings í
þessu mikla stórveldi muni bresta
gagnvart Mikhael Gorbachev, efna-
hagsbatinn verði ekki nægilega
skjótur, og íhaldsmennirnir þar
eystra notfæri sér ólguna í landinu
til þess að koma honum á kné. Þá
gæti nýr Brezhnev risið úr öskus-
tónni og fært klukku þróunarinnar
þar eystra aftur um nokkur ár. Það
yrði mikill skaði og þyrftu vestræn-
ar þjóðir því að styðja þessa miklu
umbótastefnu þar eystra. í Banda-
ríkjunum tekur við í upphafi nýs
árs nýr forseti. Hann á að sjálf-
sögðu eftir að sýna hvað í honum
býr.
*
Ainnlendum vettvangi verður
þess eflaust minnst, að sam-
stjóm tveggja stærstu stjórnmála-
flokkanna féll og við tók ný vinstri
stjóm, stjórnarmynstur, sem alltaf
hefur endað með ósköpum. Mikið
var um það talað að stjórnarslit og
stjómarmyndun hafi farið fram í
sjónvarpi og er það kannski
tímanna tákn og hefði einhvem
tímann þótt saga til næsta bæjar.
Nú bíða menn og sjá hver verður
framvinda mála og hversu langra
lífdaga stjóminni verður auðið.
Annars hefur krepputal einkennt
árið 1988, einkum síðari hluta þess.
Þrátt fyrir það hefur árið verið gjöf-
ult - aflaverðmæti aldrei verið meira
og þjóðartekjur á mann með þeim
hæstu sem um getur í víðri veröld
o.s. frv. Það er því ekki nema von,
að sumir eigi erfitt með að skilja
krepputalið.
Ársins 1988 verður líka minnst
sem árs Olympíuleikanna, þar sem
Islendingar væntu mikils, en upp-
skám ekki í samræmi við þær vænt-
ingar. Hins vegar vom væntingar
kannski ekki eins miklar í sam-
bandi við heimsleika fatlaðra, en
þrátt fyrir það sóttu íslendingar
þangað þrenn gullverðlaun. Á nýju
ári munu íslendingar væntanlega
bíta í skjaldarrendur og strengja
þess heit að vinna sig upp í íþróttum
á nú, komast í A-keppni í hand-
knattleik á ný.
XXX
Aárinu 1988 hafa frídagar í
kringum jól og áramót verið
með minnsta móti. Jólahátíðin sjálf
var að lengd eins og verzlunar-
mannahelgin og nýárshelgin er að
lengd til eins og venjuleg helgi.
Slíkt sem þetta gerist á 11 ára
fresti. Frídögunum fjölgar svo dálí-
tið á árinu sem í hönd fer, að vísu
verður jólahátíðin aftur þrír dagar,
þar sem aðfangadag ber upp á
sunnudag, en árið 1990 verður ný-
ársdagur á mánudegi, svo að lands-
menn fá aðeins meiri hvíld þá.
XXX
Yíkverji vill að endingu óska
öllum lesendum sínum árs og
friðar. Hann þakkar samskipti á
liðnu ári og vonar að nýja árið
megi verða landsmönnum bæði
gjöfult og gott.
Gleðilegt nýtt ár.