Alþýðublaðið - 21.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ ýs um hámarksverð á sykri. Verðlagsnefndia hefir samkvæmt lögum nr. io, 8. septbr. 1915 og nr. 7, 8. febr. 1917 svo og regiugerð um framkvæmd á þeim lög- um 28. septbr. 1920, ákveðið, að hámark söluverðs í Reykjavík á sykri skuli fyrst um sinn vera þannig: í heildsölu til kaupmanna og félaga frá vörugeymsluhfisi: steyttur sykur kr. 3,30 kg., höggvinn sykur kr. 3,50 kg. í smásölu, þegar seldur er minni þungi en sekkur eða kassi: steyftur sykur kr. 3,70 kg., höggvinn sykur kr. 3,90 kg. Skrá um hámarksverð þetta, sem seljanda nefndrar vöru er skylt að hafa auðsýnilega á sölustaðnum, sarakvæmt 5. gr. framan- nefndrar reglugerðar, fæst á skrifstofu lögreglustjóra. Þetta birtist hér með til leiðbeiningar og eftúbreytni öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavík 20. okt. 1920. Jón Hermannsson. 1 dren vantar til að bera Alþýðublaðið til kaupenda. — Komið í dag á afgreiðsluna. andinn, Amensk landnemasaga. (Framh.) „Eg held þið segið satt“, sagði Hrólfur. Því næst gekk hann til Nathaus og mælti fjörlega: „Þarna er fratnloppan mín, til merkis um, að eg hefi fengið mig saddan af þér og kæri mig ekki um rneira. En það er lítill heiður í því, að vera sterkasti maðurinn í Kentu- cky, og vera sigurvegari í áflog- um, þegar bióðþyrstir rauðskinnar sveima uin, án þess maður hræri !egg eða lið; mín skoðun er sú, að sérhver vopnfær maður eigi að vinna íyrir Iand sitt og nábúa sina og ráðast á þessa fjendur, og sá, sem ekki geri það, sé úr- þvætti. Þetta er mitt áiit. Og vertu sælll“ Um leið og hann sagði síðustu orðin stökk hana upp £ loftið, og snéri sér svo að Bruce ofursta og spurði: „Hvar er hesturinn, sem þú lofaðir rnér? Eg er yfirunninn og get ekki dvaiið hér lengur. Lán- aðu mér hestinn og afhentu mér hann upp á drengskaparorð raitt“. „Þú mátt fá hann“, mælti of- urstinn; „en varaðu þig, að fara lengra með hann en til Logar. Lynch tíómari hefir gætur á þér, gættu þín þvíl“ Þegar Bruce hafði gefið hesta- þjófinurn þessa bendiogu, gekk hann til Nathans, sem sest hafði á viðarbút, og talaði við hundinn sinn, eins og haan væri maður. „Jæja, Pétur", mælti hann hugs andi og stundi þursgan, „hvað heldur þú?“ Pétur svaraði þessari spurningu með því að nugga trýninu við handarbak húsbónda síns og hljóp svo lítin spöl niður ha;ðina, eins og hann kvetti til þess, að þeir héldu burtu frá þessum ógest* risna stað. „Já, Pétur", muldraði Nathan, „það er rétt hjá þér, því fyr sem við förum héðan, því betra; hér er enginn, sem vill okkur vel. En, Pétur, við verðum að fá b!ý og púður og segja þessum möan- um, hvað í fréttum er". * „Nú, nú, Nathan", greip ofurst- inn fram i fyrir honum, „hvaða fregnir hefir þú að segja okkur? Mér finst það skynsamlegra, að þú segir mér það, en þessu heimska dýri. Hefurðu kannske hitt skógarandann eða fangamark hans, einhvernstaðar hér í ná- grenninu?" „Nei", svaraði Nathan, „en boð hafa komið frá þorpum rauð- skinna um það, að þeir safnist saman og ætli að ráðast á Kentu- cky með meiri liðstyrk en nokk- urntíman áður". „Komi þeir bara, fantarnir", mælti ofurstinn og hló hæðnis- hlátur; „það tekur af ókkur það ómak, að heimsækja þá í holum þeirra*. „Kannske eru þeir komnir“, hélt Nathan áfram, „fangi, sem flúið hefir frá þeim, segir, að þeir hafi lagt af stað tveimur dögum eftir að hann flýði". „En hvar hefir þú heyrt þetta?" „Eg heyrði það niður hjá vað- inu og af vörum sjálfs fiótta- mannsins", sagði Nathan. „Hann vsr búinn að aðvara landnemana í Lexingtoa". Pó rafstööin sé ekkí fengin ena þá og yður ef til vill finnist ekkert liggi á að láta leggja rafleiðslur um hús yðar, þá má búast við kapphlaupi um innlagningar um það bil sern straumur kemur til bæjarins, — einmitt af því hve rnargir bíða til síðasta dags. — Til þess að lenda ekki í því kapphlaupi, þá er hyggilegt að panta innlagningu ( hús yðar strax í dag. Vönduð vinna — Sanngjarnt verð. H.f. Rafmf. Hiti & Ljós, Vonarstræti 8. — S í m i 830. Alþbl. er blað ailrar alþýðul

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.