Morgunblaðið - 05.01.1989, Page 51

Morgunblaðið - 05.01.1989, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 5. JANÚAR 1989 51 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Stjömu- glampi íaugu KR-inga STJARNAN skein skœrt í Digra- nesi í gær er lið félagsins vann sjöunda leik sinn í röð í 1. deild, lagði KR að velli verð- skuldað með fimm marka mun. Þetta var jafnframt annað tap KR-inga í röð og virkuðu þeir frekar þungir gegn ungum og léttleikandi Garðbæingum. Stjaman gerði nánast út um leikinn í fyrri hálfleik og var Gylfí Birgisson þar fremstur í flokki. Hann skoraði fjögur mörk í röð er staðan var ValurB. 3:2, breytti stöðunni Jónatansson f 7:3 og var þá ekki sknfar aftur snúið. í síðari hálfleik var þetta 5 til 6 marka munur á- liðunum þar til sjö mínútur voru til leiksloka að KR-ingar náðu að minnka muninn í þrjú mörk. En Stjaman tók góðan endasprett og sigurinn sannfærandi og verðskuld- aður. Stjaman hefur sýnt það í síðustu leilgum sínum að ekki má vanmeta liðið og það kom KR-ingum í koll í gærkvöldi. Garðbæingar vom mun ákveðnari frá fyrstu mínútu og leik- gleðin í fyrirrúmi. í liðinu em góðir einstaklingar, þó engin „stór- stjama", og ná þeir vel saman. Bestu leikmenn liðsins vom Gylfí og Brynjar í markinu. Eins áttu þeir Hilmar Hjaltason, Skúli Gunn- steinsson og Hafsteinn, sem fór oft illa með Konráð Olavson í hægra hominu, góðan leik. Hjá KR vom það aðeins Leifur í markinu, Sigurður Sveinsson og Stefán Kristjánsson sem sýndu sitt rétta andlit. Alfreð náði sér ekki á strik, skýringin kannski sú að hann var lasinn og kastaði m.a. upp fyrr um daginn. Páll virkaði þungur og hefur oft leikið betur. Eldd bara heppnl „KR-ingar vom mjög slakir í þessum leik. Við iékum einnig und- ir getu. Þetta var sjöundi sigur okkar í röð og það er ekki bara heppni. Við höfum æft mjög stíft og markvisst frá því í maí og árang- urinn er að koma í ljós. Við eigum eftir að fá erfíðari andstæðinga í næstu leikjum því liðin taka okkur nú mun alvarlegar er áður,“ sagði Gunnar Einarsson. Morgunblaöið/Bjami Gylfl Blrglsson átti stjömuleik gegn KR í gærkvöldi og skoraði átta mörk. „Við lékum illa. Okkur gengur illa að ná góðri liðsheild upp með yngri og eldri leikmönnum. Stjam- an er hins vegar gott dæmi um lið þar sem leikmenn hafa vaxið sam- an. Sigur Stjömunnar var verð- skuldaður," sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR-inga. fþröttahúsið í Digranesi, fslandsmótið - 1. deild, miðvikudaginn 4. janúar 1989. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 3:2, 6:2, 6:4, 11:5, 13:7, 13:9, 13:10, 15:10, 17:13, 19:13, 22:15, 23:17, 23:20, 26:21, 27:23, 28:23. Stjarnan: Gylfi Birgisson 8/2, Haf- steinn Bragson 4, Hilmar Hjaltason 4, Skúli Gunnsteinsson 4, Einar Einars- son 3, Sigurður Bjamason 3, Axel Bjömsson 1, Þóroddur Ottesen 1, Magnús Eggertsson, Siguijón Bjama- son. Varin skot: Brynjar Kvaran 11, Óskar Friðbjömsson. KR: Páll ólafsson (eldri) 5, Sigurður Sveinsson 5, Stefán Kristjánsson 5, Alfreð Gíslason 5/1, Guðmundur Al- bertsson 1, Guðmundur Pálmason 1, Jóhannes Stefánsson 1, Konráð Olav- son, Páll Ólafsson. Varin skot: Leifur Dagfinnsson 13, Ámi Harðarson. Utan vallar: Stjaman í 4 mín. og KR í 2 mín. Kristján Öm Ingibergsson, formaður handknattleiksdeildar KR, fékk að sjá rauða spjaldið á bekknum. Áhorfendur: 260. Dómaran Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Olsen voru mistækir á stundum. KNATTSPYRNA / ENGLAND Sigurður í þriggja leikja bann Fékk einnig 13.200 kr. sekt SIGURÐUR Jónsson fœr þriggja leikja bann fyrir að hafa fengið rauða spjaldið f leik Sheffield Wednesday gegn Coventry. Þá hefur Sheffield sektað Sigurð um 150 pund (13.200 ísl.kr.). Bannið tekur gildi 16. janúar og því má Sigurður leika með Sheffíeld gegn Liverpool deginum áður. Sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu í fslenska sjón- varpinu. „Ég hélt nú reyndar að ég fengi aðeins eins leiks bann en ég var búinn að fá refsistig fyrir gul spjöld og þvf fékk ég þriggja leikja bann,“ sagði Sigurður. Sigurður fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Lloyd McGrath. Sigurður var rekinn af velli þegar 20 mínútur voru til leiksloka og þá var staðan 3:0. Coventry sigr- aði svo í leiknum, 6:0. „Hann hefði átt að fara útaf líka. Hann var búinn að sparka nokkrum sinnum í mig og ég var orðinn reiður. Svo lentum við í samstuði og ég sparkaði í hann en ekki viljandi,“ sagði Sigurður. HANDKNATTLEIKUR / DÓMARAR Stefán og Ólafur dæma íEystra- saltskeppninni STEFÁN Arnaldsson og Ólafur Haraldsson munu dæma landsleiki í Eystrasaltskeppn- inni (Baltic-cup) í handknattleik íV-Þýskalandi 17.-23. janúar. Þessir leikir munu skera úr um hvort þeir félagar fá alþjóðleg dómararéttindi. Margar af sterkustu þjóðum heims taka þátt í mótinu. Þar verða Sovétmenn, Pólveijar, Ungveijar, A-Þjóðveijar, Finnar og A- og B-lið V-Þjóðveija. ÖU dómarapörin sem dæma á þessu móti eru að reyna að ná al- þjóðlegum réttindum og eftir þessa leiki verður ákveðið hveijir fá rétt- indi. Þrír íslenskir dómarar eru með alþjóðleg dómararéttindi en það eru Rögnvald Erlingsson, Gunnar Kjartansson og Óli Ólsen. Þeir Stefán og Ólafur hafa und- anfarin tvö ár verið valdir bestu dómarar í 1. deild af leikmönnum deildarinnar. HANDKNATTLEIKUR Sigurður Bjamason meiddist á hné Sigurður Bjamason, leikmaður Stjömunnar, meiddist í leiknum gegn KR í gærkvöldi. Hann fékk slæmt högg á hægra hnéið með þeim afleiðingum að liðþófi slitnaði. Þetta er mikið áfall fyrir Stjömuna því Sigurður hefur verið lykilmaður í liðinu. Hann verður frá í minnst sex vikur. Stjaman, sem hefur unnið sjö leiki í röð, er með í keppninni um IHF-sæti næsta keppnistímabil. HANDKNATTLEIKUR / EYRARSUNDSKEPPNIN íslendingar mæta Svíum í Gautaborg m Islenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik í Eyrarsundskeppn- inni - þriðjudaginn 10. jaiiúar gegn Svíum í Gautaborg. íslendingar, Svíar, Danir og Búlgarar taka þátt í keppninni, en Búlgarar leika í sama riðli og íslendingar í B-keppn- inni í Frakklandi. E YRA RSUNDSKEPPNIN í HANDKNA TTLEIK 10. - 12. JANÚAR I p •v GAUTABORG 10. JAN SVÍÞJÓÐ - ÍSLAND HELSINGJAEYRI 12. JAN ÍSLAND - BÚLGARÍA Sama dag og íslendingar og Svíar leika, mætast Danir og Búlg- arar í Hellemp í Kaupmannahöfn. Tveir menn úr íslenska hópnum fara þangað til að taka leikinn upp á myndband. KAUPMANNHÖFN íslendingar leika gegn Búlgömm miðvikudaginn 11. janúar í Slagelse í Danmörku, þar sem leikur Dana og Svía fer einnig fram. Daginn eftir verður leikið í Helsingjaeyri. Þá leika íslendingar og Danir og Svíar og Búlgarar. SLAGELSE 11.JAN DANMÖRK - ÍSLAND 100 km Fimmbreyt- ingar frá Seoul BOGDAN landsliðsþjálfari hef- ur valið 15 manna hóp, sem tekur þátt f Eyrarsundsmótinu í næstu viku. Hópurinn er nokk- uð breyttur frá því sem hann var á Olympíuleikunum í haust, en landsliðsþjálfarinn hefur gertfimm breytingar; Leifur Dagfinnsson, Hrafn Margeirs- son, Birgir Sigurðsson, Júlíus Jónasson og Héðinn Gilsson voru ekki með í Suwon. Að sögn Gunnars Þórs Jónsson- ar, formanns landsliðsnefnd- ar, gáfu Valsmennimir Geir Sveins- son og Jakob Sigurðsson og Víking- urinn Karl Þráinsson ekki kost á sér í ferðina vegna prófa í Háskóla íslands. Þá var ekki ljóst í gær- kvöldi hvort allir, sem valdir voru, fengju frí úr vinnu, en ef forföll verða er Guðjón Arnason, FH, fyrsti varamaður. 15 manna hópinn skipa annars eftirtaldir leikmenn: Markverðir Einar Þorvarðarson, Val, Leifur Dagfínnsson, KR, og Hrafti Mar- geirsson, ÍR. Aðrir leikmenn Guðmundur Guðmundsson, Víkingi, Valdimar Grímsson, Val, Bjarki Sigurðsson, Víkingi, Þorgils Óttar Mathiesen, FH, Birgir Sig- urðsson, Fram, Sigurður Gunnars- son, ÍBV, Páll Ólafsson, KR, Kristján Arason, Teka, Sigurður Sveinsson, Val, Alfreð Gíslason, KR, Júlíus Jónasson, Val, og Héðinn Gilsson, FH.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.