Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 3 Skipulagsnefiid Sambandsins vinnur áfram: Rekstraráætlun fyrir hveija deild Nefiidinni falið að samræma sjónarmið STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga ákvað á stjórnarfundi sinum sem lauk í gær að skipa nefiid til að vinna úr fyrirliggjandi tillögum um breytingar á skipulagi Sambandsins. Nefhdinni er meðal annars falið að láta gera rekstraráætlanir fyrir einstakar deildir. Hún á að taka til meðferðar sérálit Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra og reyna að samræma það sjónarmiðum annarra nefhdarmanna. Einnig á hún að kanna viðbrögð hagsmunaaðila innan samvinnuhreyfingarinn- ar, svo og viðhorf lánastofiiana. Skipulagsnefndin verður endur- skipuð í þetta verk, með þeirri breyt- ingu að nýir menn koma í stað Vals Amþórssonar sem lætur af stjómar- formennsku í SÍS á næstunni og Axels Gíslasonar sem látið hefur af starfi aðstoðarforstjóra. Nýju menn- imir em Gunnar Sveinsson stjómar- maður í SÍS og Ólafur Friðriksson framkvæmdastjóri verslunardeildar. Nefndin á að skila áliti fyrir lok næsta mánaðar og taki þá stjóm Sambandsins afstöðu fyrir sitt leyti. í framhaldi af því verði málin rædd á víðari vettvangi meðal samvinnu- manna. Valur Amþórsson stjómarfor- maður SÍS sagði í gær að tillagan, sem lögð var fram af fulltrúum stjómarinnar í skipulagsnefndinni, hefði verið samþykkt samhljóða. Einnig væri Guðjón B. Ólafsson for- stjóri sammála þessari afgreiðslu málsins. Innlausn spariskírteina: Fólk leitar eflir bréf- um með hærri vöxtum Frágangi utanhúss að ljúka „ÉG REIKNA með að fólk muni leita eftir bréfum með hærri vöxt- um,“ segir Pétur Kristinsson hjá verðbréfamarkaði Kaupþings að- spurður um viðskipti með verð- bréf, en í gær var fyrsti innlausn- ardagur spariskfrteina ríkissjóðs á þessu ári. Pétur sagði að óvenju rólegt hefði verið fyrsta daginn, en hins vegar hafi mikið verið um fyrirspurnir það sem af er mánuð- inum. „Það hefur verið mikil hreyfing frá spariskirteinum yfir í önnur bréf,“ sagði Pétur. Alls verða spariskírteini rfkissjóðs fyrir 2,6 milljarða króna innleysanleg fram í aprílmánuð. Pétur sagði að töluvert hefði slegið á sölu spariskír- teina þegar vextir voru lækkaðir og fólk væri í dag betur vakandi en áður yfir möguleikum sínum til ávöxtunar. Yfírleitt keyptu einstakl- ingar ýmiss konar bréf og áhersla væri lögð á að ráðleggja mismunandi verðbréf. Sigurður B. Stefánsson hjá Verð- bréfamarkaði Iðnaðarbankans kvað of snemmt vera að spá um hvemig fólk verði fé sínu sem það fær fyrir innleyst spariskírteini að þessu sinni. Hann var spurður hvort viðskiptavin- ir keyptu aftur sparisklrteini. „Það er hvort tveggja til. Sumir eigendur spariskírteina, einkum sjóðir, félaga- samtök og þess háttar hafa mótað þá stefnu að vera aðeins I ríkispappír- um og sætta sig við lægri vexti en eru á öðrum bréfum. Aðrir eru sveigj- anlegri og einstaklingar vilja mis- munandi bréf, enda ráðleggjum við það, einkum ef um háar fjárhæðir er að ræða,“ sagði Sigurður. Sigurður Geirsson hjá Verðbréfa- markaði Útvegsbankans sagði að nokkuð væri um að menn keyptu aftur spariskírteini ríkissjóðs, en þá aðeins eldri skírteini sem bera hærri Jón Vídalín ÁR: 27 tonn aflans fóru í gúanó VERÐ á þorski á erlendu isfisk- mörkuðunum er nú lágt vegna Iítillar eftirspumar. Verð á öðrum tegundum er hins vegar hátt, svo fremi sem gæðum sé ekki ábóta- vant. Nokkur dæmi hafa að und- anförau verið um slakan fisk og í gær fóru 27 tonn af afla togar- ans Jóns Vfdalfns í gúanó í Þýzkal- andi. Jón Vídalín ÁR seldi alls 123 tonn í Bremerhaven. Heildarverð var 9,8 milljónir, meðalverð 79,64. Sé sá hluti aflans, sem fór í gúanó, dreginn frá heildinni, reynist meðalverðið hins vegar um 100 krónur, þannig að gott verð fékkst fyrir þann fisk, sem var í lagi. vexti en hin nýju, sem gefin eru út á þessu ári. Eldri skírteinin bera 8% vexti til fimm ára, en hin nýju 7% vexti. ÞRÍR ráðherrar, Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráð- herra, Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra og Ólafur R. Grímsson Qármálaráðherra gengu síðdegis í gær á fimd firamkvæmdastjórnar og form- anna svæðasambanda VMSÍ og þar lýstu Jón og Ólafiir því yfir, að Atvinnutryggingarsjóður væri ríkistryggður, að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns VMSÍ. Fundur VMSI stóð á mánudag og þriðjudag. Deilt var um hvort lffeyrissjóð- irnir ættu að taka þátt í skuld- breytingum með milligöngu At- vinnutryggingarsjóðs. Þó var einróma samþykkt að skora á sjóðina að kaupa skuldbreyt- ingabréfin en nokkrir sátu hjá. Ráðherrarnir lýstu því einnig yfir að ríkisstjórnin hyggðist standa gegn vaxtahækkunum, segir Guðmundur J. Guðmunds- son formaður VMSÍ. Guðmundur sagði að þessi fund- ur hefði ekki mótað afstöðu til kjarabaráttu eða tekið ákvarðanir þar að lútandi. Málin hafi verið rædd og ráðherrum boðið til þess að ræða sjónarmið og viðhorf ríkis- stjómarinnar. Um næstu mánaða- mót verður annar fundur fram- kvæmdastjómar og formanna svæðasambanda VMSÍ um kjara- málin, eftir að ménn hafa rætt við félaga sína heima í héraði. Hart var lagt að Halldóri Ás- grímssyni að efla Atvinnutrygg- ingarsjóð, að sögn Guðmundar, þannig að sjóðurinn verði fær um að gegna hlutverki sínu. Fram kom að það væri ákaflega veikt Þjóðarbókhlaðan við Hring- braut er nú nærri fiillfrágengin að utan. Unnið er nú að þvi að gleija 2. hæð hússins og verður þvi verki að öllum líkindum lokið um mánaðamótin febrú- ef lifeyrissjóðimir neita að lána frá sér með milligöngu sjóðsins, eins og Samband almennra lífeyris- sjóða hefur skorað á sjóðina að gera. Bæði fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra lýstu því yfír að Atvinnutryggingarsjóður sé ríkis- tryggður. Jón Sigurðsson hafði orð á því að setja mætti skýrari ákvæði i reglur um sjóðinn, þótt ekki væri um efnislegar breytingar að ræða, vegna þess að greinilegur vilji væri til að mistúlka þær. Eftir að ráðherramir vom fam- ijím<>.í,} s;ni lij Manfreds Vilhjálmssonar, var unnið töluvert í húsinu á nýliðnu ári, þó byggingin sækist hægt vegna ijárskorts. „Lóðin er að mestu frágengin og húsið að ut- an,“ sagði Manfred. „Þegar lokið verður við að gleija 2. hæð húss- ins verður endanleg mynd komin ir af fundinum kom fram tillaga um að skora á lífeyrissjóðina að kaupa skuldbreytingabréf fyrir- tækja sem sjóðurinn aðstoðar. Til- lagan var samþykkt einróma, en nokkrir fundarmanna sátu þó hjá. Guðmundur sagðist eiga von á harkalegum deilum um afstöðuna til Atvinnutryggingarsjóðs og sagði að hálfu harðari væri afstaða þeirra sem styðja sjóðinn, þar sem þeir óttast atvinnuleysi í sínum byggðarlögum ef fyrirtækin stöðv- ast. á það, utan hvað eftir er að mála dálítið. Nú er unnið að frágangi fordyris, en allur frágangur inn- anhúss er hins vegar eftir. Miðað er við að húsið verði tekið í notk- un árið 1992, en það fer eftir fjár- ffamlögum hvort sú áætlun stenst." Mikil áhersla var lögð á það við ráðherrana að vextir hækkuðu ekki. „Jón Sigurðsson upplýsti að ríkisstjómin hefði lagt mjög fast að bönkunum að hækka ekki og að ríkisstjómin myndi beita sér gegn hækkunum vaxta,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. Hann sagði að ráðherramir hafí orðað það að VMSÍ mætti eiga þá að síðar m'eir, þótt þeir vildu engu lofa um launahækkanir eða kjarabætur núna. ar-mars. Að sögn arkitekts hússins, Fundur forystumanna í Verkamannasambandinu: Skorað á lífeyrissj óðina að kaupa skuldbreytíngabréf Lögð áhersla á að vextir hækkuðu ekki. Ekki mótuð afstaða til kjarabaráttu. Morgunblaðið/RAX Ráðherrar á fimdi með forystu Verkamannasambands íslands. Fremst á myndinni (snýr baki i ljósmynd- arann) er Guðríður Elíasdóttir. Frá vinstri eru síðan Karvel Pálmason, Guðmundur J. Guðmundsson, Halldór Ásgrímsson, Jón Sigurðsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Þjóðarbókhlaðan; Nú er unnið að frágangi fordyris Þjóðarbókhlöðunnar við Hringbraut. Myndin er tekin úr fordyr- inu yfir að Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.