Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 21 Reuter Reykjavík Hafnarfirði Akureyri emína Keflavík Slegistá suðurskauti Síðustu daga hefur nokkrum sinnum slegið í biýnu milli grænfriðunga og Frakka, sem vinna við að leggja flugbraut við Dumont D’Urville- rannsóknastöðina á suðurskautslandinu. Vilja þeir fyrmefndu koma í veg fyrir brautarlagningu og segja, að hún sé tilræði við náttúruna á þessum slóðum. Myndin var tekin á sunnudag þegar fylkingunum hafði lostið saman enn einu sinni. Varað við miklum völdum Gorbatsjovs Mainz. Reuter. BÓRIS Jeltsín, sem rekinn var úr embætti flokksformanns í Moskvu haustið 1987, varaði við því á sunnudag að of mikil völd söfouðust á hendur einum manni í Kreml. Kom þetta fram í viðtali sem vestur- þýska sjónvarpsstöðin ZDF átti við Jeltsín í Moskvu. Hann sagðist ennfremur hvorki geta talist vinur né Qandmaður Míkhaíls Gor- batsjovs, Sovétleiðtoga. „Landið okkar hefur þurft að gjalda þess nokkrum sinnum að einn stjóm- málamaður hafí of mikil völd,“ sagði Jeltsín en hann var rekinn eftir að hafa ráðist harkalega á andstæðinga umbóta í Sovétríkjunum. „Núna von- ast margir til þess að Gorbatsjov standist slíkar freistingar. En það verður einnig að tryggja að slíkir hlut- ir endurtaki sig ekki.“ Gorbatsjov sem varð forseti Sovétríkjanna í fyira ofan á aðalritaratignina eykur völd sín enn frekar á þessu ári þegar ný stjómar- skrá gengur í gildi. í>egar Jeltsín var spurður hvort hann væri vinur eða fjandmaður Gorbatsjovs svaraði hann: „Einhvers staðar mitt á milli. Við tölumst við en erum ekki vinir.“ Jeltsín sagðist ennfremur vera lítt ánægður með hið nýja starf sitt sem aðstoðar- húsnæðismálaráðherra. 80% starfs- ins fælust í pappírsvinnu og hún ætti ekki við sig: Bresk sjúkrahús: Eftirlit með sérfræð- ingnm verður hert St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Yfirvöld hyggjast herða eftirlit með því, að sérfræðingar á sjúkrahúsum inni störf sín af hendi samkvæmt samningum, að því er segir í The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Þetta kemur fram í nýjum tillögum um breytta starfshætti í heilbrigðis- þjónustunni, sem lagðar verða fram í þessum mánuði. Sérstök nefnd innan ríkisstjórn- arinnar undir forsæti Margaretar Thatcher forsætisráðlierra hefur undanfarna mánuði undirbúið til- lögur um breytingar á heilbrigðis- þjónustunni. Sumar tillögur nefnd- arinnar hafa birst í fjölmiðlum að undanfömu og ganga út á, að hvert sjúkrahús verði sjálfstæð rekstrar- eining á föstum fjárlögum. Eitt áhyggjuefni yfirvalda eru störf sérfræðinga. Vitað er, að nokkur brögð hafa verið að því, að þeir ynnu á eigin stofum í vinnutíma sínum hjá ríkinu. Paddy Ross, for- seti breska læknafélagsins, telur, að um 70% sérfræðinga vinni meira en samningar þeirra kveða á um, 20% vinni samkvæmt samningi og um 10% geri minna. Hann telur, að framkvæmdastjórn hvers spítala eigi að fást við slík vandamál. Yfirvöld hafa þó vaxandi áhyggj- ur af þessu, vegna þess að tekjur sérfræðinga af einkarekstri hafa þrefaldast á síðustu tíu árum og eru að jafnaði sem svarar 1,4 millj- ónum króna á hvem lækni. Þau koma ofan á laun þeirra frá ríkinu. Erfíðlega hefur gengið að fylgj- ast með störfum sérfræðinga. Framkvæmdastjórar sjúkrahúsa segjast ekki geta aflað nægilega góðra gagna nema með óþægilegu og kostnaðarsömu eftirliti. Búist er við, að talsmenn sér- fræðinga leggist gegn auknu eftir- liti. Ítalía: Eldur í verk- smiðju Ferrari Tórínó. Frá Brynju Toraer fréttaritara Morgunbladsins. Eldur kom upp í Ferrari- verksmiðju í Tórínó um síðustu helgi. Tjónið er talið nema um 140 milljónum íslenskra króna. Þijár Ferrari-bifreiðir vom meðal þess sem eyðilagðist í eldsvoðanum, sem kom upp snemma á sunnudags- morgnn. Eldurinn kom upp í þeim hluta verksmiðjunnar sem hýsir glæsilegustu bíla sem framleiddir em á Íalíu, Ferrari og dýmstu gerð- ir af Alfa Romeo og Lancia (sem nú em í eigu FIAT). Þarna var síðasta hönd lögð á bifreiðimar áður en þær vom sendar til bílasala. í upphafí var talið að um íkveikju hefði verið að ræða, þar sem nokkr- ir verkamenn FIAT hafa átt í úti- stöðum við fyrirtækið vegna vem sinnar í verkalýðssamtökum. Hins vegar mun nú vera ljóst að eldurinn kom upp vegna bilunar í rafkerfi. Tjónið er vemlegt, eða sem sam- svararum 140 milljónum ísl. króna. Slökkviliðsmenn áttu í upphafi í erfiðleikum með að ráða niðurlög- um eldsins, þar sem frost var, og vatnið hafði frosiðí bmnabílunum. Út þessa viku, 11 .—14. janúar, verður 15% afsláttur af öllum vörum í verslunum okkar. Reykjavík Hafnarfirði Akureyri F emína Keflavík Hvar finnur þú pappírinn? T-TORK NORMAL W.Uáíí’lY Íí VORURNAR ALAGER ÞJONUSTA C-TORK PUW2PLV C-TORK VELKOMINN TIL ASIACO Þ JÓN USTU MIÐSTÖÐ V AR FYRIR TORK VÖRUR! Asiaco hf, er alltaf reiðubúiö aö þjóna þeim sem á þurfa aö halda. Við státum af fullkomnu úrvali af hagkvæmum og þægilegum TORK-pappír og skommturum fyrir allar atvinnugreinar og einstakl- inga, ekki einungis fyrir núverandi viöskiptavini okkar heldur einnig fyrir nýja sem vilja reyna þjónustuna. vanti þig pappír og viljir prófa eitthvaö nýtt leyfum viö okkur að segja ao þjónustan kemur þér þægi- lega á óvart. víö getum afgreitt allar geröir af pappír: handþurrkur, í rúllum og samanbrotnar; wc- pappír og allar geröir af iðnaðarþurrkum. Nú er tæKifæri til aö reyna hinn eina sanna TOBK-pappír frá Asiaco hf, þjónustumiöstöö TORK á Islandi. Vesturgötu 2, Pósthólf 826, 121 Reykjavík. Sími: 91-26733. Telex: 2164 ASIACO IS. Fax: 91-623696 #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.