Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 11.01.1989, Síða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 fv.Uv,;,. .;u', i..:.''(i;í íMí..; MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Eftiavopnin og sovéskir yfirburðir Efnavopn hafa verið kölluð „kjamorkuvopn fátæka mannsins" vegna þess að ógn- armáttur þeirra er líkastur kjarnorkuvopnanna; þau valda gjöreyðingu. Sagan geymir nokkur dæmi um beitingu efnavopna. Til þeirra var gripið í fyrri heimsstyrjöldinni í skot- grafahemaðinum við landa- mæri Frakklands og Belgíu. Á liðnu ári bárust fréttir um að Irakar hefðu beitt vopnuntjm gegn Kúrdum í fjallahéruðum landsins. Myndir birtust af mannauðu þorpi og konum og bömum sem sagt var að hefðu orðið fyrir barðinu á eitrinu. Nú er um það deilt, hvort Líbýumenn hafí tekið til við að framleiða þessi hroðalegu drápstæki. Kjamorkuveldin hafa einnig framleitt efnavopn. Banda- ríkjamenn ákváðu hins vegar að hætta slíkri framleiðslu árið 1969. Var það einhliða ákvörð- un af þeirra hálfu og tekin í von um að Sovétmenn myndu einnig hverfa frá efnavopnum. Sú varð ekki raunin. Þess vegna ákváðu Bandaríkjamenn að endurnýja úrelt efnavopn sín og var hafist handa við það á árinu 1987. Síðan gerist það á fundi í París um bann við efnavopnum sem nú stendur að Eduard Shevardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, lýsir yfír því, að Sovétmenn ætli að fara að draga saman seglin við framleiðslu efna- vopna og fækka þeim. Raunar hafði Nikolaj Smídovítsj, einn helsti sérfræðingur Sovétríkj- anna á sviði efnavopna, sagt á blaðamannafundi fyrir Parísar- fundinn, að það hefðu verið sovésk mistök að fylgja ekki fordæmi Bandaríkjanna fyrir 20 árum og hætta framleiðslu efnavopna. Þrátt fyrir yfírlýs- ingu sovéska utanríkisráðherr- ans er óljóst, hvemig Sovét- menn ætla að standa að niður- skurði sínum. Fyrst þarf að fást botn í það, hve mikið þeir eiga af þessum vopnum; að eigin sögn eiga þeir 70.000 tonn af eiturefnum. Vestrænir sérfræðingar telja sovésku birgðimar hins vegar nema 300.000 tonnum og sumir hafa nefnt töluna 500.000. Vegna áherslunnar á efnavopn hjá Sovétmönnum er gert ráð fyrir því í æfíngum herja Atlants- hafsbandalagsins, að slíkum vopnum kunni að verða beitt. Almannavamakerfí Svía gerir ráð fyrir því að allir íbúar landsins hafí greiðan aðgang að gasgrímum, stjómstöð á Keflavíkurflugvelli er byggð með það fyrir augum að unnt sé að veijast efnavopnaárás og þannig mætti áfram telja. Með þessa sögu alla í huga er furðulegt að heyra því lýst sem sérstöku friðar-frumkvæði af hálfu Sovétstjómarinnar, að Shevardnadze skuli orða það í París að sovéskum efnavopn- um verði fækkað. Það er orðið að einskonar kæk hjá mörgum fjölmiðlamönnum að túlka allar sovéskar ' yfirlýsingar um vígbúnaðarmál umhugsunar- laust sem stór friðarskref fram úr Vesturlöndum. Er skemmst að minnast hástemmdra lýs- ingarorða vegna ræðu Míkhaíls Gorbatsjovs á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desem- ber síðastliðnum. Að sjálfsögðu ber að fagna öllum ákvörðunum Sovét- manna um fækkun í herafla sínum, sem er miklu öflugri en svo að unnt sé að rökstyðja hann með vísan til vamar- hagsmuna. Hitt er ekki síður nauðsynlegt, að skoða ákvarð- animar í sögulegu samhengi. Að því er framleiðslu efna- vopna varðar hafa Sovétmenn einfaldlega gengið miklu lengra en nokkurt annað ríki og var fyrir löngu orðið tíma- bært að þeir sæju að sér. Má færa rök fyrir því, að það hafi þeir fyrst gert eftir að Banda- ríkjamenn ákváðu að svara í sömu mynt. Við svo búið hafí þeir séð sér þann kost vænstan að hægja á ferðinni. Samskon- ar svar NATO við meðaldræg- um kjamorkueldflaugum Sov- étmanna leiddi til samningsins um útrýmingu slíkra eldflauga. Vonandi á hið sama eftir að gerast varðandi efnavopnin. Fulltrúar 40 ríkja hafa und- anfarin 18 ár setið yfír því á fundum í Genf að reyna að ná samkomulagi um allsherjar- bann við framleiðslu efnavopna en beiting slíkra vopna er bönnuð samkvæmt Genf- arsamningi frá 1925. Því miður virðist ráðstefnan í París ekki leiða til þess að ríkin 140 sem þar eiga fulltrúa fallist á fram- leiðslubannið. Það er þó skref í rétta átt að stærsti framleið- andi efnavopna, Sovétríkin, segist hafa séð að sér. Rúmenía: í ríki Ceaucescus eiga hvorki lifandi né dauðir athvarf Frumstæðar aðferðir við snjómokstur á götum höfuðborgarinnar Búkarest. eftirHelmut Frauendorfer ÞAÐ er hringt í Sankti Pétur og í símanum er einhver sem virðist hafa áhuga á að fasta: Er það mögulegt, Pétur, að halda út heilan dag án þess að borða? Vissulega! En hvað ef maður fastar í heila viku? Slíkt er ekki óalgengt! Hvað þá með mánuð? Jú, annað eins hefur gerst! En getur maður þá lifað mat- arlaus í heilt ár? Jæja, svo þetta ert þú, félagi Ceaucescu! í Rúmeníu, þar sem alræði ríkisins er ein af staðreyndum lifsins, rétt eins og stöðugur matarskorturinn, lifír einvalds- kommúnismi Ceaucescus enn sem fyrr þrátt fyrir hruninn efnahag og vanlíðan meirihluta þjóðarinnar. Helmut Frauendorfer er af þýskum uppruna og flýði nýlega frá Rúmeníu. Hann lýsir hér ástandinu þar eins og það er nú. Sá áhrifaríki vitnisburður sem hér fer á eftir var fluttur á fyrsta alþjóðlega þinginu um mannréttindi sem haldið var dag- ana 24. til 28. ágúst síðastliðinn í Krakow í Póllandi, og skipulagt var af Samstöðu. A þessu þingi mannréttinda- deilar Samstöðu hittust fulltrúar mannréttindahópa jafíit frá Vesturlöndum og austurblokk- inni og skiptust á upplýsingum. Þingið var undirbúið leynilega og þar til það hófst vissi enginn hvort það yrði í raun og veru haldið. Ræða hr. Frauendorfers hafði slík áhrif á áhreyrendur að ákveðið var að lýsa 15. nóvember síðastliðinn dag samstöðu með rúmensku þjóðinni. En það var einmitt þann dag sem verka- mannauppreisnin varð í Brasov. Inngangur þessi er saminn af ritstjóra ritsins Úncaptive Minds og britist erindi Frauendorfers þar í nóvember/desember heft- inu 1988; fer það hér í heild. í heimalandi mínu er orðið „mannréttindi" eitt af þeim orðum sem einræðisherranum, Nicolae Ceaucescu, er hvað mest í nöp við. Þjóð hans er köld og hrakin, hungr- uð, fangelsuð, barin og stráfelld og hefur alls engan rétt til að verja sig, lifa mannsæmandi lífi. Allt er þetta að gerast nú á þess- ari stundu, hér, í Evrópu. Mannréttindabrot eru orðin að hefð í Rúmeníu. Það er að segja ef við göngum út frá því að allir menn hafi rétt til fæðis og klæða, konur hafi rétt til að ákveða hve mörg börn þær eignast, hvenær og hvar og að allir eigi rétt á læknis- hjálp. Engin þessara réttinda eru virt í Rúmeníu, listinn yfir mann- réttindabrot stjómarinnar er raunar endalaus. Sjálfur er ég enginn sér- fræðingur á þessu sviði. Eg er að- eins rithöfundur og hef heyrt og séð það sem er að gerast í þessu landi. Eg ætla nú, með yðar leyfi, herrar mínir og frúr, að bera vitni um ástandið í landi mínu. Árásir fyrir fæðingn Það er byrjað að brjóta mannrétt- indi á Rúmenum um leið og þeir fæðast, réttara sagt áður en þeir fæðast í þennan heim. Konur em neyddar til að fæða böm hvort sem þær vilja það eða ekki. Ceaucescu heimtar fjögur böm af hverri konu, en þau eiga að auðvelda ferðina inn í „framtíðarlandið". Réttur konunn- ar til yfirráða yfir eigin móðurkviði er þverbrotinn. Útivinnandi konur em neyddar til að fara í rannsókn hjá kvensjúkdómalækni. Eiginkonu minni, barnakennara í þorpi einu, var skipað að fara til læknis vegna þess að hún fæddi engin börn. Læknirinn spurði meðal annars hvað við gerðum þegar rafmagnið færi af. „Við maulum graskers- fræ,“ svaraði hún. Læknirinn var betri maður en svo að hann neyddi hana til að gangast undir rannsókn en hún þorði ekki fyrir sitt litla líf að segja honum að við notuðum júgóslavneskar verjur sem fengnar vom á svörtum markaði. Allar getn- aðarvamir em harðbannaðar. Fóst- ureyðing telst glæpur sem réfsað er fyrir með margra ára fangelsis- vist. Mistakist konu að eyða eigin fóstri fær hún enga læknishjálp fyrr en_ saksóknari hefur yfirheyrt hana. A meðan getur henni hæg- lega blætt út. Rúmenskir læknar virðast ekkert hafa við þetta að athuga. Ef konu langar hins vegar til að eignast bam getur hún aldrei verið ömgg um að það lifi af því í Rúm- eníu em ekki einu sinni sjúkrahúsin óhult fyrir rafmagnsskorti. Nýfædd böm deyja í hitakössum. Fæðingar- vottorð em raunar ekki gefin út fyrr en nokkmm vikum eftir fæð- ingu bamsins. Þannig má komast hjá því, ef bamið deyr, að fæðing þess og dauði komist á blað. Bama- dauðinn er þannig miklu meiri en opinberar skýrslur gefa upp. Þar að auki, ef bam deyr á fyrstu vikun- um eftir fæðingu, er það ekki talið með í lágmarkskvóta móðurinnar og hún verður að eignast annað í staðinn. En þótt bamið nýfædda lifi af spítalavistina er eldrauninni ekki þar með lokið. Öll fjölskyldan, jafn- vel ijarskyldustu ættingjar, verða nú að beijast við að útvega ung- baminu næringu, standa jafnvel í biðröð alla nóttina til að kaupa mat. Á síðustu ámm hafa Vesturlönd legið undir stöðugu bréfaflóði frá sjúku fólki í Rúmeníu sem biður um að fá send þaðan lyf sem það þarfnast. Ceaucescu heldur inn- flutningi á lyfjum í lágmarki. Fólk verður að beijast við sjúkdómana upp á eigin spýtur, en sé sjúklingur lagður inn á spítala fær hann þó baráttufélaga því hann verður að deila rúmi með öðmm, slíkur er skorturinn á legurúmum. Það er meira að segja hætt að leggja gam- alt fólk inn ef það veikist. Ömurleg skólaganga Nóg um sjúkrahúsin. Við skulum gera ráð fyrir því að barnið lifí spítaladvölina af og skortinn á fyrstu ámm ævinnar. Loks nær það skólaskyldualdri. Ég ætla nú að lýsa aðstæðunum í þorpsskólanum sem ég kenndi við í þijú ár: Það er vetur. Nemendur og kennarar sitja í skólastofunni dúðaðir í yfir- hafnir, vettlinga og með ullarhúfur, skjálfandi af kulda. Þeir em of loppnir til að geta skrifað. í þorpinu er rafmagnslaust frá mánudags- morgni og fram á laugardag; sparn- aðarástæður. Engir strætisvagnar; spamaðarástæður. Fjöldi bama þarf að ganga fjögurra kílómetra leið tvisvar á dag til að komast í og úr skóla. Oft líður yfír bömin í tímum; í fyrstu er erfítt að fá þau til að segja af hveiju en að lokum viðurkenna þau að þau hafí engan mat fengið allan daginn. Heima halda þau svo áfram að skjálfa því þegar foreldramir hafa notað of mikið gas — eða rafmagn — sé það til staðar, em þeir sektaðir. Vor og haust er skólunum lokað og nemendumir sendir út á akrana. Jafnt í snjókomu sem steypiregni em bömin, frá 8 og upp í 17 ára gömul, neydd til að þræla tíu tíma á dag, sjö daga vikunnar. Það verð- ur aldrei gert opinbert hvað mörg þeirra hafa orðið fyrir meiðslum eða jafnvel látist, ýmist af veikindum eða í vinnuslysum. Það talar enginn um barsmíðamar sem stundaðar em jafnt í skólunum sem á búunum. Kennaramir em ekki þeir einu sem beija bömin. Fyrsti ritari flokksnefndarinnar í Arges-héraði barði til dæmis hóp uppgefinna bama sem höfðu sest niður til að hvíla sig þar sem þau vom að vinna á akri einum. Þrælar ríkisins Ibúar sveitanna — en raunvem- lega bændur er hvergi að finna lengur — em skyldugir til að af- henda ríkinu mjólk, ost, egg, timbur og eitt alisvín á ári. Lögreglumaður- inn í þorpinu safnar öllu þessu sam- an af mikilli skyldurækni. Einnig gerir hann upptækt allt brauð sem lítur út fyrir að hafa verið keypt í borginni og handtekur þá sem hafa slátrað búfénaði sínum ólöglega. Eftir uppskemtímann fá verka- mennimir á samyrkjubúunum aldr- ei þær vömr og kom sem þeim er lofað á vorin. Lögreglumaðurinn sér hins vegar um að þeir hefji aftur vinnu næsta vor. Það er svindlað á iðnverkamönn- um rétt eins og þeim sem starfa við landbúnað. Yfirleitt fá þeir ekki nema helminginn af þeim launum sem þeim hefur verið lofað, eða þeir em sendir í launalaus frí mán- uðum saman. Það er bannað að minnast á atvinnuleysi í Rúmeníu. Atvinnuleysingjar em samt sem áður til staðar þótt þeir fái engar bætur frá ríkinu. Fólk hefur þó að minnsta kosti tíma til að standa í biðröðum meðan það er í þessum „launalausu leyfum“. Og hvað er svo að fínna í búðunum? Fáeinar tegundir nauðsynjavöm, sem öll er skömmtuð. Ég sá eitt sinn til sölu bein sem búið var að hreinsa hveija einustu kjöttægju utan af. Ráðist gegn menningu En Ceaucescu hefur ekki einung- is eyðilagt afkomumöguleika þjóð- arinnar, hann er einnig kominn á fulla ferð að leggja rúmenska menningu í rústir. Seint á sjöunda áratugnum var menningunni sýnd nokkur virðing en því tímabili lauk fljótlega aftur. í stað raunvemlegr- ar menningar var komið á laggimar samblandi af dýrkun alþýðunnar og dýrkun á persónu leiðtogans. Eina hlutverk menningarstofnana er að koma á framfæri lofgerðum um Ceaucescu og eiginkonu hans og ritskoðendur leggja hart að sér við að tryggja að engin önnur starf- semi fari þar fram. Þó hafa emb- ætti ritskoðenda opinberlega verið lögð niður. Það skiptir þó ekki máli hvort eitthvað er til í þeirri staðhæfíngu eða ekki því allt sem skrifað er ritskoðar höftindur sjálf- ur, síðan menningarnefnd sú sem hann tilheyrir og að lokum ritsjóri tímaritsins þarsem textinn á að birt- ast. En það em ekki aðeins þeir text- ar sem ætlaðir em til útgáfu sem ritskoðaðir em. Árið 1984 þegar rúmenska leyniþjónustan yfírheyrði mig vitnuðu embættismenn í bréf sem ég hafði skrifað vini mínum sem búsettur er erlendis. Auðvitað komst bréfið aldrei úr landi. Það em einfaldlega stað- reyndir lífsins að póstur „týnist" og símar em hleraðir. Njósnarar á hverju strái Þótt fæstir hlutir gangi eðlilega fyrir sig í Rúmeníu er þar eitt ráðu- neyti einstaklega skilvirkt. Það er innanríkisráðuneytið. Ceaucescu heyr stríð gegn sinni eigin þjóð með hjálp lögreglu og leyniþjónustu. Njósnarar hafa með höndum mikil- vægt hlutverk: I bænum þar sem ég bjó vom tveir af ellefu kennumm í bamaskólanum njósnarar og allir vissu af því. í fangelsum em barsmíðar og pyntingar daglegt brauð, einnig þar sem menn em hafðir í gæsluvarðhaldi. Oft kemur fyrir að fólk hverfur sporlaust. Að nokkmm tíma liðnum fínnst það svo látið í einhveiju fangelsinu. Yfírleitt em engar skýringar gefnar og fjöl- skyldur fórnarlambanna þora ekki að athuga málið frekar. Þeir sem ofsóttir em vegna stjómmálaskoðana eða trúarsann- færingar sinnar enda oft á geð- veikrahælum. Jafnvel þeir sem em svo heppnir að sleppa út síðar verða aldrei aftur sömu menn og fyrr. I bænum Petm Groza sá ég slíkt sjúkrahús. Allt um kring var há gaddavírsgirðing og verðir spígspomðu fyrir utan; það minnti einna helst á fangelsi. Ráðist á þjóðarbrot Þjóðernislegir minnihlutahópar em ofsóttir af einstakri hörku. í Rúmeníu búa Ungveijar, Þjóðveij- ar, gyðingar, sígaunar, Serbar, Slóvakar, Tékkar og Úkraínumenn. Frá æðstu stjórn ríkisins berst mik- ill þjóðemislegur áróður, þjóðremba og jafnvel gyðingahatur og því hef- ur verið ómögulegt að leysa mál hinna ýmsu þjóðarbrota. Enn starfa fáeinar stofnanir tileinkaðar menn- ingu minnihlutahópanna en þær hafa í raun ekkert að segja. Eina hlutverk þeirra er að dreifa áróðrin- um fyrir stjóm Ceaucescus til hinna ýmsu málhópa. Búið er að leggja niður skóla þar sem kennt var á öðmm tungumálum en rúmensku og aðeins er boðið uppá námskeið í tungum þjóðarbrotanna í landinu. Búið er að stöðva sjónvarpsútsend- ingar á ungversku og þýsku. Svona mætti halda lengi áfram. Yfirvöld leyfa Þjóðveijum og gyðingum að flytjast úr landi, en þeir sem það vilja verða að ganga í gegnum hinar mestu þrengingar. Yfírvöld hafa raunar góðar ástæður fyrir að leyfa brottflutning fólks því Vestur-Þýskaland og ísrael borga fyrir hvern einasta innflytj- anda sem kemur frá Rúmeníu. Búkarest í rúst En þekktari er barátta Ceauc- escus gegn hinni áþreifanlegri teg- und menningar, þ.e.a.s. byggingar- list. Hann hafði ekki einu sinni lok- ið við að leggja Búkarest í rústir þegar hann gerði opinbera áætlun um að eyðileggja 8000 þorp í sveit- um landsins. Þessari áætlun er aðal- lega beint gegn hinum hötuðu minnihlutahópum og hófst raunar í þorpinu Gottlob. sem var á sváeði þar sem Þjóðveijar ém fjölmennir. En áætlanir Ceaucescus uppræta ekki aðeins þjóðarbrotin heldur einnig hans eigið fólk. Með þeim er ráðist beint á gmndvallarmann- réttindi með því að neyða fólk til að flýja heimili forfeðra sinna og setjast að í risavöxnum steinsteypt- um íbúðarblokkum. Jafnvel náttúran sjálf er fómar- lamb Ceaucescus. Gífurlegum fjár- hæðum hefur verið ausið í gerð skurðar sem tengir Dóná Svarta- hafí. Skurðurinn, sem grafinn var af hermönnum, skólafólki og föng- um, hefur lítt verið notaður nema^ fyrir snekkjur Ceaucescus sem hann notar til að vekja hrifningu hátt- settra erlendra gesta. Hann hefur nú á takteinunum áætlanir sem koma til með að eyðileggja þá nátt- úrugersemi sem óseyrar Dónár em. Allir vilja flýja Það er engin furða að Rúmenar vilji helst forða sér úr landi allir sem einn. Það er hins vegar ómögulegt og því geta þeir ekki annað en reynt að sætta sig við örlög sín. Tilraunir til að bijóta gegn þessari afstöðu — líkt og uppreisn verkamanna i Brasov, barátta fáeinna mennta- manna og stöku mótmælaaðgerðir — fá lítinn stuðning almennings, sem búið er að hræða til hlýðni. Einstaka maður reynir að flýja úr landi en það er erfitt að reyna að komast yfír landamærin vegabréfs- laus, jafnvel þótt landamæri Rúm- eníu liggi hvergi að vestrænu ríki. Sumum tekst að sleppa, aðrir em færðir fjölskyldum sínum í líkkist- um og enn aðrir nást lifandi. em pyntaðir og settir í fangelsi. í tíu ár hafa landamæraverðir orðið að skjóta á Rúmena sem reyna að komast yfír landamærin til Júgó- slavíu. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum skjóta þeir líka á þá sem reyna að flýja til Ungveijalands og jafnvel Sovétríkjanna! Hvemig getur þetta átt sér stað í Evrópu, á tímum alþjóðlegrar slök- unarstefnu, endurbóta, glasnost, perestojku? Jú, aðallega vegna þess að upplýsingastreymið er heft. Vestrænir stjómmálamenn hafa lokað augunum fyrir ástandinu í ríki Ceaucescus og kjósa fremur að líta á hann sem vandamál Sóvét- manna. Persónuleg samskipti við útlendinga em bönnuð. Jafnvel rúmenskir ferðamenn erlendis minnast aldrei á ástandið heima fyrir; þeim hefur verið bannað það. Tími er kominn til að ijúfa þögn- ina. Það verður að skýra frá því bæði fyrir austan og vestan hvað raunvemlega er að gerast í Rúm- eníu. Almenningur ( bæði Austur- og Vestur-Evrópu verður að beita harðstjóra þennan þrýstingi, þenn- an mann sem fer betur með hund- inn sinn en megnið af þeirri þjóð sem hann ríkir yfir. (Það er raun- vemlegt, þetta með hundinn. Síðastliðinn vetur var ég á gangi á götu í Búkarest en bifreiðalest Ce- aucescus fer þar oft um. Nú var öll umferð skyndilega stöðvuð og lögreglumenn streymdu inn á svæð- ið. Svo birtust lífverðir á vélhjólum, á eftir þeim komu tveir lögreglu- bílar og síðan bifreið Ceaucescus. Á eftir henni kom afgangur fylgdar- liðsins. Eini farþeginn í forsetabif- reiðinni var hundur Ceaucescusl). í upphafi máls míns staðhæfði ég að mannréttindabrotin hæfust við fæðingu og oft fyrr. Því miður get ég ekki sagt að þeim ljúki við andlát manns. Hvað gerir Ceauc- escu við grafir hinna dauðu þegar hann hefur lagt í rústir þorpin þar sem þeir eyddu ævinni?_ Hann eyði- leggur grafreitina líka. í ríki Ceauc- escus eiga hvorki hinir lifandi at- hvarf, né hinir dauðu. Nicolae Ceausescu, leiðtogi Rúmeníu, á milli Mikhaíls Gorbatsjovs, Sovétleiðtoga, og Wojciech Jaruz- elskíjs, herstjóra Póllands, á fundi í Moskvu. Við borðið silja kommúnistaleiðtogar frá Tékkóslóvakíu, Búlgariu, Ungveijalandi, Austur-Þýskalandi, Kúbu, Víetnam og Mongólíu. Eldvarnareftirlitið: Gerðar voru 2600 athugasemdir við eldvarnir í fyrra Eldvarnareftirlitið gerði 2600 athugasemdir við eldvarnir hjá rúmlega 3800 aðilum sem eftirlitið skoðaði á síðasta ári. í flestum tilfellum var um minniháttar athugasemdir að ræða. í tilfellum þar sem um minniháttar athugasemdir er að ræða eru menn oft- ast fljótir að bæta úr. En í þeim tilfellum sem endurbæturnar kosta mikið fé, eins og uppsetning eldvarnahurða og veggja vilja þær oft dragast úr hömlu. Þessar upplýsingar komu fram í samtali Morgunblaðsins við þá Rúnar Bjamason slökkviliðsstjóra, Hrólf Jónsson varaslökkviliðsstjóra og Gunnar Ólason forstöðumann Eldvamareftirlitsins. Þeir segja að mikið megi læra af brunanum á Réttarhálsi 2 en þó einkum að auka þurfí samstarf þeirra aðila sem vinna að eldvömum við trygg- ingarfélögin og byggingarfulltrúa. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að þeir em uggandi um að æ stærri einingar í atvinnurekstri eigi eftir að verða stór vandamál svipað og gerst hefur meðal grannþjóða okkar. Rúnar Bjamason slökkviliðs- stjóri segir að hann telji að bregð- ast eigi við þessum vanda á svipað- an hátt og gert var fyrir tveimur áratugum í kjölfar stórbmna þá. Sett var í gang fimm ára áætlun þar sem fjölgað var um einn vakt- mann á ári eða þar til þeir urðu 15 á vakt. Nú eigi að gera nýjar tillögur um eflingu eldvama og slökkviliðs. Aðspurður um hvort einhveijar slíkar tillögur liggi þegar fyrir seg- ir Rúnar að í seinni tíð hafi verið lagt til að fjölga um einn vaktmann og kaupa nýjan slökkvibíl. Hrólfur bætir því við að einnig þurfi að auka tölvuvæðinguna hjá slökkvi- liðinu. Eldvamareftirlitið sé þegar tölvuvætt en það kerfi megi stækka. Fjárveitingarvaldið hefur ekki tekið afstöðu til þessara hug- mynda en fjallað hefur verið um fjölgun vaktmanna í borgarráði. Fyrir liggur að tjónið á Réttar- hálsi 2 nemur líklega ekki undir 500 milljónum króna. Rúnar var spurður, hvað hægt væri að gera í eldvömum með slíkri íjárveitingu á tíu ára tímabili. „Fyrir fímmtung þeirrar fjárhæðar eða 100 milljónir króna gætum við komið upp tækjum og útbúnaði sem dygði liðinu til næstu alda- móta. Og hvað mannahald varðar má nefna að fyrir hveija 4 sem fjölgað er í liðinu áætlum við um 4,8 milljóna króna kostnað á árs- gmndvelli," segir Rúnar. Víða er pottur brotinn I máli þeirra þremenninga kem- ur fram að víða er pottur brotinn í eldvömum fyrirtækja á höfuð- borgarsvæðinu. Gunnar Ólason segir að Eldvamaeftirlitið sé ber- skjaldað gagnvart ýmsu sem betur mætti fara. Hann nefnir sem dæmi að eftirlitið er yfírleitt ekki kallað til að taka húsnæði til úttektar fyrr en á lokastigi byggingar þess. Hinsvegar þyrfti eftirlitið að geta fylgst með byggingum á öllum stigum þeirra til að gæta þess að öryggi og reglum sé framfylgt. „En það er ekki nóg að gera kröfur um úrbætur. Það verður að vera hægt að fylgja þeim eftir. Þeim sem fá athugasemdir frá okkur fara yfirleitt strax í að lag- færa hlutina en mörgum er í lófa lagið að fresta um lengri eða skemmri tíma að gera nauðsynleg- ar úrbætur," segir Gunnar Ólason. Rúnar bætir því við að í raun geti þeir ekki lokað, eða hótað lokun fyrirtækja nema sýnt sé fram á verulega almenna hættu. Hann tekur sem dæmi veitingastaði þar spm dansleikir pm A sírípsta ári Morgunblaðið/Sverrir Frá eldsvoðanum Réttarhálsi. var þremur slíkum hótað lokun, og raunar einum þeirra lokað, sök- um þess að eldvamir þóttu ekki í lagi. Sá sem varð fyrir lokunni kippti málinu í lag á einum sólar- hring. Eins og fyrr greinir gerði Eld- varnareftirlitið alls 2600 athuga- semdir á síðasta ári. Margar þess- ara athugasemda voru léttvægar og í raun ráðgjöf til handa viðkom- andi. Sem dæmi má nefna ef ein- býlishúsi er breytt í bamaheimili. Viðkomandi kallar Eldvamareftir- litið til og vill fá upplýsingar um hvemig standa ber að eldvörnum. Honum er sagt það og slíkt ér jafn- framt skráð á skoðunarplögg. Á plöggunum eru endurbætumar síðan bókaðar sem athugasemdir fram að næstu skoðun þótt þær séu kannski framkvæmdar strax að lokinni upphafsskoðuninni. „Flestir þeir sem við eigum sam- skipti við eru löghlýðnir og vilja hafa hlutina í lagi hjá sér. Þetta á við í um 90% tilfella,“ segir Gunn- ar. Hrólfur bætir því við að ef um smávægilegar breytingar sé að ræða séu þær yfirleitt fram- kvæmdar strax. Hinsvegar snýr málið öðruvísi við ef breytingarnar kosta mikið fé. Þá sé hlutfallið langt undir 90%. Hann nefnir sem dæmi að í 20 ár hafi slökkviliðið bent á að eldvamarkerfi skortir á Landspítalanum án þess að slíkt hafi verið sett upp. Samt er það skylt samkvæmt lögum að eldvarn- arkerfi séu til staðar á spítölum en peningarnir hafa verið settir í annað. Þá má nefna að Kópavos- hælið hafði ekki eldvamakerfi fyrr en eldur kom þar upp. Þá fyrst . var kerfið sett þar inn. „Málið er að við höfum ýmsar leiðir til að bæta úr þessum málum- ef almenningi stafar hætta af ónógum eldvörnum. Þá er hægt að gera hlutina í hvelli. Ef þessi hætta er hinsvegar ekki beint til staðar horfir málið öðruvísi við. Þá geta menn hummað fram af sér endurbætumar í lengri eða skemmri tíma,“ segir Hrólfur. í máli þeirra þriggja kemur fram að ábyrgðin á því að eldvamir séu í lagi er fyrst og fremst hjá viðkom- andi húseiganda. Hann eigi að sjá til þess að úrbætur séu gerðar ef athugasemdir koma fram. Fari hann ekki eftir þeim athugasemd- um og slíkt leiðir til tjóns er áhvrovlín hans pn pVH nnnQra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.