Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 BYLTINGARAFMÆLIÐ Mikið um dýrðir í París ess er nú minnst með hátíðar- höldum í Frakklandi að 200 ár eru liðin frá stjórnarbyltingunni þar í landj. I París einni er ætlunin að verja um einum milljarði íslenskra króna til að minnast þessa merkisatburðar. Hér verður getið nokkurra þeirra atriða, sem stofnað verður til frönsku höfuðborginni. Janúar: Átta styttur afhjúpaðar á Place de la Concorde; styttumar tákna stærstu borgir Frakklands. Þær hafa verið endurgerðar eftir að hafa verið illa leiknar af mengun og veðrun. Endurgerð Bastillunnar afhjúpuð. Febrúar: Sýning á tísku og klæðnaði á byltingartímanum í Musée de la Mode et du Costume (til 13. maí). Mars: „Þegar París dansaði við Marianne" sýning þar sem greint er frá hátíðarhöldunum á aldaraf- mæli byltingarinnar í Musée du Petit Palais (til 21. ágúst). Apríl: Sýningar og skemmtanir í ýmsum borgarhlutum Parísar. Maí: Skemmtun á vinstri bakka Signu, skipulögð af 89-nefnd íbúa vinstri bakkans (20. maí). Júní: Á hveiju kvöldi verða sýnd- ar kvikmyndir á risatjaldi fýrir utan ráðhúsið, m.a. þögla myndin Napo- leon eftir Abel Gance undir sýning- unni leikur sinfóníhljómsveit undir stjóm Carls Davis (7. júní og 19. júlí). Skrúðganga í byltingarbún- ingum frá Bastillunni til Concorde- torgsins, þar fara þeir Parísarbúar sem eiga ættir að rekja beint til þeirra sem bjuggu í borginni á bylt- ingartímunum (25. júní). Júlí: Þáttur Bandaríkjamanna í byltingarafmælinu. Fulltrúar ein- stakra ríkja Bandaríkjanna koma fram, 7.500 manna hljómsveit leik- ur franska þjóðsönginn le Marseilla- ise og úr níundu sinfóníu Beetho- vens (8. júlí). Árleg flugeldasýning borgarstjórans í París (milli Palais de Chaillot og Eiffel-tumsins) sem sagt er að verði hin glæsilegasta í sögunni (15. júlí). Ágúst: Til að minnast Mannrétt- indaskárinnar verður farið í risa- vaxna skrúðgöngu um Champs- Elysées. Þar fara fulltrúar næstum allra þjóða heims þ.á m. frá Kína, Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Bretlandi. Verða allt að 400 manns í flokki hverrar þjóðar (25. ágúst). SKÆRASTA STJARNAN Sofia Loren alltaf jafii vinsæl Frá Brynju Tomer á ftaliu. M Italir völdu Sofiu Loren leik- konu skærustu stjörnu í heimi fyrir skömmu. Mér þykir afar vænt um að heyra þetta,“ sagði stjarnan í blaðaviðtali eftir að úrslitin voru kunngerð. „Þetta er mér jafiivel meira virði en Óskarsverðlaun, því hér voru ekki sérfróðir kvikmyndamenn að velja heldur fulltrúar hins almenna áhorfanda." í tengslum við ríkishappdrætti Italíu og vinsælasta skemmtiþátt ríkissjónvarpsins, „Fantastico", var hringt í sjö þúsund fjölskyldur af handahófi fyrir skömmu. Spurt var: Hver er skærasta stjaman að þínu mati? Flestir svömðu: Sofia Loren. Bítlamir urðu í öðm sæti og þar á eftir fylgdu Edith Piaf, Marilyn Monroe, Maria Callas og Fred Asta- ire. Hæsti vinningurinn í happdrætt- inu var myndarleg fjámpphæð, um 150 milljónir íslenskra króna og vom happdrættismiðamir merktir í tengslum við keppnina um skær- ustu stjömuna. Miðinn merktur Sofiu Loren hlaut því hæsta vinn- inginn. „Það er gaman að tengjast því að landi minn skuli hafa unnið svo háa upphæð," sagði Sofia Lor- en. „Ég vona að hann hringi í mig U VIÐKVÆMNI Clint enginn „töffari“ Leikarinn Clint Eastwood er þekktur fyrir að vera byssu- glaður kúreki í kvikmyndum og sem slíkan hafa áhorfendur þekkt hann í 30 ár. Utan hvíta tjaldsins er hann hinsvegar ljúfur sem lamb og herma fregnir að hann geri ekki flugu mein, í orðsins fyllstu merkingu. „Hann er tilfinningaríkasti og viðkvæmasti maður sem ég þekki“ segir konan hans, Sandra Locke. Clint fer aldrei á veiðar, er mikill djassaðdáandi, hefur gaman af köttum og eldamennsku. Það er aðeins eitt sem honum líkar ekki Sofia Loren alltaf jafii hugljúf hjá ítölum. Leikkonan hefur undanfarið unn- ið við upptökur á kvikmyndinni „La ciociara" sem Risi leikstýrir. De Sica leikstýrði sömu kvikmynd fyrir 20 árum, og þá lék Sofia Loren sama hlutverk og hún leikur nú í hinni nýju útgáfu. Hver segir svo að stjömunum takist ekki að tefja för Elli kerlingar? Clint Eastwood og Sandra Locke, eiginkona hans, og eina ást i lífinu, segir Clint. og það er að fara í stórmarkaði eða á annan opinberan vettvang, þá fær hann ekki frið fyrir aðdáendum, segja heimildir. Leikarinn Richard Chamberla- in, 53 ára, hefur nýlega opin- berað eitt af sínum stærstu leynd- armálum. Hann er orðblindur og átti erfitt í æsku sökum þess. Enn í dag er honum það erfitt að lesa reiprennandi. „Það tók mig gífurlega langan ÓLÆSI Richard Chamberlain ólæs fram að þrítugu tíma, og margar heimsóknir til sálfræðingsins áður en ég fór að geta lesið. Þá var ég orðinn þrítugur að aldri," segir leikarinn. „Það er ekki létt að lesa og læra hlutverk en það veidur mér ekki áhyggjum. Enginn hefúr kvartað enn,“ segir Chamberlain. TÍSKA Baðfata- tíska Jerry Hall Jerry Hall, sambýliskona hljóm- listarmannsins Mick Jagger, er ekki aðeins fyrirsæta heldur hönn- uður. Nú hefur hún hannað kven- baðföt fyrir næsta sumar, sem eru úr siffon, flaueli, bómull og silki. Markmiðið með þessari línu segir hún vera það að fá konur til þess að vera glæsilegar I sérstökum og óvenjulegum baðfatnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.