Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 ást er.. . . . dýrmætari en skartgripir. TMReg. U.S. Pat Off. — allrightsreserved ° 1988 Los AngelesTimesSyndicate Með morgimkaffinu Fer ljósið í augun á þér núna? HÖGNI HREKKVISI /,E<3 VBR.O At> KAl)PA E'/NN SVONA HANDA Kf?Ö KKUN UM J " Lánskjara- vísitalan mælir rétt íúnn um TiJ Velvakanda. nÉg get ekki orða bundist“ um -fádæma kreddufull skrif“, seeir Á.B.G. í Velvakanda 30.12. 1988 eða rúmum þrem vikum eftir að grein mfn um argaskatt birtist í sama lesendadálki. Hafa ekki aðrir orðið til andmæla á meðan. osr má vf konu beaaa sem málsvara argaskatt ■fa menn lenoi aA hnm. U.~..:n_ J- villinga. Þurfa menn lengi að hugsa sig um? Þurfa menn að lesa nýút- gefin wlj6ð“ til þess? 3. Skrif Á.B.G. um tilhneigingar kvenna, sem leita ástleitni sinni staðar hjá kynsystnim sfnum, varða ekki kjama málsins, því að af Iíffræðilegum ástaíðum getur _naumast orðið um þvflfkar aðfarir kynvillan - er. Ég ítreka þá gagn- «ýni mfna. 0g auk þess legg ég til að argaskattur verði lagður á. Þorstoinn Guðjónsson Viðbragðaleysi við skrifiim Þorsteins Til Velvakanda. Athyglisverð er frétt í Morgun- blaðinu þann 4. þessa mánaðar þar sem segir að lán, sem tekið hefði verið fyrir fimm árum með láns- kjaravísitölu og skuldabréfavöxt- um, væri í dag 25 prósent hærra en lán sem á sama tíma hefði verið tekið og miðað við gjaldmiðilsein- inguna SDR ásamt vöxtum. í fljótu bragði mætti álíta að þetta sýndi ranga mælingu lánskjaravísitölunn- ar en við nánari athugun staðfestir þetta aðeins fullyrðingar þeirra sem halda því fram að erlendur gjaldeyr- ir hafi almennt verið það rangt skráður undanfarin ár að 20 pró- sent gengisfelling væri nauðsynleg, sem þýðir að erlendur gjaldeyrir hækkaði um 25 prósent eða þá sömu tölu og að ofan er nefnd. H.J. Týnd læða Svört og gul læða fór að heiman frá sér að Barðavogi 18 hinn 7. janúar. Kisa er ný- flutt í hverfið frá Tunguvegi og átti eftir að venjast um- hverfínu. Ef einhver hefur orðið var við hana er sá hinn sami beðinn að hringja í síma 36230 eftir kl. 15. Til Velvakanda. Þorsteinn Guðjónsson lætur þess getið í annarri grein sinni um „arga- skatt" að einungis einn hafí svarað fyrri grein hans um það efni. Ég vil fullvissa Þorstein um það, að það er ekki vegna þess að menn séu honum á neinn hátt sammála að ekki hafa fleiri skrifað á móti honum. Þvert á móti er fáhittur sá maður, sem segist geta fallist á skoðanir hans. Svaraleysið stafar af því að flestir menn með ráði og rænu upplifa skrif Þorsteins sem kynlífsatferli sem þá fýsir ekki að eiga þátt í. Guðni Baldursson Börnin í umferðinni eru börnin okkar. Nú fara skólar að byrja á ný og ýmis íþrótta- og félagsstarfsemi, sem börnin sækja. Því er nauðsynlegt að sýna sérstaka aðgát. Oll viljum við vernda börnin fyrir hættum í umferðinni. Leiðbeinum þeim, og sýnum tillitssemi. Víkverji skrifar Sinfóníuhljómsveit æskunnar frumflutti 6. sinfóníu Gustavs Mahlers í Háskólabíói á laugardag- inn. Paul Zukofsky stjórnaði en hann hefur um langt árabil lagt íslenskum tónlistarmönnum ómet- anlegt lið. Ekkert af því sem hann hefur gert hér jafnast þó á við þrek- virkið sem hann hefur unnið með Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Verður það starf seint metið að verðleikum. I verkefnavali fyrir hina ungu flytjendur ræðst Zukof- sky ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og þeir sem spila undir hans stjóm vita, að hann þolir alls ekki að slegið sé slöku við. Arangur- inn er einnig ótrúlegur. Pyrir fáeinum árum ritaði Zukof- sky grein hér í Morgunblaðið, þar sem hann lýsti skoðunum sínum á skipulagi og_ starfsemi Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Vakti greinin umtal á sínum tíma. Á hinri bóginn er Víkverja ekki kunnugt um, að þeir sem fara með málefni hljóm- sveitarinnar hafí tekið mið af ígrun- duðum ábendingum, sem þar voru fram settar. Byggðust þær á löng- um kynnum Zukofskys af íslensku tónlistarlífí. Það er fagnaðarefni, þegar hæfíleikamenn af þessu tagi vilja veija kröftum sínum í þágu íslensks menningarlífs. Fyrir okkur skiptir auðvitað mestu að kunna að nýta það með skynsamlegustum hætti. XXX Fyrir tilstilli nútimatækni getur maður skoðað jóladagskrá sjónvarpana hvenær sem tóm gefst til þess. Víkveiji var í hópi þeirra, sem sá ekki sjónvarpsmyndina Djáknann fyrr en nokkru eftir að hún var frumsýnd. Fór það ekki framhjá neinum að gagnrýnendur fundu myndinni ýmislegt til foráttu og voru meira að segja sumir hinir fúlustu. I stuttu máli kom myndin Víkveija þægilega á óvart, þótt orðið „þægilega“ eigi ef til vill ekki beinlínis við, þegar hugsað er um efni myndarinnar og einstök atriði í henni, sem sum valda því að kalt vatn rennur mönnum milli skinns og hörunds. Það þarf töluvert hugrekki til þess að gera kvikmynd úr samtím- anum, sem er byggð á jafn vel þekktri þjóðsögu og Djáknanum frá Myrká. Áræðið sem felst í að ráð- ast í verkið er eitt virðingarvert. Handbragðið við framkvæmdina sýndi enn einu sinni að við eigum leikara og tæknimenn sem geta tekist á við verkefni af þessu tagi með listrænum hætti. XXX Margt af því innlenda efni sem Víkveiji hefur séð í sjónvörp- unum um jólin og áramótin hefur verið eftirminnilegt. Hafa stöðvarn- ar sýnt mikinn metnað við undir- búning á efni vegna hátíðanna. Máttur sjónvarpsins sem frétta- miðils var hvað greinilegastur í inn- lendu yfírliti á Stöð 2, sem Ólafur E. Friðrikssor. fréttamaður tók saman. Þar voru birtar glefsur er sýndu framgöngu stjórnmálamanna á liðnu ári, ekki síst þeirra Steingríms Hermannssonar og Jóns Balávins Hannibalssonar. Var lífgað upp á framsetninguna með dálitlum tæknibrellum, sem undir- strikuðu aðeins hvernig þeir sem stjóma málum okkar ganga fram við það verk. Þrátt fyrir léttmetið vakti samantektin ónotatilfinningu sem minnti dálítið á hrollinn þegar horft var á Djáknann. Það er víðar draugagangur en í þjóðsögunum. i ii II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.