Alþýðublaðið - 20.08.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1932, Blaðsíða 4
4 4LÞÝÐUBLAÐIÐ Til Uvammstanga, Blöndóss, Sauðárkróks fer bifreið n. k. mánudag kl. 10 f. h. Nokkur sæti laus. Bifreiðastöðin Hringurinn, Skólabrú 2, sími 1232. Um d^ffftnn og vegtnn Handavinnunámskeið. Handavinnunámskeið pað, sem auglýst var á kennaraþinginu, verður haldið 1 Nýja baroastkól- anunx, og hefst 1. .september. — Kennarinn er þýzk stúfka, ung- frú Weinem. Hún kendi við gagn- fræðaskólann á ísafirði s. L vet- ur og hélt sumarsýniingu í Aust- urbæjarskólanum á verkum nem- enda sinna. Sýning þessi vakti mikla athygli og bar vott um mikla fjölbieytni i vinnuaðferð- um, sem þó sérstaklega virðist við hæfi imgra barna. Mun verða lögð áherzla á það á námskeiði þessu, að kenna vinnubrögð, sem algeng eru, I barnaskólum erlend- is, og einkum eru dalin við hæfi bama frá 6—12 ára. — Umsækj- endur tilkynni þátttöku sína sem fynst skólastjóra Austurbæjar- skólans, sími 2328. Atvinnubótanefndin er til viðtals ki. 10—12 ár- degis virka daga í .skrifstofum bæjarins (í húsi lyfjabúðar Reykjavíkur, áður Nathans & 01- sens-húsi). Bæjarfulltrúaskiftl. Á siðasta bæjarstjómarfundi fékk Eiinar Arnórsson lausn úr bæjarstjóminni, þar eð hann verð- ur hæstiaréttardómari, en við tók þáverandi 1. varamaður íhalds- flokksins, Maggi Magnús læknir. Meistaramót í. S. t. • ; hefst í dag kl. 6 og heidur á- fram á morgun kl. 3. Fjöldi kepp- enda. Þverárbrúin í Rangárþingi verður vígð á mortgun. Strand. Enskur togari, „ImperiaJist“, istrandáði í fyrri nótt' kl. að ganga 4 við Austfirði, rakst á Seley. ÍKl. 4 í gær komst hann út aftur og kom f gærkveldi ,til Eskifjarð- ar. Leki hefir komið .að honum, en reynt verður að |gera á honr um bráðabirgðaviðgerð á Eaki- firðd, svo að hann Jcomist heim. er ekki Ijóst hvaða götur þeír fara. . j Sjúkrasamlag rekur rerzlun. Sjúkrasamlag ISnaðarmanmafé- lags fsafjarðar, — sem er sijúkra- sjóður og einikaeign iðnaðar- mannafélagsáns þar, en ekki sam- lag í venjulegxi merkingu þess orðs —, hefir stofnað verzlunar- fyrirtæki á ísafirði til sölu á kol- um o. fl. Heitir þáð Kolaverzlun ísafjarðar. Aliur hagnaður af verzluninni á að renna í sjúkra- sjóðúnn. Stjórn verzlunarfyrirtæk- isins á jafnan að vera hin sama og stjórn Sjúkrasamlagsims (sjúkrasjóðsins)- Saltfiskseinkasalen hefir sent blaðáin/u bréf ,til þess að benda á, að hið fulla nafn hennar sé Sölusambasnd íslenzkra fiskframleiðienda (á ensku: Union of Ioelandic Fish Produoers). Símnefni er: Union. Ranghermi. „Morgunbiaðið" og „Vísir" hafa flutt þá íregn, að nefnd sú, sem í eiga sæti þeir Ágúst Jósefsson, Sig. Guðmundsson, Guðm. Ö. Guðmundsson, Sigurjón A- Ólafs- son og Sig. Ólafsson þafi gert þá tillögu, að 200 menn yæru látnir vinna í eánu í ,atvinnubótavimn- imni. Þetta er rángt. Tillaga Al- þýðuflokksmanna í þedrri nefnd, er bföðin eiga við, var, að 300 menn væru látniT vinna í senn, enda var þetta og tillaga bæjar- fulitrúa Alþýðuflokksáns, þó að íhaldsmönniun þætti það of mikil rausn. Tveir menn slasast. Frímann Tjörvaison, til hcimil- is á Framnesvegi 22, .meiddist við uppskipun fyrra föstudag úti við Vestmannaeyjar. Laskaðist Mnnbeinið nokkuð, en nú er hann á góðum batavegi. Hann er hleðsiumaður á skipi frá „Ailian- ce“. —• Bjarni Gnðnason smiður, sem iengi starfaði við Iðnó, slas- aðist nýlega hér í bænum. Hann á heima á Hailveigarstíg. Nokkur orð Fyrir nokkrum árum kom það fyrir, að farið var með ísvagna á helgidegi (gott ef eigi var um jólin) fram hjá kirkjudyrunum, á ímeðan á guðsþjónustu stóð, og 'lét hátt i vögnunum, svo að vel iheyröist inn í kirkjuna. Eigi hefi ég ofðið þess var, að þér með einu orði hafið átalið þetta fnam- ferði. Af hverju? Sennilega af þvi, að þaroa áttu hlut að Itnáli góðir samflokksmenn yðar og þeim lá á að koma ísnum um borð í togara, til þess að þeir gœtu komist út úr höfminni að afla þessum kunningjum yðar fjár,. Hvað mynduð þér hafa sagt hefði oss jafnaðanmönnum orðið það á, að ganga þarna fram hjá óg syngja „Internationalinn“ eða aðra jafnaðaxmannasöngva á leið tiil yfirvaidanna að knefjast vinnu tái þess að seðja hungur þeirra, sem bágast ættu? Ég efast eigi úm, að þá befði komið feitletruð grein frá yð'ur í Mogiga og átalið mjög harðlega þau helgispjöll, sem af þeim hávaða hefði hlotisit, og jafnframt hefðuð þér varað fólk alvarlega við „rauðu hætt- unni“. Eh af því að þetta voru skröltandi vagnar Ihaldsmanna, þá hefir yður víst fundist það afsak- anlegt, þótt þeir yllu nokkrulm helgispjöllum, að minsta kosti eigi séð ástæðu til að átelja það. Á síðasta þingi báruð þér fram frumvaxp þess efnis, að skírdagur væri talinn jafnhelgur föstudeg- inum langa og öðrum stórhátíð- um kristninnar. Ég minnist þess, að í greinargerð frv. færðuð þér sem ástæðú fyrir frv., að minn- ingin um innsetningu heilagrar kvöldmáltíðar myndi vera svo rík í hugum kristinna manna, að þeir imyndu gjaman viija að sá dagur, sem sú athöfn hefði farið fram á, yrði talinn jafnhelgur dagur og t. d. hvítasunnudagur o. fl. dagar, sem nú eru lögskipaðir heigi- dagar. Frumvaxp þetta komst hindrunarlaust í gegn um 'efri deild þingsins, en er til neðri deildar kom, þá gerðu jafnaðar- menn þá ósvinnu, að dómi sam- flokksmanna yðar í þinginu, að þeiT báru fram tillögu í sambandi við frv. um að fískiskip væru skylduð táít að vera í heiimahöfn 4 stórhátíðfedaga ársins, „eftir þvl sem við væri hægt að ko,ma“. (Frh.) Jens Pálsson, Hvað er aft frétta? u Næiurlœksnir er l nótt Þórður Þórðarson, Marargötu 6, og ,aðra 2 heibergi og eldhús óskast til lfcigu 1 október, áreiðanleg greiðsla A. v. á. 6 myndir akr Tllbúnar eftlr 7 min. Photomaton. Templarasundi 3. Opiö 1—7 alla daga, Ný tegund af ljósmyndapappir kominn. Myndirnar skýrari og betri en nokkru sinni. Vinnuföt uýkomin. Allar stærðir. Vald. Poulsen. Clapparstíg 29 Amaððrar! ,Apem“»-filman líkar bezt þeim, er reynt hafa Er > jfts ljós næm, og þolir þó betur ylirlýsingu og mótljós en aðrar filmur „Apem“»filman er ódýrust Fæst i ljósmyndastofu SiQDFðar Soðmundssofiar, Lækjargötu 2. nótt Kristinn Bjarnarson, Stýri- mannastíg 7, sími 1604. S immidagsl œknir verður á morgun Þórður Þórðarson. Nœturvörðfm er næstu viku í ilyfjabúð Laugavegar og Ingólfs- lyfjabúð. Sög,usafm?k Alþýðublaðið hefir verið beðið að getia þess,, að Sögu- safnið kemur ekki út í þessari Viiku vegna frís í prentsmiðjunni. Veb/ib. Veðurútlit við Faxaflóa: StUt og bjart veðúr í dag, en þykknar sennáilega upp með suð- vestan- eða sunnan-átt í nótt. Otvarpib í dag: Kl. 16 og 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,40: Tónleikar (Otvarps-þríspilið). Kl. 20: Söng- vél. Kl. 20,30: Fréttir. — Danzlög til kl. 24. Otrarpia á morgm: Kl. J10: Messa í dómkirkjunni (séra Fr. H.). Kl. 11,15 og 19,30: Veður- fregnir. Kl. 19,40: Barnatími: Um íþróttir eða útiveru (Bened. G. Waage). Kl. 20: Erindi: Peninga- hrunið í Þýzkalandi (dr. Guðbr. Jónsson rithöfundur). Kl. 20,30: Fréttir, Kl. 21: SöngvéL — Danz- lög til kí. 24. Ritstjóri og ábyrgðarmaðux: Ölafux Friðriksison. Alþýðuprentsmiðjan. Sundmót Hafnarfja> ðar verður haldið á morgun. ,Marg- ít þátttakendur. Skóga<bruni i Noregi. NRP.-frétt frá Osló: Fimtán hektarar skógar eyddust af eldi í fyrra dag nálægt Ljan. Talið er, að kviknað hafi í. skóginum vegna þess, að óvarlega hafi ,verið far- ið með eld. ■, Uppd áttur Reyk javíkur. Strætfevagnafélagið hefir gefiö út laglegan uppdrátt af Reykja- vík og nágrenninu. Er hann prent- aður með fimm litum pg ágætur til þ-ess að átta sig á fyrir þá, sem vilja nota strætisvagnana, en til frú Guðriitiar Lárns- dóttur alþingiskonu. iii. Frú! Ég nefndi yður og nokkra aðra leiðtoga flokks yðar trúmála- hræsmara, framar í grein minni. Ég ætla eigi að Ljúka máli mímu an þess að finna áð nokkru orðum anínum stað, þótt ég hins vegar búist við að fá betra tækifæri. ti'l þess siðar, enda mun ég minnast á fáitt eitt að þessu sánni, en þó nægilega mikið til þess að sýna öllium, sem hlutdrægnislaust vilja líta á málið, fram á tvöfeldmi yðar,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.