Alþýðublaðið - 22.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.10.1920, Blaðsíða 1
ö-eftö Ttít aí ^lþýd^röo&kxmm.. 1920 Föstudaginn 22. október. 243 tölubl. tfvinnurekenlui æmðir hiff. Hr. Sigurður Þórólfsson, sem hefir borgun írá auðmannaklíku %»eirri sem gefur Morgunblaðið út, fyrir að leiða lýðinn í allan sann- ^eika, með því að rita um alt «ailli himins og jarðar í blað t>eirra, verður það óvart á f grein sem hann nefnir „Ójafnaðarmenn", að leggja mjög þungan dóm á atvinnurekendur. Hér ska! skýrt tekið fram, sð feonum verður þetta á óvart, því Titanlega fær hr. Sigurður Þórólfs- ^on ekki borgun fyrir að segja pað sem atvinnurekendum kemur Oiiður að heyra. Tæki hann upp ¦^ því, mundu Morgunblaðseigend- ir ekki verða lengi á sér, að fá sér annan mann til þess að skrifa '* blaðið; skrifa þann „sannleika" ^em þe'r vilja sjá þar. Hr. Sig. Þór. segir f áðurnefndri ¦grein, að hann telji „það ójafn- •^ðarmenn, sem engan mun vilja gera á duglegum mönnum og lið- ^eskjum." Það er svo sem enginn vafi á því að Sigurður ætlar þarna að vega að verkamannaleiðtogun- ^m, sem hann segir að heimti að "öllum sé goldið sama kaup. En "venær hafa verkamenn eða leið- tðgar þeirra gert þaðf Því er %"otsvarað: Þeir hafa aldrei gert J>að. Verkamenn setja lágmarks- ^erð á vinnukaup sitt, en það "efir aldrei heyrat að þeir hefðu * rnóti því að atvinnurekendur "orguðu rrsönnum hærra kaup en 'agrnarkið. Lágmarkskaupið er *«iðað við það sem kaupið má ^era Uegst, með öðrum orðum, ^iðað við það sera þeir eiga, sem "^instir eru verkmenn aí þeim sem atvinnurekendur á annað borð vilja t4ka í vinnu. Hvers vegna er það þá að „dug- egir menn og liðleskjur" (svo við n°tum orð hr. Sig. Þór.) vinna 3'nrleitt fyrir sama kaup? Það er blátt áfrám af þvf, að atvinnurek- endur tima ekki að borga þeim duglega meira en hinum. Réttlæt- istilfinningin er ekki meiri en þetta. Það má því með sanni segja það, að hr. Sigurður Þórólfsson hafi hitt atvinnurekendur í hjarta- stað með spjóti því er hann skaut að „verkamannaleiðtogunum", og fer ekki ólíkt fyrir honum eins og fór fyrir öðrum þjóni auðvaldsins (fjandanum), þegar hann skaut spjótinu að engiinum, en hitti ömmu sfnal Og eins og fór í þetta sinn fyr- ir hr. Sig. Þór., fer oftast fyrir þeim sem fyrir borgun belgja sig út með heilagri reiði. En sú heilög reiði eða heiiög vandlæting, sem á rót sína að rekja til fáfræðisfljótfærni og pen- ingaborgunar, hún er þeim sem sýnir hana sízt til sóraa. £anisbokasafnið. Þegar skammdegið kemurvaknar lestrarþrá almennings, sem legið hefir í dvala yfir sumarið — mesta annatíma ársins. — Þá langar margt alþýðufólk til þess að styttá sér stundir með lestri bóka. Sumir kjósa sögur og skáldrit, aðrir fræðibækur. En allur almenningur hefir ekki efni á því að kaupa sér það, sera hann helst vill lesa — sízt nú upp á sfðkastið, þegar ekki er hægt að fá innfluttar bráð- nauðsynlegar bækur frá útlöndum og íslenzkar bækur eru mjög dýrar. Til þess að gera mönnum hægra fyrir, fyrst og fremst, hafa bóka- söfh verið stofnuð; þar á meðal iandsbókasafnið, svo nefnt, sem iéttara mundi að kalla „Bóka- varðasafnið", eftir því fyrirkomu- lagi sem haft er nú á því. Þetta safn er, sem kunnugt er, eign landsins og kostað af því. Og þar sem alt það fé, er íandið hefir með höndum, er komið frá al- menningi — engu síður þeim fá- tæku — væri eðlilegt og sjálfsagt so fyrirkomulagi safhins væri hag- að þannig, að bækurnar kæmu að sem mestum notum. En því er^ ekki að heilsa. Hér í blaðinu var fundið að þvf í fyrrahaust, og af engum mót- mælt, að nauðsyn bæri til að breyta útlánstíma safnsins og lestr- artfmanum. Þetta mun ekki hafs fundið náð meðal þeirra háu herra er safninu stjórna, þvf enn situr svo að segja við hið sama; aðeins sú breyting gerð, að lestrarsalurinn er nú opinn frá ki. 1—7 síðdegis daglega. Töluvert verra en áður var. Útlánstíminn kl. 1—3. Allir sjá, án þess að athuga þetta hið minsta, að þetta er ó- tækt og verður að breytast hiír bráðasta. Mönnum er alment gert ófært að hagnýta sér safnið, bæði lestrarsalinn og bækur til utlána. Verkamenn, verzlunarmenn, iðnað- armenn og yfirleitt allir þeir, sem störfum eru bundnir hjá öðrum, hafa varla nokkurt tækifæri til þess að fá bækur að láni á safn- inu, hvað þá að njóta bóka þeirra, sem aðeins eru lánáðar á lestrar- salinn. Ef vel ætti að vera, þyrfti Iestr- arsalurinn að vera opinn ekki skemur en til kl. 10 sfðd, alla daga vikunnar, og ekki sízt á sunnudögum, og útlánstími verður, einhverntíma í viku að minsta kosti, að vera á þeim tíma sera almenningur getur notið hans. Tregða hlutaðeigandi stjórnar á því, að kippa þessu í lag, er 6- skiljanleg og óverjandi msð öllu. Góð bókasöfn, með góðri stjórn, eru andlegum þroska þjóðarinnar Iffsnauðsyn, en sé þeim illa og óviturlega stjórnað eru þau verra en ekkert bókasafn. /. J. St. Mínerya heldur fund ann- að kvöld kl. 8Va.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.