Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 3 Fimm bankar hækka útlánsvexti sína í dag FIMM bankar hafa tilkynnt um 1-4% hækkun útlánsvaxta frá og með deginum í dag. Landsbanki og Búnaðarbanki hækka útláns- vexti að jafhaði um 1-2%. en hækkanir á útlánsvöxtum hjá Samvinnubanka, Alþýðubanka og Útvegsbanka eru almennt nokkru meiri eða allt að 4% á almennum skuldabréfum. Inn- lánsvextir hækkuðu jafnframt hjá rikisbönkunum um 1-2%. í drögum að nýju vaxtayfirliti frá Seðlabankanum kemur fram að vextir á einkareikningi Landsbank- ans hækkuðu úr 5% í 7% og vextir af almennum sparisjóðsbókum hækkuðu úr 6% í 8%. Vextir af gullreikningi Búnaðarbanka hækk- uðu úr 5,5% í 7,5% og sömuleiðis vextir almennra sparisjóðsbóka. Vextir á óverðtryggðum skulda- bréfum í Landsbankanum hækka úr 12-14% í 13-15% og hækkunin hjá Búnaðarbankanum er 14,3- 16,3% í 15-17%. Hjá Samvinnubanka hækka víxil- vextir úr 16% í 17%, vextir af yfir- dráttarlánum úr 19% í 21% og vext- ir af óverðtryggðum skuldabréfum úr 12-15% í 16-19%. Útvegsbankinn hækkar víxilvexti úr 15% í 16%, vexti af yfírdráttarlánum úr 19% í 19,5% og vexti af óverðtryggðum skuldabréfum úr 12-14% í 15-17%. Þá hækkaði Alþýðubankinn vexti Pólski krossinn er gerður úr stáli en kubbarnir sem hann er festur saman um eru úr eik. Á teikningum frumgerðarinnar stendur: Kross norðursins, staðsettur á íslandi, helgaður íslenskri æsku, í umsjá íslenskra skáta. ______________ Níu metra stálkross reistur við Ulfljótsvatn Páfi blessar krossinn í heimsókn sinni í júní NÍU METRA háum krossi, blessuðum af Jóhannesi Páli páfa II, verð- ur komið fyrir ofan við Úlfljótsvatn næsta sumar. Krossinn, sem er smíðaður í Póllandi, verðHr fluttur hingað í aprílmánuði. Hann verður þá settur við útialtari á Landakotstúni þar sem páfi blessar hann við almenna guðsþjónustu í júnímánuði. Að lokinni heimsókn páfa verður krossinum valinn staður við Úlfljótsvatn. Gunnar Eyjólfsson, leikari og skátahöfðingi, hefiir haft veg og vanda af þessu framtaki og aflað framlaga hjá hópi einstaklinga, „... sem vilja ekki láta nöfii sín koma fram, en ég kalla þá „Vini krossins“,“ segir hann. Hann segir að hugmyndin hafi íslandi, blessaður af páfanum, til- komið fram í fyrrasumar þegar hann bauð tveimur pólskum prelátum, sem hér voru á ferðalagi, í dagsferð um Suðurland. „Eg sagði þeim að mig langaði til að fá kross úr eik úr Karpatafjöllunum, sem yrði gerð- ur í Póllandi og síðar settur upp^á einkaður íslenskri æsku. Nágrenni Úlfljótsvatns, þar sem til dæmis er sumarbúðastarf skáta, er tilvalinn staður. Mig langaði til að krossinn bæri þar við himin, til að þeir sem kæmu að Úlfljótsvatni yrðu ekki í friði fyrir þessu tákni, sem þjóðin Byssum og skotfær- um stolið á Akranesi BROTIST var inn í veiðarfcera- verslun Axels Sveinbjörnssonar á Akranesi aðfaranótt þriðju- dagsins og stolið þaðan tveimur haglabyssum, riffli og skotfær- um. Af ummerkjum sést að þjóf- arnir hafa hlaðið riffilinn og að minnsta kosti aðra haglabyssuna og hleypt af inni í versluninni. Enginn varð þó ferða þeirra var og uppgötvaðist þjófiiaðurinn ekki fyrr en starfsfólk verslunar- innar mætti til vinnu. Vopnin lágu á hillu á lagerplássi verslunarinnar en skotfærin voru geymd í ólæstum skáp. „Frágang- urinn var eins ömurlegur og hægt er,“ sagði rannsóknarlögreglumað- ur. Riffillinn sem stolið var er af gerðinni CBC, cal .22, en hagla- byssurnar eru þriggja skota pump- ur, önnur Mosberg, hin Remington. Að sögn lögreglumanna var ann- arra verðmæta ekki saknað. Rannsóknarlögreglan á Akranesi biður þá sem orðið hafa grunsam- legra mannaferða varir eða búa yfir upplýsingum um málið að láta sig vita. af víxlum úr 16% í 18%, vexti af yfirdráttarlánum úr 18,5% í 21% og vexti almennra skuldabréfa úr 11,5-14,5% í 15,5-18,5%. Innbyrðis leiðréttingar - segrr Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra „MER FINNST mest áberandi sú mikla lækkun sem hefur orðið frá miðju síðasta ári fremur en hækkun síðustu vikur. Mér virð- ist að vextimir séu nú að stað- næmast,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra aðspurður um þær vaxtahækkanir sem taka gildi í dag. Jón Sigurðsson sagði að sér virt- ist þær breytingar sem hann hafði heyrt um fela fremur í sér inn- byrðis leiðréttingar en að um væri að ræða einhverjar allsheijar hækk- anir. „Ég hef ekki séð í þessu neitt sem vekur upp spumingar umfram það sem var,“ sagði hann. hefur heigað sig í 1000 ár.“ Báðir prelátamir starfa í Kraká og annar þeirra, monsignor Gorzel- any, er æskuvinur páfa. „Fljótlega eftir að hann kom heim til Póllands skrifaði hann mér bréf,“ segir Gunn- ar, „og sagðist hafa leitað álits á þessu hjá arkitektum og verkfræð- ingum. Þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að eik hentaði illa en góð reynsla væri af stálkrossum. Gorzel- any bauð mér að kross yrði gerður í Póllandi og sendur hingað. Eg bar þetta undir nokkra vini mína og kunningja og þeir tóku strax mjög vel í það að styrkja þetta. Ég vil að krossinn sé á þannig stað að hann sé aðgengilegur fólki á öllum aldri — ,þó þannig að ekki sé hægt að keyra að honum, heldur verði fólk að leggja á sig svolitla krossgöngu. Á þeirri leið gæti fólk sem örvæntir í lífinu fundið styrk og þrótt og hugsað um og þakkað fyrir þá náð sem þeir hafa orðið aðnjótandi sem kristnir menn. Krossinn minnir æskuna á að við emm og viljum vera kristin þjóð,“ sagði Gunnar Eyjólfsson. Sveinn Jónsson KE fékk á sig brot: Báðar stýrisvélar fóru úr sambandi / SKUTTOGARINN Sveinn Jónsson KE 9 fékk á sig brot í gærmorg- un um 7 milur suður af Reykjanesi. Tveir gluggar brotnuðu í brú skipsins og sjór komst í stjórntæki með þeim afleiðingum að skipið varð stjórnlaust um tíma og rak í átt að landi. Vélstjór- um tókst að koma stýri skipsins í samband aftur og komst það af eigin rammleik inn til Njarðvikur um hádegi i gær. Versta veður var þegar óhappið gerðist; 10-11 vindstig og stóð á land. 011 tæki í brú Sveins Jóns- sonar blotnuðu og allt rafmagn hún þurfti að keyra á móti og það gekk ekki nema fimm, sex mílur, þannig að það var alveg í jámum að þeir næðu okkur áður en okkur fór af skipinu. „Við vorum á út- ræki á land. Við höfðum aðalvél- leið og vorum komnir 6-7 mílur suður fyrir Reykjanes, lónuðum þar vegna veðurs. Þá tók sig upp brot og setti inn tvo glugga," sagði Óm Berg Guðmundsson skipsstjóri. Hann segir það hafa tekið þá Áma Þór Jónsson og Bjama Helgason vélstjóra um 40 mínútur að koma stýri skipsins í samband á ný. „Okkur rak tvær, þijár mflur á meðan. Við höfðum strax sam- band við land og önnur skip. Sigu- ey BA 25 var næst okkur, en ina í gangi og hefðum getað bakk- að uppí, en veðrið var það slæmt að það er ekki gott að segja hvem- ig það hefði gengið," sagði Öm. Sigurey fylgdi Sveini Jónssyni inn fyrir Garðskaga og um klukk- an 12.30 kom Sveinn Jónsson inn til Njarðvíkur. Öm kvaðst gera ráð fyrir að skipið stöðvaðist fjóra til fimm daga vegna þessa, skemmdir væm eingöngu á tækj- um í brú og yrðu þær metnar í dag. Marokkósamningur Stálvíkur: Vilyrði frá Al- þjóðabankanum STÁLVÍK hf. hefiir enn ekki gef- ið upp alla von um að ná í höfii samningum við Marokkómenn um smíði 10 skuttogara fyrir þá. Al- þjóðabankinn hefur gefið vilyrði um fyrirgreiðslu í þessu máli og er beðið endanlegrar niðurstöðu bankans. Auk þess hefúr fyrirtæk- Verkamannasamband íslands: Samflot er nauðsynlegt Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands telur sam- vinnu verkalýðsfélaga nauðsynlega í þeim kjarasamningum sem framundan eru, þar sem megináherslan verði lögð á að vernda kaupmáttinn. Þá er óhjákvæmilegt að mikil áhersla verði lögð á jöfiiun lífskjara, tryggingu fúllrar atvinnu og að verðbólgu verði haldið i skefjum. í ályktun framkvæmdastjóm- arinnar segir ennfremur að röng efnahagsstjórn og hömlulausar fjárfestingar hafi gert árangur samninga undanfarinna ára að engu og raunverulegir okurvextir séu að ganga af meginatvinnuvegi þjóðarinnar dauðum og sama gildi um fjölda heimila. Bankar, fjár- festingarsjóðir og „grái markað- urinn" hafí gert viðleitni ríkis- valdsins til vaxtalækkana að engu og augljóst sé „að efnahagsstefna sem byggir á því að allar fjár- magnsskuldbindingar séu verð- tryggðar en ekkert annað í þjóð- félaginu, leiðir til ófarnaðar og meiri tilfærslu eigna en áður hafa þekkst. Það er auðvitað fáviska að halda því fram, að vextir (fjár- magnskostnaður!) séu ekki verð- bólguvaldur." Þá er lögð áhersla á að lífeyris- sjóðimir taki fullan þátt í því að raunvextir lækki og að verkalýðs- hreyfingin verði að hindra að óstjóm liðinna ára verði leyst með gengisfellingu á kostnað launa- fólks. Hún verði að krefjast þess að vera fullgildur aðili þegar þeim málum er ráðið til hlunns og þar dugi ekkert sýndarsamráð. ið í höndunum samninga um smfði 14 skuttogara, fyrir á fimmta milljarð króna, við aðila í Dubai. Á sama tíma á Stálvík í gífúrleg- um fjárhagserfiðleikum, svo mikl- um að vandkvæði hafa verið á því að greiða starfsmönnum kaup. Júlíus Sólnes stjómarformaður Stálvíkur segir að samningamar við Dubai séu sorglegt dæmi um sinnu- leysi stjómvalda hérlendis. Það gott verð fáist fyrir togarana 14 að hægt er að smíða þá hérlendis án taps. Kaupandi þeirra hefur þar að auki alla §ármögnun á eigin hendi. Hið eina sem þurfi sé ríkisábyrgð á móti mikilli úttorgun hans, svo og fram- leiðsluábyrgð fyrir 5% af kaupverði í eitt ár eftir að togaramir hafa ver- ið afhentir. „Á sama tíma og þetta liggur fyr- ir á Stálvík í gífurlegum fjárhagserf- iðleikum og er lausafjárstaða þess hreint ferleg," segir Júlíus Sólnes. „Hvað varðar samningana við Marokkó hefur Stálvík tekist að halda þeim á lífi með þrautseigju og við bíðum nú svara frá Alþjóðabank- anum. Hvað samningana við Dubai varðar, tel ég það meiriháttar áfall fyrir þjóðfélagið ef þeir tapast enda eru þeir samningar sérlega hagstæð- ir okkur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.