Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. PEBRÚAR 1989 Á myndinni eru f.v.: Unnnr Stefánsdóttir, eiginkona Jóhanns Alex- anderssonar, þá Jóhann, Þórður Sigurðsson, Jón Ragnarsson, Ásthild- ur Torfadóttir, eiginkona Jóns, Guðný Róbertsdóttir, eiginkona Kjartans Ragnarssonar, og loks# Kjartan. Á myndina vantar Brynj- ólf Bjarnason og skipstjórann, Ornólf Grétar Hálfdánarson. Skipbrotsmenn hitt- nst tuttugu árum eflár gifltusamlega björgun Fjórir af sex mðnnum sem björguðust naumlega en giftusamlega er vélbáturinn Svanur IS 214 fórst fyrir réttum 20 árum, hittust á Hótel Sögu á sunnudag og rifjuðu upp sameiginlega lífsreynslu sína. „Við höfum ekki sést öll þessi ár þótt ekki sé langt á milli okkar," sagði Jón Ragnarsson á Súðavík sem var cinn skipbrotsmanna. Jón sagði þetta hafa verið mikla lífsreynslu og næstum tilviljun að þeir félagar fundust á reki í gúm- bát í aftakaveðri. „Við náðum sam- bandi um talsstöð við vélbátinn Sólrúnu, en loftnetsstöngiií var brotin, þannig að sambandið var ekki gott. Það voru fleiri bátar að leita, en skipsstjórinn á Sólrúnu, Hálfdán Einarsson, gerði það jafn- an, að í hvert sinn sem sambandið dofnaði þá snéri hann við. Svo heyrði hann allt í einu afar greini- lega til okkar og þá fóru þeir á Sólrúnu að líta í kringum bátinn ögn betur. Þá vorum við alveg við borðstokkinn hjá þeim. Þeir gátu þó ekki tekið okkur inn og við urðum að bíða í klukkutíma enn eftir varðskipinu. Það mátti ekki tæpara standa, því ég fór síðastur úr gúmbátnum og um leið slitnaði hann frá og sást ekki meir," sagði Jón. Hlutafé Þörunga- vinnslunnar aukið HLUTAFÉ Þörungavinnslunnar í Reykhólasveit hefur verið aukið um 3 iuilljónir króna síðustu daga og er aukningin þá orðin um 6 miUjónir síðan f fyrravor, hlutaféð er alls orðið 8 milljónir. A næst- unni vonast forráðamenn fyrirtækisins til þess að fá 4 milljónir til viðbótar, en í fyrravor var samþykkt á hluthafafundi að auka hlutaf- éð í 22 milljónir. Benedikt Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Þörungavinnslunar sagði, að hlutafjáraukningin væri liður í að auka umsvif verksmiðj- unnar, hún hefði framleitt 3500 tonn af þangmjöli á síðasta ári, sem var 30 prósent aukning frá árinu 1987 þegar framleidd voru 2700 tonn. „Við höfum verið með vax- andi sölu- og markaðsöflun og framleitt upp í eftirspurnina síðustu árin. Við stefnum að því að auka framleiðsluna á nýja árinu um 30 prósent, eða í 4500 tonn og'gerum okkur vonir um að geta selt það magn," sagði Benedikt. Nýja hlutaféð, 3 milljónir króna er komið frá Byggðasjóði, Kaup- félaginu og hreppnum, en Benedikt vildi ekki segja hvaðan væntanlegar 4 milljónir kæmu að öðru leyti en því að það kæmi úr ýmsum áttum og fyrirtækið hefði m. a. leitað fyr- ir sér erlendis. Louísa M. Ólafsdótt- irlátin Louísa Magnea Ólafsdó ttir, org- ,'tiiisti í Olfus- og Hveragerðis- sókuuiu, lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi þann 28. janúar síðastliðinn, á 92. aldursári. Louísa Magnea fæddist 12. desem- ber árið 1891 að Sandfelli í Öræfum, dóttir hjónanna séra Ólafs Magnús- sonar, síðar prests að Arnarbæli í Ölfusi, og Lydiu Angeliku Lúðvíks- dóttur Knudsen. Louísa var organisti við Kotstrandarsókn og síðar Hvera- gerðissókn í 63 ár. Hún starfaði alla tíð mikið að tónlistarmálum, einkum kirkjusöng, og var sæmd Hinni íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að tónlistarmálum árið 1974. fri MANBO Ný sending Herrafrakkarúr CASHMEREULL, einhnepptir og tvíhnepptir. . Glæsilegtúrvalaf TWEED-frökkum .meðogánbeltis. Verð £rá kr. 11.950,- GEíSiPF Stjórnunarfélðg íslands Ánanaustum 15 Sími: 6210 66 (Decision Support Systems) Louisa Magnea Ólafsdóttir. m Hvada þættir valda þvíy að nú er tímabært f yrír stjórnendur fyrirtækja að kynna sér ákvarðanakerfi? - Umhverfi og viðfangsefni í rekstri fyrirtækja verða sífellt flóknari. - Auknar kröfur um nákvæmar áætlanir og útreikninga, t.d. frá lánastofnunum. - Framfarir í tölvutækni, öflugar einkatölvur og hágæða grafik, hafa opnað nýja mögu- leika. - Vaxandi umræða hefur verið um DSS er- lendis. DSS er orð sem margir nota en færri skilja. Mikilvægt er því fyrir stjórnendur að fá kynningu á þessum nýju möguleikum sem eru að bjóðast. Eftirtaldir efnisþættir verða teknir fyrir á nám- skeiðinu: - Ákvarðanakerfi - skilgreining hugtaksins og fræðilegur grunnur. Notkunarmöguleikar. - Notkun töflureikna við viðfangsefni eins og söluspár, greiðsluáætlanir, fjárfestingarút- reikninga o.fl. - Áætlanagerðarmál. - Þekkingarkerfi (expert systems). - Bestunarlíkön. - Hermilíkön (simulation). Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað stjórnendum og öðrum þeim, sem vilja kynna sér möguleika á notkun tölva við ákvarðanatöku, áætlanagerð og skipulagningu. Æskilegt er að þátttakendur hafi vissa reynslu af notkun einkatölva og þekkingu á töflureiknum. Leiðbeinandi: Páll Jensson prófessor við yerkfræðideild Háskóla íslands. Tími og staður: 7. og 8. febrúar kl. 8.30-12.30 í Ánanaustum 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.