Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 Reuter Spænskur prins bíðurbana Spænski prinsinn Alfonso de Bourbon, frændi Jóhanns Karls Spánarkonungs og barnabarn Alfonso 13. Spán- arkonungs, lést í skíðaslysi Vail i Colarado á mánudag. Svo virðist sem prinsinn, sem talinn var góður skiðamaður, hafi skíðað á reipi sem strengt var yfir marklínuna. Prinsinn átti sæti í Alþjóða skiðasambandinu og slysið gerðist þegar undirbúningur undir Heimsbikarkeppnina i skíðaíþróttum var í fullum gangi. Prinsinn lenti í hörmu- legu slysi í Sarajevo í Júgó- slavíu skömmu áður en vetr- arolympíuleikarnir voru sett- ir árið 1984. Yngsti sonur hans, sem ók í bU með föður sinum, lést þá umferðarslysi. Azerbajdzhan: Forsætis- ráðherra settur af Moskvu. Reuter. GASAN Sejdov, forsætisráð- herra Sovétlýðveldisins Az- erbajdzhans, var settur af siðastliðinn föstudag. í tilkynn- ingu frá forsætisnefiid Æðsta ráðs Azerbajdzhans sagði að Sejdov hefði verið veitt lausn frá störfúm af heUsufarsástæð- um. Talsmaður azerbajdz- hönsku fréttastofúnnar sagði að eftirmaður Sejdovs væri einn af mörgum aðstoðarforsætis- ráðherrum Iýðveldisins, Ajaz Mutalibov. Á yfirlýsingunni var ekki að skilja að bein tengsl væru á milli brottfarar Sejdovs og átakanna um um Nagomo-Karabakh hérað, sem er að mestu byggt Armenum en laut stjóm Azera þar til fyrir skemmstu að stjómvöld í Moskvu ákváðu að taka við stjómartaum- um þar. TASS-fréttastofan sovéska sagði fyrir tveim vikum að 2.500 félagar í kommúnistaflokknum í Azerbajdzhan hefðu verið tyftaðir fyrir að taka þátt í átökunum eða mistekist að binda enda á þau. Mesta hækkun doll- ars í flóra mánuði London. Reuter. GENGI dollars hækkaði töluvert þegar orðrómur barst um að Banda- rikjamenn hygðust taka upp aðhaldsaðgerðir í Qármálum í þvi skyni að hamla gegn verðbólgu. Hefúr Evrópu i fjóra mánuði. í Iq'ölfar yfírlýsinga Alans Green- spans, forseta bandaríska seðla- bankans, um að Bandaríkjamenn ættu að taka upp aðhaldsaðgerðir til að hamla gegn verðbólgu, hækk- aði dollar og var jafnvirði 1.87 vest- ur-þýskum mörkum og 130 japönsk- um jenum í gær. Eftirspum eftir gengi dollars ekki verið hærra í dollar jókst þegar ummæli hans voru túlkuð á þá vegu að vextir í Banda- rílqunum yrðu hækkaðir. Greenspan taldi ósennilegt að vaxtahækkunin á undanfömum 10 mánuðum myndi leiða til samdrátt- ar. Reuter * Isól og sumaryl Áhorfendur á Opna ástralska tennismótinu bökuðu sig í sólinni í Melbourne fyrir skömmu. Hitinn hjá andfætlingum okkar á myndinni fór yfir 40 gráður á Celsius. Bretland: Múhameðstrúarmenn mót- mæla enn Söngvum Satans ^ St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Fríamannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. ÁTTA þúsund múhameðstrúarmenn komu saman um helgina til að mótmæla nýútkominni bók Salmans Rushdies, Söngvar Satans. Hún er nú mest selda skáldsagan i Bretlandi samkvæmt sölulista The Sunday Times síðastliðinn sunnudag. Múhameðstrúarmennimir söfn- uðust saman í Hyde Park á laugar- dag og um 250 lögreglumenn gættu þess, að allt færi vel fram. Tvær nefndir voru sendar af fundinum, önnur í Downingstræti, hin til Penguin-útgáfunnar. Á fundinum lýsti Ali Mohammed Azhar því yfir, að hann hefði hafið mál á hendur höfundinum fyrir guðlast. Hann sagði, að málinu yrði skotið til hæstaréttar, þ.e. lávarða- deildarinnar, tapaðist það fyrir und- irrétti, og ef þörf krefði til mann- réttindadómstóls Evrópu. Hann sagði það vera skyldu sína að vemda trúna. Höfundurinn heldur brátt til Bandaríkjanna til að kynna bókina, sem kemur þar út 22. febrúar nk. Penguin-útgáfufyrirtækið í Banda- ríkjunum hefur áhyggjur af öryggi höfundarins, vegna þess að sjö sprengjuhótanir hafa hafa borist til þess, auk þess sem látið var berast með símhringingu, að sá sem réði framkvæmdastjóra þess, Marvin Brown, af dögum, fengi 50.000 Bandaríkjadali (um 2,5 milljónir ísl.kr.) að launum. Samtök múhameðstrúarríkja hafa tilkynnt Penguin-útgáfunni, að verði Söngvar Satans ekki tekn- ir af markaði, verði allar bækur útgáfunnar bannaðar í öllum 45 múhameðstrúarríkjum heimsins. Talsmaður Penguin segir, að bókin verði gefin út í pappírskilju i haust og verði til sölu í 100 lönd- um og fyrirtækið eigi von á að selja bókina í tugum þúsunda eintaka. Hann vildi ekki segja, hve mikið tap fyrirtækisins yrði, ef bækur þess yrðu bannaðar í löndum múhameðs- trúarmanna. Hófsamir múhameðstrúarmenn hafa áhyggjur af því, að þetta mál veki upp kynþáttahatur í Bretlandi. Hinir öfgasinnuðu segja leiðtoga sína ekki hafa gert nóg með því að brenna bókina og kveðast ætla að stofna skæruliðasamtök eftir fyrirmynd frá íran. Ein líkleg afleið- ing af þessu máli öllu er, að múha- meðstrúarmenn muni einangrast í bresku samfélagi. Forseti framkvæmdastjórnar EB: Ákveða verður framtíðar- skipan samstarfe EB og EFTA JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandaiags- ins (EB), kynnti nýlega hugmyndir sínar um það, hvernig hugsan- lega mætti haga samstarfi EB og EFTA, en að því á ísland aðild ásamt fimm öðrum ríkjum. Gerði Delors þetta í ræðu, sem hann flutti á Evrópuþinginu í Strasborg 17. janúar. Formlega stefiiu- ræðu á þinginu flytur hann i febrúar. Hér birtast þeir kaflar úr ræðu Delors, sem snerta samskiptin við EFTA sérstaklega. „Að því er „aðra Evrópubúa" varðar er spumingin einföld: Hvemig getum við náð árangri við að sameina ríkin 12 [í EB] án þess að koma þeim í vanda, sem eiga jafn mikinn rétt á að kalla sig Evrópubúa? Eins og ykk- ur er kunnugt hefur fram- kvæmdastjómin þegar tekið af- stöðu í þessu máli: innri þróun bandalagsins hefur forgang.fram yfír stækkun þess. Ekkert má draga úr viðleitni okkar til að hrinda „einingarlögunum" í fram- kvæmd [þ.e. að koma á sameigin- legum innri markaði EB eftir 1992]. Þessi afstaða hefur á hinn bóginn ekki hindrað okkur í að styrkja samninga við EFTA-ríkin, við einstök ríki í Austur-Evrópu, og við þau ríki, sem ég kýs að kalla evrópsku munaðarleysingj- ana — Kýpur, Möltu, Júgóslavíu — og við Tyrkland, sem hefur sótt um aðild að bandalag- inu. . . Latum fyrst á vini okkar í EFTA. Við höfum ferðast með þeim eftir þeirri leið sem opnuð var með Lúxemborgar-yfirlýsing- unni 1984 um að styrkja raunsæja samvinnu. Með hveiju skrefi sem við tökum verður leiðin brattari. Við erum að nálgast þann punkt, þar sem göngugarpurinn vill æja og kasta mæðinni, til að átta sig á aðstæðum og hvert hann stefnir og hvort hann er rétt búinn undir framhaldið. Fyrir hendi eru tveir kostir: — Við getum viðhaldið núver- andi tengslum, sem einkum eru tvíhliða við einstök EFTA-ríki, með það að lokamarkmiði að skapa fríverslunarsvæði, sem nái til EB og EFTA. — Við getum kannað hvort ástæða er til að koma á fót nýju, skipulegra samstarfí, þar sem ákvarðanir eru teknar sameigin- lega og fyrir hendi séu stjóm- sýslustofnanir sem geri starfsem- ina skilvirkari og beini athygli að pólitískum þætti samvinnu okkar á sviði efnahagsmála, félagsmála, Ijármála og menningarmála. Það er ótímabært að ræða ein- stök smáatriði í slíku skipulagi. Ég hef hugmyndir um það, en þarf að ræða þær við nýju fram- kvæmdastjómina [í EB sem tók við um áramótin] og síðan óform- lega og án skuldbindinga við full- trúa viðkomandi ríkja. Á hinn bóginn vil ég vekja at- hygli á því, að kostimir myndu breytast, ef EFTA styrkti inniviði sína. í því tilviki myndi samstarf okkar byggjast á tveimur skipu- lagsbundnum stofnunum banda- laganna. Annars væri aðeins fyrir hendi stjómskipulag samkvæmt reglum EB, sem mætti í sérstök- um tilvikum láta ná til þeirra EFTA-ríkja, sem veldu þann kost og svo kannski síðar til annarra Evrópuríkja. En ef litið er fram hjá skipu- lagshliðinni um stund og hugað að efiiisþáttum víðtækrar sam- vinnu af þessu tagi, vakna nokkur viðkvæm úrlausnarefni. Það kem- ur einfaldlega í ljós, að vinir okk- ar í EFTA hafa flestir einkum áhuga á að njóta ávaxtanna af markaði án landamæra. En við vitum allir að sameiginlegi mark- aðurinn myndar eina heild, kostir hans og gallar, réttindin og skyld- umar. Á að leyfa þeim að velja? Ég hef nokkrar efasemdir um það. Sameiginlegi markaðurinn er einkum tollabandalag. Em samstarfsmenn okkar til- búnir til að fara eftir sameigin- legri viðskiptastefnu eins og öll tollabandalög verða að móta gagnvart öðrum? Eru þeir sam- mála okkur um grundvallaratriði? Sameiginlegi markaðurinn krefst einnig samræmingar. Em félagar okkar reiðubúnir að láta eigin lög víkja fyrir sameiginlegum reglum, sem em nauðsynlegar til að tryggja fijálsa vömflutninga, og þar af leiðandi sætta sig við lög- sögu Evrópudómstólsins, sem hef- ur sannað ágæti sitt og óhlut- drægni? Hið sama á við í sam- bandi við ríkisstyrki og félagsleg- ar aðstæður í þágu betri Iífslqara og vinnuaðstæðna. Evrópubandalagið er miklu meira en stór markaður. Það er efnahagslegt og félagslegt svæði án landamæra, sem er að þróast í stjómmálabandalag er stuðlar að nánari samvinnu í utanríkis- og öryggismálum. Hjúskaparsátt- málinn verður ekki rofinn, jafnvel Jacques Delors, forseti fram- kvæmdasfjómar EB. þótt öllum ákvæðum hans hafí ekki verið hmndið í framkvæmd að fullu. Það er einungis sú félags- lega samkennd sem tengir þjóð- imar okkar tólf, er gerir okkur kleift að hefja okkur upp yfir vandræði og ágreining og leggja á öllum sviðum áherslu á þau störf sem sameina okkur. Það er ákaf- lega erfitt í þessu altæka banda- lagi að leyfa mönnum að velja aðeins það, sem þeim líkar. Þessi ummæli hafa þann eina tilgang að kynda undir umræður, sem þegar em hafnar í EFTA- löndunum. Þessi málefni verða vafalaust á dagskrá næsta EFTA-fundar. Mér finnst, að EB-ríkin tólf verði að vera tilbúinn til að hefja ítarlegar og heiðarlegar umræður um skipan nánara samstarfs við EFTA-ríkin“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.