Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 21 Yfírmaður sænska sjóhersins tekur af öll tvímæli: Okunnu kafbátarnir koma aðeins frá Sovétríkjunum Sænsk stjórnvöld taka yfirlýsingunni með vandræðalegri þögn Stokkhólmi. Reuter. YFIRMAÐUR sænska sjóhersins hefur lýst yfir skýrt og skorin- ort, að Sovétmenn virði að vett- ugi sænska lögsögu og fullveldi þjóðarinnar með stöðugum kaf- bátsferðum við strendur lands- ins. Hefur þessi yfirlýsing valdið miklum vandræðagangi hjá ríkis- stjórninni, sem hingað til hefur forðast að nefiia Sovétmenn á nafn. Bengt Schuback aðmíráll sagði á hermálaráðstefnu sl. mánudag, að allar vísbendingar og sannanir sýndu, að kafbátamir, sem Svíar væru stöðugt að eltast við í skeija- garðinum, kæmu frá Sovétríkjun- um. „Kafbátamir koma frá leynileg- um bækistöðvum og við vitum ofur vel, að þær eru ekki til á Vestur- löndum," sagði Schuback. „Um Austur-Þýskaland er ekki að ræða enda engir kafbátar þar og Pólland er of opið við Eystrasalti til að þær Reuter Bengt Schuback, yfirmaður sænska sjóhersins. gætu dulist. Kafbátamir koma frá Sovétríkjunum. Aðeins þar er unnt að hafa leynilegar bækistöðvar fyr- ir þessa kafbáta í hæfilegri fjarlægð frá Svíþjóð.“ Sænsk stjómvöld hafa tekið þessari yfirlýsingu með vandræða- legri þögn en Torsten Engberg, forseti herráðsins, sendi frá sér loðna yfirlýsingu þar sem ítrekað var, að ekki væm endanlegar sann- anir fyrir sekt Sovétmanna. Sænska vamarmálaráðuneytið vildi hins vegar ekkert' um málið segja. Sænsk stjómvöld hafa lengi gætt hlutleysisins með því að forðast það helst að vera sama sinnis og aðrir Vesturlandamenn en Schuback sagði aðeins það, sem sænskir her- menn og herforingjar hafa rætt um sín í milli og vitað ámm saman. Fyrir skömmu var verið að leita ókunns kafbáts innan sænsku lög- sögunnar og þá sagði yfirmaður leitarskipanna við fréttamenn: „Hvaða ríki skyldi geta átt stóran flota smákafbáta og haldið því leyndu í 20 ár? Aðeins Sovétmenn." Viðbrögð Sovétstjómarinnar hafa hins vegar verið þau að hæð- ast að Svíum. „Þessi kafbátaleit í Svíþjóð minnir helst á leitina að skrímslinu í Loch Ness í Skot- landi," sagði Gennadíj Gerasímov, talsmaður Sovétstjómarinnar. Eltingarleikurinn við kafbáta í sænsku lögsögunni hófst árið 1981 en þá strandaði sovéskur kafbátur af Whiskey-gerð skammt frá flota- höfninni í Karlskrona. Sovétmenn skýrðu þann atburð þannig, að sigl- ingatæki bátsins hefðu bilað og því hefði hann villst inn í skerjagarð- inn. Alla tíð síðan og nú í vetur hefur orðið vart við ókunna kafbáta innan sænsku lögsögunnar. Rotary-klúbbum heimilað að veita konum inngöngu Verður Sharansky sendiherra? ísraelsstjórn hefur í hyggju að gera fyrrum andófsmann í Sov- étríkjunum, Natan (áður Ana- tolíj) Sharansky, að sendiherra ísraels hjá Sameinuðu þjóðun- um, að þvi er ísraelskur emb- ættismaður sagði í gær. Tals- menn ísraelska utanríkisráðu- neytisins vildu ekki tjá sig um málið og Sharansky, sem ræddi við Moshe Arans utanríkisráð- herra á mánudag, sagði að hon- um hefði ekki borist formlegt tilboð um embættið. Sovésk stjórnvöld slepptu Sharansky úr fangelsi við fangaskipti árið 1986. Barenboim stjórn- ar Sinfóníuhljóm- sveit Chicago-borgar París. Reuter. DANIEL Barenboim, sem sagt var upp starfi sem aðalstjórnanda Bastille-óperunnar í París fyrr í þessum mánuði, hefúr fallist á til- boð um að stjórna Sinfóníuhljómsveit Chicaco-borgar í Bandaríkjun- um. Talsmaður Barenboims, Nicole Salinger, sagði að hljómsveitar- stjórinn tæki við starfi sem aðal- stjómandi sinfóníuhljómsveitarinn- ar 1. september á þessu ári í stað Sir George Soltis. Barenboim sagði í yfirlýsingu að hann hefði tekið tilboði hljómsveitarinnar „með mik- illi gleði“. „Á þeim tuttugu árum sem ég hef tekið að mér að stjóma einstökum verkum hjá hljómsveit- inni hef ég dáðst að hæfileikum tónlistarmanna hennar og fóm- fýsi,“ sagði hljómsveitarstjórinn ennfremur. Salinger sagði að ákvörðun Bar- enboims um að taka tilboðinu væri í engum tengslum við brottrekstur hans frá Bastille-ópemnni. Hún sagði að Sinfóníuhljómsveitin hefði hafið leit að eftirmanni Soltis árið 1986, löngu áður en Barenboim hefði verið rekinn. Sem aðalstjóm- andi sinfóníunnar í Chicaco væri hann skuldbundinn til þess að stjóma hljómsveitinni í minnst þrjá mánuði og hann hefði einnig getað haldið starfi sínu í Bastille-óper- unni. LAGANEFND Rotary International ákvað á fiindi sínum í Singapore 25. janúar að breyta lögum samtakanna, sem kveða á um að einung- is karlar geti gerst félagar í Rotary-klúbbum. Geta nú þeir klúbb- ar, sem þess óska, veitt konum inngöngu. Forseti samtakanna, Ástral- inn Royce Abbey, fagnaði þessari ákvörðun og sagði að hún yrði aðeins til þess að starfsemi samtakanna efldist. í tilkynningu frá Rotary Inter- national segir, að allir Rotary- klúbbamir, 23.900 að tölu og í 164 löndum, fái þessar lagabreytingar til umfjöllunar. Hver klúbbur hefur eitt atkvæði á hveija 50 félaga. Tíu af hundraði atkvæðanna nægja til að fella lagabreytingamar og verða þær þá endurskoðaðar á ársþingi samtakanna í Seoul í Suður-Kóreu 21.-24. maí. Samkvæmt lagabreytingunum er þeim klúbbum, sem þess óska, heimilt að veita konum inngöngu, fullnægi þær öllum inntökuskilyrð- um. Framkvæmdanefnd samtak- anna og 104 klúbbar frá tólf löndum lögðu þessar breytingar til. Laganefndin hafði áður úrskurð- að að Rotary-klúbbum i Kanada og Bandaríkjunum væri heimilt að veita konum inngöngu eftir að þar- lendir dómstólar höfðu úrskurðað að það bryti í bága við jafnréttislög að meina þeim að gerast félagar. Talið er að um 10.800 konur hafi nú gengið í Rotary-klúbba í þessum löndum. Um 420.000 manns eru í klúbbunum í Bandaríkjunum og Kanada, eða 40 af hundraði Rot- ary-félaga í heiminum öllum. Lögin sem meinuðu konum inn- göngu í Rotary-klúbba tóku gildi skömmu eftir að Rotary var stofnað árið 1905. Tillögur um breytingar á þessum lagaákvæðum voru tekn- ar til athugunar á fundum laga- nefndarinnar á árunum 1972,1977, 1980, 1983 og 1986 en voru ekki samþykktar, en til þess þurfti tvo þriðju atkvæða nefndarmanna. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA MORGUNVER ÐARFUNDUR verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar kl. 8 á Hótel Sögu, 2. hæð. Fundarefni: Til hvers leiðir nýafstaðin breyting á lánskjaravísitölu? Frummælendur: Pétur Blöndal, formaður Landssam- bands lífeyrissjóða og BirgirÁrnason, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra. Fyrirspurnirog umræður. FJOLMENNUM Fræðslunefnd FVH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.