Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 23 Söfiiun Hjálparstofiiunar kirkjunnar: Um tuttugu milljón- ir króna hafa safnast Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. - Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Norræna húsið Morgunblaðið/Þorkell Stefán Benediktsson, formaður Arkitektafélags íslands, Guðlaugur Gauti Jónsson, Málfríður Kristiansen, Stefán Örn Stefánsson, Egill Guðmundsson og Bergljót Einarsdóttir. Arkitektafélag íslands 50 ára: Afmælisárið helgað baráttu fyrir arkitektanámi á Islandi að er rétt sem forstjóri Norræna hússins, Knud Ödegárd, segir í samtali í Lesbókinni um síðustu helgi, en þá var hann spurður hvað Nor- ræna húsið eigi að standa vörð um. „Við megum ekki einangra okkur frá umheiminum, en taka á móti mikil- vægum áhrifum allsstaðar að úr ver- öldinni. Við eigum líka að halda á lofti og kynna veröldinni það bezta úr norrænni listsköpun. Við eigum að rækta það bezta frá okkur sjálf- um, ástunda menningarsamskipti og gera Norðurlönd að stærri menning- armarkaði en hvert þessara landa getur orðið eitt sér“. Það er einkum setningin „Við eig- um að rækta það bezta frá sjálfum okkur" sem er mikilvæg og athygli vekur. Lítil þjóð eins og íslendingar hlýtur að vera þiggjandi alþjóðlegrar menningar en hún byggir ekki til- verurétt sinn á því, hún byggir hann miklu fremur á nýsköpun eins og átti sér stað á gullaldarskeiði íslenzkrar menningar á þrettándu öld og úrvinnslu úr þeim verðmætum sem hingað berast. Við getum og megum aldrei verða einungis túlkendur er- lendrar menningar sem hingað berst hvaðanæva, hvorki í bókmenntum, myndlist né tónlist, heldur ber okkur skylda til að varðveita eigin arf og veita erlendum straumum í íslenzkan farveg. Einungis þannig getum við sannað tilverurétt þjóðarinnar en hvorki með hátíðlegu blaðri né tíma- mótaræðum sem fara fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra manna. Það sem máli skiptir í menningarsköpun þjóða, hvort sem þær eru fjölmennar eða fámennar er það sem kemur inn- anfrá en ekki það sem berst að utan. Það er okkar eigin sköpun, okkar eigin sérstaða og ávöxtun arfleifðar sem úrslitum ræður. Hér á við það sama og um tunguna, okkar eigin arf. Það erum við ein sem getum varðveitt hann eða glatað honum og enginn getur mótað hann né tunguna að kröfum tímans aðrir en við. Öll menningarviðleitni okkar er háð þessu lögmáli. Útlend áhrif geta ftjóvgað tunguna, eflt hana og styrkt en þó því aðeins að þessi sömu er- lendu áhrif lúti kröfum okkar um sérstæða menningu í sífelldri endur- sköpun. Heimurinn hefur engan áhuga á því að kynnast íslenskri list sem er eins og öll önnur list; endur- tekning eða eftiröpun. Hann hefur aftur á móti áhuga á sérstæðri listköpun sem býður uppá endumær- andi kraft og einstæða viðbót við heimsmenninguna; annars konar leiklist en hann er vanur, annars konar kvikmyndir, annars konar tón- list (þ.á m. íslenzka óperutónlist sem við ættum að rækta betur), annars konar myndlist og þá ekki sízt ánn- ars konar bókmenntir. Svo merkilegt skáld og menningar- legur hugsjónamaður sem fráfarandi forstjóri Norræna hússins er, skilur mikilvægi þessarar kröfu sem gerir fámenna þjóð og menningu hennar að ráðgátu og umhugsunarefni og þá ekki sízt sú sérstæða bóklega menning og hin einstæða ritlist sem hefur ávallt gefið okkur þrek til að herða stolt okkar og þjóðarvitund í eldi ómetanlegrar arfleifðar. En við eigum þá líka að fagna þessum bók- menntum og þá ekki sízt þeirri við- bót sem er storkandi nýjung. Því miður virðist auglýsingamennskan nú um stundir hafa meiri áhrif á smekk alls þorra fólks en ágæti bók- mennta, en með ræktun og aðhalds- sömu uppeldi verður nú sem áður hægt að beina huganum að verðmæt- um. Það kæmi ekki sízt í ljós ef við lentum í jifsháska. Knud Ödegárd hefur haft tröllatrú á mikilvægi íslenzkrar menningar, hann hefur sinnt henni af vináttusam- legri trúmennsku og afsökunarlaust. Hann hefur haft forystu um að boða erlend stórskáld til fundar við íslenzka listbræður sína og kynnt þá saman á eftirminnilegum málþingum, þar sem almenningur hefur safnazt saman og notið góðs af þessu mikil- væga samfélagi stórmerkra lista- manna; margra merkra listsýninga og fyrirlestra er að minnast úr Nor- ræna húsinu bæði fyrr og síðar og er okkur skylt að minnast þess alls sem endumærandi viðbótar við ann- ars heldur fijóa menningarviðleitni hérlendis. í samtalinu við Knud Ödegárd seg- ir hann ennfremur, „Hversvegna þessa áherzlu á listmenningu? Það er svo margt annað, sem mætti hugsa sér að gera við húsið í nafni Norrænn- ar menningar. Mitt svar er svohljóð- andi: Vegna þess að þar birtist and- lit manneslqunnar hvað greinilegast. Listin fjallar nefnilega alltaf um manneskjuna og það mannlega — og þá er ég að tala um listina en ekki áróðursgildið. Lástin er mesta raun- sæismál sem við eigum; hún sýnir okkur að milljónimar í hagtölunum og tölvunum eru settar saman af ein- staklingum og hver þeirra á sín ör- lög. Listin leiðir til þess að maðurinn lifir sem hugsandi samúðarfull vera. Hve sönn em þau orð sem ógnvekj- andi í hreinleika sínum ýta við okk- ur, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Við sjáum það betur en nokkm sinni. í listinni em fijókom þeirra hugmynda sem við búum við, listin sundrar hugmyndum og listin skapar nýjar hugmyndir utan um líf okkar. Ljóðið gefur manninum vængi." í framhaldi af því sem fyrr segir um eftirminnilega starfsemi í Nor- ræna húsinu í forstjóratið Knud Ödegárds, má vitna til þess sem hann sjálfur segir um það „Til hápunkt- anna á starfsferli mínum í Norræna húsinu teljast tvímælalaust Ljóðahá- tíðin 1985 og Bókmenntahátíðin 1987, sem ég átti fmmkvæði að en fékk íslenzk skáld, rithöfunda og fræðimenn til liðs við mig. Ég er viss um að þessar hátíðir em með því markverðara sem gerzt hefur á þessu sviði — ekki bara í Norræna húsinu — heldur á öllum Norðurlöndunum. Hér tókst okkur nefnilega að ná sam- an nokkmm beztu norrænu höfund- unum og úrvals höfundum annars- staðar að og ekki er það sízt, að okkur tókst að fá stóran áheyrenda- hóp sem hafði bæði áhuga á upp- lestri og fyrirlestmm." Þeim hiónum, Þorgerði og Knud Ödegárd, fylgja góðar kveðjur og þakklæti fyrir mikilvæg störf í þágu íslenzkrar menningar og þá listar sérstaklega. Þau hverfa nú úr Nor- ræna húsinu og við tekur nýr for- stjóri. Hann er jafnframt boðinn vel- kominn og óskar Morgunblaðið hon- um góðs gengis í nýju og mikilvægu starfi. ARKITEKTAFÉLAG íslands verður 50 ára á þessu ári, og hef- ur verið ákveðið að helga af- mælisárið baráttu fyrir arkitekta- námi á íslandi. Afrnælisársins verður jafinframt minnst með margvislegri kynningar- og út- gáfustarfsemi, auk sýninga og raðstefiiuhalds. Viðurkenning fyrir íslenska byggingarlist verð- ur í fyrsta sinn veitt á 50 ára af- mæli félagsins, en félagið mun þá veita viðurkenningu fyrir mann- virki, sem talið er verðugt framlag fyrir byggingarlist í landinu. Þess háttar viðurkenning verður fastur viðburður í starfsemi félagsins á komandi árum. Að sögn forsvarsmanna Arki- tektafélags íslands er tilgangur fé- lagsins að efla góða byggingarlist í landinu, og hefur honum verið fram- fylgt með því að gera strangar kröf- ur um menntun félagsmanna í AÍ. Félagið viðurkennir ekki próf nema úr tilteknum skólum, en hefur þó ekki áhrif á námsefni þeirra. Telur félagið að eina leiðin til þess að hafa áhrif á nám arkitekta og gera það íslenskt sé að námið fari að miklu eða öllu leiti fram hér á landi. Rökin fyrir íslensku byggingarlistamámi séu fyrst og fremst menningarlegs eðlis, en í byggingarlist hvers tíma birtist andleg og veraldleg einkenni hans. Varðveisla og miðlun menning- ararfs krefjist þekkingar á eiginleik- um og áhrifaþáttum menningararfs- ins, og þótt sú þekking sé til staðar verði hún ekki tekin saman, mótuð, stýrð og síðan miðlað nema í þar til ætlaðri menntastofnun. Rétt fyrir síðustu áramót skilaði neftid á vegum menntamálaráðu- neytisins áliti, en hún kannaði menntunarmál í byggingarlist. Nið- urstaða nefndarinnar var að sem fyrst skuli hefja kennslu í byggingar- list hér á landi, og beri í því sam- bandi að stefna að fyrrihlutanámi með samvinnu við erlenda háskóla um seinnihlutanám. Meðal þess sem verður á dagskrá Arkitektafélags íslands á afmælisár- inu má nefna samvinnuverkefni um umhverfísmál og arkitektúr í grunn- skólum í samstarfi við skólamálayfir- völd. Verkefnið er þegar hafið, en því líkur með sýningu á Kjarvalsstöð- um í maí. Lokuð samkeppni verður í samstarfi við Myndlista- og handí- ðaskólann um afmælisplakat AÍ, en verkefnið verður unnið á auglýsinga- og grafíkdeild skólans í febrúar. Kynningarrit um störf arkitekta og upplýsingar um starfsemi og þjón- ustu Arkitektafélagsins verður gefið út skömmu fyrir aðalfund félagsins, en hann verður haldinn í Ásmundar- sal 4._mars. Á vegum sýningarráðs og AÍ verður haldin sýning í Ás- mundarsal í maí þar sem félags- mönnum gefst kostur á að sýna hug- verk sín. í tengslum við sýninguna verður opnuð vinnustofa þar sem nokkrir arkitektar koma saman til þess að leysa ákveðið verkefni. í júní verður almenningi boðið upp á skoðunarferðir á vegum AÍ og Borgarskipulags Reykjavíkur, en farið verður um eldri og nýrri hverfi borgarinnar með leiðsögumanni. Sýning á verkum Gunnlaugs Hall- dórssonar arkitekts verður haldin september, en hann var heiðursfélagi í AÍ og hefði orðið 80 ára á þessu ári. Opinn kappræðufundur um gömlu höfnina í Reykjavík og tengsl hennar við miðbæ Reykjavíkur verður hald- inn í október. Fundurinn verður hald- inn í samvinnu við samtökin Gamli miðbærinn, og verður öllum opinn. Ráðstefna um stöðu íslenskrar byggingarlistar eftir 50 ár verður haldin fyrir félaga í AÍ í nóvember, en þá verður jafnframt opnuð hug- myndasamkeppni fyrir félagsmenn um efnið: Húsið í landslagi. Stjóm Arkitektafélags íslands skipa Stefán Benediktsson, formað- ur, Málfríður Kristiansen, Stefán Öm Stefánsson og Guðlaugur Gauti Jóns- son, en í sérstakri undirbúningsnefnd í tilefni afmælisins eiga sæti Bergljót Einarsdóttir, Egill Guðmundsson og Haraldur Helgason. TÆPLEGA 20 milljónir króna hafa borist í söfiiun Hjálparstofn- unar kirkjunar, „Brauð han'da hungruðum heimi“. Hluta Qárins hefiur þegar verið ráðstafað til matvælaflutninga í Suður-Súdan, jarðskjálftasvæðanna í Armeníu og til flóðasvæða í Bangladesh. Á næstu mánuðum byggir Hjálp- arstofnunin skóla fyrir 400 böm í Andra Pradesh-héraðinu á Indlandi, og heimili fyrir vangefin böm í Tam- il Nadu-héraðinu á Indlandi. Áætlað er að byggingunum ljúki á þessu ári. í Juba, sem er stærsta borg Suð- ur-Súdans, búa um 100 þúsund manns auk 150 þúsund flóttamanna, sem flúið hafa heimili sín vegna borg- arastríðsins. Fólk þetta býr við hung- ursneyð, en eina leiðin til þess að koma hjálpargögnum til þess er með flugi. Kirkjulegar hjálparstofnanir standa sameiginlega að loftbrú milli Nairobi í Kenýa og Juba. Daglega eru flutt um 50 tonn matvæla til Juba, en það eru einu matvælin sem fáanleg em í borginni. Hjálparstofn- un kirkjunnar mun halda áfram að taka þátt í þessu hjálparstarfi. Fimm tonn af niðursoðnum mat- vælum og 3400 íslensk ullarteppi að verðmæti nálægt ijórum milljónum króna voru send á vegum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar til jarðskjálfta- svæðanna í Armeníu fyrir jólin. ís- lensk fyrirtæki sem eiga viðskipti við Sovétríkin gáfu matvælin og ullar- teppin, en Flugleiðir og skipadeild Sambandsins fluttu hjálpargögninn endurgjaldslaust. í samvinnu við Alkirkjuráðið tekur Hjálparstofnun kirkjunnar þátt í upp- aður um 125 krónur. Vextir afurðal- ána um 50 krónur. Annar breytilegur kostnaður er um 30 krónur. Skinna- verðið er um 1.500 krónur að meðal- tali og styrkur á hvert framleitt skinn er 550 krónur. Framlegðin er þannig 275 krónur og það getur ekki gengið að hjálpa manni út úr vandanum með því að lána enn meira og sökkva manni þannig í endalausar skuldir," sagði Snorri. Snorri hafði tvær lausnir, annars- vegar halda áfram af fullum þunga og sjá hvað gerist upp á von og óvon og eitt gott rekstrarlán í viðbót. Þetta er sú leiðin sem ráðunauturinn mæl- ir með, og hinsvegar sem sveitar- stjómin mælir með, pelsa og selja öll dýrin og leggja andvirðið á verð- tryggðan reikning og geta byijað aftur þegar skinnaverð hækkar. Þungur baggi Jón og Guðmundur Péturssynir í Geirshlíð hættu fyrir einu ári. Jón fór í garðyrkjuna og Guðmundur til náms í Danmörku, en þeir eru ekki lausir allra mála. Það er eftir að borga fjárfestinguna í byggingunum, svo og allar lausaskuldimar. „Þetta er slæmur baggi að burðast með,“ sagði Jón, „húsin em ónothæf í ann- an búrekstur, bæði em þau alllangt byggingarstarfi í Bangladesh eftir flóðin þar síðastliðið haust, en eitt helsta verkefnið þar er að hreinsa vatnsbmnna og grafa fyrir nýjum. Landsvirkjun: Samkeppni um listaverk LANDSVIRKJUN hefur ákveðið að efiia til sammkeppni meðal íslenskra listamanna um gerð útilistaverks við stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7. Verðlaun em samtals um 500 þúsund krónur. Þar af verða fyrstu verðlaun ekki lægri en 300 þúsund. Öllum íslenskum listamönnum er heimil þátttaka. Í dómnefnd em: Dr. Jóhannes Nordal, stjómarfor- maður, Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, Halldór Jónatansson, for- stjóri, Halldór B. Runólfsson, list- fræðingur og Þór Vigfússon, mynd- höggvari. Trúnaðarmenn dómnefndar em Jóhanna S. Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna, Ásmundarsal, Freyjugötu 41, Reykjavík og Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Bygg- ingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, Reykjavík. Afhenda þau keppnis- gögn frá og með mánudeginum 23. janúar. Skila skal tillögum til ann- ars hvors trúnaðarmannanna eigi síðar en 21. mars. frá bænum og svo er svo lágt til lofts að ekki er hægt að koma vélum eða neinu inn í þessi hús. Bændur hafa ekki haft yfírráð yfir þeim pen- ingum sem þeir hafa fengið að sunn- an, allir þjónustuliðimir hafa fengið sitt og bóndinn alltaf látinn mæta rest,“ sagði Jón. En þessi vandi er einnig hjá refa- bændum erlendis. Jón Ragnar Bjömsson hjá Sambandi loðdýra- bænda sagði að árið 1988 hefðu ver- ið framleidd um 5 milljón refaskinn í heiminum og áætlun fyrir árið 1989 væri fækkun í um 3,5 milljónir skinna. 70.000 refaskinn voru fram- leidd á íslandi árið 1988 en áætlun fyrir árið 1989 væri 40.000 refa- skinn. Pelsakaupmenn ættu nokkrar birgðir af skinnum og svo væri tískan ekki hliðholl frekar en veðrið og þar af leiðandi væri ekki bjart framundan næstu tvö til þijú árin og þyrfti að taka alvarlega á þessum málum til að refarækt legðist ekki af fyrir fullt og allt og bændur flosnuðu af jörðun- um, því ekki geta þeir aftur snúið í hefðbundinn búskap þar sem búið er að selja kvótann. Snorri Stefáns- son sagði að illa hefði verið staðið að þessu af hálfu landbúnaðarráðu- neytisins og nú væri komið að vendi- punkti í búgreininni. - Bemhard Engín hjálp að auka á skuldir — segir Snorri Stefánsson refabóndi á Lundi Kleppjárnsreykjum, Borgarfirði. FYRIR um það bil sex árum voru bændur hvattir til búháttarbreytinga, þar sem offramleiðsla i hefðbundnum búskap var orðin allnokkur. Tek- ist hefur með markvissri stjórnun að koma mjólkur- og kindakjöts- framleiðslu í viðunandi horf miðað við neyslu, en þetta hafði þau áhrif að þeir bændur sem stóðu frammi fyrir uppbyggingu útihúsa og svo þeirra sem byijuðu búskap án þess að hafa kvóta fóm út.í refarækt þar sem loforð um góða fyrirgreiðslu var að fá og skinnaverð allgott. En skjótt skipast veður í lofti, for- sendur bregðast og allt fer á annan veg en ætlast er til. Sumir hættu, seldu refinn sem lífdýr eða pelsuðu þau. Aðrir fækkuðu þannig að aðeins bestu dýrin voru eftir, bændur velta því fyrir sér hvað fór úr skorðum og hvort hefði verið hægt að reka refa- búin á annan og betri veg. Ekki hugsað fyrir fóðurstöð Snorri Stefánsson bóndi á Lundi í Lundareykjardal keypti kvótalausa jörð á árinu 1985 og hóf uppbygg- ingu fyrir refarækt. „Uppbyggingin gekk vel, lán og styrkir skiluðu sér illa og strax kom vaxta- og banka- kostnaður sem ekki var gert ráð fyr- ir. Kerfíð er þannig, fyrst að byggja, og borga söluskattinn og svo færðu endurgreitt," sagði Snorri. „Svo kom að því að fá fóðrið, aldr- ei var hugsað fyrir fóðurstöðinni og að lokum stofnuðu refabændur fóð- urstöð sjálfír og ráku hana. Þá kom í ljós að fóðrið var ekki eins ódýrt og ráð var fyrir gert í áætluninni, fljótlega lenti fóðurstöðin í rekstra- rörðugleikum og var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og kom byggðar- sjóður og sveitarfélögin inn í mynd- ina. Byggðarsjóður gerði kröfu að það sem bændur voru búnir að leggja { fóðurstöðina skyldi ekki reiknast sem hlutafé. Þar kom eitt áfallið enn. Síðan fellur skinnaverðið og veiðbólgan lýkur upp. í dag er dæmið orðið vonlaust, eins og það er, fóðurkostnaður á ref er 1.150 krónur, þá er búið að draga frá fóðurstyrk, kostnaður við verkun er um 420 krónur á skinn, sölukostn- Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ásthildur Thorsteinson og Steinunn Garð- arsdóttir við fullfrágengin skinn. Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson Þorsteinn Sigursteinsson og Snorri Stefánsson við skinnaverkun. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁRNA MATTHÍASSON Kolefiiisdiskar á leið í áihúðun. Geisladiskar: Fullkominn eilífiir hljómur? Eða endast þeir bara í átta ár? ÁRIÐ 1983 komu á almennan markað svonefiidir geisladiskar sem byggðu á stafrænni tækni við tónlistarflutninginn og í auglýsing- um héldu framleiðendur þvi fram að geisladiskar myndu skila fiillkomnum hljómi um alla eilifð. Ekki nóg með það heldur var þvi haldið mjög á loft að þeir þyldu alskyns hnjask og álag án þess að það kæmi niður á hljómgæðum ólíkt vínylplötunum. Á siðasta ári fóru hinsvegar að heyrast raddir sem héldu því fram að ekki aðeins væri tónlist af geisladiskum ónáttúruleg og kulda- leg, heldur myndu allflestir geisladiskar vera orðnir ónýtir eftir átta til tíu ára notkun. Fyrsta árið eftir að geisladisk- ar komu á almennan markað, 1984, var heildarframleiðslan um 30 milljón diskar á ári. Nú er framleiðslan komin yfir 250 millj- ónir diska á ári og framleiðslu- kostnaður hefur lækkað úr um 150 kr. á hvem disk i um 40 kr. og jafnvel minna. Árið 1987 fór söluverðmæti geisladiska í Banda- ríkjunum fram úr vínylplötusölu, og bjartsýnir geisladiskaaðdáend- ur halda því fram að í Bretlandi og víðar fari geisladiskurinn fram úr vínylplötunni á þessu ári og á því næsta verði hætt að framleiða vínylplötur. Hér á landi eru geisla- diskar um þriðjungur afplötusölu, sem er svipað og kassettusala. Vandasöm framleiðsla Geisladiskaframleiðsla er mikil nákvæmnisvinna og má þar ekk- ert út af bera. Fyrst er tónlist flutt af stafrænu segulbandi yfir á glerskífu með aðstoð laser- geisla. Af glerskífunni er gert málmmót og við þá gerð verður að gæta ýtrasta hreinlætis til að tryggja að ekki komist rykkom að. Geisladiskamir era svo steypt- ir úr kolefnisfjölliðu í málmmótun- um og síðan úðaðir með áli í lofttæmdu rými, en það er ál- himnan sem endurkastar laser- geislanum í geislaspilaranum og gerir spilaranum kleift að lesa upplýsingarnar sem á disknum era. Diskurinn er svo húðaður með lakkhúð, enda má loft eða raki ekki komast að álhimnunni, því ál er afar hvarfgjamt efni. Á lakkhúðina era svo prentaðar upp- lýsingar eða myndir eftir því sem menn kjósa. Allt er þetta fram- leiðsluferli vandasamt og ótal hlutir geta farið úrskeiðis. Til að mynda er mjög algengt að gler- skifan sem mótin eru gerð eftir brotni, en einnig er algengt að lakkið utanum diskinn springi, eða þá að loft eða raki komist að álhúðinni sem oxíderast og gerir diskinn ónothæfan. Ein leið til að komast hjá þessu er að nota við húðunina á kolefnisdisknum ein- hvem málm sem ekki oxíderast og nokkrir framleiðendur hafa sent á markað geisladiska sem húðaðir era með gulli eða silfri, sem gerir þá allnokkra dýrari en hefðbundna geisladiska. Það hef- ur svo komið á daginn að fyrir- heitin fögra standast ekki að öllu, því geisladiskurinn, sem átti að gera út af við vínylplötuna á nokkram áram, er litlu síður vand- meðfarinn en vínylplatan, því ekki er bjöminn unninn þó diskurinn komist klakklaust út úr verk- smiðjunni. Hiti og raki Eins og áður sagði er hætta á að lakkhúðin springi og þannig komist loft eða raki að álhimn- unni, sem eyðileggi diskinn, en einnig er hætta á að blekið sem notað er til að merkja diskinn geri örsmá göt á lakkhúðina á nokkram áram með sömu afleið- . ingum. Diskamir þola einnig illa hita og raka, því hitinn veikir lakkið og jafnvel kolefnisdiskinn líka og rakinn getur smogið inn um örsmá göt á lakkhúðinni. Gerðar vora tilraunir á síðasta með geisladiska frá ýmsum fram- leiðendum, þar á meðal gull- og silfurhúðaða diska, og þeir geymdir við mismunandi rakastig og við hitasveiflur frá 65oC niður í -30°C. í ljós kom að diskar sem húðaðir voru með gulli eða silfri stóðust raunina, en enginn diskur sem húðaður var með áli. Fram- leiðendur segja þó að menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af diskum sem framleiddir séu af natni, en aftur á móti eigi menn að varast þá diska þar sem kastað er til höndunum við framleiðsluna. Vandinn sem snýr að plötukaup- endum er sá að ekki er nokkur leið fyrir þá að vita hvort geisla- diskurinn sem þeir ætla að kaupa eða hafa keypt sé framleiddur við bestu aðstæður í hátæknivæddri verksmiðju, eða hvort hann er steyptur í bílskúr, því það kemur sjaldnast fram í verðinu hvað kostaði að framleiða diskinn. Ódýrir diskar geta því eins enst vel fram á næstu öld, en dýrir diskar verið ónýtir fyrir aldamót. Eina leiðin til að vera viss í sinni sök, er að kaupa geisladiska sem era húðaðir með gulli eða silfri og era mun dýrari. Því til við- bótar verða menn að gæta þess að geyma diskana ekki í hita eða raka og til era geislaspilarar sem hitna um of þegar verið er að nota þá og geta því skaðað disk- ana. Hafa líklega vinninginn Geisladiskurinn er búinn að vinna sér sess í tónlistariðnaðinum og hann hefur hleypt nýju lífí í plötuútgáfu og -sölu, eftir niður- sveiflu áttunda áratugarins. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ef geisladiskurinn hefði ekki komið fram á sjónarsviðið hefði riðið yfir mikil kreppa í plötútgáfu og -sölu, enda átti hljómplatan mjög í vök að veijast vegna tækni- framfara á öðram afþreyingar- sviðum. í ljósi þess sem nú hefur komið á daginn um geisladiska, virðist þó ljóst að þeir hafa komið full snemma á almennan markað. Þrátt fyrir það eiga þeir að öllum líkum eftir að hafa vinninginn yfir vínylplötunni í framtíðinni þó ekki séu þeir eins alfullkomnir og menn vildu vera láta í upphafi. Stór hluti geisladiskaútgáfu byggist á endurútgáfu á eldri tón- list og hafa stórfyrirtæki í útgáfu verið misfljót að taka við sér. Það hefur svo gert það að verkum að smáfyrirtæki hafa mörg hver hagnast vel á að leigja útgáfurétt- inn á „klassískri" rokk-, jass- og blústónlist af stórfyrirtækjunum, sem þau gefa að mestu út á geisla- diskum. í viðtali í The Record Roundup sagði útgáfustjori hjá Rhino Records, sem er eitt helsta endurútgáfufyrirtæki á rokktón- list sjötta og sjöunda áratugarins í Bandaríkjunum, að í framtíðinni yrði útgáfa fyrirtækisisins að níu tíundu eingöngu á geisladiskum. Rykodisk, sem er eitt fyrsta fyrir- tækið sem sérhæfði sig í útgáfu á geisladiskum eingöngu, hóf aft- ur á móti útgáfu á vinylplötum fyrir skemmstu samhliða geisla- diskaútgáfunni og segja menn þar að mikið af eldri tónlist henti ekki til útgáfu á geisladiski og fari betur á vínyl. Svo virðist því sem fréttir af andláti vínylplötunnar hafi verið stórlega ýktar. Þeir era svo alltaf til sem halda fram þeirri skoðun að hljómgæðin hafi verið best á gömlu 78-snúninga plötun- um og færa fyrir því gild rök. Byggt á Q, Rolling Stone, Det ftí aktuelt, The Record Roundup, Sunday Times og Guardian.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.