Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 Minning: ■ 00 Ogmundur S. " Elimundarson Fæddur24. júníl911 Dáinn 24. janúar 1989 Kveðja frá frændsystkinum Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins tO þig aftur ber. Drottinn elskar. - Drottinn vakir, daga og nætur yfir þér. (S.K.P.) Að kvöldi 24. janúar sl. andaðist sifi okkar, Ögmundur Sigurður Eli- mundarson, á Vífílsstaðaspítala, 77 ár að aldri. Okkur langar að minn- ast hans í örfáum orðum þegar við nú kveðjum hann í hinsta sinn. Við tvö, sonardóttir og dótturson- ur, erum að mestu alin upp hjá afa og ömmu og nutum þar mikillar ástar og umhyggju. Það var gott að alast upp hjá þeim í miklu trausti og öryggi. Það er ekki lítils virði - að hafa slíkt veganesti í þessu harða nútímaþjóðfélagi. Þegar við vorum lítil var vinsælt að sitja í fanginu á afa og skoða með honum blöð og bækur og hlusta á hann lesa fyrir okkur með sinni djúpu og sefandi rödd. Oft var glatt á hjalla heima hjá afa og ömmu. Afi gat verið mikill fjörkálfur við okkur krakkana og flugumst við þá gjaman á og oft svo að amma varð að sussa á okkur. Þegar afí var að koma heim úr vinnunni var oft hlaupið á móti honum og spurt: ' „Afí, áttu nokkuð?" og dró hann Fæddur 28. apríl 1908 Dáinn 21. janúar 1989 Að kvöldi laugardagsins 21. jan- úar 1989 lést Eyjólfur Þorgilsson, • móðurbróðir minn, eftir stutta legu á Landspítalanum. Jafnframt því að vera tengdir sterkum fjölskyldu- böndum vorum við Eyjólfur ná- grannar síðustu árin. Mig langar til þess að minnast hans nokkrum orðum. Foreldrar Eyjólfs voru Unnur Sigurðardóttir og Þorgils Ámason. Unnur og Þorgils eignuðust 12 böm og náðu 9 þeirra fullorðins- aldri. Þau em Amý Sveinbjörg, Ólafía Ingibjörg og Asdís búsettar í Reykjavík, Dagbjört Lovísa bú- sett í Keflavík og Unnur Þóra bú- sett í Sandgerði. Guðbjörg Sigríð- ur, Helgi Kristinn og Guðbjartur - eru látin og með Eyjólfi eru allir bræðumir gengnir. Þorgils Áma- son lést árið 1927 aðeins 49 ára og Unnur Sigurðardóttir lést árið 1965 á 80. aldursári. Niðjar þeirrá teljast í dag vera nálægt 100 manns. Æskuslóðir Eyjólfs voru í Mið- neshreppi og fæddist hann í Hamrakoti, sem var í landi Fuglavíkur. Þar bjó fjölskyldan til ársins 1913, er hún fluttist að Mýrarhúsum í landi Nesja í Hvals- neshverfí. Þorgils, faðir Eyjólfs, . var sjómaður og réri á skipum frá Fuglavík og Nesjum. Á þessum árum var oft meiri vinnu að fá í Sandgerði og á sumrin fóru Unnur og Þorgils í fískvinnu þangað. Og svo fór, að þau fluttu með bama- hópinn til Sandgerðis árið 1922. Til þess að flytja búslóðina fékk Þorgils lánaðan bát, sexæring. "* Eyjólfur, sem þá var 14 ára, hjálp- aði föður sínum að sigla bátnum þá alltaf eitthvert góðgæti upp úr vasa sínum og stakk upp í litla munna. Það var líka gott að koma inn í hlýjuna eftir að hafa verið úti að leika sér eða að koma úr skólan- um og verma litlar hendur í stóru, hlýju höndunum hans afa. Hann afí hét fullu nafni Ögmund- ur Sigurður Elimundarson og fædd- ist á Hellissandi 24. júní 1911. For- eldrar hans voru Elimundur Ög- mundsson og Sigurlaug Sýrusdótt- ir. Hann var fimmti í röðinni af ellefu systkinum. Árið 1942 kvænt- ist hann ömmu, Karlottu Maríu Friðriksdóttur, og áttu þau saman þrjú böm. Þau eru Elimundur Snævar, en hann dó á fyrsta ári 1943, Ólafur Snævar, kvæntur Gunnhildi Höskuldsdóttur frá ísafirði og Ingileif Guðrún gift Braga Beinteinssyni frá Akranesi og alls eru bamabömin orðin tíu. Áður hafði afí átt einn son, Guð- bjart, en hann andaðist 1957 þá tvítugur að aldri. Við komum til með að sakna afa okkar mikið, því að í huga okkar var hann besti afí í heimi. Þó er gott til þess að vita, að nú er hann kominn heim, þar sem eilíft ljós skín og öllum líður vel. Elsku amma, góður Guð styrki þig og styðji, missir þinn er mikill. Guð blessi okkur öll, nú á þessari sorgarstundu og um alla framtíð. Við kveðjum afa okkar og þökkum honum fyrir allt. Hann mun alltaf lifa í hugum okkar, traustur, blíður og hlýr. Ásta María Ólafsdóttir, Ög- mundur Grétar Matthiasson. frá Nesjum til Sandgerðis. Þar byggði fjölskyldan sér bæinn Þórs- hamar. í mars 1927 veiktist Þorgils af lungnabólgu, sem dró hann til dauða á stuttum tíma. Skömmu áður en Þorgils lést, bað hann Eyjólf, elsta son sinn, að hjálpa móður sinni að halda heimilinu saman. Það gerði Eyjólfur ásamt þeim eldri úr systkinahópnum, Guðbjörgu, Sveinbjörgu og Helga. Unnur Þóra, móðir mín, var 7 ára þegar þetta gerðist. Hún man, að einhveiju sinni í leik þeirra systk- ina, bað hún Eyjólf að vera pabba sinn. Elstu bræðumir, Eyjólfur og Helgi, sóttu sjóinn og komust oft í góð skiprúm. Á vetrarvertíðinni 1929 voru þeir hásetar á Skími, sem var gerður út frá Sandgerði en í eigu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Skímir var með afla- hæstu skipum á þessari vertíð sem gaf bræðmnum góðar tekjur. Þá var ákveðið að byggja nýtt og betra hús fyrir fjölskylduna. Allt sem þurfti til smíðinnar, keyptu þeir bræður í Reykjavík og fluttu á bát til Sandgerðis. Gamli bærinn á Þórshamri var rifinn og nýtt hús byggt á sama stað sumarið 1930. Eyjólfur var sjómaður í 40 ár, fyrst sem háseti og stýrimaður á minni bátum og síðar bátsmaður og netamaður á togurum frá Reykjavík og Siglufírði. Seint á 6. áratugnum fór Eyjólfur í land og gerðist alfarið netagerðarmað- ur. Eyjólfur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Krístínu Ágústu Gunn- laugsdóttur frá Siglufirði, árið 1942. Þau bytjuðu búskap í Reykjavík og bjuggu þar í nokkur ár áður en þau fluttu til Siglufjarð- ar. Þar bjuggu þau til ársins 1965, Ögmundur Sigurður Elimundar- son, eins og hann hét fullu nafni, fæddist á Jónsmessu 24. júní 1911 í Keflavík við Hellissand á Snæfells- nesi. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- laug Cýmsdóttir og Elimundur Ögmundsson, sem bjuggu allan sinn búskap í Dvergasteini í Keflavík. Þau fæddust bæði undir Jökli, Sig- urlaug á Öndverðamesi, en Eli- mundur í Einarslóni. Ögmundur ólst upp í stómm systkinahópi. Á undan honum em fallinn frá fjögur systkin, tvær syst- ur og tveir bræður. Eftir lifa þijár systur og þrír bræður. Ögmundur var hár maður vexti og samsvaraði sér vel. Hann var fríður sýnum og hressilegur í fram- komu. Glaðsinna var hann og fé- lagslyndur í ríkum mæli. Sönggleði hans vakti athygli í glöðum hóp, enda var rödd hans falleg og heill- andi. Snemma varð Ögmundur lið- tækur til allrar vinnu, en sjó- mennska virtist honum í blóð borin og fór hann ungur að ámm á sjóinn og þótti þegar í stað vaskur vel. Á góðri stund minntist hann gjaman á sjómannsárin sín og hafði þá gaman af að segja frá ýmsum at- er þau fluttu aftur til Reykjavíkur. Kristín og Eyjólfur eignuðust eina dóttur, Margréti Ólöfu, sem er búsett í Svíþjóð. Sonur hennar er Guðbjartur Þórarínsson, stýrimað- ur, búsettur í Kópavogi. í Reykjavík vann Eyjólfur sem netagerðarmaður í Hampiðjunni og var hann við vinnu sína alveg fram í nóvember síðastliðinn þá orðinn áttræður að aldri og heilsu- tæpur. Það sem einkenndi Eyjólf fyrst og fremst var vinnusemi og samviskusemi. Það var hans lán að geta verið við vinnu, sem honum var kær, allt þar til ýfír lauk. Ey- jólfur var léttur í skapi og hann hafði glaðlegt fas. Ég sem drengur man eftir því, að það var alltaf hátíð í bæ, þegar von var á Eyjólfí í heimsókn frá Siglufirði. Nábýli við Eyjólf kom bömunum mínum til þess að þykja vænt um hann. Eyjólfur bar alla tíð umhyggju fyrir skyldmennum sínum. Fjöl- skyldan hefur misst vin og vel- gjörðarmann en minningin um góðan dreng lifir. Þorgils Baldursson burðum, sem voru samfara sjósókn- inni. Þá kom glettni hans og gam- ansemi greinilega í ljós. Á þeim ámm þegar Ögmundur var ungur kom það iðulega í hans hlut, að fara að sækja lækninn inn í Ólafsvík ef um veikindi var að ræða í plássinu og mikið lá við. Varð þá að fara fyrir Enni og sæta sjávarföllum. Ennfremur þurfti að sýna mikla gætni, þegar áin Hólm- kela var vaðin, því að hún var oft í fyllsta máta viðsjárverð. Það fór ekki milli mála, að margar slíkar ferðir urðu harla erfíðar sökum veðurhörku. Ögmundi urðu það hin mestu sigurlaun ef ferðin var árangursrík, en vitanlega gat það brugðist til beggja vona. Þann 23. maí 1942 gekk Ög- mundur að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Karlottu Friðriksdóttur, og hófu þau búskap í Hóli í Kapal- skjóli, litlum bæ og hlýlegum, sem nú hefur vikið fyrir nýrri húsbygg- ingu. Þar bjuggu áður um langt skeið foreldrar Karlottu hjónin Ingi- leif Magnúsdóttir og Friðrik Frið- riksson. Mörgum árum seinna eign- uðust þau Karlotta og Ögmundur íbúð sína i Stigahlíð 24 og þar hafa þau búið lengst af. Þeim hjónum Karlottu og Ög- mundi varð þriggja bama auðið. Fyrsta bam sitt, Elimund Snævar, misstu þau rúmlega fjögurra mán- aða gamlan. Böm þeirra er upp komust em: Ólafur og Ingileif. Ólaf- ur er kvæntur Gunnhildi Höskulds- dóttur, þau búa á ísafírði. Ingileif ér gift Braga Beinteinssyni. Þau búa í Reykjavík. Bamabömin em orðin mörg. Tvö þeirra hafa dvalist hjá ömmu sinni og afa, Ögmundur Matthíasson lengur éða skemur, og Ásta María Ólafsdóttur ólst upp hjá þeim og varð þeim mikil hjálpar- hella. Hún er gift Gunnari Ingi- mundarsyni, þau em búsett á Siglu- fírði. Ögmundur átti dreng áður en hann kvæntist, sem hét Guðbjartur. Olst hann upp hjá afa sínum og ömmu í Dvergasteini. Hann dó sautján ára gamall. Ögmundur og Karlotta vom sam- hent í því, að að sjá sér og sínum farborða og lögðu oft hart að sér í þeim efnum. Með mikilli elju náðu þau furðulega góðum árangri. Þegar Ögmundur fluttist til Reykjavíkur í atvinnuleit, tók hann þá vinnu er bauðst. Mörg ár vann hann í Sænsk-íslenska frystihúsinu og þótti með afbrigðum afkasta- mikill. Lengst vann hann svo sam- fellt í vömgeymslum Eimskips og allt þar til hann, fyrir mörgum Minning: Það var síst í huga mínum laug- ardaginn 14. janúarþegar Jói, bróð- ir Valdimars vinar míns, hringdi til mín og tilkynnti mér að Valdimar hefði lent þá um morguninn í alvar- legu umferðarslysi á Spáni og væri vart hugað líf. Það er svo stutt síðan við Valdi- mar hittumst nú rétt eftir áramótin áður en hann fór til Spánar. Þá geislaði af honum lífskrafturinn eins og venjulega og leit hann mjög björtum augum til framtíðarinnar, og vomm við famir að skipuleggja komandi sumar að námi hans loknu í Danmörku. Ég átti því láni að fagna að al- ast upp með Valdimar í Gmndar- fírði og fyrir það er ég mjög þakk- látur. Valdimar var einstakur persónu- leiki þar sem glöggt kom fram umhyggja hans fyrir fjölskyldu sinni og vinum. Hann var mjög lífsglaður og skapgóður og átti því auðvelt með að hrífa aðra með sínu góða skapi. Margs er að rninnast frá upp- vaxtarámm okkar Valdimars. Það vom skemmtileg ár bæði í leik og námi þar sem Valdimar var oftast fremstur í flokki í stómm vinahópi, en þar verður hans sárt saknað. Valdimar hóf ungur að ámm að ámm, varð fyrir slysi við störf sín, sem leiddi til þess, að taka varð af honum annan fótinn fyrir neðan hné. Eftir það átti hann ekki aftur- kvæmt á vinnustaðinn. Þess í stað varð hann að beijast við örkuml, er vom honum í fyllsta máta þung- bær. Erfiðleika sína bar Ögmundur með stillingu og af þeirri karl- mennsku sem hann hlaut í vöggu- gjöf. Á sama hátt brást hann við þeim sjúkdómi er á hann heijaði síðustu árín. Hann lést á Vífíls- staðaspítala að kvöldi dags 24. jan- úar sl. Eins og áður er getið, fæddist Ögmundur á Jónsmessunni, þegar sólargangur er hvað lengstur hér á landi. Sú birta, sem lék um hann þegar hann kom í þennan heim, fylgdi honum ætíð síðan. Og nú slær hún ljóma á minningamar um þennan góða dreng, sem nú hefur kvatt þetta jarðlíf og horfíð til hærri heima ljóss og lífs. Guðjón Halldórsson Kveðja frá dóttursonum. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Joch.) Með örfáum orðum langar okkur að kveðja afa okkar. Við vorum allir miklir afastrákar og eigum margar hlýjar og góðar minningar um hann. Afí var mikill bamakarl og hafði svo gaman af að hlúa vel að okkur bamabömunum. Hann gat setið löngum stundum og lesið fyrir okk- ur, sagt okkur sögur eða bara spjall- að. Það er erfítt að skilja það, að afí skuli vera farinn frá okkur og að við sjáum hann ekki oftar. Sér- staklega verður það erfítt fyrir Hlyn litla, sem er bara tveggja ára og mikill afakarl. Þau voru ófá sprett- hlaupin sem hann átti inn í hom til afa og upp í fangið á honum og söng langdregið „aaaafí". Afí ar búinn að vera mikið veik- ur, en nú líður honum vel hjá Guði og fer örugglega í langar göngu- ferðir niður að sjó til að horfa á bátana. Elsku góða amma, Guð blessi þig og styrki, sem og okkur öll, sem nú kveðjum afa með miklum sökn- uði. Blessuð sé minning hans. Karl Friðrik, Einar Bragi og Hlynur Ingi. stunda sjómennsku með fóður sínum og tamdist honum því snemma vinnusemi og dugnaður. Sjómennska og útgerð áttu hug hans allan bæði í starfí og námi en hann var einmitt að fullnema sig í þeim fræðum í Danmörku er hann var kallaður úr þessum heimi. Foreldrum hans, systkynum, bömum og öðmm ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa ævilangt. Guðjón Arni Þórólfsson Eyjólfur Þorgils- son - Minning Valdimar Þorvarðar- son, Grundarfírði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.